Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. mars 1978 LÚÐVÍK JÓSEPSSON: Svar til Sigurðar Lárussonar, Gilsá Þú skrifar mér opiö bréf, sem birt var í Þjóðviljanum 17. febr. s.l. Tvö atriði koma fram í bréfi þinu, sem nauðsynlegt er að ég svari. Bæði eru þessi atriði uih stór og mikilvæg mál, og bæði um mál, sem varða fleiri en okkur tvo. Fyrra atriðið er um frumvarp mitt um viöskiptabanka rikisins þar sem m.a. er gert ráð fyrir sameiningu Búnaðarbankans og Útvegsbankans i einn banka. Það er ljóst af bréfi þinu, að nokkurs misskilnings gætir varðandi málið, en þó má vel vera að þar sé um meira en mis- skilning að ræöa, þvi skoðanir okkarfariekki saman i málinu. I bréfi þinu segir þú, að þér hafi skilist aö m.a. væri að þvi stefnt meö sameiningarfrum- varpinu....” að fækka verulega smáútibúum hingað og þangað út um land.” Þetta er misskilningur Sig- urður. Af minni hálfu hefir skýrt komið fram að ekki er ætlunin að svifta neinn stað, sem nú hefir ' banka-útibú, eða af- greiðslustað banka, slikri þjón- ustustarfsemi, heldur þvert á móti að opna afgreiðslur á ýms- um stööum úti á landi, sem nú hafa enga. Hinsvegar er aö þvi stefntaðfrá þeirri eyðslu-stefnu verði horfið að hafa margar bankastofnanir, jafnvel 5-6, á litlum stöðum, eins og nú eru dæmi um. Um bankamálið vil ég annars segja þetta i örstuttu máli: Ofvöxtur bankakerfisins er gifurlegur. Arið 1972 voru alls 96 innlánsstofnanir á landinu og þá voru 164 afgreiðslustaðir. Árið 1975 er talið að alls séu bundin 1600 mannár i banka- kerfinu, þ.e.a.s. 1600 heilsárs- menn. Árið 1975 eru þessir heilsárs- menn orðnir 2200 og á þessu ári eru þeir eflaust orðnir 2800. Sennilega vinna þvf við bankastörf 3500—3800 karlar og konur, þvi ýmsir vinna ekki heilsársvinnu. Þetta þýöir aö við bindum við bankastörf álika mikið vinnuafl og alla islenska bændur. Rikis-viðskiptabankarnir eru 3. Þeir keþpast viða hver við annan á sama staö, rétt eins og oliufélögin sem reka bensin- stöðvar sínar sinn hvoru megin við sömu götu. 1 ljós hefir komið að kostnað- ur við bankastörf hér er 38-56% meiri en i Noregi, Finnlandi og Sviþjóð. Lúðvik Jósepsson Égefast ekki um þaö, Sigurð- ur, að við erum sammála um, að hamla þarf gegn eyöslu-rekstri af þessu tagi. Þá kemur spurningin um sameiningu Búnaðarbankans og Útvegsbankans. Ég skil mæta vel, að fyrstu viðbrögð þin og margra annarra bænda séu fremur neikvæð við slikri sameiningu. Ykkur finnst að þið — bændur — eigiö Bún- aðarbankann og hann sé fyrir bændastéttina, og síðan haldið þiö að nú eigi að fara að taka peninga bændanna og lána þá til útgeröarinnar, sem auðvitað er alltaf á hausnum og alltaf að tapa. Þarna er á ferðinni mikill misskilningur. Búnaðarbankinn erekkibara fyrir bændur, hann er fyrir löngu orðinn almennur banki. Útlán Búnaðarbankans eru t.d. minni til landbúnaðar, en hliðstæð lán Landsbankans. Lán Búnaðarbankans til land- búnaðar eru á milli 30 og 40% af heUdar-útlánum bankans. Það sem þó skiptir mestu máli og sterkust áhrif hefir haft á mig varðandi sameiningu þessara tveggja rikisbanka er, að á þann hátt væri hægt að koma upp öðrum álika sterkum banka og Landsbankanum, banka sem gæti tekið að sér al- hliða peningaþjónustu við at- vinnulífið i landinu. Skipulagið sem við búum nú við, er t.d. þannig að enginn banki er á svæðinu frá Stöðvar- firði suður til Hornafjarðar og varla er aö tala um bankaþjón- ustu á svæðinu fra' Eskifirði til Hornafjarðar. Fyrir þitt byggðarlag, Sigurð- ur, þarf einn góðan banka, sem