Þjóðviljinn - 20.07.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.07.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. júll 1978 SVEITARSTJORI Hreppsnefnd Breiðdalshrepps óskar eftir að ráða sveitarstjóra. Tilboðum sé skilað til Guðjóns Sveinssonar Breiðdalsvik fyrir 1. ágúst n.k. 1 þeim skal umsækjandi taka fram aldur, menntun og fyrri störf svo og launakröfur. Nánari upplýsingar veittar i sima 97-5633. Hreppsnefnd Breiðdalshrepps. ÍBÚÐ ÓSKAST Hjón með eitt barn óska eftir góðri ibúð, húsi eða raðhúsi næstu 10-12 mánuði. Bjóðum: öruggar mánaðargreiðslur og frábærlega góða umgengni. Simi 1 14 74. Tökum aö okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SÍMI 53468 1 phyY'ÍS snyrtivörurnar verða _ sifellt vinsælli. phyris er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjáip blóma og jurtaseyða phyrris fyrir viðkvæma x húð Wmk- * phyrris fyrir allar húðgerðir Fæst í helstu snyrtivöruversl- unum og apótekum. / í Þjóðviljanum ber ávöxt Jens úr Kaldalóni skrifar: Hinn lifandi þáttur í hversdagsleikanum Ég var nýlega a6 lesa grein Péturs Péturssonar, útvarps- þular: „Veðurguöir og vind- gapar”. Ekki er þvi að leyna, að þar gætir nokkurs sársáuka, sem vonlegt er, út af þeim einstæöu aöfinnslum, sem morgunþulir útvarpsins, Pétur Pétursson og Jón Múli Arnason, hafa — að ég tel — algjörlega að óverðskuld- uðu orðið fyrir, vegna mjög svo glöggra, upplýsandi og liflegra innskota þeirra frá eigin brjósti um veðurfar og útlit við þeirra heimadyr. Þessi lýsing þeirra frá eigin brjósti lyftir oft huga manns frá hinum bókskráða lestri, — sem oft er orðinn svo fjarlægur huga manns og tilfinningum að mað- ur er hættur að taka eftir hon- um, — inn á þaö svið — að mað- ur sé að tala við mann, kunn- ingja sinn á dyratröppunum eða við eldhúsborðið við kaffisopa- ylinn i morgunsárinu. Það er næstum þvi ótrúlegt hvað t.d. tveggja manna lifandi tal fréttamanna ristir miklu traust- ar og skýrar i vitund þeirra, er á hlýða en fréttir um sama efni géra, — uppskrifaðar af frétta- manni, — þótt góðar séu. Þessi lifandi, frjálsu og óþvinguðu kynni, töluð beint af munni fram, frjálsleg og tepru- laus, er einmitt það, sem fólkiö vill heyra og sjá, langt um fremur en einhverja spekings- doðranta, — oft tilþrifalitla og fjarræna þeirri vitund, sem við á að taka, og dettur út úr huga manns i öllu þvi mælgisflóði, sem mörgum sinnum er á borð borið fyrir hinn almenna hlust- anda og sem varla nokkur mað- ur leggur á sig að hlusta á til nokkurs verulegs gagns eða ánægju, enda flestir jafn nær þegar upp er staðið þó að ágæt- ar undantekningar séu ávallt sem frávik frá þvi venjulega. Niei góðir morgunþulir út- varpsins, þið megið fullvel vita það, að fréttir ykkar af sól- bryddaðri Esjunni, værðarleg- um grámávi á hafnarkantinum, morgunkyrrð hafnarinnar eða kyrrlátri umferð I morgunsár- inu, veðurlýsingu i borginni ykkar og fleiri umsvifum og at- vikum, sem daglega er framhjá gengið, — snertir tilfinningar okkar landsins barna á miklu Hflegri og heillarikari hátt en þululestur, sem saman er njörf- aður á kemiskan fréttahátt hinnar stóru heimsbyggðar. Innskotin ykkar frá eigin brjósti um hina svokölluðu smæstu hluti, um skýja- og veðurfar, virkar á hug okkar sem rós í varpa eftir freða og fannir, — á miklu tilfinningaríkari hátt en hinar miklu stærri sögur úr aldingarði heimsfréttanna, sem margar falla utan við eyru hins almenna áheyranda. Jens I Kaldalóni Hagnýting liskafla í ein- stökum ver- stöðvum’77 Landpóstur hefur hugsað sér aö birta yfirlit um hagnýtingu fiskafla i einstökum verstöðvum á árinu 1977 i þeirri von, að ein- hver jum þyki I þvi nokkur fróð- leikur. Aflamagnið er talið 1 tonnum. Vestmannaeyjar: Þorskafli: Fryst 27.370, söltuð 4.744, hert 2, mjölv. 14.026, alls 46.143, alls árið 1976 48.757. Flatfiskafli: Fryst 1.573, alls 1.573. 1976 1025. Sfldarafli: Fryst 99, söltuö 4.046, mjölv. 198, alls 4342 Ariö ■ * 1976 alls 3.262. ■" Loðnuafli: Fryst 368, mjölv. 104.914, alls 105.282. Arið 1976 alls 41.430. Krabbadýraafli: Fryst 344, alls 344. Arið 1976 299. Annar afli: Fryst 3, mjölv. 181, alls 184. Arið 1976 alls 3. Heildarafli 1977: 157.868, 1976: 94.775. Stokkseyri: Þorskafli. Fryst 2.146, söltuð 1.567, hert 284, alls 3.996. Arið 1976 alls 3.617. Flatfiskafli: Fryst 120, alls 120. Arið 1976 alls 93. Sildarafli: Fryst 499, alls 499. Arið 197 6 0. Loðnuafli: Fryst 309, mjölv. 245, alls 554. Ariö 1976 alls 524. Krabbadýraafli: Fryst 173, alls 173. Arið 1976 126. Heildarafli 1977 5.343. Arið 1976 4.359. Eyrarbakki: Þorskafli: Fryst 950, söltuð 1.297, hert 325, Lifið er Saltftekur innl. neysla 186, alls 2.758. Arið ,1976 alls 2.533. Flatfiskafli: Fryst 58, innl. neysla 1, alls 59. Arið 1976 alls 35. Loðnuafli var enginn en 241 tonn árið áöur. Krabbadýraafli: Fryst 120, alls 120. Ariö áöur 63. Heildarafli 1977 2.937. Arið 1976 2.671. Selfoss:Þorksafli: Söltun 500, hert 100, alls 600. Arið 1976 alls 499. Þorlákshöfn: Þorskafli. Fryst 4.629, söltuð 7.173, hert 1.331, mjölv. 7.153, innl. neysla 226, aUs 20.512. Ariö 1976 alls 24.397. Flatfiskur, fryst 226, innl. neysia 13, alls 239. Alls árið 1976 60. Sildarafli, fryst 320, söltuö 2.013, mjölv. 15, alls 2.348. Arið 1976 alls 127. Loönuafli: Fryst 90, mjölv. 19.059, alls 19.149. Ariö 1976 alls 8.873. Krabbadýraafli: Fryst 165, alls 165. Arið áður 0. Annar afli 1976 73. Heildarafli 1977 42.413. Arið 1976 alls 33.530. —mhg (Heim.: Ægir; ^ m msjón: Magnús H. Gíslason Cr Kaldalóni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.