Þjóðviljinn - 25.06.1978, Side 23

Þjóðviljinn - 25.06.1978, Side 23
Sunnudagur 25. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 UMSJON: Kristin Ólafsdbttir Aagot V. oskarsdóttir, og Jóhanna V. Þórhailsdóttir HVAÐ KVENNATÓNLIST? í tengslum viö róttæka kvenfrelsisbaráttu síðustu ára hefur sjálfstæöri list sköpun kvenna vaxið fisk- ur um hrygg. Innan jafn- réttishreyf ingarinnar hafa konur getað borið saman bækur sínar, miðlað hvor annarri reynslu sinni og skapað list sprottna út frá henni. Sérstæður atburður átti sér stað i aprilmánuði siöastliönum i Kaupmannahöfn. Þetta v^r alþjóðleg kvennatónlistarhátiö, þar sem þátt tóku konur viða að úr veröldinni. Auk tónlistarhalds voru i tengslum við hátiðina sýndar kvikmyndir, fluttar jeik- sýningar og haldin ljósmýnda- sýning. Einnig var á staðnum tónvinnslustöð (workshoþ) og daglega voru umræöur uny hátið- ina og kvennatónlist með meiru. Um markmið hátlðarinn^r segir i efnisskránni: „Ætlunin er að skipuleggja alþjóðlega tónlistarhátið, til að gefa tónlistarkonum og áheyr- endum tækifæri til að kynnast þeim hluta tónlistar sem saminn hefur veriö og fluttur af konum undan farin ár. Auk þessa er markmið hátiðarinnar að upp- örva konur til þatttöku i þróun þessa listforms og miðla hvor annarri af reynplu sinni”. Það olli nokkru fjaðrafoki að karlmönnum var meinaðui/aðgangur að hátlð- inni. Astæðan sem aðstandendur hátiðarinnar gáfu fyrir þvi, kem- ur ljóst fram i þessari yfirlýsingu þeirra: Þetta er okkar fyrsta tækifæri til að skilgreina kvenna- tónlist eins og hún er hér og nú og hvert hún stefnir. — Þar sem tón- listarmenning kvenna hefur verið vanrækt til þessa, finnst okkur nauðsynlegt að stlga fyrstu skref- in einar”. Þessi nýja kvennatón- list er enn i buröarliðnum og hefur ekki enn náð séreinkennum sem greina hana frá tónlist karl- anna. Nærvera karlmanna hefði þvi einungis haft þvingandi áhrif. Konur fyrri alda Þáttur kvenna I opinberu tón- listarlifi á Vesturlöndum hefur verið næsta lltill gegnum aldirn- Söngkonan og ljóðskáldið Patti Smith, sem sker sig úr hópi ann- arra rock-söngkvenna. ar. Þó hafa varöveist myndir frá ýmsum timum af konum við hljóðfæraleik. T.d. voru kven- hljóöfæraleikarar algengt mynd- efni I tréskurði á 16. öld. Vitað er að á endurreisnartlmabilinu var leikni I hljóðfæraleik talinn ákjósanlegur kostur hjá konum, en þó munu þær lltið hafa leikið opinberlega. t kirkjukórum þessa tima voru drengjaraddir notaðar I stað alt- og sópranradda kvenna. A 19. öld kom pianóið fram á sjónarsviðið og varö fljót- lega stofustáss á miöstéttarheim- ilum. Eitt af stöðutáknum karl- manna úr millistétt á þessum tima var að eiginkonan og dæt- urnar kynnu að handleika þennan grip. Konur hafa þvl vissulega iðkaö tónlist á öllum timum, en i samræmi við þjóöfélagslega stöðu kvenna hafa Itök þeirra verið hverfandi lltil I opinberu tónlistarlifi I borgaralegum þjóö- félögum Vesturlanda. Eftir að hljómplötuframleiðsla varð arð- bær iðnaður ákvöröuðust mögu- leikar kvenna sem og annarra á tónlistarsviðinu sifellt meir af þvl hvort hún skilaði hljómplötufyrir- tækjunum gróða eöa ekki. Þaö kom t.d. I ljós að það mátti gera stjörnur úr þeldökkum blues- söngkonum I Ameriku, s.s. Bessie Smith og Billie Holliday. „Slegið á létta strengi” Hlutverkaskiptingu kynjanna er llka að finna I tónlistinni. Viss hljóöfæri eru kvenleg, önnur ekki. Algengast er að konur leiki á pianó, fiðlur, hörpu og flautur, sbr. Sinfónluhljómsveit Islands þar sem konur eru nær eingöngu I strengjadeild. Konur eru sjald- séðar i lúðrasveitum og einnig I rock-hljómsveitum, nema þá sem söngkonur. Eini liffræðilegi munurinn á kynjunum sem