Þjóðviljinn - 23.03.1978, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur23. mars 1978
Grund I Eyjafiröi: „Hvar er andagift þessarar kirkju
„Hin gófta blómaræktarkona hún er eillf”, segir Málfrfftur um árang-
urinn af starfi Guftrúnar Jónsdóttur I Lystigarftinum á Akuryeri.
Málfríður Einarsdóttir:
ÚR FERÐ
NORÐUR
A Norðurlandi eru fuglar
hvitari á fjaðurham en hér syðra,
og að sama skapi prúðari,
sauðkindur sýnast aldrei hafa i
fjárhús komið nema til að liggja
þar viö nýþvegin lök þvegin úr
lágfreyðandi þvottasápu i
sjálfvirkum þvottavélum, svo
hvitar eru þær, og mun nokkuð
þurfa að þvo af þeim reifin áður
en úr þeim eru hannaðar flikur
fyrir Bandarikjamarkað? Ullin af
kindum þessum er mýkri en silki,
hlýrri en ylur frá sólu; ekki á
páfinn í Róm betri kindur né
hvitari á lagð.
1 æsku minni var heyskapur
kvalræði þvi alltaf rigndi, og
þegar ekki rigndi þá var
hávaðarok sem gekk i gegnum
mann og drap mann nærri því, og
ef hvorugt var af þessu þá var
einhver dauðans lognmolla og
hún var verst.
A Laugalandi i Glæsibæjar
hreppi i Eyjafj.s., þar sem méi
var sagt að héti Svalbarðsströnd
en finn ekki nafnið á kortinu, þar
sýndust mér heyskaparhættirnir
hljóta að vera svipaðir og hjá
páfanum, nema engir vængir,
ekki mikill lúðrablástur, en
gamanleikur og sport, það þó
rigningin komi stundum ofani, og
allir kátir og hressir og hlakka til
að græða á töðunni. Þvi miður sá
ég engan þarna; sveitafólkiö
kærir sig ekki um að vera haft til
sýnis fyrir stórum hóp af talandi
kvenfólki. Yfir túnunum grænu
móka skýjalengjur i alþögulli
kyrrð, dreymir ekki einu sinni,
nenna ekki að fara.
Svo kom snjórinn. Hann kom
um nótt, hvarf svo, siðan kom
meiri snjór, og þó sólin skini úr
heiðskirara lofti en þekkist á
jörðu, hefur hún ekki við
snjónum. Veturinn mun brátt
rikja á þessum blómsæla, fagur-
grænkaða stað, sem Akureyri er
og sveitirnar inn af henni. Kaldur
og hreinn. Aldrei kemur mengun
lofts hingað, nema þá eftir heims-
endi.
Að skoða kirkjurnar þarna i
sveit og borg, það er ekki litið
verk. Sumar eru gamlar, sumar
nýjar, og bestleistmérá þær sem
elstar eru. Nonni (Jón Sveiná'son
pater) á þarna kirkju og heitir
Nonnakirkja, og mun hann aldrei
hafa i hana komið nema þá i
barnæsku. Ekki er hUn glugghús.
HUn er tjörguð,og málaðir á hana
hvitir gluggaumbUningar, og hún
lætur svo li'tið yfir sér að ég er
viss um að guði likar hUn. Ekki er
ég viss um að hann komi oft i
Akureyrarkirkju. Né heldur
Grundarkirkju. Né tolli lengi, ef
hann kemur þá.
Nú skal ég reyna að lýsa
Grundarkirkju, og þó mér verði
nú mjórra muna vant.
Hún er stór. Það hefur verið
vandað sig við hana svo sem
framast mátti, og settar i hana og
á ýmsar stiltegundir og eiga ekki
allar saman né tilheyra evangel-
iskum lútherskum trúarkenning-
um, en þetta trúi ég ekki geri til,
það var sumsé verið að messa i
Akureyrarkirkju daginn þann
sem sunnudagur var, á tveimur
tungumálum eða fleiri og tvenn
voru rftúölin og hneykslaðist
enginn.
Efst uppi á Grundarkirkju er
Málfriftur Einarsdóttir: Falleg
asta sveitin á landinu.
hvolfþak, og strýta upp af einsog
á kirkjunni góðu á Rauða torgi,
það köllum við Næpu i Reykjavik
úl minningar um siðasta lands-
höfðingjann, tignarmanninn
Magnús Stephensen. Fyrir neðan
þá næpu er nokkuð sem li,kist
söluturni og honum prúðum.
