Þjóðviljinn - 20.07.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. júli 1978
Tilraun
Framhald af 16. siðu
hagnaðinum af fyrirtælcinu, ef
einhver er.verður varið til barátt-
unnar fyrir bættu mannlifi 'i
miðbænum, t.d. til að gera endur-
bætur á Bernhöftstorfunni og
Grjótaþorpi. Það sem verður á
boðstólunum á þessum markaði
verður einkum ávextir og græn-
meti, en einnig er ráð fyrir gert
að þarna geti fólk selt alls kyns
listmuni, keramik og leður t.d.
svo og föt og bækur. Reist verða
einhvers konar sölutjöld og taldi
Gestur aðkostnaðurinn sem þeir
greiöa úr eigin vasa yrði eitthvað
á aðra miljón. Fyrirhugað er að
markaðurinn verði starfræktur á
föstudögum frá 9.00 -19.00
Giestur sagði að ef heilbrigðis-
ráö synjaðiþeim leyfis til að selja
ávexti og grænmeti, en sllk úti-
sala væri mjög algeng erlendis,
þá myndu þeir endurskoða af-
stöðu sina til málsins, en það
þýddi þó ekki að þeir hættu við
fyrirtækið.
—Þig.
Valsmenn
Framhald af bls. 10
1 seinni hálfleik sóttu Eyja-
menn öllu meira, þó án þess að
skapa sér nokkur umtalsverð
marktækifæri. Valsvörnin var
sem fyrr föst fyrir, og i markinu
hirti Sigurður Haraldsson allt
sem inn fyrir hana kom. Vals-
menn áttu af og til nokkrar snarp-
ar sóknarlotur en án þess þó að
nokkuð stórkostlegt væri á ferö-
inni.
Valsmenn undirstrikuðu styrk- I
leika sinn i þessum leik. Þeir j
leika nú hvern leikinn á fætur öðr- |
um án þess að fá á sig eitt einasta
mark. Sýnir það liklega einna
best yfirburði þeirra yfir önnur
islensk lið um þessar mundir.
Bestir hjá Val að þessu sinni voru
Albert Guðmundsson, Atli
Eðvaldsson og Guðmundur Þor-
björnsson. Þá var Sigurður Har-
aldsson öruggur i markinu.
Hjá IBV var Karl Sveinsson
einna bestur. Þá áttu Orn Öskars-
son og Tómas Pálsson einnig góð-
an dag.
Þorvarður Björnsson dæmdi
leikinn við litla hrifningu heima-
mawna.
JB/hól
i Lindarbæ
í kvöld kl. 20,30
Sunnudag kl. 20,30
Miðasala i Lindarbæ alla daga;
kl. 17-19 og sýningardaga kl.!
17-20. Simi 21971.
Siðustu sýningar.
Pípulagnir
Nýlagnir, breyt-
ingar, hitaveitu-
iengingar.
Simi 36929 (milli kl.
12 og 1 og eftír kl. 7 á
kvöldin)
Hveravellir — Kerlingafjöll
Frá Hvltárvatni, en i Hvitanesi veröur tjaldað.
Sumarferö Alþýöubanda-
lagsins í Kópavogi
Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins f Kópavogi verður farin 28.-30.
júli n.k. Lagt verður af stað frá Þinghól kl. 17.30. Ekið verður i Hvítanes og
tjaldað þar. A laugardag verður ekið i Kerlingarf jöll og Hveravellir skoðað-
ir, en siðan farið í Þjófadali og þar munu ferðamenn hitta Alþýðubandalags-
fólk úr Norðurlandskjördæmi vestra. A sunnudag verður haldið heimleiðis og
komið við hjá Hagavatni.
. Fólk er hvatttil að panta far sem fyrst hjá Karli Einarssym sima 40595 eða
Lovísu Hannesdóttur sima 41279.
Farseðlar verða seldir í Þinghól þriðjudaginn 25. júlí kl. 16-18 og 20-22, sími
41746. Farmiði fyrir fullorðna kostar 6.500 kr. en börn á aldrinum 9-12 ára
greiða 4.000 kr. Fólk ha f i með sér tjöld, viðleguútbúnað og nesti.
Þátttaka er öllum heimil. Skoðið fagurt umhverfi í góðum félagsskap!
Ferðanefndin
Heyskaparhorfur
heldur slæmar
segir Skafti Benediktsson,
rádunautur í Hlégarði
— Heyskaparhorfur hér eru nú
ekki góðar i augnablikinu, sagði
Skafti Benediktsson, ráðunautur i
Hlégarði i Suður-Þingeyjarsýslu i
spjalli við blaðamann Þjóðviljans
á þriðjudaginn.
— I dag er norðanrigningarúði
og litið hefur verið um þurrka
undanfarið. Fyrir réttri viku kom
þurrkur i þrjá daga en þá voru fá-
ir byrjaðir að slá. Annars er það
svo enn, að tiltölulega fáir eru
byrjaðir slátt en hefðu byrjað nú
um þetta leyti ef útlit væri fyrir
þurrk.