skiptir sköpum i tónlistarflutningi er röddin. Kvenröddin er ólik karlröddinni bæði hvað snertir tónsvið og tón- blæ. Þessi staðreynd hefur orðið til þess að myndast hafa ákveðn- ar stiltegundir fyrir kvenmanns- söng, sem aö mörgu leyti er frá- brugðinn söngstil karla. Hugtakið kvennatónlist En hvað er kvennatónlist? Eins og áöur segir hefur hún enn tak- mörkuð tónlistarleg séreinkenni og er þvl til litils að þröngva ein- hverjum tónlistarlegum skil- greiningum upp á hana. Þaö er þó ekkert þvi til fyrirstööu að tónlist sprottin upp úr félagslegri reynslu kvenna þróist eftir eigin brautum þegar fram I sækir. Konur eru undirokaður þjóð- félagshópur á hliöstæðan hátt og t.d. svertingjar I Bandarikjunum. Tónlist negranna, djassinn og bluesinn, þar sem þeir túlka reynslu sina vikur frá vestrænni tónlistarhefð I ýmsum megin- atriðum. Skilgreining Anne-Lise Malmros I dagblaðinu Information, svorúm sem hún er, er þvi fullkomlega nægjanleg á þessu stigi málsins: „Hugtakið kvennatónlist þýðir að tónlistin er spiluð af konum og hún hefur þróast og orðið til I tengslum viö kvennabaráttuna.” Fram að þessu hefur framlag kvenna til tónlistar ekki verið metið á sama hátt og framlag karla. Annars er vænst af konum en körlum I tónlistinni. Við höfum þegar minnst á hijoo- færaskiptinguna. Söngkonum I rock-tónlist eru ætluð ákveð- in hlutverk. Að söngnum slepptum eru þær oft ekki annað en skrautgripir eða brúður. Þeim er heldur ekki ætlað að stiga út fyrir hiö „kvenlega hlutleysi”. A þessu eru vissulega nokkrar undantekning- ar. Nægir þar að nefna söngkon- urnar Janis Joplin og Patti Smith sem brotist hafa undan þessari ánauð. Það leysir ekki allan vanda að fjölga starfandi tónlistarkonum. Þaö breytir I sjálfu sér ekki nema að litlu leyti þeirri afstööu sem rikir gagnvart framlagi þeirra. Mikilvægara er að konur eigi frumkvæðið sjálfar og finni sér sjálfar þann vettvang og þau tón- listarform sem henta þeim best. Ein af þeim hljómsveitum sem fram komu á tónlistarhátið kvenna i Kaupmannahöfn var Feminist Improvising Group frá London. Tónlistarflutningur þeirra er gjarnan með leikrænu I- vafi. Þær klæða sig i gervi og túlka stöðu kvenna á ýmsum sviðum þjóðlifsins, verkakonuna, móðurina, tónlistarkonuna. A þeim hljómleikum sem myndin er tekin mættu þær á sviöið meö Hooverryksugu og Kenwoodmix- ara, sem eru jú hluti af hljóð- heimi kvenna. Þessi apparöt sub- uðu undir hljóðfæraleiknum og við þau bættust önnur hljóö frá eldhússtörfum, s.s. diskaglamur og vatnssull. Þær stunduðu einnig matargerð á staðnum, skáru nið- ur grænmeti og grýttu lauknum i áheyrendur. Tónlist þeirra sjálfra er mikið til leikin af fingr- um fram. Þegar tónlistarflutningi þeirra var lokiö skildu þær við út- biaö sviðið með þessum orðum: „Someone else clear up this mess.” Taliö frá vinstri Corrine, Maggie Nichois, Georgie Born, Lindsay Cooper (úr Henry Cow) og Cathy Williams. 'Hafið þið heyrt um hjónin sem máhiðu húsið sitt með HRAUNI fym 12 ámm, os ætla nú að endurmála það í sumar baia til að bieyla um MtT Sögurnar um ágæti þessarar sendnu akrýlmálningar, HRAUN-málningarinnar frá Málningu h/f magnast með árunum, og hróður hennar eykst með hverju árinu, sem líður. Nú, eftir að HRAUN hefur staðið af sér íslenska veðráttu í rúmlega 10 ár, er enn ekki vitað um hinn raunverulega endingartíma þess, sé það notað rétt í upphafi. Þess vegna gerir þú góð kaup, þegar þú velur HRAUN á húsið. HRAUN má/ning't Tónlistarkennsla. Helmingur af nemendum I tónlistaskólum i London eru kvenmenn, en í hljómsveitum þeim sem Ieika klasslska tónlist þar f borg eru konur innan við 10%.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.