Fýrir neðan þann „söluturn” eru
fjórar ofboðlitlar minarettur og
má ekki heyra Ur þeim hljóð
nema dauft, en pallur á milli
þeirra og má þar spásséra. Úr
„minarettunum” mætti heyra
svo sem fugl tisti ef nokkur
mennsk vera væri svo litil að hún
kæmist þar inn til þess að tala.
Fyrir neðanpallinn eru gluggar
og dregnir i' boga sem endar i
hvössum broddi fyrir miðju efst,
og má nú aftur sjá votta fyrir
máriskum byggingastil fremur
en griskkatólskum, og mun
kenningin nokkuð blönduð
kenningum þessarra trúflokka;
mun yfirsmiðurinn hafa ætlast
til að svo væri?
Fyrir framan kirkjuna eru
grannar grindur og kannast ég
með engu móti við þann stil, en
Jugendstill var þá i tisku þegar
kirkjan var gerð.en það kann að
vera missýning að mér sýnist fyr-
ir honum votta.
I.undur sprettur umhverfis
hUsið af þvilikrigrósku sem lund-
um er léð þegar vel fer um þá, og
hylur hann kirkjuna svo ekki
stendur upp úr nema turninn og
grindurnar fyrir framan.
Að innan er kirkjan gimald, og
svo galtóm sem hafi hún verið
sótt I sjálft Tómið. Skraut hennar
hiðytragagnar ekki neitt. Enginn
lætur sin getið á veggjunum svo
sem i' Bæjarkirkju, enginn gamall
blómsveigur til dýrðar drottni
hangir þar á vegg. Hvar er anda-
gift þessarar kirkju?
Fokin út i veður og vind? Eða
var hún engin?
Og fengum við þar ekkert gott
orð i hjartað.
Siðan fengum við að sjá
Saurbæjarkirkju en hún er úr
torfi og gr jóti, og ekki há til lofts,
gluggar litlir. Enþaðer mátulegt
bil milli veggjanna, mátuleg hæð
til lofts móts við hitt, mátulega
stórir gluggarnir, i henni sveigur
af orðum gerðum Jónasi móður-
föður Jónasar Hallgrimssonar og
vannst mér ekki timi né s jón til að
lesa það máða letur. Og þar er
hökull vafinn i plast og á hann
saumuð þyrnikóróna salvators
mundi, en dropar þeir sem af
henni drjúpa eru blóm. Og gafst
oss langtum of skammur timi til
að læra kirkju þá utanað.
Og er nú ekki eför að telja af
kirkjum nema Akureyrarkirkju
með sina skökku, viðvaningslegu
turna.
En þetta man ég:
Tvær eru i henni stúkurnar, hin
innri kallaðist kór og var ætluð
karlmörtnum einum að sitja i og
það betri mönnum,en verri menn
áttu að sitja i fremri stúku og
konur allar og börn og raðað i
bekkina eför mannvirðingum.
Húsgangar, förumenn og þjófar
áttu sæti á fremsta bekk, og hef
ég ætið valið mér pláss á þeim
bekk hvar sem ég hef komið i
kirkju. En enginn sest hjá mér,
enginn svo aumur að hann vildi
það. Skilin milli kórs og
framkirkju eru afmörkuð með
pilárum með fagurgerðum
útskurði og á þetta heima i
torfkirkju þessari með sinni
sérkennilegu, norðlensku veggja-
hleðslu, Ekki man ég vel eftir
bekkjunum sem hreppstjórinn og
stórbóndinn áttu að sitja i' (en
konur þeirra frammi i óæðri
stúku), en bekkirnir i
framkirkjunni eru næsta sniðlitlir
svo sem hæfa mundi konum og
óæðra karlfólki.
Þverbitar eru i kirkjunni þrir
eða fjórir og styðja hinn þriðja að
innan pilárar, marga hefur hann
kvisö. Hann er aðalbiti. Skarsúð
ágæt og trausöeg og mun standa
af sér allan veðraham norð-
lenskrar náttúru. Stundum gustar
kalt af úthafinu inn um allan
fjörðinn og þar innar af, það var
yfirsjón af drottni þegar hann
skapti að setja ekki traustan
bergvegg fyrir fjarðarmynnið,
en skilja þó eftir glufu svo skip
kæmust inn.
