Þjóðviljinn - 25.06.1978, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 25.06.1978, Qupperneq 15
Sunnudagur 25. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 framt viröist það standa nær okk- ur i timanum. Mig grunar aö Mik- halkof hafi i þessari mynd komist nær hinum raunverulega Tsékhof en algengt er þegar verk hans eru tekin til sýningar. Hann er bless- unarlega laus við helgislepju, umgengst ekki Tsékhof einsog safngrip eða dýrling, heldur finn- ur i honum lifandi taug. Kona sem hugsar briðja myndin sem ég sá er talsvert miklu þekktari i hinum vestræna heimi: „Julia” eftir Fred Zinneman, byggð á sögunni „Pentimento” eftir Lillian Hell- man. Aðalhlutverkineru leikin af Jane Fonda, Vanessa Redgrave og Jason Robards. „Pentimento” er hluti af sjálfsævisögu Lillian Hellman og segir frá æskuvin- konu hennar, Júliu, sem var af rikum ættum en förnaöi lifi sinu i baráttunni gegn fasismanum. Myndin er mjög Ijóðræn, i henni er blandað saman draumi, end- urminningum og veruleika. Jane Fonda leikur Lillian Hellman, sem er að basla við að semja leik- rit og rifjar jafnframt upp minn- ingar um Júliu (sem Vanessa Redgrave leikur). Júlia gæti allt eins verið imyndun Lillian, eins- konar persónugervingur þess sem Lillian þráði að vera og gera. Sagan um Júliu er goösögn um hetju. Þetta hefur farið talsvert i taugarnar á ýmsum gagnrýnend- um, sem þola ekki að blandaö sé saman fagurfræði, stjðrnmálum og siðfræði, og tala um „tilfinn- ingasemi” og „skort á rökréttri hugsun” hjá rithöfundinum. Maður kannast við tóninn — er þetta ekki einmitt það sem konur i rithöfundastétt fá alltaf að heyra, að þær skorti skynsemi og rökvisi? Vissulega heföi enginn karlmaður getað skrifað þessa sögu, en það þarf ekki að vera henni til lasts. Annað er það sem fer i taugarnar á sumum gagn- rýnendum (ég er aðallega að hugsa um Philip French i Sight and Sound); stjórnmálaskoðanir Lillian Hellman. Þær eru of rót- tækar, finnst þeim. Það sem mér fannst athyglis- verðast við þessa ágætu mynd var kannski fyrst og fremst leikur þeirra Fonda og Redgrave, og þá um leið hlutverkin sem þær leika. Jane Fonda sagði i blaðaviötali eftir frumsýninguna á „Júliu” i fyrrahaust: „Éghafði aldrei áöur fengið tækifæri til að leika konu sem hugsar, og sem lætur aðal- lega stjðrnast af hugmyndum.... Þaðvar dásamlegt. Það er erfitt að vera leikkona og þurfa alltaf að leika konur sem eru aö ein- hverju leyti taugaveiklaðar eða ófullnægðar — sem þarfnast ástar karlmanns á örvæntingarfullan hátt eða eru yfirborösmanneskj- ur. I þessari mynd er enginn að þykjast”. Fred Zinneman er gamal- reyndur leikstjóri og „Júlia” ber atvinnumennsku hans glöggt vitni. Sama er að segja um kvik- myndatökumanninn, Douglas Slocombe. Myndin er einstaklega falleg, einkum þeir hlutar sem sýna Júliu ýmist sem ungling eöa unga konu. Er það i fullu sam- ræmi við goðsagnarblæinn sem er á frásögn Lillian Hellman. Allverulegur hluti af myndinni er lýsing á járnbrautarferðalagi frá Paris til Moskvu með við- komu I Berlin, nokkru áður en seinni heimsstyrjöldin skall á. Liilian hefur þegið boö um að fara i heimsókn til Sovétrikjanna. Júlla sem er I Berlin, biöur vin- konu sina að gera sér greiða, smygla stórri fjárupphæð inn i Berlin. Peningana á að nota til að múta fangelsisyfirvöldum og fá pólitiska fanga leysta úr haldi með þvi móti. Lillian ákveöur að veröa við beiðninni. Lestarferðin er mjög spennandi, og talsverður Hitchcock -blær yfir henni. Sama er að segja um fund þeirra vin- kvennanna á kaffihúsi I Berlin. Sá fundur er mjög stuttur, en hlaðinn sterkum tilfinningum, sem þó mega ekki koma upp á ytirboröið, þvi að vökul augu þriðja rikisins fylgjast með öllu sem gerist. Kon- urnar kveðjast og Lillian heldur áfram ferð sinni til Moskvu. Þangað berst henni fréttin um að Júlia hafi veriö myrt af Gestapo. Enn er ógetið fjórðu myndar- innar, sem ég sá i Stokkhólmi, og verður hún að biöa næstu kompu. Kortsnoj gegn Karpov Karpov lék síðast b7-b5 sem er afar slæmur leikur. í stað hans gat hann leikið 23. -Rbc2 ásamt tvöföldun hrókanna á c-linunni. Svar Kortsnojs var: 24. Rc5-Bxc5 (... og nú kom hið ótrúlega) 25. dxc5?? (Hörmulegur afleikur. Eftir 25. Hxc5 getur Karpov gefist upp þvi 25. Hxc5 strandar á 26. Dxb4 og vinnur. Karpov gaf ekki annað færi og skákin koðnaði niöur i jafntefli um siðir.) 