Þjóðviljinn - 20.07.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. júll 1978
UOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóöfrelsis
Otgefandi: Crtgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: GunnarSteinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs-
ingar: Siöumúla 6, Sími 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Næst samstaöa?
Viðræður um máiefnagrundvöll vinstra samstarfs
hófust í gær. Vinstri menn í landinu binda vonir við það
að árangur náist og samstaða um framgang vinstri
stefnu. Alþýðubandalagið hefur haft visst frumkvæði
um að reynd væri myndun vinstri stjórnar og undirstrik-
aði þann vilja f lokksins með því að hafna viðræðum um
samstjórn með Sjálfstæðis- og Alþýðuf lokki. Þannig hef-
' ur Alþýðubandalagið sýnt að því er mikið í mun að á það
verði reynt, hvort hægt sé að sameina vinstri menn um
raunverulega vinstri stefnu í nýrri ríkisstjórn. Slík
vinstri stefna felur í ser raunhæfar aðgerðir í efnahags-
málum, þar sem vandinn verði leystur í samráði við
verkalýðshreyfinguna. Vinstri stefna verður að inni-
halda eflingu innlendra atvinnuvega og styrkingu efna-
hagslegs sjálfstæðis. Vinstri málefnaskrá þarf að fela í
sér launajöfnuð, félagslegt öryggi og aukna menningar-
lega reisn. Að dómi Alþýðubandalagsins skipar her-
stöðvar og utanríkismálin mikilvægan sess í málefna-
skrá vinstri manna, sem ekki verður slitin frá öðrum
vinstri málefnum er menn leitast við að skapa stjórnar-
stefnu sem tryggt geti efnahagslegt og menningarlegt
sjálfstæði þjóðarinnar. Alþýðubandalagið gengur heils-
hugar til vinstri viðræðna og vill láta á það reyna, hvort
málefnasamstaða næst með Framsóknarflokknum og
Alþýðuf lokknum.
Það veikir aftur á móti vonir Alþýðubandalagsfólks
um árangur, hvernig einstakir talsmenn Framsóknar-
og Alþýðuflokks standa að málum. Alþýðubandalagið
efast ekki um vilja og einlægni þeirra sem skýrt hafa
tekið af skarið og lýst vilja sínum til vinstri stefnu í
verki. En það vekur athygli að hvorki formaður né vara-
formaður Framsóknarf lokksins skuli taka þátt í vinstri
viðræðunum. Ólafur Jóhannesson sem fyrir f jórum ár-
um sá um að mynda stjórn fyrir Geir Hallgrimsson læt-
ur sig í dag vanta í viðræður um myndun vinstri stjórnar.
Það boðar heldur ekki gott að málgagn Alþýðuf lokksins
skuli nú verja megninu af sínum f jórum síðum í árásir á
Alþýðubandalagið og boða nauðsyn einangrunar Alþýðu-
bandalagsins í íslenskum stjórnmálum. Þetta skeður á
sama tíma og þeir væna Alþýðubandalagið um óheil-
indi. Þannig standa menn ekki að verki ef menn vilja
framgang vinstri stefnu. Aukið umtal um minnihluta-
stjórn Alþýðuflokksins með hlutleysi Sjálfstæðisflokks-
ins, sem aðeins getur talist undanfari viðreisnar virðist
benda til þess, að ráðherrastólar séu farnir að f reista of
margra í hinum nýja þingflokki Alþýðuflokksins.
Á það reynir næstu daga að vinstri menn í Alþýðu-
flokki, Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki einbeiti
sér, þrátt fyrir forn og ný deiluefni, að því að leiða
vinstri stefnu á ný til öndvegis í íslenskum stjórnmálum.
—óre
Merkur áfangi
í gær var tekin fyrsta skóf lustungan að nýju útvarps-
húsi. Það er vissulega fagnaðarefni, einkum fyrir
starfsfólk ríkisfjölmiðlanna sem búið hefur við æði
þröngan húsakost í leiguhúsnæði. Bygging nýs Útvarps-
húss er jafnframt forsenda þess að ef la megi hlut ríkis-
fjölmiðlanna í íslensku ,,fjölmiðlalífi" og starfsemi
stofnunarinnar geti orðið f jölbreyttari. Ríkisútvarpið
hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku menn-
ingarlífi og brýn þörf er á að gerð verði heildaráætlun
um uppbyggingu stofnunarinnar. Gagnrýni á Ríkisút-
varpið hef ur fundið sér farveg í kröf um um svonefndan
,,frjálsan útvarpsrekstur" einkagróðaaðila. Hið opin-
bera á að mæta þessu með því að gera stórátak til efl-
ingar Ríkisútvarpsins og gera því kleift að taka upp
meiri f jölbreytni í rekstri. Sá áfangi sem í gær var stig-
inn með fyrstu skóf lustungunni eykur vonir manna um
að sú tíð sé ekki ýkja langt undan.
