Þjóðviljinn - 25.06.1978, Page 2

Þjóðviljinn - 25.06.1978, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. júnl 1978 jBitlingaflokkur aldarinnar | alias ,, Alþýðuflokkurinn” Þegar þetta kemur fyrir sjónir lesenda verða kosningar i þann veginn aö hefjast. „Kjósendur hafa kveðið upp sinn dóm. Þetta eru helvitis fifl” sagöi banda- riskur stjórnmálamaður einu sinni, og það má mikið vera ef einhver sálufélagi hans islenzk- ur á ekki eftir að hugsa eitthvað svipað áður en næsti dagur rennur. En það er mí einu sinni svo, að lýðræði er rétturinn til þess að taka vitlausa ákvörðun. Að sjálfsögðu hafa blöðin verið undirlögð áróðri. Þeir urðu 14 „kjallararnir” i einu „Dagblaðinu”,éghefáður nefnt hversu fáránleg sú nafngift er orðin og skal ekki endurtaka það hér. Annars eiga blöðin og flokkarnir það sammerkt að það er bókstaflega hver sótraftur á sjó dreginn. Skraddaralús úr Karnabæ geysist fram i „Morgunblaðinu” á fimmtu- daginn og grátbænir menn allt að þvi i guðs nafni að kjósa i- haldið: „Ég er aðeins venjuleg- ur maður með venjulegt heila- bú, venjulegar tilfinningar og óttá, og sem slikur höfða ég til hvers þess sem hugsar likt og ég, að hann tjái hugsanir sinar á sunnudag. Notið atkvæðisrétt ykkar til að tryggja atkvæðis- rétt ykkar i framtiðinni og, það sem er jafnvel enn mikilvæg- ara, til þess að tryggja að börn ykkar fái tækifæri til að nýta sama rétt sem frjálsir Islend- ingar”. Annars hefur dagskipunin hjá ihaldinu bersýnilega verið „Upp með innrætinguna! ” Bessi Jóhannsdóttir segir hroll- vekjandi sögu i „Visi” af kenn- ara „sem var yfirlýstur kommúnisti og kenndi fermingarbörnum úti á landi einn vetur. Hann bað þá að rétta upp hönd sem tryðu á guð. Siðan valdi hann einn úr hópnum, fékk honum krit ogsagði: „Teiknaðu hann þá á töfluna”. Er þetta sú meðferð sem við viljum að kristin trú fái i skólum lands- ins?” Og ekki nóg með það: „Kenn- arinn sýnir oft fyririitningu sina á fornum verðmætum s.s. virðingu fyrir valdhöfum, for- eldrum eða kirkjunni”. Það er sjálfsagt béaður bolsév- isminn sem veldur, en ekki vissi ég að „virðing fyrir vald- höfum” teldist til hinna fornu verðmæta. Ég veit samt að Bessi fyrirgefur mér, þvi að mér er ekki sjálfrátt: „Sósial- isminn er eins og baneitrað epli sem aldrei má bita i” segir hún undir lok greinar sinnar. Látum oss biðja með séra Hallgrimi sáluga: „Varðveiti valdsmenn alia/ vor Guð i sinni stétt.” kenninguna út sem hann lysti, eins og sæmir i góðum skáld- skap”. „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja” sagði skáldið. Allt læt ég nú vera hvað þetta er „góður skáldskapur” en skammstöfun- in minnti mig á visu sem kveðin var um eina vendilkrákuna á vinstri kantinum, ég þarf ekki að taka það fram að það er búið að innbyrða hana: Það eralvegaf og frá að hann veginn rati: Dæmigerður DSK: drulluskitakrati. E lin Pálmadóttir er i urrandi fýlu, aldrei þessu vant, i „Morgun- blaðinu” sinu þann 21. og segir: Einhvern veginn minnti þetta mig á sögu sem ég heyrði fyrir langa löngu um Hvatar-kerlingu sem gekk undir nafninu „Litla frúin”, hún hafði vist samið ástarsögu með þvi nafni. A fjöl- mennum fundi hjá ihaldinu mælti „Litla frúin” þeim orðum sem viða fóru siöan: „Ég á ekki nema eina sál og einn likama. En þetta hvort tveggja er Sjálf- stæðisflokknum heimilt til fullra afnota