Þjóðviljinn - 19.04.1978, Page 17
Miðvikudagur 19. aprii 1978 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 17
útvarp
Gefa
skít í
allt
... nema blessaða
peningana...
Halldór Gunnarsson er kynnir i
Popphorninu i dag kl. 16.20. Hann
sagðist ætla að kynna það sem
kallað væri „ný bylgja” á fínu
máli, en „ræflarokk” á ófinu máli
Halldór sagðist ætla að kynna
nokkra „öldutoppa” þessarar
bylgju og yrði það með svipuðu
sniði og i siðasta þætti. Meðal
annars verður litið inn i klúbb i
London, sem heitir Hope &
Anchor. Ræflarokkið á þó litið
skylt við von (hope) eða festu (ef
anchor er þýtt i yfirfærðri merk-
ingu), þvi ræflarokkararnir gefa
skit i allt og alla. Engar hetjur
eru til og ekkert getur bjargað
þessum vesæla heimi. Hið eina
sem getur sætt okkur við heiminn
er að gefa skit i allt, segja þessar
nýju popphetjur.
— Annarseruræflarokkararnir
ekki á eitt sáttir, sagði Halldór. —
Sumir virðast eygja einhverja
lausn. Aðrir eiga erfitt með að
gleyma gömlum klisjum og eru
frasafjasarar miklir. En enginn
þeirra er með neitt á hreinu.
Stranglers — væntanlegir til Reykjavikur I maibyrjun.
Hvað sem þvi liður, eru ófáir
„milliliðir” farnir að gera sér
peninga úr þessu i stórum stil. Og
fer þá að verða spurning hve
langt bil sé i raun á milli ræfla-
rokksins og Abba.
Von er á Stranglers ræflunum
til Islands i byrjun maí. Af þvi til-
efni verða leikin nokkur lög af
nýjustu plötu þeirra, ,,No More
Heroes". Þá verður söngvarinn
Elvis Costello kynntur, og einnig
hljómsveitirnar XTC og Tyla
Gang, söngvarinn Mick Lowe og
e.t.v. fleiri. Halldór sagði að á leið
til landsins væru nokkrar spán-
nýjar plötijr, og verða einhverjar
þeirra kynntar ef tök eru á.
-eös
sjönvarp
Hver rífur
svo langan
fisk úr rodi?
Kl. 20.30 verður sýnd kvikmynd
sem Jón Hermannsson og Þránd-
ur Thoroddsen gerðu eftir hinni
alkunnu þjóðsögu „Hver rifur svo
langan fisk úr roði’”
Sagan segirfrá bonda nokkrum
aðsjálum, sem blæddi i augum
hversu mikið vinnufólk hans
borðaði. Til að losa sig við þá
hörmung að þurfa að taka fiskinn
til handa fólkinu daglega eða
fyrir vikuna tók bóndi upp á þvi
að vega þvi út i einu fisk fyrir allt
árið. En með þvi honum ofbauð
hvað til þess þurfti lét hann vanta
tilfyrir einndag. Tók hann það til
bragðs aðþykjast deyja og liggur
ábörunum seinasta dagaf útvigt-
artimanum. Hugði hann að fólkið
myndi fyrir hryggðar sakir
gleyma að borða þann daginn.
Þegar smalinn kemur heim og
ætlar að fara að snarka fiskbitann
sinn sér hann að útvigtin er þrot-
in. Kvartar hann yfir þessu við
húsfreyju, en hún kvaðst hafa
annað að hugsa en standa honum
fyrir beina þar sem maðurinn
sinn lægi á börunum. Smalinn
sagðist allt að einu vilja hafa mat
sinn, en engar refjar. Konan segir
hann skuli þá fara út i skemmu og
fá sér fisksnarl. Smali gerir svo,
tekur þar löngu eða reginþorsk,
sest með hana inn á rúm and-
spænis likinu og rifur þar úr allan
hnakkann eftir endilöngum fisk-
inum i einni rifu. Bóndi heyrir
þetta, ris upp undir blæjunni við
dogg og segir: „Hver rifur svo
langan fisk Ur roði?” Smali hélt
að bóndi væri afturgenginn og
rekur sjálfskeiðunginn á hol i
hann. Eftir það blæddu bónda
aldrei f augum löngu fiskrifurnar
þvi hann þurfti ekki meira.
7.00 Morgunútvarp, Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55:
' Séra Garðar Þorsteinsson
flytur ritningarorð og bæn.
Morgunstund barnanna kl.
9.15: Margrét örnólfsdóttir
les þýðingu sina á sögunni
„Gúró” eftir Ann Cath-
Vestly. (3) Tilkynningar kl.
9.30. Þingfréttir kl. 9.45.
Létt lög milli atriða
„Leyndarmál Lárusár” kl.