I stuttu máli: fegurri sveit en
þessi er vist engin öl á jörðu, né
sælla heyskaparfólk, né grænna
gras, og gott eiga þær kýr sem
þarna alast.
En hvað kemur til að öll
sveitahúsin, ibúðarhús sem
útihús, eru máluð i sömu litum
öll, gulleitir eða bleikir gaflar og
hliðar, en þök rauð? Og svona er
þetta um allt land.
En þegar bændurnir ætla að
fara að mála eför sinu höfði, þá
tekurverra við. Þá kaupa þeirliti
til að mála með, sem landið allt
umhvertis afsegir að hafa, já
reiðist og hótar að fara í urð.
Enda er landið i urð komið viða.
Þegar við fengum að fara til
Akureyrar þá rigndi. Allan þann
dag. Við heimsóttum skáldið
Davið Stefánsson i rigningu, og
það rigndi i hjarta hans lika, svo
sem einnig gerði i hjarta
Sakristans nokkurs endur fyrir
löngu. Aldrei rignir eins i nokkur
hjörtu sem i skáldahjörtu. Það
skyldi þá vera i hjörtu mannkyns-
lausnara. „Sál min er hrygg allt
til dauða,” sagði einn. Siðan fór
hann og leysti mannkynið.
Já, skáldið, hann var hryggur,
hann var gamall, hann var
óánægður með okkur.
Hvað vorum við lika að rápa
þarna og góna.
En svo ég lýsi þvi sem þarna
var, þá voru það stoíúr. 1 einni
var matborð, gamallegt úr finum
viði með finrli smið. Þar voru
stólar sem borðinu hæfðu.
1 annarri var flygill, skrifborð
vandað og mergð bóka. Allar
bundnar i vandað eilifðarband,
öllum raðað rétt. Við þetta hefur
skáldið dundað sérmilli þesssem
hann orti. Ekki man ég tU að væri
þarna mynd af neinni hans
ástkonu en þær voru sagðar
margar. Heilög voru þau Lofnar-
mál.
1 setusto funni eru stólar og sófi,
heimanað frá bernskuheimili
hans að mér er sagt. Byrjaðar að
koma dældir i sófann.
Svefnherbergi: Rúmið:
Prjónastokkur sem ekki rúmar
nema almjóstu menn. Var hann
þá mjór? Spariföt skáldsins i
kompu innar af.
Myndir: Alfheimur albár,
albláir álfar, alblátt hulduljós
yfir, draumur og dul. Tvær gaml-
ar altaristöflur: á annarri:
skrýtnir hausar i röð eins og i
Bæjarkirkju, þegar séra Arnór
var að messa þar forðum daga. A
hinni: eitthvað álika. Patina af
elli og guðrækilegu hugarfari yfir
myndunum. Forstofa og i henni
einhver mubla, liklega þeke.
Enn er ótalin sú dýrð dýrðar
og vegsemd vegsemda, sem gerir
allar kirkjur landsins, sem ekki
hafa að geyma nema hálflitilfjör-
lega heimslist yfir ölturum sin-
um, að hégóma.
Þetta er lystigarðurinn.
Égneita þvi að hann sé gerður
af mennskra manna höndum,
heldur af höndum hins hæsta yfir-
smiðs allra garða okkar veraldar
I tima og rúmi. Sá yfirsmiður hét
Guðrún Jónsdóttir og var frá
Hausastöðum i Garðahverfi, og
þegar hún kraup þarna með klút-
inn sinn yfir moldinni, þá sinnti
henni enginn einasti dignitar úr
bænum, né kórtækir bændur úr
Saurbæjarprestakalli.
t hvert sitt handtak lagði hún
alúð, og vel má vera að þessi
garður sé fegursti garður i heimi;
má vera að hún bogri þar enn
meðklútinn og i siðu pilsi svörtu,
meöbláa svuntu, dagtreyju, og
gefi blómunum það bjanak sem
þeim nægirtilað verða ilmsætari
og litfegurri en önnur hér i heimi.
Fyrir hana dansaði sólin á hverj-
um páskamorgni, og guð unni
henni mikillar sorgar, það
eftirlætur hann einungis útvöld-
um. Siðan útvegaði hann henni
barn að annast.
Hver kannast nú framar við
kórtæka bændur úr Saurbæjar-
prestakalli, hver agtar þeirra úr-
eltu túnasléttur? Hver man
dignitariana sem spókuðu sig
með hatta? Hin góða blómrækt-
arkona, hún er eilif.