Þjóðviljinn - 23.03.1978, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 23.03.1978, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mars 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bérgmann. ___ Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Sföumúla 6, Simi M333 Prentun: Blaöaprent hf. Þá eiga Þjóð- viljinn og Al- þýðubandalagið að hœtta að vera til Eitt átakanlegasta dæmið um niður- lægingu islenskra stjórnmála á siðustu timum eru stoltar yfirlýsingar forystu- manna Alþýðuflokksins um að flokkur þeirra og blað gangi fyrir erlendu fé. Svo illa virðist „siðvæðing” siðustu ára hafa leikið þá menn, sem nú hafa forystu fyrir Alþýðuflokknum, að þeir hafa gjör- samlega glatað þeim eiginleika, sem þeir þó þyrftu öðrum fremur mest á að halda, — að kunna að skammast sin. Hinir siðvæddu islensku toppkratar segjast taka við eins miklu erlendu fé og þeim sýnist til sinnar starfsemi, og spyrji engan um leyfi. Þegar spurt er hvort það eigi þá að vera reglan, að islenskir stjórnmálaflokkar leiti fanga á erlend mið til fjáröflunar fyrir starfsemi sina með öllum þeim hrikalegu afleiðingum, sem sliku fylgja, þá verður fátt um svör hjá toppkrötunum siðvæddu. Og þegar spurt er hvort hinir heilögu menn i forystu Alþýðuflokksins liti máske þannig á málin, að þarna eigi nú bara að vera um að ræða einkarétt hjá Alþýðu- flokknum af þvi sá flokkur sé nú einu sinni samfélag heilagra, — þá vefjast þeim Benedikt Gröndal og Vilmundi Gylfasyni annars svo liprar tungur um tönn. Og hver eru svo svör þessara manna, þegar þeir hafa verið staðnir að einhverju svivirðilegasta athæfi islenskra stjórn- mála og siðar, einhverju alvarlegasta til- ræði við islenskt sjálfstæði? Þeir reyna ekki að rökræða málin, þeir reyna ekki að verja eigin svivirðingu. Þrautaráðið verður það eitt að æpa lygar og róg að okkur sem gefum út Þjóðviljann. Alþýðublaðið staðhæfir nú dag eftir dag, að Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið gangi lika fyrir erlendu fé, og þess vegna sé þetta allt i lagi hjá krötunum! — „Auðvitað fá þeir einnig erlenda aðstoð” segir leiðarahöfundur Alþýðu- blaðsins i gær um okkur Alþýðubanda- lagsmenn, — „öðru visi gengur dæmið ekki upp”, bætir hann við. Tilhæfulaus rógburður og hreinar lygar um aðra er þannig eina vörnin hjá siðvæðingarhetjum Alþýðublaðsins. Þeir geta með engu móti skilið að til sé á íslandi fólk, sem eitthvað vilji á sig leggja i stjórnmálabaráttu fyrir þann málstað, sem það telur réttan. Slikur hugsunar- háttur er með öllu framandi þeim herrum sem stýra málum Alþýðuflokksins. Þar rikir hin erlenda múta i stað frjálsra framlaga pólitiskt áhugasamra liðs- manna. Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið hafa ekkert að fela, hvað varðar sina reikninga. Þá getur hver sem er fengið að sjá. Þeir reikningar eru og hafa verið öllum opnir. Munurinn er bara sá, að Þjóðviljanum er haldið úti af islenskri alþýðu, en Alþýðublaðinu fyrir erlenda mútu og sér- stakan stuðning svörtustu stjórnmálaafl- anna i röðum islenskrar braskarastéttar. Þjóðviljinn hefur afhent Skattstofunni lista með nöfnum 370 manna, sem lögðu fram á árunum 1974-1976 milli 20-30 milj- ónir til byggingar Þjóðviljahússins við Siðumúla, að meðaltali lægst kr. 25.000 en langflestir annaðhvort kr. 50.000 eða kr. 100.000. Auk þess gáf u um 200 einstaklingar álika há framlög sin beint til Þjóðviljans eða Alþýðubandalagsins og þess utar bárust að sjálfsögðu smærri upphæðir. Alls nam fjársöfnun vegna Þjóðvilja- hússins 35-36 miljónum króna. Við þetta er ekkert óskiljanlegt eða dularfullt, nema fyrir þá lánlausu og sið- lausu stjórnmálaforingja, sem alls ekki geta skilið hvað starfi að pólitiskum hug- sjónamálum fyrir alþýðuheill fylgir. Siðustu rekstrarreikningar Þjóðviljans, sem fyrir liggja eru frá árinu 1976. Þá kostaði 139 miljónir að gefa Þjóðviljann út. Halli blaðsins var um 20 miljónir. Við hækkuðum skuldir blaðsins um 6 miljónir þetta ár, en upp i rekstrarhallann náðum við 14 miljónum með rekstri á happdrætti og örðum söfnunum. Þetta eru um 700,- krónur á hvern kjósanda Alþýðubanda- lagsins i landinu. Halda þeir Benedikt Gröndal og Vilmundur Gylfason virkilega að til sliks þurfi kraftaverk eða erlent mútufé? — Vesalings mennirnir! — Þeir ættu að skoða sögu Alþýðuflokksins á fyrstu árum hans. En við skulum gleðja kratabroddana, sem ekkert bakland virðast eiga lengur hjá islenskri alþýðu með þvi, að svo virðist sem rekstur Þjóðviljans