Þjóðviljinn - 25.06.1978, Side 21

Þjóðviljinn - 25.06.1978, Side 21
Sunnudagur 25. júnf 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 a/ erlendum vettvBngi Atvinnu- leysi til lang- frama: Eins og menn vita hefur atvinnuleysi verið mikið og stöðugt á hinum iðnvæddu Vesturlöndum. Þetta á- stand kemur verst niður á fólki milli fertugs og fimmtugs: hafi maður á þeim aldri einu sinni misst vinnuna er ólíklegt að hann fái vinnu aftur. Atvinnu- leysið verður fa$tahlut- skipti þessa fólks. Og reiði þess og beiskja er mikil. í Vestur-Þýskalandi eru lang- timaatvinnuleysingjar nú um 170.000 þúsund, þeir eru „hinn haröi kjarni” i hópi um einnar miljónar atvinnuleysingja. Tilsvör um vandann Nokkur tilsvör sem lýsa vanda þeirra: „Allir segja, aö sá sem leitar vinnu hljóti aö finna hana. En þaö er ekki rétt. Ég hefi leitaö i tvö ár, en alltaf þegar ég segi aö ég sé 47 ára, er mér sagt að þeir vilji fólk um tvitugt” (Birgitte Frenzel, ritari). „Alla ævi höfum við stritað og unnið fyrir fjölskyldum okkar — og nú fáum við helst að heyra að við nennum ekki að vinna” (Verslunarmaður frá Kassel). „Ég er helst að hugsa um að flýja til Austur-Þýskalands. Þar er ekkert atvinnuleysi, heldur minni neysla. Það er heldur ekki nein sérstök neysla sem fæst út á atvinnuleysisbætur minar” (Af- greiðslustúlka frá Wupperthal). Eftir eitt ár.... Margir eru atvinnulausir um skemmri tima, það er sem þeir séu neyddir til að taka sér fri á litlu kaupi. En þegar menn hafa gengið atvinnulausir i ár eða meir, þá byrja vandamálin fyrir alvöru. Þá lækka atvinnuleysis- bætur (sem fyrst eru 68% siðustu nettótekna en þó ekki hærri en 370 mörk á viku) niður i 58% — og sumir fá reyndar alls ekkert. Um leið eru möguleikarnir á að kom- ast i einhverja vinnu orðnir afar rýrir — losni störf vilja atvinnu- rekendur miklu heldur nýtt fólk. Þið nennið ekki að vinna! Þetta fólk segir ekki það versta, að það þarf einatt að velta fyrir sér hverjum eyri, heldur sú til- Ég mundi fúslega taka vinnu sem miklu verr væri launuð en sú sem ég hafði (29 ára skrifstofumaður — dæmdur úr leik vegna bak- veiki). finning, að þaö sé til einskis nýtt. Ekki bætir það úr skák, að blöð „Ef þessu heldur áfram veit ég ekki lengur til hvers ég lifi” (47 ára, atvinnulaus I tvö ár). eru óspör að ræða af mikilli léttúð um að „atvinnuleysingjar lifa eins og kóngar hjá okkur”, og hafa sum þeirra borið á borð út- reikninga i þá veru, að þriðji hver atvinnuleysingi nenni i raun og veru ekki að vinna. Þeir sem vel þekkja til á vinnu- miðlunarstofnunum bera harð- lega á móti slikum staðhæfingum. Það eru auðvitað til menn, sem reyna að leika á kerfið, en þeir eru næsta fáir, segja þeir. Þá er spurt: það eru til allmörg störf, sem ekki tekst að ráða fólk i — og hvernig stendur á þvi? Við þessu eru til ýmisleg svör. Fyrir skemmstu fylgdi t.d. 70.500 laus- um stöðum sá fyrirvari, að um- sækjendur yrðu að vera yngri en 45ára! I öðrum tilvikum er spurt eftir fólki með sjaldgæfa starfs- þekkingu. Og