Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 19. april 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyýingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meft sunnudagsblafti: Arni Bergmann. . ... Auglýsingastjóri: Gunnar Stéinn, Pálsson •• Ritstjórn, afgreiftsla, auglýsingar Slftumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaftaprent hf. Sigur Alþýðu- bandalagsins er sigur launafóiks Árið 1942 urðu verulegar breytingar i is- lenskum stjórnmálum og um leið á is- lenska þjóðfélaginu. Þar ber fyrst að nefna sigur verkalýðssamtakanna yfir gerðardómslögum þjóðstiórnarinnar. Þessi sigur vannst fyrir atbeina sósialista i verkalýðshreyfingunni, en Alþýðuflokks- menn dröttuðust með. Vegna afstöðu sósialista unnu þeir meirihluta i hverju verkalýðsfélaginu á fætur öðru og enn i dag er staða sósialista innan verkalýðs- hreyfingarinnar byggð á þeim grundvelli sem lagður var á kreppuárunum og á ár- inu 1942. í framhaldi af sigrinum yfir gerðardómslögunum i ársbyrjun 1942, með skæruverkföllunum, gerðust þau tið- indi á stjórnmálavettvangi að sósialista- flokkurinn vann verulegan kosningasigur. Flokkurinn jók þingmannatölu sina úr 3 i 10 og hlaut i haustkosningunum það ár 18,5% atkvæða. Arið 1942 var einnig fyrsta árið sem Alþýðusamband Islands starfaði sem sjálfstætt verkalýðssamband, en það hafði áður verið i beinum skipulagstengsl- um við Alþýðuflokkinn. Frá og með kosn- ingunum 1942 varð vinstri armur verka- lýðshreyfingarinnar sterkari en hægri armurinn. Svo hefur jafnan verið siðan, uns nú er svo komið að Alþýðuflokkurinn er sem flokkur ekki lengur marktækur verkalýðsflokkur þó að enn starfi innan hans nokkrir traustir forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar. Nú, árið 1978, er margt svipað þvi sem var 1942. Verkalýðshreyfingin undir forystu sósialista heyr harðabaráttu gegn einskonar „þjóðstjórn” auðstéttarinnar, þar sem forstjóravald stórfyrirtækjanna sameinast pólitisku valdi borgara- stéttarinnar. Nú eru verkföll háð likum hætti og 1942. Verkfallið 1. og 2. mars var ekki boðað með hefðbundnum hætti og það markar þannig timamót i sögu verkalýðs- samtakanna og islenska þjóðfélagsins. Útskipunarbann Verkamannasambands íslands er i framkvæmd og undirbúningi um land allt utan Suðurnesja; á Vest- fjörðum hafa menn kosið að afla heimilda til boðunar allsherjarverkfalls. Þannig er hvarvetna barist gegn auðstétta- flokkunum tveimur og efnahagsstefnu þeirra. Það er hins vegar fullljóst af viðbrögðum rikisstjórnarflokkanna að undanförnu að þeir hafa ekki i huga að koma til móts við verkalýðshreyfiinguna, en krafa hennar er ljós: Samningana i gildi! Verkamannasambandið hefur boðið upp á sérviðræður um að þeir sem eru innan sambandsins fái visitölu- skerðinguna bætta. Ekki verður þvi trúað að rikisstjórnin sé svo vitlaus að hafna þessari einföldu kröfu lægstlaunaða fólksins i landinu. Hins vegar bendir ekkert enn til þess að rikisstjómin sé að vitkast, ef dæma má eftir málgögnum hennar. Viðbrögð og stefna rikis- stjórnarinnar benda þvi öll i þá átt að hún ætli að halda fast við kaupránsstefnu