Þjóðviljinn - 23.03.1978, Síða 2
ÞJÖDVILJINN Fimmtudagur23. mars 1978
2 StÐA
AF KRISTILEGUM ANDA
Það má marka af skrifum kirkjunnar
manna hér í borg um þessar mundir að páska-
hátiðin fer í hönd. Guðsbörnin taka oft fjör-
kipp í f jölmiðlum þegar stórhátiðar nálgast/
og að þessu sinni eru það málefni Dómkirkj-
unnar í Reykjavík, sem verið hafa í sviðsljós-
inu, guði væntanlega til dýrðar.
Þannig vill til, að ég er borinn og barnfædd-
ur hérna i „kvosinni", hef alið allan minn
langa og merkilega aldur hérna i kringum
Tjörnina og er af þeim sökum sjálfkrafa
sóknarbarn í Dómkirkjunni. Þess vegna hef
ég alla tíð fylgst af vökulum áhuga með því
hve markvisst og sleitulaust þjónar þessarar
kirkju hafa staðið vörð um sálarheill okkar
sóknarbarnanna og önnur viðskipti við þá
himnafeðga, föður, son og heilagan anda, og
öf ugt.
Kennimönnum þessa ágæta guðshúss hef ég
kynnst náið (af afspurn), en gott og guðhrætt
fólk kynnir safnaðarmeðlimum jafnan kosti
og lesti umsækjenda fyrir hverjar prestkosn-
ingar með stanslausum símhringingum heim
til sóknarbarnanna,og fær maður þá að heyra
nokkuð fagurt, en mikið ófagurt, um prestana
sem sækja.
Um síðustu prestkosningar í Dómkirkjunni
var síminn hjá mér glóandi af slíku eldsneyti
þar til ég tók hann úr sambandi. Þá fékk ég
slíkar upplýsingar um guðsmennina, sem voru
að berjast um brauðið, afgreiddar símleiðis
frá sannleikselskandi góðum og guðhræddum
andstæðingum þessa eða hins, að ekki eru haf-
andi eftir á prenti. En ef sannur væri helming-
urinn af því sem sagt var i mín eyru um þessa
veslings kennimenn í hita prestkosninganna,
þá er skemmst frá því að segja, að ganga má
út frá því sem gefnu að þeir fari ásamt öllu
sínu hyski beint til helvítis þegar þeir geispa
golunni, slík úrþvætti sem þeir eru sagðir
vera af andstæðingunum. Ég segi nú bara:
Guði sé lof að maður veit betur.
Sannleikurinn er sá að presta ber ekki á
góma meðal almennings nema rétt fyrir
prestkosningar, og þá fá þeir það svo sannar-
lega óþvegið. En nú fer hátið i hönd, og þá eiga
allir að vera góðir. Þess vegna ætla ég að gera
mér í hugarlund að það hafi verið satt sem
stuðningsmenn prestanna sögðu um prestana
sem þeir studdu, og þá blasir við mynd af
vammlausum eða nánast heilögum mönnum.
Og er ekki rétt, svona til hátíðarbrigða, að
hafa það fyrir satt?
Ástæða mín til þessara hugleiðinga er grein-
argerð frá sóknarnefnd Dómkirkjunnar
vegna uppsagnar Ragnars Björnssonar
organista, sem birst hefur í blöðunum svona
eins og trúarlegur forleikur að upprisuhátíð-
inni, og fer vel á því að hita sig upp í kirkju- og
trúarlegum málefnum í dymbilvikunni. Þessi
guðsbarnasöngur sem hljómar frá sóknar-
nefnd Dómkirkjunnar birtist sem sagt í grein-
argerð um óvandað illmenni, sem hefur verið
á snærum Dómkirkjunnar í hartnær tvo ára-
tugi, þar af fastráðinn í einn, og hef ur átt að
sjá þar um söng og tónmennt. Greinargerðin
f jallar um ávirðingar þessa vandræðamanns,
og má af henni ráða að fátt er það, sem ekki
óprýðir þennan óvandaða organista. Hann
hefur í sem stystu máli allstaðar þótt óalandi
og óferjandi. Einn af löstum hans er óhófleg
fégræðgi og (svo notuð séu orð sóknarnefnd-
ar) ,,Má þar nefna sem dæmi (um kröfugerð
organistans í f jármálum) að þrisvar lét Ragn-
arsig vanta við jarðarför í Dómkirkjunni, þar
sem hann hafði lofað að leika á orgelið". Það
er ekki nema von að guðsbörnunum blöskri
slik ágirnd.
