Þjóðviljinn - 20.07.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.07.1978, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. jdlí 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Það er svart útlitið hjá iðnaðinum ef dæma má af svip forystumanna Félags islenskra iðnrekenda. Formaðurinn sjálfur virðist vera með sannkallaðan „gengisfellingarsvip" á myndinni. Idnrekendur vilja gengisfellingu Telja 20% algjört lágmark Blaðamanna- fundur Félags íslenskra iðnrekenda um stöðu íslensks iðnaðar Þeir voru stórorðir forystu- menn iðnrekenda á blaðamanna- fundi á dögunum um stööu islensks iðnaðar. Davlð Scheving Thorsteinsson sagði að gjaldeyrir væri seldur „á útsölu” á íslandi I dag, og átti þá við að gengi krónunnar væri alltof hátt. Taldi hann aö dollarinn þyrfti að minnsta kosti að hækka um 20% til að endar næðu saman. „Almenningur er búinn að átta sig á þessari staðreynd eins og kaupæðiö á stórum hlutum þessa dagana sýnir”. „Það væri miklu nær að dollarinn væri á 350 krónur.” „Þegar ég tala um 20% gengis- fellingu á ég viö gengisfellingu sem nægir til þess að sjávarút- vegurinn nái saman endum, standi á núlli, en greiði ekki I verðjöfnunarsjóö. Það er hins vegar glórulaust 1 sliku góðæri að ekki skuli borgað I verðjöfnunar- sjóð.” Davlö benti á að iönaðurinn lifði við f jármagnssvelti i samanburði við sjávarútveg. Fjármagn I iðnaði væri auk þess mun dýrara en I sjávarútvegi. En þaö stafar af minni aðgangi iðnaðarins að „forréttindalánunum”, sem Davið nefndi svo, þ.e. afurða- lánunum. Töldu Davlð og Haukur Björnsson, frkvstj. Félags Islenskra iðnrekenda aö vaxta- kostnaður iðnaðarins væri um 25% hærri en vaxtakostnaður sjávarútvegsins. Þeir töldu að vextir af lánum, almennt, ættu að vera 2-3% jákvæðir raunvextir, þ.e. hærri en verðbólgan. Þetta myndi þýða um 50% vexti eins og dæmið litur út í dag. Er þeir voru spurðir að þvl hvernig þeir ætluðu að greiöa svo háa vexti svöruðu þeir þvi til að jákvæöir raunvextir myndu von- andi hafa I för með sér lækkun verðbólgunnar. Iönrekendur vilja ekki að tekin verði upp haftastefna, að sögn formanns Félags íslenskra iðn- rdcenda. Samtimis segir hann þó að þeir krefjist þess aö þeim sé veitt sama starfsaöstaða og hliö- stæðum fyrirtækjum I sam- keppnislöndunum, sem I reynd þýöa höft, beint eða óbeint. 1 fata- iðnaöinum myndi þetta þýða kvóta á innflutning frá löndum utan frlverslunarsvæðisins svo- nefnda. Þeir hafa lagt mikla áherslu á að öll EFTA rikin leggi spilin á borðið varðandi stuðning viö eigin atvinnuvegi (sem I reynd er það sama og tollar eöa innflutnings- höft) þannig að þeir geti lagt fyrir islensk stjórnvöld skýrslur um það hvernig iönaöur I EFTA löndunum nýtur styrkja frá hinu opinbera. Islenskir iðnrekendur vilja aö gengið verði fellt, á sama tlma og þeir leggja höfuðáherslu á að lækka veröi verðbólguna, þvl hún sé að eyðileggja samkeppnis- möguleika þeirra. Hinar eilifu erlendu lántökur yrðu að taka endi einhverntima, þessi þróun gæti ekki endað með öðru en atvinnuleysi. Þvi væri nauðsyn að efla innlendan sparn- að, en til þess þyrftu vextir að