Þjóðviljinn - 19.04.1978, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 19.04.1978, Qupperneq 13
Miðvikudagur 19. april 1978 ' ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 13 Nemenda- leikhúsið frumsýnir Slúdrid eftir , Flosa Olafsson „Þú ert eins og þú crt sagður vera” er sungið yst til vinstri á sviðinu og það er tekið undir til hægri og fyrir miðju. Þetta er lokasöngur leikritsins SLÚÐRIÐ eftir Flosa óiafsson sem loka- prófsbekkur i Leiklistarskóla tslands flytur á morgun föstu- dagskvöld. Liflegur keðjusöngur, sem Leifur Þórarinsson hefur samið eins og annan útspekúler- aðan hávaða á sýningunni. Óvenjulegt hlutfall Flosi sjálfur gengur i salinn ásamt leikstjóra, Þórhildi Þor- leifsdóttur. Það er farið með kynningarsöng Heilsuræktarinn- ar sem er vettvangur leiksins: hingað skaltu koma ef þú vilt vita allt um alla. Þetta er voðalega lekkert! Þetta er helviti gott, sagði höf- undur. Leikritið er skrifað sérstaklega fyrir þennan hóp — sjö konur og einn karl. Þetta sýnir kannski mismunandi áhuga kynjanna á leiklist? Eða það, að karlmenn eru miklu óstabilli i sinum áhuga- málum en konur — eins og Þór- hildur iagði til. Hvernig sem þvi er varið: það er að skapast sú hefð, að hver hópur sem útskrif- astfái eitt verk skrifað fyrir sig. Vitlaus hugmynd — Og þegar það komst upp að höfundá væri völ, þá var að sjálf- sögðu leitað til min, sagði Flosi. — öllu heldur, sagði Þórhildur, þá þekkir Flosi ágætlega samkeppnisþjóðfélagið og hringdi strax með hugmynd, sem við samþykktum, og svovarð að hafna öðrum höfundum. En reyndar var það önnur hugmynd sem við samþykktum s vo að þetta hér er eiginlega svikin vara. — Þetta byrjaði semsagt allt á vitlausri hugmynd, sagði Fiosi. En allavega skrifa ég aldrei neitt nema eftir pöntun —eins og menn gerðu á rennissanstimanum. Pétur Einarsson hafði samband við mig, og spurði, hvort ég hefði það ekki náðugt milli jóla og nýj- árs og hvort ég gæti ekki verið til- búinn með eitthvað fyrsta janúar svo börnin hefðu eitthvað að gera. Ég tók mér sex daga i fyrsta þáttinn —oghvildi mig sið- an eins og annar skapari, ónefnd- ur. — Það var nokkuð langur hvildardagur, sagði Leifur. Milli tannanna Alþjóð veit nú þegar að hug- myndin að leiknum er tengd ævintýri H.C.Andersen um eina fjöður sem varð að fimm hænum þegar nógu lengi hafði verið slúðrað með hana, fimm hænum sem frömdu sjálfsmorð af ein- skærri ást til hanans. — Já, sagði höfundúr, eins og menn vita þá eru leikrit yfirleitt skrifuð fyrjr eina konu og sjö karla, en hér var hlutfallið alveg öfugt og kallaði á meiriháttar byltingu í leikbókm enntum . Þegar leitað var að fordæmum kom hænsnahús fljótlega til greina. Og þá var stutt i að nota ævintýri H.C. Andersens sem stef, og heiti þess, „Það er alveg áreiðanlegt” skýtur öðru hvoru upp kolli i tilsvörum. Þaðer slúðriðsem fleytir sögu- þræðinum áfram. H.C. Andersen fjallar um eiginleika þess, en miklu siður um það hvernig fólk verður fyrir þvi, að vera milli tannanna á almannarómnum. Milli tannanna sagði ég, og það visar til þess að hér sé um að ræða harmleik frá höfundarins hendi.... — Hérer tragedía gerð að skop- teöt, þvert ofan á árorfn Böfuna- ar. En Flosi er eins og menn vita, — Hvaða hassmál? kallaði ein- hver ósjálfrátt fram i salinn. — Inn i þetta er svo fiéttað hug- myndum höfundarins um starfs- aðferðir lögreglunnar, sem sann- arlega virðist ekki öfundsverð eins og nú er komið feikilegum þorsta i upplýsingar um gang mála eins og það heitir. Hún verð- ur blátt áfram að stinga einhverj- um inn til að friða slúðurskrflinn. — Eins og endranær, skaut Leifur að, kemur miklu meira út úr þessu en höfundinn nokkurn- tima grunar, þvi að höfundar hafa aldrei vit á þvi sem þeir eru að gera. Virkir skrokkar Bénlngar eru nWr, ai tetk«rarn4r 4 vhl v*rJ»h*nsui og naanM^ar... Allir eins? — Hvernig er þetta hjá honum Flosa, spurði ég að lokum, er