I greinargerðinni er f rá því skýrt að Ragnar
eigi séra Þóri Stephensen dómkirkjupresti það
að þakka að hann fékk að halda starf inu svona
lengi, en sá dánumaður mun hafa haldið yfir
honum hlífiskildi öll þessi ár. Hvergi er þess
getið i greinargerðinni hvort Ragnar þessi
kunni að spila á orgel eða ekki( enda munu
málefni dómorganista Dómkirkjunnar i
Reykjavík ekki snúast um slíkan hégóma.
Hann mun að visu þykja gjaldgengur organ-
isti viðast hvar í veröldinni, nema að sjálf-
sögðu í Dómkirkjunni, því það guðshús hýsir
ekki skúrka, jafnvel þótt þeir geti spilað lipurt
bæði með höndum og fótum.
Nú hlýt ég og aðrir í Dómkirkjusöf nuðinum
að spyrja að því, hvers vegna okkur sé boðið
uppá jafn vafasaman starfskraft og Ragnar
Björnsson sem dómorganista í heilan áratug.
Slíkur maður á ekki heima á helgum stað.
Annast snýst málið að verulegu leyti um
kirkjuvörðog þvottakonu, sem bæði hafa gef-
ið opinbera yf irlýsingu um það að dómkirkju-
presturinn hafi ekki hrakið þau úr starfi, og
ber að lofa guðsmanninn fyrir það, jafn
freistandi og slíkt er alltaf.
Það er Ijóst að um bænadagana og páskana
mun kennimönnum Dómkirkjunnar ekki gef-
ast kostur á að hugsa úr hófi fram um þann
sem dó á krossinum fyrir allt mannkynið og
reis upp aftur á þriðja degi, né „fyrirgefn-
ingu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf".
En nýr organisti mun auðfundinn, þegar
hinum gerspillta söngstjóra hef ur verið rutt úr
vegi, og murium vér, sóknarbörnin, fylla guðs-
hús vort um páskahátíðina og hlýða á kórinn,
sem nú eftir hreinsunina getur mætt óhindrað-
ur til messu undir stjórn nýja organistans á
þessari helgustu hátið kristinnar kirkju.
Sóknarbörnin hlakka öll til að hlusta á þann
guðsbarnasöng, að ekki sé talað um undirspil-
ið. Þegar slíkri páskatónlist er til að dreifa
gerir ekki til þótt presturinn tóni svolítið
f alskt. Því það er nú einu sinni nokkuð til í því
sem presturinn sagði forðum um tónlistar-
kröfur í kirkjum yfirleitt:
Þegar á að syngja sálm
sýnist mér það ósköp létt,
upp við rekum eitthvert mjálm
og organistinn makkar rétt.
Flosi
✓
„I franska bókasafninu
(Laufásvegi 12) verður sýnd þriðjudaginn
28. mars kl. 20.30 franska kvikmyndin með
enskum texta
„UN OFFICIER
DE POLICE SANS
IMPORTANCE”
frá árinu 1973 og gerð af Jean Larriaga.
Með . aðalhlutverk fara: Robert Hossein,
Nicole Courcel, R. Pellegrin, og Marc
Porel. Þetta er lögreglumynd sem segir
frá töku gisla.
FRÍMERKJAUMSLÖG MEÐ SÉRSTIMPLI
Upplag takmarkað við 500 af hverri gerð.
5 umslaga sería
Eldri útgáfur 5 stk.
□ Öskast sent í póstkröfu.
NAFN
HEIMILI
STAÐUR
SKÁKSAMBAND ÍSLANDS — pósthólf 674 — Reykjavík.
erlendar
bækur
William Blake:
The Complete Poems
Edited by Alicia Ostriker. Pengu-
in English Poets. Penguin Books
1977.
Blake er sérstæðastur meðal
enskra skálda, uppreisnarmaður
og sjáandi, listmálari og spámað-
ur. Eiginkona hans sagði um
hann, ,,ég á fáar samverustundir
með Mr. Blake, hann er alltaf i
paradis”. Blake taldi sig ekki
þurfa á meðalgöngu kirkjunnar
manna að halda eöa kirkjunnar;
hann taldi sig ná slikum tengslum
við guðdóminn. Blake lifði mjög i
sinum sérstæða hugarheimi, sem
voru einhverskonar uppheimar
goðkynjavera. Það hefur orðið
mörgum erfiður starfi að skilja
og útlista kvæðabálka Blakes um
uppheima og ýmsir hafa séð i
þeim stórkostlegar heimsmyndir
og merkilega spádóma.
