Þjóðviljinn - 25.06.1978, Síða 5

Þjóðviljinn - 25.06.1978, Síða 5
Sunnudagur 25. júni 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 Hvenær geta böm átt böm? Eitt einkenni efnaðra iðnrikja er það, að barnsfæðingum fer fækkandi. Höfuðástæðan er sú, að fólk hefur miklu fleiri möguleika en áður til að ráða þvi hve mörg börn fæðast i hverri fjölskyldu. Marga grunar og, að margt sé það i iðnvæddu borgarsamfélagi okkar tima, sem dregur úr frjósemi. Tvær af hundraði Meðan þessu fer fram berast X G enn furðulegar fregnir af barn- ungum stúlkum sem verða þung- aðar. Möguleikar á að svo verði eru reyndar allmargir frá náttúr- unnar hendi. Tvö stúlkubörn af hundrað hafa i fyrsta sinn á klæð- um áður en þær verða niu ára gamlar. Þar er um að ræða mjög sérkennilegan bráðþroska i hormönabúskap, sem hefur það einnig i för með sér, að þessi stúlkubörn taka út vöxt sinn miklu fyrr en jafnaldrar þeirra. En þött tvær telpur af hundraði gætu orðið þungaðar áður en þær ná tiu ára aldri, þá er það i reynd mjög sjaldgæft, að þær verði i raun mæður á þessum aldri. Vesturþýskur sérfræðingur i þessum málum þekkir úr lækna- bókmenntum heimsins ekki nema um það bil tiu tilfelli. Það er slys Hann segir, að þegar þetta ger- ist sé um hörmulegt slys að ræða og I reynd nauðgun. Þvi að sjö eða átta ára stúlka — eða þá fimm ára gömul, en það er aldur yngstu móður heimsins, er andlega óþroskuð og veit i raun ekki hvað það er sem hún upplifir. Mjög ungar mæður verða harkalegar fyrir barðinu á ýmsum möguleg- um sjúkdómum meðgöngutimans en aðrar. Það versta er þó, að þungun á þessum aldri hefur mjög alvar- legar sálrænar afleiðingar. Barn- ung móðir leikur sér að dúkkum og gengur i barnaskóla — en er á hinn bóginn, vegna þess sem fyrir hefur komið, hrifin á brott úr heimi jafnaldra sinna. Þvi er i slikum tilvikum yfirleitt mælt með fóstureyðingu. Yngsta móðir heims varð þessi fimm ára indjánastúika frá Perú. Aðstæður Það er hinsvegar engin tilvilj- un, að flestar fregnir um barn- ungar stúlkur, sem eignast börn, koma frá Suður-Ameriku eða hliðstæðum löndum. I fyrsta lagi er það staðreynd, að kynþroska- skeiðið hefst fyrr hjá stúlkum i suðrænum löndum en þeim sem norðarlega eru staðsettar. I öðru lagi eru búskaparhættir, þrengsli og félagslegar aðstæður allar með þeim hætti i fátækum þorp- um og favelum Suður-Ameriku, að það er mikil hætta á þvi, að börn séu misnotuð kynferðislega. Undir lok þess viðtals sem hér var endursagt, var spurt um það hver sé hámarksaldur fyrir þungun. Hin þýski sérfræðingur þekkti enga konu þungaða eldri en 46 ára — en margir munu að likindum geta bætt þar við. Karl- ar geta hinsvegar lagt sitt til barna mjög lengi: Charlie Chaplin gat til að mynda son sjötiu og tveggja ára gamall. IÁRNAMAÐUR Vanur járnamaður óskast. Upplýsingar i sima 74230. B.S.A.B. Félagsstarf eldri borgara i Reykjavik MALLORKA 22. sept. i 3 vikur 15. sept. i 4 vikur Félagsmálastofnun Reykjavikur gengst fyrir tveimur haustferðum til Mallorka. Dvalið verður á Hotel Columbus i St. Ponsa, þar sem undanfarandi hóþar hafa dvalið. Félagsmálastofnun Reykjavikur Allar nánari upplýsingar FERÐASKRIFSTOFAN URVAL við Austurvöll Auglýsið í Þjóðviljanum Grensásvegi 18, Hreyfilshúsinu Sími 82444 um við búnir að breyta og bæta aðstöðu, og starfslið málningardeildar okkar, til þess að oða þig við að byggja, breyta eða bæta þína aðstöðu. Lítið inn sjón er sögu rikari

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.