sina og yfirlýsingar hafa komið fram af hálfu forystumanna stjórnarflokkanna um að þeir ætli að halda enn lengra eftir kosn- ingar fái þeir til þess þingmeirihluta. Staðan nú, 1978, er að þvi leyti ólik stöð- unni sem upp kom 1942 að i fyrsta lagi er Alþýðuflokkurinn óheill málstað verka- lýðshreyfingarinnar. Þetta kemur bæði fram varðandi verkföilin 1. og 2. mars og eins fram i afstöðu Karls Steinars Guðna- sonar til aðgerða Verkamannasambands Islands. í öðru lagi er ljóst að nú situr að völdum rikisstjórn sem mun ekki láta sitt eftir fyrr en i fulla hnefana. Stórfellt tap kaupránsflokkanna og sigur Alþýðu- bandalagsins i kosningunum i vor er þvi forsenda þess að launamenn vinni sigur i kjarabaráttunni. Hin pólitisku tengsl fag- legrar baráttu hafa þvi aldrei verið ljósari en einmitt nú. Alþýðuflokkurinn breytir engu til eða frá i þessum efnum. Hálf- velgjan og loðmulluafstaðan til aðgerða launafólks sýnir að hann er hvergi heill; honum er ekki treystandi. Sigur Alþýðu- bandalagsins i kosningunum i vor er sigur verkalýðshreyfingarinnar og allra sam- taka launafólks. Komi Alþýðubandalagið sterkt út úr kosningunum i vor, hafni launamenn kaupránsflokkunum, er unnt að tryggja það að staðið verði við kjara- samninga, hvort sem Alþýðubandalagið er utan stjórnar eða innan. Þetta er sá kjarni málsins sem allir launamenn verða að gera sér grein fyrir. —s 1 j íhaldið i j stórsókn Þessa dagana eru allir stjórn- málaflokkar i sókn, enda farið að halla i kosningar. Væntan- I lega munu þeir allir sigra i ■ kosningunum. Það verða eins og | venja er til kosningasigrar með ■ tilliti til aðstæöna, miðað við I efni og ástæður, ef ekki sóknar- m sigrar þá varnarsigrar o.s.frv. Enginn efi er á þvi að fylgi Sjálfstæöisflokksins fer dagvax- andi. Rannsóknarblaðamenn I Dagblaðsins könnuöu fundar- ■ sókn hjá flokknum i Reykjavik i fyrrakvöld og samkvæmt bak- ■ siöuskýrslu þeirra i gær var niðurstaðan þessi: ■ t Sjálfstæðishúsinu að | Háaleitisbraut eitt við Bolholt tefldi flokkurinn fram Elinu Pálmadóttur, Markúsi Erni Antonssyni og Birni Björnssyni, prófessor. Umræðuefnið var framtiðar- og fortiða'rafrek i- ■ haldsins i dagvistunarmálum i Reykjavik: ■ „Auk f ra m s ög u m a n na þriggja voru fitnm fundarmenn mættir á fundinn, þar af tveir úr Njarövik og blaðamaftur DB.” I Rúmt var um fundarmenn, en i Valhöll stóð fundur D-listans um húsnæöismál og töluöú þar ■ Magnús L. Sveinsson, Gunnar S. Björnsson og Hilmar Guðlaugs- ■ son. Við borð lá að fundarmenn sprengdu húsnæðið utanaf sér m svo mikill var áhuginn á stefnu- málum ihaldsins á þessu sviöi. Eða eins og segir i Dagblaöinu: „Tuttugu og fjórir voru mætt- ir á fundi Sjálfstæftismanna um ■ húsnæðismái i Valhöll i gær- | kvöldi.” ■ Að öllu gamni slepptu leiðir ■ Dagblaöskönnunin i ljós að það " eru engin húsnæöisvandamál á I________________________________ Viimundur velti akadem- ískum vöngum Vilmundur var kjaftvaskur að vanda en kurteis. Hann velti akademiskum vöngum yfir þjóðaratkvæðagreiðslum og lýsti sig hlynntan þeim um her- stöðvamálið. Þykir herstöðva- andstæðingum að likum bragð að