Þjóðviljinn - 19.04.1978, Qupperneq 7
Miðvikudagur 19. aprll 1978 ÞJ6PV1LJINN — SIÐA 7
Þó ad málið feli i sér reynslu kynslóða
er það þó öðru fremur miðill í daglegum
samskiptum manna af holdi og blóði
Loftur Guttormsson
sagnf ræðingur:
Islenskt mál
og aiþingismenn
Mögnuð er súformárátta sem
fylgir opinberri umræðu um
mál og menningu hér á landi.
Þaðer áberandi hve mjög menn
virðast einblina á formlegar
hliðar málmenningarinnar rétt
eins og einu megi gilda hvert
inntakið er. Ljósasta dæmið er
hin alræmda stafsetningarum-
ræða sem gosið hefur upp annað
slagið f sölum alþingis á undan-
förnum misserum, en fjölmörg
dæmi önnur eru til marks um
þessa form-þráhyggju. Má jafn-
vel segja að menn komi varla
svo saman á opinberum vett-
vangi tilað skiptast á skoðunum
um þetta efni að hið sama sé
ekki uppi á teningnum. (t þessu
sambandi má minnast umræðu
milli þremenninga i sjónvarps-
sal nýlega þar sem islensk mál-
þróunvarm.a. á dagskrá). Það
er einatt spurt um hver skil
skólanemendur kunni á mál-
fræði- og stafsetningarreglum
þegar þeirhef ja sig upp á næsta
þrep á skólabrautinni eða
hvers u g ott va ld bla ða- og f rétta
menn sem mata f jölmiðla hafi á
reglum málsins. Hitt ber sjaldn-
ast á góma hvaða hugsun og
hvaða heimsmynd það er sem
fjölmiðlar tjá i máli (og
myndum) eða hver þau
viðfangsefni eru sem nem-
endum er ætlað að beita málinu
við.
Svo mikið er vist að boð-
skapur og merking hins opin-
bera máls er ekki áhyggjuefni
þrettánmenningunum á alþingi
sem báru fyrir skömmu fram
þingsályktunartillögu um
islenskukennslu i fjölmiðlum. t
fljótu bragði kann að virðast
sem hér sé þjóðþrifamál á
ferðinni, en rökstuðningurinn
sem fylgir tillögunni bendir ein-
dregið til þess að setumenn á
alþingi væru ekki til þess fallnir
að stjórna sliku fyrirtæki, svo
sem gert er ráð fyrir, af skyn-
samlegu viti. 1 greinargerð
þeirra má lesa m.a. eftirfar-
andi: „Engum dylst að islensk
tunga á nú i vök að verjast. A
þetta sérstaklega við um talað
mál, framburð og framsögn.
Einnig fer orðaforði þorra fólks
þverrandi...” Til að sporna við
slikri „óheillaþróun” er talið
nauðsynlegt að „snúa við inn á
þá braut islenskrar málhefðar
sem ein verður farin, ef islensk
menning á að lifa og dafna.”
Nú væri sannarlega fróðlegt
að vita hvaðan þrettánmenning-
ar hafa fengið efni i ofan-
greindar staðhæfingar. Skyldu
þeir hafa komist að raun um
þetta af þvi að leggja hlustir við
tali „kjósenda”, kjósendur, þ.e.
almenningur i landinu, eigi æ
örðugra með að orða erindi sin
skiljanlega i þeirra eyru sökum
þvoglulegs framburðar og orð-
fæðar. Ljótt ef satt væri og þvi
full ástæða að spyrja hvaða
heimildir mennirnir hafi fyrir
málatilbúnaði sinum.
Það er þversagnakennt að
þrátt fyrir linnulausar umræður
um formlegar hliðar islensks
máls verður ekki vitnað til einn-
ar einustu rannsóknar á nútima
þróun „talaðs máls, fram-
burðar og framsagnar”. Af
þessu leiðir að allar stað-
hæfingar um þróun málsins að
þessu leyti, til hins betra eða
verra, eru dæmdar til að vera
einberar getgátur sem þrettán-
menningarnir reyna að styrkja
með heldur ógeöfelldum mál-
farslegum áróðursbrögðum:
„Engum dylst...” Eða hvað
hafa þeir fyrir sér þegar þeir
staðhæfa áfram að orðaforði
almennings fari þverrandi?
