Þjóðviljinn - 13.05.1978, Side 2

Þjóðviljinn - 13.05.1978, Side 2
2 SÍÐA —- ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. mal 1978. \\YBoV) frá HISAVÍK tU þeirra sem hyggja á funda- eóa ráóstefnuhald Fundarstaður: Hótel Húsavík Tímabil: Fram að 15. júní og eftir 30. ágúst Tímalengd: Tveir sólarhringar Fjöldi þátttak.: 10 - 100 manns Vcrð: Kr. 26.324.-* og 28.828.-** á mann Innifalið í verði: Flugferðir til og frá Húsavík. Flutningur milli flugvallar og Hótels Húsavíkur. Gisting og fullt fæði. Afnot af fundarsölum og hjálpartækjum. * Málsverðir í veitingabúð ** Málsverðir í vcitingasal. Hótel Húsavík er löngu lands- þekkt fyrir vandaða og góða þjónustu. Þar eru 34 herbergi. veitingasalur og veitingabúð, notalegur bar ogsetustofa. Einnig er á staðnum sundlaug og sauna. Húsavík.er friðsæll kaupstaður í nánd við víðfrægar ferða- mannaslóðir. Þaðan erauðvelt að fara í stuttar skoðunarferðir. Hér er því kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja sameina skemmtun og starf. HÓTEL síríHSVYÍk Húsavík Simi 9641220 Simnefni: Hotelhusavik Telex 2152 fyrir HH Auglýsið í Þjóðviljanum málninghlf Einmitt Dturinn. sem ég hafði hugsaó méri „Nýtt Kópal er málning aö mínu skapi. Nýja litakerfið gerir manni auövelt að velja hvaða lit sem er, — og liturinn á litakortinu kemur eins út á veggnum. Þaö er verulega ánægjulegt að sjá hve nýtt Kópal uppfyllir allar óskir manns og kröfur. Nýtt Kópal þekur vel og er létt i málningu. Endingin á eftir að koma í Ijós, en ef hún er eftir öðru hjá Kópal, þá er ég ekki banginn!" l>að er enginn vafi að þróun atvinnumála i borginni og hnignun framleiðslu- og úr- vinnslugreina er bein afleiðing af afskiptaleysi borgaryfirvalda af atvinnulifi i borginni, stöðu þcss og þróun. Kaunar er eðiiiegt að ihalds- stjórn hafi ekki mikil afskipti af atvinnulifi. Kenning þeirra er sú að „hið frjálsa framtak einstak- lingsins” megi hvorki takmarka né skerða með neinum hætti, hvað þá breyta með aögeröum stjórnvalda samkeppnisaðstöðu atvinnugreinanna. Frá þvi á striðsárunum og langt fram eftir siðasta áratug var eða virtist amk. heldur engin þörf á afskiptum af atvinnulifi hér i Reykjavik. ör uppbygging borgarinnar, samfara bæði fólks- og fjár- magnsflótta frá dreifbýlinu tryggði næga atvinnu hér. Hin opinbera stefna Sjálf- stæðisflokksins var að gera ekki neitt og treysta bara á guð, lukkuna og einkaframtakið. Þvi miður hefur þetta brugð- ist. Atvinnumál Reykjvfkinga stefna nú i óefni. Atvinnumögu- leikar ungs fólks eru litlir, sam- dráttur er i flestri atvinnustarf- semi. Fyrirtæki flýja borgina og fólki i Reykjavik fer fækkandi. Alþýðubandalagið leggur höfuðáherslu á að atvinnuöryggi Reyk- víkinga verði haft að leiðarljósi en ekki gróðasjónarmiðin ein. Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi: Öryggi hverra? Það er augljóst að eitthvað verða borgaryfirvöld að gera. Stefna Sjálfstæðisflokksins er sú að borga með einkarekstr- inum með ýmsu móti, eða með öðrum orðum þjóðnýta tapið en halda gróðanum i einkaeign. Við Alþýðubandalagsmenn leggjum höfuðáherslu á að borgin sjálf hafi frumkvæði og forystu um uppbyggingu á at- vinnustarfsemi: Að atvinnu- öryggi Reykvikinga verði haft að leiðarljósi en ekki gróða- sjónarmiðin ein. Við bendum á hina gifurlegu þýðingu fyrirtækja eins og BÚR, sem veitir hundruðum manna atvinnu og hefur gert, þótt önnur sambærileg fyrirtæki Sigurjón Fétursson hafi rekið alla heim og hætt starfsemi þegar ágóðinn var ekki nægur. Við bendum á fyrirtæki eins og Malbikunarstöðina og Pipu- gerð borgarinnar, en þessi fyrirtæki hefur borgin rekið um árabil með ágætum árangri. Það eru uppi tvær stefnur i atvinnumálum: Stefna Alþýðu- bandalagsins og stefna Sjálf- stæðisflokksins. Stefna Alþýöubandalagsins er sú að tryggja Reykvíkingum örugga atvinnu á komandi timum. Stefna Sjálfstæðisflokksins er sú, að trygggja atvinnurek- endum öryggi. Það er ykkar að velja. Verður Torfan rifin eftir kosningar? Undanfarna daga hefur sú saga gengiö fjöllunum hærra i bænum, að búið sé að ráða verktaka til þess að rífa Bernhöftslorfuna eft- ir kosningarnar. Þjóðviljinn leitaði af þessu til- efni til Hjörleifs Kvaraná skrif- stofu borgarverkfræðings, en hann á sæti i viðræðunefnd borgar og rikis um framtið Torfunnar. Aðrir i nefndinni eru Þórður Þorbjarnarson, Björn Bjarnason og Gunnlaugur Claessen. Hjörleifur sagði að ekkert slikt hefðikomið upp á fundum nefnd- arinnar, enda væri hlutverk hennar aðeins að kanna núver- andi ástand húsanna og taka til athugunar, hvað unnt yrði að gera við þau i framtiðinni. Nefndin hefur nú i höndum álitsgerð frá Leifi Blumenstein sem fenginn var til þess að meta húsin. Hjörleifur sagðiað nefndin myndi væntanlega skila áliti sinu og leggjaeitthvað til.en ekki vildi hann segja hvenær eða hvað það yrði. Hjörleifur tók fram að með breyttu nýtingarhiutfalli, sem samþykkt hefur verið fýrir þetta svæði, væri útilokað aö Torfan viki fyrir stórhýsi, þar sem nú væri ekki leyfð nema lág byggð á svæðinu. Þá sagði hann ennfrem- ur að loforð lægju fyrir frá ríkinu, sem á húsin, að ekkert yrði gert sem torveldað gæti verndun Torf- unnar, meðan nefndin starfaði. Þá hafði Þjóðviljinn einnig samband við Ilörð Runólfsson, verkstjóra, en það fylgdi sögunni aðhann hefði verið beðinn að rifa Torfuna. Hörður sagði aö ekkert heföi verið ákveðið þar um ennþá, en ekki vildi hann fortaka að á það hefði verið minnst af ýmsum, þó ekki mönnum sem bæru ráun- verulega ábyrgð á framkvæmd- um. Hann sagðist ennfremur álita að eitthvað yrði gert i þessu máli nú i sumar, þar sem óverjandi væri að láta þessa kofa standa lengur, útlit þeirra væri Reykvik- ingum til háborinnar skammar. —AI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.