þetta nokkur persónusköpun að gagni, eru persónurnar ekki allar eins? — Það er þá okkar verk að sjá til þess að þær séu ekki eins á sviðinu, sagði einn leikara. — Venjulega búa höfundar fyrst til karakter, sagði Flosi, og ætlast til að leikararnir skriði inn i þaðmót. En þessu er alveg öfugt farið hjá mér. Ég reyni að hafa þetta sem erfiðast fyrir leikstjóra og leikara. — Eri hvað er þá erfiðast? spurði ég leikarana að lokum. — Þessu fylgir mikið likamlegt álag, sögðu þau. En allt er þetta feikilega skemmtilegt. Það væri litið gaman ef við stæðum á svið- inu og barasta reiddum fram textann.... — Núúú! kallaði hofundur með þunga og skók visifing- ur sinn i dra«|j^^H|vörun — rétt éms og MMMriaifiaUi. skrági. Flosi og Þórhildur leikstjóri bera saman bækur í miðjum listrænum heilastormsveip með leikendum (Ljósm. eik) Þú ert eins og þú ert sagður með alvarlegustu sagði Leifur. höfundum, Er búið að leysa hass- málið? — Er ekki hætta á þvi, spurðum við, að þetta leikrit verði lagt út sem nið um kvenfólk? — Mér hefur meira en dottið það i hug, sagði Þórhildur. En Flosi kunni leið út úr þeim háska. — ef ég hefði skrifað leikrit fyrir sjö hana og eina hænu, þá hefði útkoman orðið svipuð. Ég ætti best að vita það, ég er sjálfur i svona kjaftaklúbb fyrir karla á Hressó á morgnana. Þar fer eng- inn óbættur hjá garði. Leikritið er um það, hve lifs- nauðsynlegt það er að seðja rógs- vélina, blöðin, almannaróminn. Og þá skiptir alls ekki máli hver er sekur, heldur það eitt að það þarf að finna einhvern tíl að slá honum upp. Eða er kannski búið að leysa hassmálið? Þórhildur, Flosi, Leifur og leikendur héldu áfram að fylla orðabelg um þennan „alþýðlega gamanleik með harmleikrænum undirtónum”. Það er Messina Tómasdóttir sem gerir leikmynd og búninga, en þeir eru á þann veg sniðnir, að auðvelt á fyrir leikendur að vera á vixl hænsni og menn, en hver leikandi er margir fuglar, margir mannfuglar. Leikritið er allt við það miðað, að gefa þvi unga fólki, sem nú er að útskrifast sem fjölbreytilegust tækifæri til að sýna hvað það get- ur i leik og söng og látbragði og öllum leikhússins vélabrögðum. „Skrokkarnir eru virkjaðir til hins itrasta i þágu verksins” var einaf þeim ágætu formúlum sem laumað var að blaðamanni. Leik- húsmúsik i ýmsum stilum er flutt i söng, leik og af segulbandi. Textinn hefur ékki breýst að heit- ið geti meðan á vinnu stóð, en að sjálfstögðu er sýningin til orðin i þeirri hópvinnu sem mannfólkið hefur alltaf kunnað frá þvi á dög- um Gamla testamentis, jafnvel þótt leikstjórar hafi ekki orðið til fyrr en á siðustu öld og leikhús- fræðingar ekki fyrr en upp úr Kóreustriðinu... — t leikflokknum eru þau Elfa Gisladóttir, Edda Björgvins- dóttir, Guðrún Þórðardóttir, Helga Thorberg, Ingibjörg Björg- vinsdóttir.Ingólfur Björn Sigurðs- son, Kolbrún Halldórsdóttír og Lilja G. Þorvaldsdóttir. Þau voru með i samtalinu, enda þótt það hafi ekki til þessa komið fram sem skyldi. Hann er alltaf að gripa fram i fyrir okkur, sögðu þau, og áttu auðvitað við höfund- inn. Réttast að loka hann frammi i eldhúsi. Ofsalegt puð Þau töldu engan vafa á þvi að hægt væri að fara með þennan leik i sigurför um allt land. En þaðgætiaðeinsþeirrahópur- þvi enginn annar hópur hefði lagt á sig þá óhemju vinnu sem saman er komin i sýningunni og enginn leikstjóri annar en Þórhildur hefði lagt á sig annað eins puð. Þórhildur sagði i þessu sam- bandi, að sumt af þvi san hefði verið skrifað fyrir Leiklistarskól- ann (leikrit Sigurðar Pálsáonar um ástandsárin) væri þegar kom- ið á dagskrá hjá áhugamanna- flokkum úti um land. En hún bjóst ekki við að þetta leikrit freistaði áhugahópa, það væri blátt áfram of erfitt i vinnslu til að það yrði liklegt. Höfundur hafði heldur aldrei gert ráð fyrir öðru en að verkið væri ski'ifað beinlinis fyrir þennan hóp og eng- an annan.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.