Gaman væri enn að fá að vita
hvarmegi finna sæmilega hald-
góðarheimildir fyrir orðaforða i
töluðu máli, eins og
almenningur beitir þvi, er hægt
væri að byggja á samanburð
milli fortiðar og nútiðar. Mér
vitanlega eru þær engar til. Og
enn væri skylt að spyrja
höfunda okkar að þvi á hvaða
timabili þau stórtiðindi gerðust
að snúið var af braut islenskrar
málhefðar og um leið við hvað
er nánar átt með svo almennu
orðalagi. Mér virðist að hér beri
allt að sama brunni, þ.e. að
ofangreindar staðhæfingar eru
út i loftið, byggðar á jafn óljós-
um hugmyndum ogfram komui
tali þremenninga i sjónvarpssal
hér á dögunum um málkennd og
málþroska.
Annars er helst svo að skilja
aðmeð sinum rakalausa tillögu-
flutningi vilji þingmennirnir
leggja sitt af mörkum til þjóð-
menningarlegrar varnar-
baráttu (þó svo að i hópi þeirra
séu einstaklingarsem bera fulla
ábyrgð á viðvarandi hersetu
bandarikjamanna á Islandi og
þeim margvislegu menningar-
áhrifum sem sprottið hafa af
henni.) Til þess að sporna við
hvers konar vaxandi erlendum
áhrifum, eins og segir i greinar-
gerðinni, vilja þeir láta taka upp
islenskukennslu i fjölmiðlum,
þ.á.m. væntanlega sjónvarpi
sem elur þjóðina að miklu leyti
á engilsaxnesku efni. Ekki
verður annað sagt en að
alþingismenn kunna þá list að
fara aftan að fjandmanni
sinum!
Dæmin sanna fyrr og nú að
fulltrúum okkar á alþingi er
einstaklega ósýnt um að hafa
jákvæð afskipti af menningar-
málum. Reynslunni rikari er
þjóðin liklega löngu hætt að
gera sér vonir um menningar-
legt hjálpræði af þeirra hendi.
Ætli hún telji ekki að vel megi
við una meðan ekki kemur
fram á alþingi áskorun til rikis-
stjórnarinnar um að settar
verði fastar reglur um sam-
ræmda hugsun forna i rflúsfjöl-
miðlum.
— 0 —
Að öllu gamni slepptu ber að
minnast þess — á leikmanns-
visu — að málið er ekki tómur
menningararfur, efni i orða-
bækur og málfræðikver. Þó að
málið feli i sér reynslu genginna
kynslóða er það þó öðru fremur
miðill i daglegum samskiptum
manna af holdi og blóði. A þessu
tæki þurfa menn að halda til
þess að veita hver öðrum hlut-
deild i reynslu sinni, þekkingu
og tilfinningum. Þannig er
tjáningargildið upphaf og endir
málsins og til þess eru mál-
formin að þjóna þvi. Hér er það
sem málhefð og málþróun
togastá. Formin,hvort sem þau
eru kennd við mál-, hljóð- eða
setningarfræði, vilja breytast
þegar þau hætta af einhverjum
ástæðum að svara tjáningar-
hlutverki hins daglega máls.