i þriðja lagi vantar fólk einhversstaðar langt frá þeim stað þar sem hinn atvinnu- lausi býr — en það er einmitt eitt einkenni „velferðarþjóðfélags” að það er heljarmikið fyrirtæki að flytja úr stað, einkum ef menn eru komnir af léttasta skeiði. Og ef þeim er svo sagt upp eftir „Ég vil ekkert frekar en fá vinnu. Ég þarf að geta verið innan um fólk, annars geng ég af göflunum (47 ára, hefur leitað vinnu I þrjú ár). skamma stund á nýja staðnum lika — hvað þá? Þeir sem standa hötlum fæti Sumum er mismunað af þvi þeir séu gamlir, — en það er lika algengt aö ungt fólk kemst hvergi að á þeirri forsendu að það hafi enga starfsreynslu. Eins og einn ungur maður hefur sagt: helst vilja þeir 25 ára gamla menn — með langa og fjölbreytta starfs- reynslu! Það er svo rétt, að allmörg dæmi eru um, að fólk vill ekki ráða sig i vinnu, sem er lakar launuð en sú vinna sem það áður „Endurþjálfun til nýs starfs kom mér ekki að neinu haldi — og nú finnst mér ég búinn að vera (48 ára, atvinnulaus sfðan 1975). hafði, eða „ómerkilegri” — þ.e. krefst minni starfsþekkingar. Þetta breytir þvi ekki, að at- vinnuleysið virkar fyrst og fremst sem ómennsk vél, sem ræðst fyrst og fremst á þá sem varnarlitlir eru. Þeir sem fyrst fá uppsagnar- bréf og eru siðast ráðnir aftur eru konur, karlar sem komnir eru yfir miðjan aldur, fólk með skerta starfsgetu, fólk með litla mennt- un og þjálfun. Og það sem verra er: einatt reynist það kerfi sem hefur verið sett i gang, til að endurþjálfa og kenna ný störf þeim, sem t.d. sjálfvirkar vélar hafa leyst af hólmi i framleiðsl- unni, einatt reynist þetta kerfi mjög handahófskennt og árang- ursrýrt. Það kostar námskeið og fleira — en það er einatt i litlu samræmi við raunverulega möguleika á að finna starf. Kapitalisminn hefur margoft sýnt, aö hann kann þá list, að spara vinnuafl — t.d. með nýjum vélakosti. En hann kann ekki svör við þvi, hvað verður um það fólk sem hann gerir „óþarft”. Og af þvi dæmin eru tekin af Vestur- Þýskalandi: sósialdemókrata- stjórn kann þau svör ekki heldur. (Byggt á Stern) JL Skátasamband Reykjavíkur Auglýsir eftir framkvæmdastjóra frá 1. ágúst eða 1. september n.k. Umsækjendur þurfa að hafa áhuga á og helst reynslu af æskulýðsstarfi. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á blaðið merkt SKÁTASAM- BAND fyrir 10. júli. S.S.R. x-s x-s x-s x-s x-s x-s x-s x-s Stjómmálaflokkurinn Almennar upplýsfngar Upplýsingar um kjörstaði og kjörskrá S: 29641 — 29642 — 42611 Beint samband við frambjóðendur S: 10590 — 42611 Skrifstofur Stjómmálaflokksins Bilasimi S: 22775 Laugarveg 84. Reykjavik S: 14300 — 29641 — 29642 Frakkastig 13. Reykjavik S: 10590 — 10550 Hraunbær 112. Reykjavik S: 75369 Lindargata 34. Reykjavik S: 22775. Hamraborg 1. Kópavogi S.: 42611 Miðvangi 6. Hafnarfirði S: 52969 Suðurgata 42. Keflavlk S: 92-1293 Víkurbraut 22. Grindavik S: 92-8037 x-s x-s x-s x-s x-s x-s x-s x-s Hin útskúfuðu og vandamál þeirra

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.