hafi gengið sýnu betur á siðasta ári en árið 1976, þótt endanlegar tölur þar um liggi enn ekki fyrir. Við lifum i þjóðfélagi þar sem engum stjórnmálasamtökum á að vera ofætlun að afla fjár meðal stuðningsmanna til starf- semi sinnar. Þvi skulu lokaorðin hér vera þau, að þegar Þjóðviljinn og Alþýðu- bandalagið eiga ekki lengur þann stuðning hjá islenskri alþýðu sem dugir til að gefa blaðinu og flokknum lif, þá eiga Þjóðvilj- inn og Alþýðubandalagið að hætta að vera til, þvi betri er dauði en afla auð á þann veg sem siðvæningarpostulinn Benedikt Gröndal ástundar. k. Skoðanakannan- ir á Vestur- löndum Skoðanakannanir eru orðnar fastur liður fyrir allar kosning- ar viðast hvar á Vesturlöndum. Stórar stofnanir hafa sérhæft sig i slikum könnunum og eru úrtökinsem valinerustrangvis- indaleg. Þó bregðast slikar kannanir og koma þar margvis- leg atriði inn i. Eitt þeirra er það að þær geta hreinlega breyttafstöðu kjósendans þegar til kosninga kemur. Frægasta dæmið um það eru forsetakosn- ingarnar i Bandarikjunum 1948 þegar allar skoðanakannanir höfðu spáö Dewey, frambjóð- enda repúblikana yfirburða- sigri, en þegar til kom fór Tru- man, frambjóðandi demókrata, með sigur af hólmi. Truman hafði sest i forsetasæti að Roosevelt látnum og talið var að margir kjósendur hefðu kosið hann af vorkunnsemi til þess að hann tapaði ekki með of miklum mun. Lágmarksúrtak 1500 manns Hér á íslandi eru slikar skoð- anakannanir nær óþekkt fyrir- bæri. Fyrirtækið Hagvangur mun þó hugleiða að gera könnun fyrir kosningar i vor eftir þvi sem Morgunblaðið sagði i gær. Þó mun það vera tvistlgandi vegna mikils kostnaðar. Eftir þvi sem Þorsteinn Þorsteinsson hagfræðingur hjá fyrirtækinu segir þarf lágmarksúrtak að vera 1500 manns og er þá miöað við 2—3% óvissu til eða frá en þá þarf lika að vera mjög vendi- lega f rá þvi gengið að Urtakið sé rétt valið og fólki gefist kostur á að setja seðil i kjörkassa. Stjórnmálaskoðanir eru trúnaö- armál og það getur farið eftir flokkum eða kynjum hversu menn eru viljugir að svara spurningum. Ef mikill fjöldi neitar að svara eðá segist vera óákveðinn rýrir það mjög áreið- anleik könnunar. Ortakið þarf að vera visindalega valinn þverskurður af þjóðfélaginu. Marklaus könn- un Dagblaðsins A mánudaginn birti Dag- blaðið úrslit i skoðanakönnun sem það hafði sjálft látið gera þar sem hcingt var í 300 manns eftir simaskrá. Um slika könn- un segir Þorsteinn Þorsteinsson hjá Hagvangi að óvissan sé svo mikil að jafnvel þrir flokkar, sem allir væru mjög misstórir, gætu allt eins litið út fyrir að vera jafnstórir i henni. Af framansögðu er ljóst að skoðanakönnun Dagblaðsins er markleysa sem vara verður við. Af þeim 300 sem spurðir voru neituðu 157 að svara eða sögðust vera óákveðnir. [A 21. skoianaktfnnun Dagbtaðsins: Hvaða stjémmálaflokk munduó þtr kj6s», ef þingkosningar f»ra fram nú? ff Þetta er allt sama tóbakið" „Ég hef verið sjálfstæðismaður, en nú veit ég ekki, hvað ég kýs i vor.” (Karl á Akureyri). „Þetta er allt sama tóbakið. Ég veit svei mér ekki. hvað ég á að gera.” (Karl á Akranesi). „Þetta er óþarflega nærgöngul spurning. fcg neita að svara þessu.” (Karl á Rcykjavikursvæðinu). „Þessir menn eiga ekki lcngur skilið, að almenning- ur taki þátt i að kjósa um þá.” (Kona á Reykjavíkur- /svæðinu). „Ætli maður kjósi ekki það, sem maður er vanur, • • ""Aicfiokkinn.” (Kona á Reykjavikursvæðinu). ‘ ' :nn. Þó vildi ég að Gylfi væri for- ^ Siálfstæðisflokk- Fylgið skiptist þannig milli þeirra sem tóku ákveðna af- stöðu (innan sviga fylgi við kosningar 1974): Alþýðuflokk segjast ætla að kjósa 29,3% (áður 9,1%), Framsóknarflokk 9,8% (áður 24,9%), Sjálfstæðis- flokk 37,0% (áður 42,7%), Alþýðubandalag 20,2% (áður 18,3%), Samtökin 2,8% (áður 4,6%) og Stjórnmálaflokkinn 0,7%. Dagblaðið getur ekki talist ábyrgur aðili til að taka skoðanakönnun. Aöeins það að Dagblaðið hringir getur haft áhrif á þann sem spurður er og viss hætta er á að spyrjandi leiði þann spurða i samræöum. Miklu máli skiptir hvenær hringt er. Verkamenn og iðnaðarmenn eru t.d. fjarri sima allt til 7 á kvöldin og ef hringt er fyrir þann tima er hætt við að sá hópur verði fámennur. Gamal- menni og sjúklingar eru frekar hreima hjá sér en aðrir svo að dæmi sé nefnt. Og lengi mætti finna að. Aðalatriðið er hins vegar það aö úrtakið er ekki tekið af hlut- lausum aðila, ekki nógu stórt og alis ekki tekið á visindalegan hátt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.