Þjóðviljinn - 20.07.1978, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. júli 1978
Snemma beygist
krókurinn...
Við Islendingar höfum
stundum verið hressir
með hann Kristmann,
hvað hann er duglegur
að gifta sig. En það er
eins með þetta og annað,
Amerikanar eiga það til
að slá okkur við.
Nú segir Herald Tribune
frá þvi, að ungur piltur, Johriny
Wolfe, sem er aöeins f jórtán ára,
hafi sótt um sérstakt leyfi til yfir-
valda i Kaliforniu til að fá aö gif ta
sig. Hann ætlar semsagt að taka
daginn snefnma. Enda kippir
strák ikynið — hannersonur þess
manns sem „mest er giftur i
landinu”, sem heitir Glynn
Demoss Wolfe. Sá karl hefur
verið giftur 21 sinni.
Johnny litii hefur komist að þvi
að hann er yfir sig ástfanginn i
hálfsystur nýjustu konu föður sins
og vill endilega eiga hana. Og
hann neitar því með öllu, að hann
ætli að reyna að slá lit met hans.
Glynn Demoss Wolfe hefur
gengið að eiga nitján konur, en
tveim þeirra hefur hann gifst
tvisvar.
Hann segir að þessar tiðu gift-
ingar sinar stafi af góðu siðferöi.
Éggiftimigsvonaoft,segir hann,
vegna þess, að ég trúi ekki á þaö
að fólk sé að hlaupa saman eins
og hundar. Það verður einhver
ábyrgð að fylgja, einhver agi og
einhver gagnkvæm virðing!
— Ég skal segja ykkur alveg eins og er, strákar. Ég fæ ekki séð aö
þetta komi nýja borgarstjórnarmeirihlutanum nokkurn skapaðan hlut
við.
Mikil þörf er fyrir flokksmenn
aö kunna skil á náttúru og um-
hverfi. t dag 'birtum við umsókn
frá H.L., sem er skriffinnur-
Dagblaðsins. Umsóknin fjallar
um ánamaðka og hljómar þann-
ig:
„Einkennileg
hringabönd”
Ein af unaðsstundum dagsins
er strætisvagnaferðin i vinnuna á
morgnana. Ég er nefnilega
strætóman. Hleyp út á stoppustöð
eins og vortryllt ungmenni, I stöö-
ugum spenningi, hvort ég hafi
rétt misst af vagninum, eða hvort
ég þurfi að biða i svona háiftima I
nepjunni eftir næsta strætisvagni.
Gleðin, sem brýst upp I manni,
þegar þessir breiðu, eiturgrænu
freigátur strætanna koma sigl-
andi i humáttina að stoppustöð-
inni, er ólýsanleg. Eiginlega ger-
ist þetta svona: Fyrst heyrir
maður diselhljóöin i fjarskaýiikt
og hvalkýr sem kallar á kálfana,
tinast þá tiivonandi farþegar
saman i hnapp á gangstéttar-
brúninni. Svo birtist sjálfur vagn-
inn, stór og stæðilegur, óneitan-
iegur konungur gatnanna. Fyrst
er hann eins og guigræn kúla við
sjóndeildarhring, og áður maður
hefur talið upp að þremur er hann
kominn á staðinn. Þá rennur hið
lotningarfulla andartak upp, þeg-
ar sveigihurðirnar ryðjast til
hliðar og heitur og nötrandi vagn-
inn stendur manni til boöa. Þetta
er eins og að vera veitt inntaka i
heilaga reglu útvaldra. Þá er að
ganga varfærnislega upp tröpp-
urnar, sem liggja að sjálfu altar-
inu, þar sem æðstipresturinn sit-
ur með sólgleraugu, kaskeiti og
þegjandalegan hrokasvip. Svo
borgar maður I kollektuna,
freudianskan staut með rifu,
Ein af unads-
stundum dagsins
hálfur úr málmi og háifur úr meö miða, ef þeir eru heppnir
gleri. eiga þeir hundraðkall, en séu þeir
Séu menn forsjálir, borga þeir eins og fólk flest, borga þeir
fimmhundruð kall eða kaupa
kortalengju fyrir þúsund kall.
Æðstipresturinn skiptir aldrei.
Hvorki peningum né litum. Þá er
að taka sér sæti. (Jr nógu er að
velja, þvi vagnarnir eru yfirleitt
tómir. Það er hægt að setjast i
sæti fyrir einhleypa og stara út
um gluggann, það er hægt að tylla
sér niður á stól, sem er áfastur
öðrumjOg horfa beint fram eða
það er hægt að fara aftast og
hossast eins og vitfirringur. Þeg-
ar vagninn fer af stað hefst annar
hluti uppljómunarinnar. Það er
engu likara en maður sé kominn á
vald annarlegra náttúrulögmála.
