Þjóðviljinn - 20.07.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.07.1978, Blaðsíða 16
WÐVILIINN Fimmtudagur 20. júlí 1978 AOalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum Utan þessa tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. Fréttabréf Kjararannsóknarnefndar: Kaupmátturinn minni en eftir „sólstöðusamningana” Ot er komiö fréttabréf Kjara- rannsóknarnefndar i júli 1978 og er þaö fróölegt að venju. Athyglisveröar eru t.d. upp- lýsingar um kaupmátt launa, en þar kemur m.a. fram aö á 1. ársfjóröungi 1978 haföi kaup- máttur launa ekki náö ársmeð- altali ársins 1974. Sem sýnir aö það voru ósannindi er forsætis- ráðherra sagöi aö kaupmáttur væri nú meiri en nokkru sinni fyrr. Einnig kemur fram aö kaup- máttur launa hefur fariö minnk- andi á seinni hluta árs 1977 og 1. ársfjórðungi 1978 miðaö viö þaö sem hann var á ársfjórðungnum eftir undirritun samningna i fyrrasumar. Ef viö tökum visitölu meöal- timakaups verkamanna miöaö viö visitölu framfærslukostnaö- ar sjáum viö aö ársmeöaltal ársins 1974 var 132,8 stig. A 3. ársfjóröungi 1977 var kaupmátt- urinn 131,4 stig, eöa rúmu stigi lakaraen aö meðaltali 1974. A 1. ársfjóröungi 1978 var hann hins vegar kominn niður i 123.5 stig eöa nær 10 stigum lægri en 1974. A fyrsta ársfjórðungi var „kaupránslaganna” frá i febrú- ar ekki fariö að gæta aö fullu, þannig aö reikna má meö aö kaupmátturinn á öörum árs- fjóröungi þessa árs reynist verulega lægri en á 1. ársfjórð- ungi. eng. A þessari mynd má sjá skissu af þeim sölutjöldum sem kunna aö veröa reist á Lækjartorgi ef leyfi fæst fyrir stofnun útimarkaöar. Erlendis þykir sjálfsagöur hlutur aö selja ávexti og grænmeiti úti undir beru lofti. Guörún Gunnarsdóttir, Þorbjörg Þóröardóttir, Sigrún Eldjárn og Ragna Róbertsdóttir fyrir utan Galleri Langbrók. Aö sögn þeirra var nafn gallerisins valiö meö tilliti til þess, aö veita Hallgeröi langbrók uppreisn æru.tMynd: —eik) Tengilíður við almenning 12 listakonur opna Gallerí Langbrók Tilraun til að glæða miðbæinn lífi? Arkitektarnir Gestur markað á Lækjartorgi. Ólafsson og Kristinn Borgarráð tók málið Ragnarsson hafa lagt fyrir á fundi i fyrradag fyrir borgarráð tillögu og ákvað að visa málinu um að þeim verði heim-. til umsagnar heilbrigð- ilt að setja á fót úti- isráðs. Verölagning á Skógarhólum Þjóöviljinn haföi samband viö Gest ölafsson sem geröi stuttlega grein fyrir þessari hugmynd arki- tektanna. Gestur sagöi aö af og til heföi hugmynd sem þessi verib til um- ræöu siðastliöin 10-11 ár. Mark- miöiö með þessu væri aö stuöla aö betra götulifi i miöbænum. Ef leyfi fæst fyrir þessu veröur stofnaö sjálfseignarfélag, en Pétur Hjálmsson, fram- kvæmdastjóri Landmóts hesta- manna aö Skógarhólum, hafði samband við Þjóðviljann i gær, vegna athugasemdar blaða- manns í lok frásagnar af mótinu i blaðinu I gær. Þar er fjallaö um verðlagningu þeirra veitinga sem seldar voru á mótinu og þess get- iö, að hún væri á mörkum þess sem kalla mætti hreint okur. Pétur kvaöst þessu hjartanlega sammála, en vildi geta þess, aö framkvæmdanefnd mótsins hefbi boðiö út söiu á veitingum og tekiö tilboöi Hótels Valhallar. Jón Ragnarsson i Valhöll heföi siöan fengið til liðs viö sig þá Gyifa Sn. Guðmundsson I Skrinunni og Hauk Hjaltason i Oöali. Þessir aöilar heföu siöan séö um veit- ingasöluna og framkvæmdanefnd mótsins heföi fengiö ótal kvart- anir vegna verölagningar þeirra. Hins vegar heföi ekki borið neinn árangur aö ræða viö þá, þar sem þeir heföu skákaö i því skjóli, aö þetta væri eina veitingasalan á staðnum og þess vegna gæti framkvæmdanefndin ekki staöiö viö aö loka henni, eins og þeim heföi þó verið hótaö. Nefndi Pétur sem dæmi, aö þeim félögum hefði i samningi verið gert aö hafa á boðstólum matvöru sem fólk gæti matreitt i tjöldum sinum og háö væri verö- lagseftirliti. Litið heföi hins vegar verið um slikt. Eins hefðu þeir fyrst I staö neitaö aö kaupa gos- og