Eftír því sem félagslegt
umhverfi manna breytist og
þeir sjálfir meö þurfa þeir að
túlka nýja reynslu sem kann að
rúmast illa innan hefðbundinna
forma málsins. Einhliða
áhersla á málhefðir er þvi til
þess fallin að rýra gildi málsins
sem tjáningartækis og hefta
einstaklinginn i samskiptum
hans við annað fólk. Þess gætir
sérstaklega á timaskeiðum örra
þjóðfélagsbreytinga eins og þvi
sem við nú lifum á. Togstreita
innan málsamfélagsins milli
hefða og nýbreytni verður þvi
erfiðari viðfangs sem þjóð-
félagið greinist um leið sundur i
ólikar stéttir og hópa sem hafa
hver sina sögu að segja, sina
reynslu að tjá. Og er þá komið
að þvi sem átti i upphafi að vera
efni þessa pistils, þ.e. að leggja
orð i belg þeirra Gisla Pálsson-
ar og Aðalsteins Daviðssonar
(sbr. dagskrárgreinar þeirra
hér i blaðinu 30.3 og 6.4 s.l.) En
það bfður sem sé betri tima.
Herbergi 213
sýnt í Stapa
Óvenju liflegt hefur verið yfir
leikIistarlifi hér á Suðurnesjum 1
vetur. Hér eru nú starfandi 4 leik-
félög, sem hafa i vetur fært upp 6
ieikrit, þar af 4 eftir islenska höf-
unda. Nú sfðast frumsýndi Leik-
Aðalfundur
MÍR er á
morgun
Aðalfundur MÍR, Menningar-
tengsla islands og Ráðstjórnar-
rikjanna verður haldinn i MIR-
salnum, Laugavegi 168, á sumar-
daginn fyrsta, fimmtudaginn 20.
april kl. 15, klukkan þrjú siðdcgis.
Meðal gesta á fundinum verður
sendinefnd frá sovéska vináttufé-
lagasambandinu og félaginu
Sovétrikin-fsland. í sendinefnd
þessari verða: Nikolaj P. Kudrja-
vséf aðstoðarfiskimálaráðherra
Sovétrikjanna sem er formaöur
sendinefndarinnar, Viktor M.
Moroz varaformaður vináttufé-
lagsins i Sovét-Okrainu og Valen-
tin A. Gerazimof starfsmaður hjá
sovéska vináttufélagasamband-
inu og félaginu Sovétrikin-Island.
Sendinefndin kemur hingað m.a.
til að ganga frá samstarfsáætlun
fyrir áriö 1978.
Auk aöalfundarstarfa hinn 20.
april verða þar flutt ávörp, kvik-
mynd sýnd og kaffi verður á boð-
stólum.
lag Keflavikur leikrit Jökuls
Jakobssonar, Herbergi 213 i
Stapa, mánudaginn 10. april.
Þetta leikrit er liklega siður
þekkt en önnur sviðsverk hans
enda efni þess að ýmsu leyti ólikt
fyrri verkum Jökuls.
Efni leiksins er i stuttu máli á
þá lund, að Albert vinur Péturs
kemur á heimili hins siðarnefnda
skömmu eftir lát hans, sem
áhorfendum verðursmám saman
ljóst að borið hefur að höndum
með vofeiflegum hætti. Hann hitt-
ir þar fyrir fjölskyldu hins látna,
eiginkonu, dóttur, tengdamóður
og ástkonu, að ógleymdri systur
Péturs, sem þjónar sem vinnu-
kona i þessu undarlega einangr-
aða húsi. Smám saman er
áhorfendum lipurlega gefið i skyn
að hér sé ekki allt sem sýnist eða
öllu heldur að hér sé allt einhvern
veginn öðruvisi en það sýnist
vera.
Okkur biöur i grun, að Pétur
hafi i raun aldrei þekkt Albert og
öll saga eiginkonunnar um kynni
þeirra sé uppspuni. Engu að siður
sest Albert að, nauðugur viljugur,
i húsi Péturs, og siðari hluta
leikritsins er Albert raunar orð-
inn Pétur, bæði i sjálfs sin augum
og annarra. Hann er umvafinn
uppsvelgjandi ástúö allra kvenn-
anna, innantómum gjallanda eig-
inkonunnar, afbrýði systurinnar,
aðdáun dó'tturinnar, dýrkun
móðurinnar og eignarhaldi ást-
konunnar, truflaður af óljósum
minningum um Albert og gefið er
i skyn að hann sé aðeins sá siöasti
i langri röð af samskonar heim-
sóknum annarra manna i þetta
hús.
