Þjóðviljinn - 20.07.1978, Page 1

Þjóðviljinn - 20.07.1978, Page 1
UOWIUINN Fimmtudagur 20. júli 1978 —152. tbl. 43. árg. Viðræður um vinstra samstarf: Umræður á breið- um grundvelli — tekst að mynda vinstri stjóm? Brosmildir menn I bllðviðri með blóm og gullna reku: Vilhjálmur menntamálaráðherra og Andrés útvarpsstjóri. (Ljósm.: eik) Viöræður Alþýöubandalags, Al- þýöuflokks og Framsóknarflokks hófust kl. 10 árdegis i gær. 1 viö- ræðunum taka þátt þrlr fulltrúar frá hverjum flokki. Frá Alþýðubandalaginu: Lúö- vik Jósepsson, Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson. Frá Alþýöu- flokknum : Benedikt Gröndal, Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason. Frá Fram- sóknarflokknum: Steingrimur Hermannsson, Tómas Árnason og Jón Helgason. Athygli vekur aö hvorki formaöur né varaformaö- ur Framsóknarflokksins taka þátt i viöræöunum um myndun vinstri stjórnar. Að loknum árdegisfundi var gefið matarhlé, en kl. 14 héldu viðræðurnar áfram. Þingflokks- fundur var um fimm leytið hjá Alþýðubandalaginu. Viöræöurnai halda áfram kl. 9 i dag. Umræðurnar I dag voru á mjög breiðum grundvelli að sögn full- trúa Alþýðubandalagsins. Tekin voru fyrir efnahagsmálin eins og þau horfa við i dag, rætt um grundvallarbreytingar á efna- hagskerfinu að frumkvæði Al- fjallað um félagsmál, utanrikis- þýðubandalagsins. Einnig var mai o.fl. —óre Fulltrúar Framsóknarflokksins koma til viöræðnanna. Frá vinstri: • Jón Helgason, Steingrlmur Hermannsson og Tómas Arnason. Ný áætlun um fjármál ríkissjóös: Staðan verri en áætlað var Staðan um 400 miljónum verri en fjárlög gerðu ráð fyrir Vaxtagreiðslur hækka um 50% Rekstur spítalanna gagnrýndur Greiðslustaða rikissjóðs hefur versnaö um 400 miljónir frá þvi sem gert var ráð fyrir i fjárlögum fyrir þetta ár. Þetta kemur m.a. fram i skýrslu um rlkisfjármálin sem gerð var i þessum mánuöi I fjármálaráðuneytinu. Var skýrsla þessi kynnt blaöa- mönnum i gær. 1 þessari endurskoðuðu áætlun er gert ráö fyrir aö gjöld rikis- sjóðs verði 151,3 miljarðar á ár- inu, eða 12,8 miljöröum hærri en I fjárlögum, en það eru 9.3%. Tekj- ur veröa skv. þessu 150,5 miljarö- ar, sem er 11 miljarða hækkun frá fjárlögum. Skuld rikisins viö Seðlabankann er svipuð og fyrr á árinu og I at- hugasemdum við hina nýju áætl- un segir m.a. „Otkoma fyrri hluta þessa árs gefur til kynna, aö yfirdráttarvextir veröi enn meiri en siðasta áætlun geröi ráð fyrir, þannig að við fjárlagatöluna þurfi að bæta 1.595 miljónum kr.” Fjárveiting til RARIK Nýir útgjaldaliðir eru teknir inn i rikisfjármálin skv. hinni nýju á- ætlun. Þar má nefna að RARIK fær nýjar fjárveitingar, þ.e. sem lánsfé á lánsfjáráætlun, upp á 870 miljónir. Þar eru 470 miljónir Fjármálaráöherra kveöur rikis- sjóö f slæmri stöðu. vegna rekstrarhalla, 290 miljónir vegna sæstrengs til Vestmanna- eyja og 110 miljónir vegna Bessa- staðaárvirkjunar. Á gjaldahlið vekur einnig at- hygli i sambandi við hækkun á launaliöum þessi athugasemd: „Þar við bætist likleg vanáætlun i fjárlögum á launakostnað á rikis- spitölum og hjá sýslumannsem- bættum aö fjárhæð samtals 960 mkr.” Laun á þessum tveimur liðum hafa semsé verið vanáætluð um heilan miljarö. 