—óre
Hvaö kom til
aö Eyjólfur
Oskastaöa
Viimundar
í þessum dálkum var fyrir
helgina minnst á grein sem Vil-
mundur Gylfason ritaöi i Dag-
blaöiö i fyrri viku. Kynntar voru
skoöanir Vilmundar meö ivitn-
unum i greinina, og var niöur-
staöan sú að hann kysi allra
helst samstjórn meö Sjálfstæö-
isflokknum þar sem Alþýöu-
bandalagiö væri fangi, en ekki
útilokaöi hann með öllu stjórn
sem hans eiginn flokkur og
Framsókn ættu báöir aöild aö,
enda væri Framsókn enginn
vinstri flokkur lengur.
Jón Sigurösson ritstjóri Tim-
ans leggur útaf þessarigreinVil-
mundar i laugardagsblaöi. Jón
segir m.a. þetta undir fyrir-
sögninni „Ætlar aö leika sóló” i
pistlinum ,,Á viðavangi”:
„Vilmundur Gylfason hefur
fengið fróölega óskastööu á Al-
þingi. Þaö er sama hvort Al-
þýðuflokkurinn veröur i meiri-
hlutastjórn, minnihlutastjórn
eða utan stjórnar hvaö athafna-
svigrúm Vilmundar snertir.
Hvaö svo sem veröur uppi á ten-
ingnum getur hann lifaö og leik-
iö sér, gert árásir og haft sér-
stööu þegar honum sýnist þvi aö
ekki mun koma til kasta eins
þingmanns aö tryggja rikis-
stjórn setu, eins og var á Viö-
reisnarárunum og árum rikis-
stjórnar Ólafs Jóhannessonar.
og vart lofsverðum siö sem viö-
gengst i sumarbúöum fyrir
drengi á vegum Kristilegs fé-
lags ungra manna. Um er aö
ræöa fánahyllingu með hægri
handlegg fram teygðan i stil
Hitlers-æskunnar. Það viröist
ekki vanta annaö en hrópiö
„Sieg Heil” til aö þetta sé mynd
frá þúsund ára riki þýskra nas-
ista. Greinilegt er aö blaöa-
manni Morgunblaösins hefur of-
boöiö þetta,- og látum við hann
nú fá oröið:
„Þekkist ná
hvergi annars
staöar”
„Þaö stóö yfir fánahylling i
Vatnaskógi er Mbl. renndi þar i
hlað. Með hendurnar i fána-
kveöju sungu drengirnir „Fáni
vor sem friðarmerki, fara
skaltu á undan nú,” meöan fán-
inn var dreginn hægt og tigulega
niður stöngina. Fánahyllingu
þessa tók séra Friðrik Friöriks-
son, stofnandi K.F.U.M., upp á
sinum tima og er hyllingin
rómönsk. Svipuö kveðja var
tekin upp i Þýzkalandi og Italiu
á timum Hitlers og Mussolinis,
en fánahylling þessi þekkist nú
hvergi annars staöar hvorki
hérlendis né erlendis. Liklega
hefur hún þótt of lik kveöjum
nazistanna og fasistanna til aö
Nema ef hann
yröi ráöherra
Grein Vilmundar markast af
þessu tækifæri hans. Hún er i
þeim dúr, aö þaö er nokkuö
sama hvaöa rikisstjórn kemst
til valda. Vilmundur mun sjá á-
stæöu til að snúast gegn henni.
Sllk er ábyrgðartilfinning hans
um þessar mundir sem jafnan.
Má gera ráö fyrir þvi aö Vil-
mundur, sem er eindreginn
stuöningsmaöur samstarfs viö
Sjálfstæðisflokkinn og aðili aö
deijunum innan Islandsdeildar
norska jafnaöarmannaflokksins
(sem kailar sig Alþýöuflokk),
muni leika „sóió” á næsta þingi
og hafa sig mikið i frammi.
Svona er nú komiö fyrir Al-
þýöuflokknum svo skjótt eftir
kosningarnar. 111 var hans
fyrsta ganga og munu ef til vill
margar fleiri á eftir koma, en
ekki er þetta nú stórgæfulegt.
Ef til vill hugkvæmist Bene-
dikt Gröndal aö gera Vilmund
að ráöherra til aö koma ein-
hverjum böndum á blessaöan
drenginn?”
Svo mörg eru þau orö JS 1
Timanum.
Hvaö er veriö
aö innrœta
börnunum?
Morgunblaöiö greinir ’ á
þriöjudaginn frá einkennilegum
hún næöi verulegri útbreiöslu,
en allt um þaö virðuleg er hún
og er þá ekki tilganginum náö?