ölflöskur af fólki, sem þó greiddi fyrir þær viö kaup á veigunum. Því heföi aö visu feng- ist breytt, en þó heföu þeir félag- arnir neitað aö greiöa nema 50 kr. fyrir gleriö i staö 60 króna sem bundnar væru i verðlagsákvæð- um. Pétur Hjálmsson kvaö fram- kvæmdanefnd þykja þetta mál mjög leiöinlegt, en heföi taliö sig hafa bundiö verölagningu I samn- ingi, þar sem svo var kveöiö á um, aö verölag mætti ekki vera hærra en gengi og geröist i sjopp- um. Þetta ákvæði samningsins heföi ekki dugað, þvi miöur. Þannig hefði vindlapakki veriö seldur á mótinu á 1000 krónur, en kostaöi um 750 kr. i verslun. Blaöiö haföi samband viö Krist- ján Andrésson á skrifstofu verö- lagsstjóra varöandi þetta mál og sagöi hann að skrifstofan heföi ekki skipt sér af þessu móti frek- ar en öörum héraösmótum. Væri þvi veitingasala á slikum mótum i raun undanþegin verölagseftir- liti og þyrfti miklu meiri mann- skap en skrifstofan hefur til aö fylgjast með verölagningu i slikum tilvikum, jafnvel þótt kvartanir bærust. Varðandi verö- lagninguna á gosflöskunum, sagöi Kristján aö fariö heföi veriö fram á aö gosflöskur væru seldar dýrari en þær eru keyptar, en verölagsnefnd heföi ekki sam- þykkt þaö. Astæöan fyrir þvi aö kaupmenn vilja selja flöskurnar dýrari, er sú að þeir telja sig þurfa aö greiða söluskatt af öllu sem þeir selja. HM/þs í dag, fimmtudagr verö- ur Gallerí Langbrók opnaö aö Vitastíg 12/ Reykjavik. Aöstandendur gallerisins eru 12 og altir konur. Tiu þeirra eru myndvefarar (textilhönnuðir), ein grafiker og ein keramíker. I galleríinu kennir ýmissa grasa myndlistar og list- iönaðar þ.á m. keramik, grafík, myndvefnaöur, al- mennur vefnaöur, vef- þrykk, sér-hannaöur fatn- aður og ýmsir smáhlutir. Markmið hópsins er að koma sinum verkum og annarra sem starfa á likum grundvelli á fram- færi, en hingað til hefur enginn staður verið starfræktur i Reykjavik, sem er tengiliöur milli listamanna og almennings, siðan Galleri Sólon íslandus leið undir lok. Almenningi gefst ekki einungis kostur á að kaupa vörur iista- mannanna, heldur getur fólk einnig pantaö ýmsalistmuni.sem Galleriið mun þá hanna sérstak- lega. Listiönaöarvörur þær, sem eru á boðstólum eru sérstakar aö þvi leyti, að allar eru þær unnar I höndunum og því ekki um f jölda- framleiðslu að ræöa. Verölag mun miðast aö einhverju leyti viö þetta, en listafólkið mun reyna að stilla verðinu i hóf eins og unnt er. 1 framtiðinni er einnig ætiunin aö Galleriið standi fyrir ýmis konar smærri sýningum, bæöi innan hópsins og utan. Galleriið er opiö alla virka daga frá kl. 13-18 og munu aðstend- endur sjá sjálfir um afgreiöslu, en þeir eru: Asrún Kristjánsdótt- ir, Eva Vilhelmsdóttir, Guðrún Auöunsdóttir, Guörún Gunnars- dóttir, Guðrún Marinósdóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, Sigrún Eldjárn, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigur- laug Jóhannesdóttir, Steinunn Bergsteinsdóttir og Þorbjörg Þórðardóttir. —IM Borgarstjórn Reykjavíkur: Reikningar á dagskrá í dag Fundur verður haldinn i borgarstjórn Reykjavikur i dag kl. 17 i Skúlatúni 2. A dag- skrá er kosning 7 manna i veiði- og fiskiræktarráö og 7 til vara, kosning 5 varamanna i skipulagsnefnd og 5 vara- manna i stjórn Borgarbóka- safns Reykjavikur. Þá veröur siðari umræöa um reikninga Reykjavikurborgar fyrir árið 1977, eneinnigmágera ráöfyr ir umræöum og atkvæða- greiöslu um fleiri mál, m.a. sjoppuna á Hlemmi, sem SVR hyggst reka. Þá veröur liklega einnig fjallaö um stofnun sér- staks fjölbrautaskóla (Fjöl- brautaskóla Austurbæjar) sem fræösluráö samþykkti á fundi sinum 10. júli gegn at- kvæöum fulltrúa Sjálfstæöis- flokksins I ráöinu. Skólinn mun taka til Armúlaskóla og Laugalækjarskóla, en miklar deilur hafa oröiö um hvert framtiöarskipulag þessara skóla yrði. Borgarstjórnarfundurinn er öllum opinn, og dagskráin er birt i heild á siðu 13.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.