Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJXNN Þriöjudagur 7. mars 1978 86 rithöfundar hlutu starfslaun Lokið er úthlutun starfslauna úr Launasjóði rithöfunda fyrir ár- ið 1978. 1 lögum og reglugerð sjóðsins segir að árstekjum hans skuli varið til að greiða islenskum rit- höfundum starfslaun samkvæmt byrjunarlaunum menntaskóla- kennara. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa islenskir rithöfund- ar og höfundar fræðirita. Þá er og heimilt að greiða úr sjóðnum fyr- ir þýðingar á islensku. Starfslaun eru veitt eftir umsóknum. Höfundur, sem sækir um og hlýtur starfslaun þrjá mánuði eða lengur, skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfs- launa. Tveggja mánaða starfslaun skulu eingöngu veitt vegna verka, sem birst hafa á næsta almanaks- ári á undan, og þeim fylgir ekki kvöð um að gegna ekki fastlaun- uðu starfi. Fjárveiting til sjóðsins i fjár- lögum ársins 1978 er kr. 47.181.000,00. Nægir það til veit- ingar 248 mánaðalauna, og eru það 45 færri mánaðarlaun en á siðasta ári. Umsóknarfrestur um starfs- laun úr sjóðnum rann út 31. desember s.l. og bárust alls 135 umsóknir. Stjórnin hefur nú lokið úthlut- un. Hafa 2 rithöfundar fengið starfslaun i 9 mánuði, 5 rithöfund- ar hafa fengið starfslaun i 6 mán- uði, 9 hafa fengið starfslaun i 4 mánuði, 24 hafa fengið þriggja mánaða starfslaun og 46 tveggja mánaða. Alls hefur þvi verið út- hlutað 248 mánaðarlaunum til 86 rithöfunda. Ollum umsóknum hefur verið svarað og skrá um úthlutunina send menntamálaráðuneytinu. 9 mánaða laun hlutu: Hannes Pétursson Þorsteinn frá Hamri 6 mánaða laun hlutu: Einar Bragi t Ingimar Erl. Sigurðsson Jóhannes Helgi Jónsson Jón Helgason Vésteinn Lúðviksson 4ra mánaða laun hlutu: Guðbergur Bergsson Guðmundur Danielsson Guðmundur Gislason Hagalin Hafliði Vilhelmsson Hjörtur Pálsson Jón Björnsson Jón úr Vör Jökull Jakobsson Tryggvi Emilsson 3ja mánaða laun hlutu: Birgir Sigurðsson Einar Pálsson Guðmundur Frimann Gunnar M. Magnúss Indriði Indriðason Jakobina Sigurðardóttir Jón Oskar Kristinn Reyr Oddur Björnsson Olafur Haukur Simonarson Pétur Gunnarsson Sigurður Guðjónsson Sigurður A. Magnússon Sigvaldi Hjálmarsson Steinar Sigurjónsson Steingerður Guðmundsdóttir Steinunn Sigurðardóttir Thor Vilhjálmsson Þórarinn Eldjárn Þorgeir Þorgeirsson Þorsteinn Stefánsson Þórunn Elfa Magnúsdóttir Þráinn Bertelsson Örnólfur Arnason 2ja mánaða laun hlutu: Agnar Þórðarson Anna Kristin Brynjólfsd. Ármann Kr. Einarsson Bergsveinn Skúlason Birgir Svan Simonarson Bragi Sigurjónsson Davið Oddsson Egill Egilsson Einar Guðmundsson Einar Laxness Eirikur Jónsson Eirikur Sigurðsson Elias Mar Ernir Kr. Snorrason Filippia S. Kristjánsdóttir Gestur Guðfinnsson Gisli J. Astþórsson Gréta Sigfúsdóttir Guðlaugur Arason Guðmundur L. Friðfinnsson Gunnar Benediktsson .Gunnar Dal Gunnar Gunnarsson Gylfi Gröndal Helgi Sæmundsson Hilmar Jónsson Hreiðar Stefánsson Indriði G. Þorsteinsson Ingólfur Jónsson Jóhann Hjálmarsson Sr. Jón Thorarensen Jónas Guðmundsson Kári Tryggvason Kristján frá Djúpalæk Magnús Magnússon Matthias Johannessen Nina Björk Árnadóttir Olga Guðrún Arnadóttir Pjetur Lárusson Ragnar Þorsteinsson Siguröur Pálsson Stefán Júliusson Torfey Steinsdóttir Þórir S. Guðbergsson Þorsteinn Marelsson | Aöal- j