Fánahyllingin er á enda og
drengir þramma i einfaldri röð
inn I matsalinn.”
Fjárstuöningur
til aö einangra
þá róttœku
Snemma i júni s.l. birtist við-
tal i Þjóðviljanum viö Ólaf R.
Einarsson sagnfræöing sem þá
var nýkominn heim frá Kaup-
mannahöfn þar sem hann haföi
dvalist viö rannsóknir á verka-
lýössögu. Ólafur fann I Kaup-
mannahöfn heimildir um þaö,
aö þegar á árunum 1919-28 voru
danskir kratar farnir aö styöja
islenska Alþýöuflokkinn fjár-
hagslega. Þessi stuðningur er i
sjálfu sér ekki sérstaklega frétt-
næmur, heldur hitt aö hann er
jafnan bundinn þvi skilyrði aö
Alþýöuflokkurinn berjist gegn
sinum eigin róttæka armi.
Ólafur las i Höfn skjöl um
samskipti danskra jafnaðar-
manna og Islenskra sem ná allt
til ársins 1958, og alltaf voru
þeir dönsku aö hjálpa sínum is-
lensku félögum aö klekkja á
þeim róttæku og vara viö allri
samvinnu viö þá á stjórnmála-
sviöinu og innan verkalýös-
hreyfingarinnar. Það átti aö
einangra „kommúnistana”.
hresstist?
Ekki er vitað hvaða skilyröi
voru af hálfu jafnaðarmanna-
flokka á Noröurlöndum fyrir
þeim fjárstuðningi viö Alþýöu-
flokkinn sem nú á fáum misser-
um hefur numið allt aö 30
miljónum króna, ef trúa má
þeim heimildum sem nefna
hæstar upphæðir. Nú hefur ver-
iö lokaö á þetta fjárstreymi meö
lögum.
Hins vegar er varla einleikiö
hvaö Eyjólfur Sigurðsson, for-
maöur framkvæmdastjðrnar
Alþýöuflokksins, er hress i bar-
áttunni við þann róttæka straum
sem er til vinstri við hans flokk
og heldur uppi Alþýðubandalag-
inu, Þjóöviljanum og öllu bar-
áttuþreki i verkalýðshreyfing-
unni. Þessi hressi Eyjólfur legg-
ur undir sig alla forsiðu Alþýöu-
blaösins á þriðjudag og boöar
heilagt striö gegn „kommúnist-
unum” i Alþýðubandalaginu.
Þetta er veganesti hans til fé-
laga sinna sem nú setjast aö
samningaborði meö Alþýöu-
bandalagsmönnum um stjórn-
armyndun.
Hlýðiö á
boöskap
Eyjólfs!
„Ég er þeirrar skoðunar aö
engin ástæöa sé til þess aö
dekstra Alþýðubandalagið til
stjórnarsamvinnu. Við skulum
einangra þá. Svokallaöir verka-
lýösforingjar I Alþýöubandalag-
inu er löngu orðnir þreyttir á
sjónarspili mennta-kommanna i
þingflokki Alþýöubandalagsins.
Staöa Alþýðubandalagsins hef-
ur stórversnað eftir kosninga-
sigur Alþýöuflokksins og viö
skulum I framhaldi af þeim
sigri einangra þá (þ.e. „komm-
únistana”, að viö höldum —
aths. Þjv). Skera á þráöinn
milli verkalýöshreyfingar og
Alþýöubandalagsins þvi hún á
enga samleið með þeim lengur.
Kommflnistar á Islandi eru ekk-
ert frábrugðnir kommúnistum
annars staðar”.
Er þetta llna norrænu krat-
anna, styrkt þeim peningagjöf-
um sem nú eru orðnar ólögmæt-
ar?
Emilia var
undanfari
„viðreisnar”
Eftir aö Eyjólfur er búinn aö
einangra Alþýöubandalagiö,
hyggst hann ganga svipaöa
braut og hinn gamli góöi Al-
þýöuflokkur gekk 1959-60:
„Ef þær viöræður sem nú eru
aö hefjast um einhvers konar
gervi „vinstri stjórn” tekst ekki
fljótt... þá finnst mér sjálfsagt
eins og nú horfa málin aö Al-
þýðuflokkurinn óski eftir þvl viö
Sjálfstæöisflokkinn aö hann
veiti minnihlutastjórn Alþýðu-
flokksins hlutleysi og verji hana
falli á Alþingi. Alþýöuflokkur-
inn gangi slöan hreint til verks
og ráöist gegn þeim vanda sem
viö er aö etja ... og láta siöan
kjósa aftur eftir eitt ár um þá
stööu sem þá hefur skapast
eftir eins árs stjórn Alþýöu-
flokksins”.
Ja,þá veröur nú liklega engin
gervi-vinstri stjórn á dagskrá,
Eyjólfur minn!
—h.