1 þvi sambandi var bent á að þetta stafaöi að hluta til af seint framkomnum áhrifum þeirrar breytingar að færa löggæsluna yfir til rikisios. Voru þeir ráðu- neytismenn allir sammála um að gamla formið með samvinnu rik- is og sveitarfélags hefði verið betra. Einnig kom fram veruleg gagn- rýni á rekstur sjúkrahúsanna. Töldu þeir rekstur þeirra með öllu aöhaldslausan, og væri ó- mögulegt að hafa stjórn á út- gjöldum sjúkrahúsanna. Var m.a. bent á að á sjúkrahús- unum störfuðu starfsmenn um- fram heimildir til stöðuráðninga, sem næmi 250 stöðuigildum. Vildi ekki svara Er fjármálaráðherra var að þvi spurður hvort staða rikissjóös væri betri eða verri nú er hann skyldi við en þegar hann tók við áriö 1974 svaraði hann þvi til, að þar sem ekki hefði verið gerð út- tekt á stöðu rikissjóös er hann tók viö gæti hann ekki svarað þessari spurningu. Mátti það þó tiðindum sæta ef ráðherra vissi ekki stööu rikis- sjóðs á hverjum tima, t.d. skuld hans við Seðlabankann. eng. „Verkid er hafið og nú er veður til að skapa” — sagði Vilhjálmur Hjálmarsson er hann tók fyrstu skóflu stungu að útvarpshúsinu í gær I gær notaði Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráöherra loks rekuna gullnu/ sem starfsmenn Rikisútvarpsins gáfu hon- um daginn sem hann tók við ráðherraembætti fyrir fjórum árum. I blíð- skaparveðri mundaði Vil- hjálmur rekuna fagmann- lega og stakk fyrstu skóf lustunguna að nýju út- varpshúsi, sem rísa skal i nýja miðbænum við Háa- leitisbraut. Viðstaddir fögnuðu ákaft með lófa- taki og andlit gamalkunnra útvarpsmanna Ijómuðu af ánægju, enda hillir nú und- ir að langþráður riraumur rætist. útvarpið hefuralla tíð verið í leiguhúsnæði, og hefur jafnan verið þröngt setinn bekkurinn. Ráöherra flutti stutt ávarp og þakkaði ölium, sem heföu undir- búið það verk sem nú væri aö hefjast. Sagöi hann aö byggingin kæmi tiltölulega skjótt til nota og mundi þjóna útvarpinu um langa framtið. Hann minnti á örnefnin i grenndinni, Háaleitisbraut og Hvassaleiti og óskaði þess, að i útvarpinu yrði jafnan hátt til lofts og ferskir vindar mættu leika þar um sali. „Verkiö er hafið og nú er veður til aö skapa,” sagði Vil- hjálmur að lokum. Dóra Ingvadóttir formaður starfsmannafélags Rikisútvarps- ins afhenti menntamálaráðherra og útvarpsstjóra blómvendi og Andrés Björnsson útvarpsstjóri bauð öllum viðstöddum i kaffi. Jarðýta hélt siðan áfram verki ráðherrans. A blaðamannafundi eftir at- höfnina upplýsti útvarpsstjóri að kostnaður við fyrsta áfanga húss- ins yrði 2.350 miljónir króna. Gert er ráð fyrir aö framkvæmdasjóð- ur Rikisútvarpsins standi undir kostnaðinum að mestu leyti. 1 þeim sjóði er nú 314 miljónir króna, en i sjóöinn renna 5% af brúttóiekjum stofnunarinnar. —eös/óre. Teikning af útvarpshúsinu nýja. i fyrsta áfanga veröur þriðjungur þessa húsrýmis tekinn I notkun. Er áætlaö aö hljóövarpið flytji inn I það áriö 1983 og sjónvarpiö ári siöar. Frambodsmál Friðriks skýrast sjá bis. 8 Iðnrekendur vilja 20% gengisfellingu sjá trásögn á bis. 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.