hækka. „Opinbert styrkjakerfi EBE og EFTA landa er að eyðileggja allt tal um friverslun”, sagði Davið. „Norðmenn styrkja t.d. sinn sjávarútveg og eru meö þvi að halda niðri lifskjörum fólks á Islandi.” Niðurfærslu neitað „Tilfærsla getur ekki gagnast iðnaðinum, en ýmsir stjórnmála- menn tala um tilfærslu og niður- færsluleið til lausnar efnahags- vandanum. Til þess er iðnaöurinn of margbreytilegur. Þeir kvarta undan vöndum lánsfjárskilyrðum, en telja þó aö hækka eigi vexti þannig aö þeir fari upp fyrir veröbólguna, þ.e. i 50-50%. Blm. Þjóðviljans fannst á köflum að þeir forystumenn iðn- rekenda teldu sér skylt aö taka undir „trúarjátningu” fri- verslunarmanna en teldu svona undir niðri að allt annarra leiöa væri þörf. T.d. varpaði einn iðnrekenda- forystumaöurinn fram þeirri hugmynd hvort ekki ætti aö færa tollana 2 ár aftur I timann, þar sem allar aörar EFTA þjóöir færu hvort eð er ekkert eftir fri- verslunarsamningunum. Hann oröaði þetta ekki sem sina hug- mynd, en sagði að ef hann væri blaðamaöur myndi hann spyrja hvort þetta væri ekki þaö sem gera ætti. Formaður félags islenskra iðnrekenda jánkaöi þessu hvorki né neitaöi. eng. Ég kem satt að segja ekki auga á aðra leið en gengisfellingu”, var mat Daviðs. „Meginatriðið er að ráða niðurlögum verðbólg- unnar. I þvi sambandi veröur aö leggja megináherslu á aukningu þ jóöa rf ram leiðslunnar, aö stækka kökuna. Það hefur vakið athygli að undanförnu að fataiðnaðurinn á i erfiðleikum i samkeppni við erlendar iðnaðar- vörur. Meðal annars hefur komið fram að fatnaður frá láglaunalöndum þriðja heimsins er flutt- ur inn á EFTA — skir- teinum svokölluðum þótt að varan sé jafnvel ekki tekin upp úr umbúðunum i EFTA landi. En til að vara telj- ist EFTA vara verður að hafa átt sér stað 50% verðmætisaukning á vörunni minnst i EFTA landi. A fundi forystumanna iönrek- enda með fréttamönnum var all verulega komið inn á þessi mál og bentu iðnrekendur á aö ekkert eftirlit og engin viðurlög væru við svindli af þessu tagi á Islandi. Þaö eina sem geröist ef upp kæm- ist um svindl á EFTA pappirum væri að tollafgreiðslu væri breytt i rétt form. I öllum öðrum EFTA löndum er strangt eftirlit haft meö þvi að farið sé eftir reglunum. Enginn vaf i leikur á því að hinn fjárvana rikissjóður er með slæ- legu eftirliti sinu á þessum I öllum fjárfestingum þarf aö leggja megináherslu á arösemi, en þaö er eitt af höfuðvanda- málunum samfara verðbólgu að arð sem is hug sunargangur inn brenglast. Það er nánast sama hve vitlausa fjárfestingu menn fara út i; hún borgar sig alltaf að lokum.” Þaö var semsé mat Daviðs að hlutum aö plata sig um miljóna tolltekjur á ári hverju. A það var bent að flestöll EFTA lönd hafa tekið upp varnarað- gerðir gegn fatainnflutningi frá löndum eins og Hong Kong og Taiwan. Er það gert til að vernda innlendan fataiönað gegn sam- keppni frá þessum löndum. A fundinum upplýstu iðnrek- endur að laun verkamanns i fata- iðnaði i Hong Kong væri 1 dollar á dag (260 krónur) en laun i fata- iðnaöi á Islandi væru meö launa- tengdum gjöldum 5 dollarar á timann eða 40 dollarar á dag. Danskur