fundur |Ein- ! ingar j á Akur- ieyri Aðalfundur Verkalýðsfélags- I ins Einingar var haldinn á '■ Akureyri sunnudaginn 12. febrúar. A fundinum var lýst úrslitum stjórnarkjörs, en aðeins einn listi barst, er auglýst var eftir framboðslist- um. Er aðalstjórn félagsins nú þannig skipuð: Formaður Jón Helgason, varaformaður Eirikur Ágústsson, ritari Ólöf Jónasdóttir, gjaldkeri Jakobina Magnúsdóttir, meðstjórnendur Þórarinn Þorbjarnarson, Unnur Björnsdóttir og Gunnar J. Gunnarsson. Félagar i Einingu eru nú um 2600 talsins, en innan félagsins er verkafólk i öllum byggðum við Eyjafjörð. Fjárhagsafkoma félagsins var góð á liðnu ári og nemur eignaaukning tæpum 30milj. kr. Fjárfestingar voru miklar á ár- inu en langstærstu upphæðirnar voru vegna kaupa á hluta i Stjórnsýslumiðstöð Dalvikur, kr. 10 milj. og til kaupa á tveim- ur orlofshúsum, sem nú eru i byggingu að Illugastöðum, kr. 7 milj. Þá styrkti félagið bygg- ingu Endurhæfingarstöðvar Sjálfsbjargar á árinu með einnar milj. kr. framlagi og á aðalfundinum var samþ. að veita til þeirrar framkvæmdar 3 milj. kr. á þessu ári. Ennfremur var samþ. að leggja 4 milj. kr. af rekstrarafgangi félagssjóðs i byggingasjóðs félagsins en mik ill áhugi er á þvi að félagið fari að koma sér upp framtiðarstað fyrir skrifstofur félagsins og annan rekstur. Núverandi húsnæði er orðið alltof litið, en fyrst um sinn mun félagið á komandi vori flytja skrifstofur sinar i Skipagötu 12 i húsnæði, sem Lifeyrissjóðurinn Samein- Röðull kominn út Blaöinu hefur borist 1. tbl. RöðulS/ þ.á. en Rööull er, eins og áður hefur veriö skýrt frá, blað Alþýðubandalagsins í Borgarnesi og nærsveit- um. I blaðinu eru eftir- taldar greinar, auk ým- issa frétta: Verðbólgan, forustugrein eftir Jóhannes Gunnarsson. Flemm- ing Jessen skrifar Hugleiðingu um félags- og æskulýösmál. Sannleikurinn um J.C. og eld- varnarkerfið, eftir Ágúst Guðmundsson. Meira um kaup- in á Bjargi, eftir Halldór Bryn- júlfsson. Frá fundi Neytenda- samtakanna. Hreppsnefndin fellir tillögu um launajöfnuð. Visnaþáttur i umsjá Sveins Eiössonar. Fréttir af starfsemi ungmennafélaga, verkalýðs- félagsins o.fl. —mhg Akureyri ing hefur keypt og er að láta innrétta fyrir skrifstofur sjóðs- ins og Einingar. Loks samþ. fundurinn að auka hlutabréfa- eign sina i Alþýðubankanum hf. um 1.5 milj. kr. Dagpeningagreiðslur frá sjúkrasjóði námu á árinu 10,6 milj. kr. og fæðíngarstyrkir 2,2 milj. kr. Svo sem oftast áður snérist starfsemi félagsins á árinu 1977 að langmestu leyti um kjara- og samningamálin. Formaður starfaði innan samninga- nefndar ASÍ að gerð aðalkjara- samnings, en auk þess var á ár- inu unnið að gerð fjölmargra annarra samninga fyrir einstaka starfshópa innan félagsins og má nánastsegja, að aldrei sé neitt hlé á samninga- málunum. Og nú er svo komið, að rikisvaldið hefur boðað ógild- ingu á þýðingarmestu atriðum þess aðalkjarasamnings, sem gerður var i júni i fyrra. Hér með fylgir sérstök ályktun aðalfundarins varðandi það mál. En að loknum hefðbundn- um aðalfundarstörfum flutti Asmundur Stefánsson, hag- fræðingur ASÍ, fróðlegt erindi um þróun kjaramála að undan- förnu, skýrði gerð siðasta aðal- samnings og þær sveiflur, sem orðið hafa á kaupmætti launa og rakti að lokum áætlaða kjara- skerðingu sem rikisstjórnin stæði