sinnir bankastörfum fyrir land- búnað, sjávarútveg, samgöngur og siðar iðnað. Landsbankinn á Höfn þjónar landbúnaði Austur-Skaftafells- sýslu betur, þö hann þjóni einnig sjávarútvegi og verslun, heldur en 3 útibú, eitt frá Búnaöar- banka, annað frá Útvegsbanka og það þriðja frá Samvinnu- banka. Slik bankaþjónusta reynist dýr og óhagkvæm. Búnaðarbankinn hefir aðeins eitt banka-útibú á öllu Austur- landi. Viða annarsstaðar rfkir vandræða-ástand i bankaþjón- ustu m.a. af þvi að bankarnir hafa litið samstarf sin á milli og greinast alltof mikið i atvinnu- greinabanka. Landsbyggðin þarf á alhliða banka að halda, banka sem þjónar atvinnulifinu þar sem heild. Þá vik ég að hinu atriðinu i bréfiþinu, Sigurður. Það snertir tillögu um að veita skuli rekstr- arlán landbúnaöarins beint til bænda. Ég er mjög fylgjandi þvi að slikt form verði tekið upp, en ég tek þó fram að um leið verður að gjörbreyta lána-fyrirgreiösl- unni og grundvallarsjónarmið- um þessarar lánastarfsemi. Sjónarmið mitt er þetta: Það á að veita bændum rekstrarlán t.d. til sauðfjár- Fyrsta alþjóðlega bilasýningin i Reykjavík Sérstakir og óvenjulegir sýningarbílar fluttír inn Stœrsta vörusýning sem haldin hefur verið innanhúss hér á landi Búist er við því, aö mörg bílaumboð muni fá hingað til lands sérstaka sýning- arbíla, vegna fyrstu al- þjóðlegu bílasýningarinnar sem haldin verður hér á landi í apríl-mánuði næst- komandi. Verða þeir bílar þá væntanlega á margan hátt óvenjulegir og ekki af þeirri gerðinni sem við eig- um að venjast hér á götum borgarinnar. Fyrir bifreiðainnflytjendur er það mikill áfangi aö sýningin skuli hafa fengist viðurkennd sem alþjóðleg bilasýng. Ýtir það um leið á framleiðendur að senda hingaö óvenjulega bila, jafnvel á eigin kostnað og auðveldar um- boðunum að vanda meira til sýn- ingarinnar en gert hefur verið áð- ur. Sýningin er auglýst undir nafninu AUTO 78 og stendur hún yfir dagana 14.—23. april. Sýnt verður á tæplega 9000 fermetra sýningarfleti i húsi Sýningarhall- arinnar við Bildshöfða 20 og einn- ig að Tangarhöfða 8—12. Þetta er stærsta vörusýning sem haldin hefur verið innan húss hérlendis, en allir sýningarbilar verða inn- anhúss og ekkert notast við úti- sýningarsvæði. Yfir 150 bilar veröa sýndir og af öllum stærðum og gerðum. Oll is- lensk bifreiðaumboö taka þátt i sýningunni nema eitt. Auk bif- reiða verða þarna sýningardeild- ir með varahluti og verkfæri sem tengjast bifreiðinni á einhvern hátt. 1 anddyri sýningarhallar- innar verður yfirlit yfir sögu bif- reiðarinnar. Þar verða einnig til sýnis gamlir bilar og ýmislegt gert sýningargestum til skemmt- unar og fróðleiks. í tilefni sýningarinnar verður gefið út veglegt sýningarrit, sem jafnframt verður uppsláttarrit yfir allar bifreiðategundir sem fiuttar eru til landsins, ásamt fjölmörgu fróölegu efni um blla og bilgreinina. Rit þetta sem er framleiðslu, þannig að þeir fái á timabilinu frá upphafi framleiðslu- árs til loka þess (eða fram að sláturtið), nægilegt rekst- arfé til þess að greiða nauð- synlegan kostnað og eðlileg laun við framleiðsluna. Þessi lán má veita i 3-4áföngum. Lán- in eiga að miðast við áætlað framleiöslu-verð (við væntan- legt innlegg). Þegar bóndinn siðan afhendir sláturleyfishafa afurðir sfnar á hann að fá innlegg sitt greitt. Aftur á móti á siðan slátur- leyfishafinn að fá afurðalán út á sinar vörubirgðir svo hann geti grcitt bændum. Þannig myndu rekstrarlán bænda greiðast upp við innlegg, en þá kæmi til afurðaián sláturleyfishafa. Þau lán greiðast siðan upp jafnóðum og varan selst. Þetta skipulag er i rauninni það sama og gilt hefir i sjávarútvegi og öðrum fram- leiðslugreinum árum saman. Með þessu formi gætu bændur hætt þvi löngu úrelta og hrak- smánarlega innskriftakerfi, sem þeir búa við einir allra i þessu landi. Bændur fengju peninga og versluðu fyrir peninga og þyrftu ekki að skrifta um útgjöld sin fyrir einum eða neinum. 