við þessar kosningar!” Ihaldið hefur annars ekki átt sjö dagana sæla. Venjulegt fólk neitar að trúa þvi að það geti ver- iö orsök verðbólgunn- ar að það hafi of hátt kaup, enda reyna jafnvel óskammfeilnustu ihaldsforkólf- ar ekki að halda sliku að þvi lengur. Einn léttmatrósinn á ihaldsskútunni hefur samt ekki áttað sig á breyttum máiflutn- ingi. „Kauphækkanirnar eru meginorsök veröbólgunnar” hefur „Dagblaðið” eftir Jóni Asbergssyni, þriðja manni á ihaldslistanum I Norðurlands- kjördæmi vestra. Varla græðast vininum atkvæði út á slika hag- speki. „Gróðapúkar” Matthiasar Bjarnasonar ganga aftur og hefur jafnvel tekist að troða sér inn á siður „Morgunblaðsins”. „Eru kjósendur á uppboðs- markaði?” spyr óánægður ihaldsmaður á miðvikudaginn. Það má mikið vera ef Matthfas er ekki búinn að fá bágt fyrir þessa púka sina sem virðast ætla að dafna sem á fjósbita I væru. „Tætingsliði tókst að ná töflum forráðanna. Sigruðu þeir sem sátu hjá. Sigur db-manna. varð vini minum einum að orði, þegar hann hafði heyrt úrslitin i borgarstjðrnarkosningunum, fall Sjálfstæðismeirihlutans og öll hjásetuatkvæðin. Aðspurður um skammstöfunin db tautaði hann eitthvað um „diabolik”. Annars gæti hver og einn lagt Stefán Jónsson á Dalvik: Þurfum að „brúka” Al- þýðuflokkinn ! eftir kosningar , STEFAN Jónsson sagdi á , framboösfundi á Dalvík í aföuatu viku aö hann vildi akki akamma Albýöu- flokkinn í koaningabaráttunni 4>ví aö AiÞýöubandalagiö byrfti af tll vill aö brúka hann aftir koaningar — Þótt mér aé Þaö paraónulaga óljúft aö Þurfa Þaaa,u aagöi Þfngmaöurinn. Frá Þaaau ar aagt í nýútkomnu UMublaOi islandlngs á Akursyri. A6 aögn blaöaina varpaöi Lárua Jónaaon alpingiamaöur SjélfatMÖiaflokkaina fram Þairri apumingu á framboöa- fundinum hvort Aipýöuflokkurinn aatlaöi aö láta Alpýöubandalagiö nbrúka aig“ I vinatri atjórn á naaata kjörtímabili. Eitthvað hefur það böggl- azt fyrir brjóstinu á þeim „Morgunblaðs- mönnum” þegar Stefán Jónsson sagði að Al- þýðubandalagið þurfti e.t.v. að „brúka” Alþýðuflokkinn. Moggatetur hefur aldrei áttað sig almennilega á Stefáni, ekki vitað hvernig það átti að taka hann. Mikið að Matthias skyldi ekki gripa til aulafyndninnar gömlu: „Við notum ekki orðið að brúka heldur brúkum við orðið að nota”. „Hvað verður um Alþýðuflokk sem eykur fylgi eitt með óánægðu ihaldi?” spyr Lúðvik Jósepsson réttilega i „Þjóðviljanum” á fimmtudag- inn. Mér finnst kratarnir aldrei geta leynt þvi, ekki einu sinni i kosningahriðinni miðri, hvaö þeir þrá nýtt viðreisnartimabil. Sverrir Hermannsson þekkir sina fylgifiska frá þeim árum, enda kallar hann Alþýðuflokk- inn „bitlingaflokk aldarinnar” i „Morgunblaðinu” nýlega. Nú eru það fáir menn sem ég virði eins i hópi pólitiskra and- stæðinga og heiðarlegir kratar. Ég man að visu ekki eftir nema einum i svipinn, en hann ætti lika að fara i mál, það er Björg- vin Guðmundsson. „Er það rétt sem maður hefur heyrt, að dag- inn eftir borgarstjórnarkosn- ingarnar hafi fólk flykkst i gjaldeyrisdeildir bankanna með uppáskrifaðar heimildir fyrir aukayfirfærslu gjaldeyris frá formanni gjaldeyrisnefndarinn- ar Björgvini Guðmundssyni borgarfulltrúa Alþýðuflokks- ins? Samrýmist það pólitiskri stöðu Björgvins að leika banka- stjóra frá morgni til kvölds?” spyreinhver Samúel Erlingsson i „Visi”. Það er vel skiljanlegt að