fyrir, og hver áhrif hennar myndu verða. Alþýbubandalagið I Borgar- firði og nærsveitum hefur nú i höfuðdráttum skipulagt starf sitt til vors. Framundan er það, aö haldnir verða fundir um hreppsmál mánudaginn 20. febrúar, mánudaginn 6. mars, mánudaginn 3. april og laugar- daginn 15. aprll. Fundirnir verða I Snorrabúö og hefjast all- ir kl. 20.15. Gert er og ráð fyrir að fundir veröi haldnir 20. aprll og 20. maí, á sama stað og tlma, en umræðuefni á þeim hefur enn ekki verið ákveðið. Arshátið félagsins verður Ályktun aðalfundar Aðalfundur Verkalýðsfélags-. ins Einingar, haldinn 12. febr. 1978, mótmælir harðlega þeim aðförum stjórnvalda að rifta gerðum samningum án nokkurs samráðs við launþegahreyf- ingarnar á landinu. Slik aðför er þvi alvarlegrúað allar efnahagsforsendur eru nú mun betri en efnahagsspá gerði ráð fyrir, þegar samn- ingarnir voru gerðir, og að rikisstjórnin sjálf hefur gert saminga til handa opinberum starfsmönnum, sem fela i sér mun meiri kjarabætur en launa- fólk innan ASI hafði fengið i sin- um samningum. Rikisstjórnin er þvi með þessu að afnema frjálsan samn- ingarétt. Slikt getur verkalýðs- hreyfingin ekki þolað. Fundurinn samþykkir þvi að heimila stjórn félagsins að segja nú þegar upp öllum launa- liðum I samningum félagsins og heitir á allt launafólk i landinu að mynda órofa heild til að stöðva ránshendur stjórnvalda að þessu sinni. Verkalýöshreyfingin getur ekki þolað það öllu lengur, að óstjórn stjórnvalda og skipu- lagsleysi atvinnurekenda sé ævinlega sett yfir á bök launa- manna á meðan fjölmennir hóp- ar forréttindastéttanna njóta vellystinganna óáreittir. —mhg haldin laugardaginn 4. mars i Samkomuhúsinu og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Hin árlega fjölskylduhátið á skirdagskvöld verður að sjálf- sögðu einnig I ár. Mun siðar auglýst hvar hún verður haldin. Félagsvistin er þegar komin i gang og var fyrsta vistin 30. jan. s.l., I Samkomuhúsinu, sú næsta er 15. febrúar og hin siðasta 27. febrúar. Loks er þess að geta að aðal- fundurinn veröur haldinn I Snorrabúð mánudaginn 13. mars og hefst hann kl. 20.15. —mhg Styrkir til háskólanáms i Noregi Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram I löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fjóra styrki til háskóla- náms i Noregi háskólaárið 1978-79. — Ekki er vitað fyrir- fram hvort einhver þessara styrkja muni koma i hlut ís- lendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til fram- haldsnáms við háskóla og eru veittir til niu mánaöa náms- dvalar. Styrkfjárhæðin er 2.300 n.kr. á mánuði, auk allt að 1.500 n.kr. til nauðsynlegs ferðakostnaöar innan Noregs. — Umsækjendur skulu hafa góða þekkingu á norsku eða ensku og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktimabii hefst. Æskilegt er aö umsækjendur séu eigi eldri en 40 ára. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: Utenriksdepartementet, Kontoret for kulturelt samkvem med utlandet, Stipendieseksjonen, N-Oslo-Dep., Norge, fyrir 1. april 1978 og lætur sú stofnun i té frekari upplýs- ingar. Menntamálaráöuneytiö, 28. febrúar 1978. Tökum aö okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 Frá Alþýðubanda- laginu í Borgarnesi og nærsveitum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.