— Hér er töluvert kal i sumum
sveitum eins og Ljósavatns-
hreppi, Bárðardal og Fnjóskadal.
Þetta er misjafnt milli bæja eins
og ævinlega en sumsstaðar mjög
mikið svo að naumast er hægt að
gera ráð fyrir að þar fáist meira
en helmingur heyja, miðað við
venjulegt árferði. Spretta var
yfirleitt mjög hæg, — þetta var
kalt vor og sumar, — en hinsveg-
ar er kominn timi til þess að fara
að slá meið hliðsjón af þroska-
stigi grassins. En það verður yfir
höfuö ekki annað sagt en að hey-
skaparhorfur séu heldur slæmar
hér eins og er.
Kartöflurækt er ekki mikil hér í
sýslunni austan Vaðlaheiðar
nema til heimanota. Spretta hef-
ur verið fremur treg. En grös hef-
ur ekki kalið þó að sett hafi verið
niður fyrir kuldana i vor, svo það
gæti, þrátt fyrir allt, verið sæmi-
legt útlit með kartöflusprettu.
Hér i sveitum hefur verið nokk-
uð jöfn og stöðug þróun i bygging-
um undanfarin ár. En svo dró
Stofnlánadeildin i land með lán-
veitingar og veitti ekki leyfi til
nýrra útihúsabygginga yfir búfé.
Lán fást aðeins nánast til hey-
geymslna svo það er náttúrlega
samdráttur i byggingum. Ein-
staka jarðir vilja dragast aftur úr
vegna kynslóðaskipta. Þeir eldri
hætta og hinir yngri taka við og
þá þurfa þeir oft að byggja upp að
verulegu leyti. Þetta kemur
greinilega i ljós nú þegar á þessu
ári. Það þarf náttúrlega alltaf
stöðuga endurnýjun i byggingum.
Ræktunarframkvæmdir hafa
verið heldur minni nú siðustu árin
en þær voru. Hér eru frekar smá
bú, undir meðallagi að stærð, en
afurðir eru góðar.
—mhg
Sumartónleikar í
Skálholtskirkju
Að venju verður i sumar efnt tu
tónleikahalds i Skálholtskirkju
fyrir ferðamenn og velunnara
staðarins. Sumartónleikar þessir
sem standa yfir I um það bil eina
klukkustund, verða hvern laugar-
dag og sunnudag kl. 15 frá miðj-
um júli og fram I miðjan ágúst.
Aðgangur að tónleikunum er ó-
keypis. A sunnudögum er messað
I Skálholtskirkju að tónleikum
loknum kl. 17.
Þetta er fjórða sumarið sem
sumartónleikar eru haldnir i
Skálholtskirkju. Efnisskrá er að
venju mjög fjölbreytt m.a. verða
flutt verk frá 16., 17. og 18 öld
einnig nútlmaverk og þar á meðal
ný verk eftir Alta Heimi Sveins-
son og Leif Þórarinsson. Verður
ný efnisskrá um hverja helgi.
Flytjendur á Skálholtstónleik-
um 1 sumar eru m.a. Manuela
Wiesler, flautuleikari, Sigurður I.
Snorrason, klarlnettuleikari,
Öskar Ingólfsson, klarínettuleik-
ari og Hafsteinn Guðmundsson,
fagottleikari.
(--------------------------;-------------------------
Hugheilar þakkir færi ég ölium þeim sem sýndu mér vin-
arhug og viröingu á sjötugsafmæli mlnu.
Steinn Stefánsson.
V ___________
J
Viðtalstimar borgarfulltrúa
Borgarfulltrúar Alþýöubandalagsins hafa viðtalstima að Grettisgötu
3kl. 17-18 þriðjudaga og miövikudaga I sumar. Slminn er 17500
Alþýðubandalagið Vesturlandi
Kjördæmisráö Alþýðubandalagsins á Vesturlandi efnir til ferðar I
Þórsmörk dagana 11.-13. ágúst. Fariö veröur frá Borgarnesi kl. 16 á
föstudag. Allir velkomnir — Nánar auglýst siöar hverjir taka viö þátt-
tökutiikynningum.
Alþýðubandalagið Borgarnesi
Þórsmerkurferð i ágúst
Alþýðubandalagiö I Mýrasýslu efnir til feröalags austur I Þórsmörk
helgina 11.-13. ágúst. Nánar auglýst slöar. — Alþýöubandalagiö.
Alþýðubandalagsfélag Hveragerðis
efnir til sinnar árlegu sumarferöar 29.-30. júll. Fariö verður að Hvera-
völlum og Kerlingarfjöllum. Lagt verður af stað frá Gagnfræðaskól-
anum laugardaginn 29. júll kl. 10 f.h. Væntanlegir þátttakendur láti
skrá sig fyrir 18. þ.m. og fái nánari upplýsingar hjá eftirtöldum, Karl-
innu I slma 4271, Auði I slma 4332 og Sigmundi I slma 4259. Félagar f jöl-
mennið og takið með ykkur gesti.