Otgefandinn er prófessor i
ensku i Rutgers háskólanum i
Bandaríkjunum og hefur hún lagt
mikla alúð við þessa útgáfu og út-
listanirnar sem fylgja i bókarlok.
Blake gaf sjálfur út verk sin upp-
haflega, prentaði þau og mynd-
skreytti. Frumverk Blakes eru
mjög eftirsótt og hafa þau verið
endurútgefin með miklum kostn-
aði og eru geysidýr.
Antony and Cleopatra —
The Two Noble Kinsmen
- Henry IV, Part 2.
William Shakespeare. New
Penguin Shakespeare. Penguin
Books 1977.
Tvö þessara leikrita eru i öllum
útgáfum verka Shakespeares, en
The Two Noble Kinsmen er oft-
ast sleppt i slikum útgáfum, þvi
að þaö er á jaðri Shakespeares
fræða og er kennt við Shake-
speare og John Flecher i Quarto
útgáfunni 1634. Þessi útgáfa vek-
anna er sú ódýrasta sem nú er á
markaði og einnig meðal þeirra
vönduðustu. Nú eru komin út um
30 bindi i þessari Shakespeare-út-
gáfu.
Shakespeare the Eliza-
bethan
A.L.Rowse. Weidenfeld and
Nicolson 1977.
A.L.Rowse er vel þekktur sagn-
fræðingur og hefur einkum stund-
að rannsóknir á timabili Eliza-
betar I, og viðamesta rit hans
fjallar um það timabil. Hann hef-
ur einnig stundað rannsóknir á
verkum Shakespeares og er eink-
um kunnur fyrir athuganir sinar
á Sonnettum Shakespeares. Hann
starfar við háskólann i Oxford.
Rit þetta er stutt en snjallt og
tengir Shakespeare þvi timabili
enskrar sögu sem varð eitt það
glæstasta i augum siðari tima
manna, og það sem glæsti þetta
timabil hvað inest, var leiklist
þess. Allir þeir erlendir menn
sem komu til Lundúna á þessum
árum, luku upp einum munni um
ágæti leiksýninganna bæði við
hirðina og við háskólana og aðrar
menntastofnanir vitt um landið.
Rowse lýsir nánasta umhverfi
skáldsins, nánustu vinum hans og
starfsemi hans sem leikrita-
skálds og leikstjóra.
Höfundi hefur tekist að fella inn
i þessa bók flest það þýðingar-
mesta sem snertir skáldið, bæði
það sem lengi hefur verið kunn-
ugt og einnig nýrri vitneskju, sem
færri er kunn. Bókin er mjög lið-
lega skrifuð og myndasafnið eyk-
ur mjög á gildi bókarinnar. Þetta
er smekkleg útgáfa og vel unnin.
Letters and Journals of
Katherine Mansfield.
A Sclection. Edited by G.K.
Stead. Penguin Books 1977.
Fáir rithöfundar hafa náð slikri
snilli á skömmum tima og
Katherine Mansfield. Hún var
snillingur smásögunnar og samdi
alls 88 sögur. Þótt hún yrði aðeins
34 ára verður hún alltaf talin
meðal merkustu smásagnahöf-
unda á enskri tungu. Auk þeirra
fimm bóka sem gefnar voru út
hafa dagbækur hennar og bréf
birst og er þessi bók úrval úr
þeim söfnum.
Mansfield lagði svo fyrir i arf-
leiðsluskrá sinni að eiginmaður-
inn John Middleton Murray ætti
að sjá um eftirlátin skrif hennar,
,,og vildi ég aö hann gæfi sem fæst
út... en eyðilegði sem mest....”
Murray fór alls ekki eftir þessari
ósk, heldur gaf allt út og sætti
talsverðu ámæli fyrir; útgáfa
margs þessa var vafasamur
greiði við hina látnu og starf hans
sem útgefanda var fjarri þvi að
vera við hæfi. Hann sauð saman
til útgáfu minningabrot, dagbók-
arþætti og nótur og athugagrein-
ar og hirti litt um vandvirkni og
stundum heldur ekki um að efnið
væri i réttri timaröð.
útgáfa þessa úrvals er aftur á
móti vel unnin og vottar sömu
snillina um meðferð máls eins og
sögur hennar.