svo aðsópsmiklum banda- manni i þvi hjartans máli þjóð- arinnar. Einnig vildi Vilmundur að sett yrði rannsóknarnefnd á laggirnar um hermang ísl. Aðalverktaka og lýsti sig and- skota Aronskunnar. Vilmundi fannst yfirstand- andi aðgerðir Verkamanna- sambandsins vera óklókar með tilliti til komandi kosninga og þvi hefði hann samúð með mál- stað Karls Steinars Guðnason- ar, sem orðaður hefur veriö við Trójuhest innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Um jafnaðar- stefnuna sagði Vilmundur m.a. að hag hennar yrði betur borgið með þvi að útgáfu Alþýöublaðs- ins yrði hætt. A fundinum var bent á, að það einkenndi málflutning Vilmund- ar hve laust væri við aö misferli þausem hann „afhjúpaði” væru sett i þjóöfélagslegt samhengi, — og að hann ætti ekki til úr- lausnir á þeim vandamálum sem hann benti á. Ekkert kom fram á fundinum sem breytti þessum einkennum málflutn- ings hans. Björgvin Guðmundsson kom ekki á fundinn, — og ekki voru skýrslur um fjármál og eignir Alþýðuflokksins gerðar heyrum kunnar. —Fundarmaftur.” fundum ihaldsins um þessar mundir. Stórsóknarsókn krata Ef allir flokkar eru i sókn verður þvi ekki á móti mælt að Alþýöuflokkurinn er i bullandi lætur sig aö mestu vanta á fundi A-listan i Reykjavik. Sl. miðvikudagskvöld gekkst Alþýðuflokkurinn fyrir borg- arafundi i Félagsst. stúdenta með þeim Helga Skúla Kjart- anssyni og Vilmundi Gylfasyni sem frummælendum. Á fundin- um voru um 40 manns þegar mest var, sem er rýr eftirtekja um hópur komma sem áttu vin- samleg orðaskipti viö Vilmund sjálfan. Helgi Skúli ávarpaði fundinn fyrr þeirra frummælenda, — og sagðist honum svo seiðandi röddu frá vandamálum Alþýðu- flokksins eftir komandi kosn- ingasigra, að það ylli honum stærri áhyggju hvernig virkja Fimm komu og hlustuftu á Markús og Elfnu. þar af tveir úr Njarftvfkum og blm. DB, en Magnús L. haffti vinninginn meft 24 fundarmenn aft framsögumönnum mefttöldum. stórsóknarsókn. Klippt og skor- ið fékk fyrir helgina dálitið til- skrif um fundasókn kratanna og fer það hér á eftir: „Alþýðuflokkurinn hefur að undanförnu gengist fyrir al- mennum borgarafundum i Reykjavik undir kjörorðinu: Ungt fóik með A-lista. Fundar- sókn hefur veriö afar dræm og i mikilli mótsögn viö þá miklu fylgisaukningu sem ræðumenn á fundunum telja sig eiga visa i næstu kosningum. Sérstaka at- hygli hefur vakið að unga fólkið þegar þess er gætt að smalaö hafði verið á fundinn meö nokkrum heilsföuauglýsingum og I útvarpi. Ekki er fámennið siöúr athyglisvert fyrir þá sök, að flestir voru fundarmenn svo- kallaðir atvinnukratar á borð við Ben. Gröndal, Jón Arm. Héðinsson, Jóhönnu Sigurðar- dóttur, og frummælendur á næstu borgarafundum flokks- ins. A hinn bóginn var á fundin- bæri fjöldann i flokkknum að kosningasigri I höfn heldur en hvaö gera bæri á Alþingi. Þó heföi þeim vanda verið mættað hluta með lýðræöislegri starfs- háttum i flokknum upp á sið- kastið. Hins vegar kom i ljós siöar á fundinum, að ekki hefði verið haldinn fundur i Alþýðu- flokksfélagi Reykjavikur i tiö núv. stjórnar þess!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.