Efnisþráður eins og hér hefur
verið lýst getur augsýnilega orðið
tilefni til margvislegra vanga-
veltna um það hvað fyrir höfundi
vaki og er þvi vandi leikenda og
leikstjóra ærinn. Þetta leikrit
mætti vafalaust flytja sem gam-
anleik, þar sem við gætum hlegið
að þessu kolklikkaða fólki, sem
platar ekki bara aðra eins og viö
gerum kannski flest i mismun-
andi rikum mæli, heldur blekkir
þar hver maður lika sjálfan sig,
sem við hin gerum ekki, — eða
hvað? Lika mætti hugsa sér þetta
sem sakamálaverk. Hvað gerist I
þessu dularfulla herbergi uppi á
lofti?
En leikstjórinn, Þórunn Sigurð-
ardóttir,íkýs að sýna þetta sem
sálfræðilegt drama og veröur
ekki annað séð en verk hennar sé
afbragðs vel af hendi leyst.
Pétur og/eða Albert leikur
Steinar Geirdal. Þetta er viða-
mesta hlutverk leiksins þvi kring-
um hamskipti Péturs gerist leik-
urinn allur.
Mér finnst Steinar ekki alveg
nægilega öruggur i byrjun leiks-
ins áður en hann ánetjast þessu
undarlega heimili Péturs en þvi
ótraustari, sem grundvöllur
Péturs verður þeim mun betri tök
fannst mér Steinar fá á hlutverk-
inu og eftir hausavixlin i siöari
hluta leiksins tókst honum stór-
vel upp.
Dóru, eiginkonu Péturs, leikur
Jenný Lárusdóttir og tekst prýði-
lega vel að draga upp mynd af
ismeygilegri heimsku hennar og
sjálfsblekkingu. Móður Péturs
leikur Ingibjörg Hafliöadóttir,
viöhald hans Rósamunda
Rúnarsdóttir og Lovisu dóttur
Péturs leikur Hjördis Arnadóttir,
allar með ágætum.
Sérstök ástæða er til að geta um
frammistöðu Mörtu Haraldsdótt-
ur, sem lék systur Péturs og tókst
á sérlega sannfærandi hátt að
túlka bæði afbrýöisemi hennar og
beiskju gagnvart Pétri og jafn-
framt dekur hans og aðdáun.
Sviðsmynd úr Herbergi 213
Og um hvað snýst svo þetta
leikrit? Um þá margumtöluðu
baráttu kynjanna? Eða er þetta
tilbrigöi við stef Steins Steinars
þegar hann segir:
„t blekkingu sjálfs sin
maðurinn ferðast og ferst
og fyrst þegar menn eru dauðir,
skilja menn þetta”.
Hvenær eru menn sannir og
heilir og hvenær eru þeir að leika
hlutverk, sem þeim er troðið i
vegna kynferðis, ætternis eða
stéttar? Er yfirleitt hægt aö
varpa sliku hlutverki frá sér,
veröa menn ekki að aðlaga sig
hlutverkinu, lifa i sjálfsblekkingu
og svo enn sé vitnað i Stein Stein-
”ar:
„Þinn draumur býr þeim
miklamætti yfir
að mynda sjálfstætt lif,
sem ógnar þér”
og loks verður afleiðingin sú að:
„hann lykur um þig
löngum armi sinum
og loksins ertu sjálfur
orðinn draumur hans”
En hvað sem slikum vangavelt-
um liður verður niðurstaðan sú að
þetta sé sérlega vönduö sýning og
vel af hendi leyst, þar sem sýnileg
alúð hefur verið lögð við smá-
atriðin og vil ég i þvi sambandi
nefna haganlega geröa leikmynd.
Um leiö og ég þakka Leikfélagi
Keflavikur fyrir ágæta skemmt-
un vil ég hvetja Suðurnesjamenn
_ til þess að sckja þessa sýningu
- sem best. A.A.