10.25: Séra Jónas Gislason
lektor les þriðja hluta þýð-
ingar sinnar á umfjöllun um
kristna trú eftir Oskar Skar-
saune. K irk jutónl ist kl.
10.45. Morguntónleikar kl.
11.00: Arthur Bloom,
Howard Howard, Fred
Sherry, Jeffrey Levine og
Mary Louise Boehm leika
Kvintett i a-moll op. 81 fyrir
klarinettu, horn, selló,
bassa og pianó cftir Fried-
rich Kalkbrenner. Felicja
Blumental og Nýja
Kammersveitin i Prag leika
Pianókonsert i C-dúr eftir
Muzio Clementi; Alberto
Zedda stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Saga
af Bróður Ylfing” eftir
Friðrik A. Brekkan.Bolli Þ.
Gústavsson les (7).
15.00 Miðdegistónleikar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn. Halldór
Gunnarsson kynnir.
17.30 Útvarpssaga barnanna:
„Steini og Danni á öræfum”
eftir Kristján Jóhannsson.
Viðar Eggertsson les (2).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Einsöngur og gitarleikur
i útvarpssal.Hubert Seelow
syngur og Snorri Snorrason
leikur á gitar.
20.00 Að skoða og skilgreina.
Kristján Guðmundsson og
Erlendur S. Baldursson
stjórna þætti fyrir unglinga,
þar sem fjallað er um sam-
skipti kynjanna. (Aður á
dagskrá i febrúar i fyrra).
20.45 lslandsmótið i hand-
knattleik: 1. deild.
Hermann Gunnarsson lýsir
úr Laugardalshöll siðari
hálfleik Vals og Vikings.
21.30 Dómsmál. Björn Helga-
son hæstaréttarritari segir
frá.
21.50 Sinfónia i D-dúr eftir
Samuel Wesley. Hljóm-
sveitin Bournemouth
Sinfonietta leikur; Kenneth
Montgomery stjórnar.
22.05 Kvöldsagan: „Dagur er
upp kominn” eftir Jón
Helgason. Sveinn Skorri
Höskuldsson prófessor les
sögulok. (12).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Djassþáttur i umsjá
Jóns Múla Arnasonar.
23.30 Danslög
23.50 Fréttir.
18.00 Ævintýri sótarans (L)
Tékknesk leikbrúðumynd.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.10 Drengur I Bangkok (L)
’Sænsk mynd um ungan
dreng i bankok i Tailandi.
Móðir hans er ekkja og á niu
börn. Drengirnir vinna fyrir
sér á ýmsan hátt, svo sem
með sölumennsku á götum
úti. Þýðandi og þulur óskar
Ingimarsson. (Nordvision
—- Sænska sjónvarpið)
18.40 Hér sé stuð (L) Hljóm-
sveitin Fjörefni A-(-
skemmtir. Stjörn upptöku
Egill Eðvarðsson.
19.05 On We GoEnskukennsla.
23. þáttur frumsýndur.
19.20 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 „Hver rffur svo langan
fisk úr roði?” Jón Her-
mannsson og Þrándur Thor-
oddsen gerðu þessa kvik-
mynd eftir þjóðsögunni al-
kunnu.
20.40 Nýjasta tækni og visindi
(L) Umsjónarmaður Sig-
urður H. Richter.
21.10 Charles Dickens (L)
Leikinn, breskur mynda-
flokkur I þrettán þáttum um
ævi Dickehs. 3. þáttur.
Sverta Efai annars þáttar:
Lánadrottnarnir gera John
Dickens löið leitt, og hann
flyst ásamt fjölskyldu sinni
til Lundúna. Charles iangar
að komast i skóla, en fjár-
hagurinnleyfir þaðekki, þvi
að Fanney systir hans á að
fara i tónlistarskóla. Hann
reynir að læra að komast
af i stórborginni. John
Dickens lærir litið af reynsl-
unni. Enn safnar hann skuld
um, og eymdartimar ganga-
i garð hjá fjölskyldunni.
Þýðandi Jón O. Edwald.
22.00 „Alltaf vorar i sálinni á
mér" (L) Sumri fagnað i
sjónvarpssal. Bein útsend-
ing. Meöal þeirra, sem
skemmta, eru Björgvin
Halldórsson, Björn R. Ein-
arsson, Halli og Laddi,
Linda Gisladóttir, Magnús
Ingimarsson, Pálmi Gunn-
arsson og Sigriður Þor-
valdsdóttir. Kynnir Magnús
Axelsson. Stjórn útsending-
ar Rúnar Gunnarsson.
23.00 Dagskrárlok.
PETUR OG VELMENNIÐ
Eftir Kjartan Arnórsson
seinnðj
'iokkrar prae^ikae-kor? HaK\
er a<k bi énÁd *
v„-f lev&D pyr,'r
puHt öcj,alit|