stjórnmálamenn nenni sjaldnast að elta ólar við það sem um þá er skrifað niðrandi, en það er engin ástæða fyrir Björgvin að taka þvi þegjandi þegar borið er upp á hann að hann misnoti stöðu sina á þenn- an hátt. — Annars er það svo að stjórnmálabaráttan bliknar hjá deilum lærdómsmannanna, Margrét Hermannsdóttir fornleifafræðingur sýnir það og sannar með opnugrein sinni i „Þjóðviljanum” þar sem hún tekur þjóðminjavörð til bæna: „Það mætti geta þess hér að „úrvinnsluverk” þjóðminja- varðar I fornleifafræðum bera það með sér, að hann þekkir ekki til frumvinnubragða fornleifafræðinnar sem visinda- greinar” segir Margrét i elsku- legri innskotsgrein. Flest er nú frá manni tekið. Ég er alls ekkert viss um að ég kjósi Þór til forseta eftir þetta. Þetta verður siðasti þáttur minn að sinni, ég fer nú að dæmi hins ágætasta manns, Arna Björnssonar, sem hætti að skrifa fasta sjónvarpsgagnrýni i „Þjóðviljann” þegar honum fannst hann vera orðinn „sanngjarn og leiðinlegur”. Eftir að hafa i nokkra mánuði fylgzt reglulega með þremur morgunblöðum og tveimur siðdegisblöðum („Alþýðublaðs- ins” get ég að engu”) er mér einna efst i huga sá botnlausi subbuskapur sem mér sýnist vaða uppi i prentverki viða. Er það svo i raun og sannleika að allar þessar tækniframfarir þurfi endilega að koma niður á góðu handverki? Jón Thor Haraldsson. VIKAN SEM I VAR_j garðinum Tökum fast á, tönn ég skal ná Lausatökunum verður að linna. Ný Þjóðmál. Hann tók fimm brauð og tvo fiska . . Tvö hundruð og fimmtiu Skeiða- menn pakksaddir af einni tertu. Dagblaöið. Ausum Reykjavik moldu strax i dag Eiga fornleifarannsóknir nokkra framtið? Fyrirsögn I Þjóbviljanum. Og flóðgáttir himinsins opnuðust.. . Af skrifum Vilmundar leggur ódaun siðferðilegrar og andlegrar rotnunar . Með brjálæðislegu of- sóknarhugarfari fer hann með lesendur sina inn á markana og læsir þá þar inni . . Ég hefi bæði réttinn og sannleikann min meg- in, en Vilmundur stendur einn með sitt spillta og sýkta hugarfar hinsvegar. Guðmundur G. Þórarinsson Vér fylgjumst með and- blæ timans Kirkjan hefur að vissu leyti orðið eftir i startholunni. Séra Gisli Jónasson I Vísi. ÖIlu fer aftur Tveir okkar drekka ekki einu sinni, sögðu írarnir. Dagblaðið Til að magna tilhlakk- elsið Hvernig stendur á þvi að við Hafnfirðingar þurfum að sækja allt okkar áfengi til Reykjavikur? Lesendabréf. Heiður þeim sem heiður ber Þetta er kúrekabær af gömlu sortinni þar sem allt gengur út á að drepa náungann. Vissum lög- um er þó fylgt — meðal annars að þegar einhver hefur drepið tutt- ugu manns þá er hann algjörlega íriðhelgur. Visir. Eiga íslending- ar heimsmet í frídögum? Stundum er þvi haldið fram að almennir fridagar séu hvergi fleiri en á Islandi. Sjaldnast er þetta rökstutt nánar, en þó er gjarnan vitnað til nágrannaland- anna og sagt aö við höfum mun fleiri fridaga en t.d. frændur okk- ar á Norðurlöndum og hinir fjöl- mörgu fridagar sem launþegar á Islandi njóta eigi sinn þátt i efna- hagserfiðleikum þjóðarinnar. En litum nú á staðreyndir og berum saman almenna fridaga og hátiðisdaga I nokkrum löndum árið 1978, þ.e. þá frídaga sem ekki ber upp á sunnudag. Island fridagar 11 Finnland 11 Sviþjóð 10 Noregur 9 V.-Þýskal. 9 Italia 14 Belgia 10 Frakkland 9 Portúgal 13 Spánn 13 (Bankablaöið)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.