16. skákin varð einnig jafntefli og I þeirri 17 brenndi Kortsnoj aftur af... Nú styttist óðum í einvígi Karpovs og Kortsnojs, en áætlað er að það hefjist í borginni Bagua á Filippseyjum 17. júlí næst- komandi. Keppendur taka því nú til við lokaundirbún- ing einvígisins og ekki er ólíklegt að þeir séu farnir að hugsa sér til hreyfings þ.e. ferðarinnar til Filipps- 'eyja til að venjast aðstæð- um, þó einkum og sérílagi loftslaginu sem hefur geysimikið að segja í jafn harðri keppni. Að mér vitandi hefur Kortsnoj aldrei áöur setið að tafli á Filippseyjum, en Karpov á hinn bóginn hefur teflt þar einu sinni, það var árið 1976,og gekk honum ekki sem best, varö annar af 4 keppendum. Aöstoðarmenn Kortsnojs verða að öllum likind- um Englendingarnir Keene og Stean og Israelsmaðurinn Murej. Aö auki hefur heyrst að Kortsnoj hafi i hyggju að bæta góðkunn- ingja okkar islendinga Lombardy i hópinn sem og Argentlnumann- inum Panno. Hvað Karpov áhrærir er ekki vitað hver hefur tekið við aðal- þjálfarastööunni af Semjon Furman sem lést i byrjun þessa árs. Gera má þó ráð fyrir að Efim Geller verði honum mikið innan handar um allan undirbúning.og eitt er vist að Sovéska Skáksam- bandiö mun ekkert láta á skorta. Þrátt fyrir glæsilega sigra Kortsnojs i áskorendaeinvigjun- um á síðasta ári eru velflestir á þvi að Karpov vinni einvigið. Staðreyndin er lika sú að á meðan Kortsnoj var að vinna einvlgin stóð Karpov einnig I ströngu og vann hvert mótið á fætur öðru með miklum mun. Þá má áætla að allar aöstæður séu Karpov I hag og ef einvigið dregst eitthvað verulega á langinn reynist hann úthaldsbetri. En áfram höldum við umf jöllun okkar á einviginu 1974. Aö loknum sigri Karpovs i 6. skákinni settu keppendur einskonar met i jafn- teflum, því 10 næstu skákir end- uöu meö jafntefli. Kortsnoj hafði yfirleitt yfirhöndina en komst ekkert áleiðis gegn frábærri vörn Karpovs. En i 15. skákinni komst hann i sannkallað „dauðafæri”: Eftir miklar hrellingar i byrjun kom þessi staða upp eftir 29. leik Karpovs. Staðan er i fullkomnu jafnvægi og eftir 30. Rxf6+ gxf6 31. Bfl myndi skákin ugglaust hafa endað i jafntefli vegna hinn- ar áþekku peðastööu. En Kortsnoj 2 vinningum undir reyn- ir að flækja málin og leikur: 30. Rc5??-Re5! (Annar góður möguleiki var 30. - Rb2.) 8. ÞATTUR 31. Hd2? (Uppgjöf. Meira viönám veitti 31. Hc3 en eins og Botvinnik benti á eftir skákina vinnur svartur á eft- irfarandi hátt: 31. -b6 32. Re4 Rf3+! o.s.frv., eða 31. Hc3 b6 32. Bb7 Hd8! 33. Rxe6! Rf3+! 34. Bxf3 Dxc3 35. Dxc3 Hdl+ 36. Kg2 Bxc3 37. Rc7 Hal 38. Rxa6 Hxa3 39. b5 Be5 40. Rb4 Hb3 41. Rd3 Hxb5 og vinnur! Hárfln analýsa eins mesta skáksnillings sem uppi hefur verið.) 31. ...b6 32. f4-bxc5 (Larsen og fleiri góöir menn spurðu I forundran: „Svo sem nógu gott, en af hverju ekki einfaldlega 32,-Rg6 sem vinnur mann?”) 33. fxe5-Dxe5 38. Hd3-Da5 34. Bb7-Hc7 39. Df3-Db6 35. De4-Dal+ 40. Hd7-Hf5 36. Kg2-Dxa3 41. Dg4-Df2+ 37. bxc5-Hxc5 42. Kh3-g6! — Kortsnoj gafst upp. Að þessari skák lokinni varstaðan: Karpov 3 (10) — Kortsnoj 0(7) Aöeins 7 skákir eftir og staöa Kortsnojs sýnilega vonlaus. Ennþá kostar AMIGO aöeins kr.1.420 þúsund SKODA AMIGO 13 þúsund eldspýtur trar hafa það að orðtaki að þegar guö bjó til tlmann, þá bjó hann til helling af honum. A svipaðan hátt virðast þeir hugsa margir sem búa til eftir- likingar af öllum sköpuðum hlut- um úr eldspýtum, hrisgrjónum, eggjaskurn og öðru smálegu. Einn slikur er Felix Rodriges, bandariskur. Hann hefur gert sina tilraun til að komast á sér- virtringametaskrá meö þvi að búa til þessa risastórueftirlikingu á kókakólaflösku — úr eldspýtum. Til verksins þurfti hann átta hundruð vinnustundir — og þrettán þúsund eldspýtur. Nú er rétti tíminn til aó fjqrfestq - góó greióslukjör JÖFUR AUÐBREKKU 44-46 - KOPAVOGl - SIMI 42600

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.