fataiönaður varð mjög illa fyrir baröinu á þessum fata- innflutningi frá austurlöndum fyrir nokkrum árum. Nú hafa Danir eins og aðrar þjóöir Evrópu tekið upp kvótakerfi til að halda þessum innflutningi i skefjum. Island er sennilega eina landiö i Vestur-Evrópu sem enn hefur ekki gripið til gagnráöstafana og lifir I þeirri trú að frjáls verslun sé eitthvaö meira en innantómt slagorð. Fyrir nokkrum árum gerðist það sama i sænskum fataiðnaði og i dönskum, að þeir fóru að missa framleiðsluna úr landi. Nefndu iðnrekendur á blaða- mannaf undinum fyrirtækiö Melka sem dæmi. Það fyrirtæki flutti framleiðslu sina til Portúgal. Nú hefur með þessari þróun verið snúið við með sænskri byggðastefnu. Fyrirtækið er nú staösett i Noröur-Sviþjóð. Rikið styrkti uppbygginguna, fjár- magnaðilageruppbygginguna, og greiðir hluta af launakostnaö- inum um ákveðinn tima. Bæði Norðmenn og Sviar greiða fella ætti gengiö, koma I veg fyrir vixlhækkanir launa og verölags, tryggja að arösemissjónarmiðið riki i fjárfestingum i rekstri. Og tryggja iðnaðinum sömu rekstrarskilyröi og sjávarút- veginum. „Við förum ekki fram á for- réttindi. Viö förum aöeins fram á sömu rekstrarskilyrði og hinn aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegurinn. Fáum við sömu skilyrði og hann getum viö ekki kvartaö. Ef viö getum ekki rekiö fyrirtækin við slikar aöstæður eigum við að fara á hausinn.” eng 55 niður launakostnaö fyrir ákveðna starfshópa, þá elstu og yngstu i ákveðnum starfsgreinum. Allt er þetta gert til að draga úr atvinnu- leysi. Svo enn sé tekið dæmi um höft og stuöningsaögerðir af óbeina taginu, þá nefndu forystumenn iðnrdcenda dæmi um þaö hvernig Japanir nota kröfur um efni i vörum og tæknilegan útbúnað innfluttra vara til að neita aö vörurnar séu seldar I Japan. Var tekið sem dæmi að Mac- Intosh sælgæti var bannað í Japan vegna þess að i fyrstu sendingunni var rautt litarefni i plastinu sem notað var utan um sælgætisdósirnar. Og það litar- efni var bannaö i Japan. Forystumenn islenskra iðnrek- enda kvörtuðusáran undan þessu styrkjakerfi EFTA og Efnahags- bandalagslandanna, sem þeir töldu brjóta i bága við fri- verslunarhugmyndina. Rifjuöu þeir upp baráttu sina fyrir þvi að öll EFTA rikin leggi á borðið hvernig þau styrkja inn- lenda atvinnuvegi sina i sam- keppni viö innflutning. Nefndi Daviö sem dæmi um hve erfitt þetta mál allt væri, aö á fundi EFTA, þegar islenskir iðn- rekendur voruað krefjast þess að hætt yrði við slik styrkjakerfi, svaraöi fulltrúi sænsku stjórnar- innar: „You must be living in another century, mr. Thor- steinson, talking about free-trade”, sem útleggst: Þér hljótið að lifa á annarri öld, að vera að tala um friverslun. Islenskir iönrekendur kváðust á fundinum ekkivilja höft, en teldu þó að gera yröi eitthvað svipað og gert er hjá öörum þjóðum. eng Höft, en þó ekki höft Gengisfelling og vaxtahækkun gegn verðbólgu virtust að mati blaðamanns helstu tillögur iðnrekenda til lausnar vandanum Haftastefna er ríkjandi í öllum „fríverslunarríkjum hins vestræna heims

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.