1 þeim tilfellum aö slátur- leyfishafar séu algjörlega aðgreind samtök, sem ekki hafi neinn ar.nan rekstur með hönd- um, væri að sjálfsögðu hægt aö láta þau veðsetja sameiginlega fyrir bændur, en þá yrðu þau lika að greiða bændum út féð um leið og lánin eru veitt. Nú hafa flestir sláturleyfis- hafar annan rekstur meö hönd- um, ýmist verslun, útgerö, iðn- að, samgöngur o.fl. o.fl. Fjár- magn þarf til alls þessa reksturs og svo vill fara, eins og dæmin sanna.að greiðslurnar til bænda eru misháar og koma misjafn- lega til skila. Það er misskilningur, að nú- verandi innskrifta- og skulda- reikningskerfi hjálpi smábænd- um. i þeim tiifellum sem það er gert, gerist það með öðrum hætti. A slikum málum á lika að taka á annan veg. Það sem máli skiptir, er að bændur fái laun sin greidd eins og aðrir, um leið og vinnan fer fram og geti verið jafn peninga- iega sjáifstæðir og annað vinn- andi fólk. Skulda-reiknings-fyrirkomu- lagið er til skammar. Það er ekki islenskum kaup- félögum til skammar — þau fá ekki nægilegt fé. En rétt er að átta sig á þvi, að nægilegt fé fæst aldrei inn i þá sameigin- legu fjármagnsdreifingarstöð, sem nú er byggt á. Það sem fyrir mér vakir i þessum efnum, Sigurður, er fyrst og fremst að rétta hag bændanna og koma samvinnu- félögum þeirra úr þeirri úlfa- kreppú sem þau eru i, í sam- bandi við þessi mál. Það hefir fariö eins og við var að búast, Sigurður, að bréf mitt hefir orðið nokkuð langt. Ég veit vel um hug þinn til bænda og þá ekki sist þeirra, sem hjálpar eru þurfi, — ég met athugasemdir þinar i samræmi við það. Ég er þér þakklátur fyrir bréfið, þvf það hefir gefið mér tækifæri til að skýra nokkru nánar, þessi tvö mikilsverðu atriði. Skýringar minar á þessum tveimuratriöum eru þó iknapp- asta lagi. Ég hefi nefnilega miklu meira um þau bæði að segja og gæti tint til miklu fleiri rök máli mínu til stuðnings. En það verður aö biða betri tima. Með kveðju og ósk um velgengni. Lúðvik Jósepsson. i ■ I ■ I ■ I ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ ; i i ■ i ■ ; i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ ; i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i Ekké viljum við fullyrða neitt um það hvort svona furðuleg farartæki veröa sýnd á bilasýningunni, en hitt er vist að bifreiöaumboðin munu kappkosta að sýna ýmislegt þaö sem er óvenjulegt og hefur jafnvel aldrei sést á íslandi fyrr. litprentað verður 164 blaðsiður að stærð. 1 húsi Sýningarhallarinnar að Bildshöfða 20 (sem er sýningar- hús I) verða á tveimur hæðum sýndar flestar gerðir fólksbila. Þar verða einnig verkfæri, vara- hlutir fylgibúnaður bifreiða i 50 sýningardeildum. Að Tangar- höfða 8—12 verða sýndir vörubil- ar, sendibilar, jeppar, hjólhýsi og stærri verkstæðisbúnaður, einnig tengivagnar. t sambandi við sýninguna gefa Flugleiðir h/f gestum AUTO 78 25% afslátt af flugi og gistingu. A sýningunni verður efnt til bil- happdrættis og gildir hver að- göngumiði aö sýningunni sem happdrættismiði. Verndari sýningarinnar er Halldór'E. Sigurðsson samgöngu- málaráðherra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.