Þegar beygt er út frá stoppustöö-
inni fara maginn, nýrun, lungun,
svo ég tali ekki um heiladingul-
inn, allharkalega af stað, og
þengjast I mótvægi við stefnu
vagnsins. Þegar æðstiprestur
hefur rétt af vagninn, kemst
nokkurn veginn jafnvægi á Ilffær-
in aftur. Þetta er finnst mér
ákjósanleg morgunleikfimi.
Einnig reynir mikið á fætur og
hendur, þar sem spyrna verður
við gólf, sæti og veggi til að halda
sér i sætinu, auk þess sem maður
þarf að gripa I stólbök, rúður og
þverslár til aö þeytast ekki niður
á gólf I verstu beygjunum. Þetta
gerir menn eins og Valdimar
örnólfsson algjörlega óþarfa. Ef
maður vill fá útrás fyrir glæfra-
fýsnir sinar er hægt að hætta sér
út á gólfið og taka þátt i dansi
hinna hugrökku.
Aðrar skemmtanir eru lika fyr-
ir hendi. Það er hægt að sitja og
horfa út um gluggann og fylgjast
með hvernig keyrt er fram úr bil-
um, vélhjólum og gangandi fólki.
Þá er gaman að sjá, hvernig smá-
krilin á fjórum hjólum þyrlast
undan stolti strætanna, almenn-
ingsvagninum. Sorgarstundin
rennur hins vegar upp þegar
vagninn nemur staðar við
áfangastað undirritaðs, smelli-
hurðirnar fljúga upp og vesölum
vegfaranda er úthýst úr Paradis.
En þá er bara að setja undir sig
hausinn og harka af sér daginn,
þangað til kemur að kvöldferðinni
heim...
Dagbjartur.
þJÓÐVILIINN
fyrir 40 árum
Fjöldi manns fer daglega suð-,
ur I Skerjafjörð, buslar i sjónum '
og bakar sig I fjörunni i sólskin-
inu.
barna er gott að vera fyrir þá
sem hafa einhverja fria stund á
meðan sól er á lofti. Fátt er eins
hressandi og sólböð og sjóböð.
Þeir sem temja sér slikt losna
við kvef og kv'illasemi, verða
hæfari til starfa og hraustari en
aðrir.
En vissara er að sleppa ekki
þessum góðum sólskinsdögum
ónotuðum. Reynsla undanfar-
inna sumra hefur kennt okkur
að vera svartsýn á reykviskt
sumarveður.
En viö gleöjumst yfir sólskin-
inu meðan það endist.
Þjóðviljinn 9.júli 1938
„Anamaðkurinn er tvikynja.
Þegar þeir halda brúðkaup festa
þeir sig sarnan með einkennileg-
um hringböndum. Siðan fara þeir
sitt i hvora áttina ’.og eiga börn,
eða öllu heldur egg, hvor
heimingur i sinu lagi.
Fáir vita, að ánamaðkar eru
þaktir hárum, sem snúa aftur.
Með þvi að strjúka fingri fram og
aftur eftir ánamaðkinum má
finna hvað snýr fram, og hvað
snýr aftur á honum. Þetta notfær-
ir moldvarpan sér en hún er ein
höfuðóvinur ánamaðkanna. Hún
þreifar fyrir sér með snoppunni.
Þá er engin hætta á að hann
standi i henni.
Mörgum finnst ánamaðkurinn
fallegur, þegar búið er að skola af
honum moldina, langur og vöðva-
stæltur. Hann hefur tvö lög af
vöðvum alla leiö út á hala, hring-
vöðvar þversum og lengdarvöðv-
ar langsum. Höfuðið er að visu
ekki jafn áberandi og hjá mönnun
en þverrifan — munnurinn — er I
lagi. Hins vegar er sjónin ekki
sem bezt. Ekki er hann til-
finningalaus og sennilega finnur
hann lykt. Snerting við salt eða
áburðarefni fær hann til að
sprikla — mótmæla.
Undir húðinni eru frumur,
sem eru viðkvæmar gagnvart
birtu. Sennilega fleiri á fram-
endanum. Ef lýst er á hann með
vasaljósi að nóttu til er hann
fljótur að stinga sér.
Ánamaðkar anda i gegnum
húðina. Þess begna þurfa þeir
alltaf að vera rakir. Ef þeir
þorna kemst loftiö ekki i gegn og
þeir deyja úr súrefnisskorti.
Hins vegar þola ánamaðkar
ekki að vera i vatni, þá drukkna
þeir.”
(Dagblaðið, 17/7)
Alyktun: Persónulega finnst
mér ánamaðkurinn ein fallegasta
skepna, sem til er á Islandi. (Þeg-
ar búið er að skola af honum
moldina). Hins vegar finnst mér
moldvarpan ljót, en hún er llka
höfuðóvinur ánamaðkanna. (Aö
veiðimönnunum undanskildum.!)
Umsóknin er dæmi um góðar
náttúrulýsingar á vanalegum
húsdýrum og telst fullnægjandi.
Velkominn i klúbbinn H.L.
Með kveðjum,
Hannibal ö. Fannberg
formaður