Þjóðviljinn - 20.07.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.07.1978, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 20. júll 1978 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 13 Leikritið í kvöld: Oddur Björnsson þýddi leikritiö. I kvöld kl. 19.40 veröur flutt leikritiö „Einkaspæjarinn” eftir Peter Shaffer. Þýöinguna geröi Oddur Björnsson, en Benedikt Árnason er leikstjóri. Meö hlut- verkin fara Siguröur Skúlason, Klemenz Jónsson og Krlstln Magmls Guöbjartsdóttir. Flutn- ingur leiksins tekur tæplega einn og hálfan tima. Leikstjóri er Benedikt Arnason. Leikurinn fjallar um mann, sem fær lögregluspæjara til að njósna um feröir konunnar sinn- ar, sem hann grunar um græsku. En viða er pottur brot- inn og ekki alltaf betur af stað fariö en heima setið. Peter Shaffer er fæddur I Liverpool áriö 1926, og er hann tviburabróöir leikritahöfundar- Sigurður Skiilason er meðal leik- enda. ins Anthonys Shaffers. Hann skrifaöi fyrst sjónvarpsleikrit, en varö þekktur fyrir „Five Finger Exercise”, sem fjallaöi um þjóðfélagsmál, áriö 1958. „Einkaspæjarinn” (The Public Eye) er annar af tveimur sam- stæðum einþáttungum, sem hann skrifaöi 1962, hinn nefnist „The Private Ear”. Af öðrum leikritum hans má nefna „The Royal HunL of the Sun” (um Pizarro) og „Black Comedy”, sem Leikfélag Reykjavikur sýndi áriö 1973-74 undir nafninu „Svört kómedla”. Verk Peters Shaffers hafa ekki áöur heyrst I islenska útvarpinu. Einkaspæjarinn eftir Peter Shaffer Frá höfninni I Grindavlk. Ljósm: Eik. Upphaf Grindavíkursyrpu Jónas Jónasson enn á ferð um Suðurnes Jónas Jónasson staldr- ar við á Suðurnesjum kl. 21.30 í kvöld. Þá verður fluttur fyrsti viðtalsþátt- ur í Grindavíkursyrpu, en alls verða Grindavíkur- þættirnir líklega sjö, að því er Jónas tjáði okkur í gær. 1 þættinum I kvöld ræöir Jón- as viö Eirik Alexandersson bæj- arstjóra i Grindavik og Fjólu Jóelsdóttur stöövarstjóra Pósts og sima. Hún er af Snæfellsnesi en hefur búið lengi I Grindavik. Þau spjalla um viöhorf sin og lifið á staðnum, og sagðist Jónas reyna aö fá einhverja mynd aö Grindavik. Þau spjalla um viö- horf sin og lifiö á staönum, og sagöist Jónas reyna aö fá ein- hverja mynd af Grindavik I gegnum fólkiö. Aöur hefur Jónas kembt Garöinn i fimm þáttum, en óvist er hvort hann heldur áfram yf- irreiö um Suðurnes. Þó sagöist hann langa til aö fara I Vogana, hvort sem af þvi yröi nú eða seinna meir. —eös utvari 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb 7.55 Morgunbæn. 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veöurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Af ýmsu tagi: Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Gunnvör Braga les söguna „Lottu skottu”, eftir Karin Michaelis (9). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Viösjá: Friörik Páll Jónsson fréttamaöur stjórn- ar.. 10.45 Götunöfn I Revkjavik: Ólafur Geirsson tekur sam- an þáttinn. 11.00 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. A frtvaktinni: • Sigrún Siguröardóttir kynn- ir óskalög sjómanna. 15.00 Miðdegissagan: „Ofur- vald ástriðunnar” eftir Heinz G. Konsalik. Steinunn Bjarman les (6). 15.30 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.10 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.50 Viðsjá: Endurtekinn þáttur frá morgni sama dags. 18.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Dagiegt mál. Gisii Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 Leikrit: „Einkaspæjar- inn” eftir Peter Shaffer. Þýöandi: Oddur Björnsson. Leikstjóri: Benedikt Arna- son. Persónur og leikendur: Julian Cirstoforou... Sigurö- ur Skúlason, Charles Sidley .. Klemenz Jónsson, Belinda Sidley .. Kristin Magnús Guöbjartsdóttir. 21.05 lslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 21.30 Staldrað við á Suður- nesjum. Fyrsti þáttur frá Grindavik. Jónas Jónasson litast um og rabbar viö heimafólk. 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. 22.50 Afangar. Umsjónar- menn: Asmundur Jónsson og Guöni Rúnar Agnarsson. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. Mamma, hann Lilli viii ekki koma út af klóinu að leika við mig Borgarstjórnar- fundur í dag 1. Fundargerð byggingar- nefndar....................13. júli 2. Fundargerö borgaráös (21. liöur).................11. júli 3. Fundargeröborgarráös .......................18. júli 4 Fundargerö félagsmála* ráös ................... 6. júli 5. Fundargerö fræöslu- ráös ................... 3. júli 6. Fundargerðfræöslu- ráös ................... 6. júli 7. Fundargeröfræöslu- ráös ...................10. júli 8. Fundargerðhafnar- stjórnar................13. júli 9. Kosning fimm varamanna i skipulagsnefnd til loka kjör- tima borgarstjórnar. 10. Kosning sjö manna I veiði- og fiskiræktarráö til toka kjör- tima borgarstjórnar og sjö tii vara. Formannskiör. 11. Kosning stjórnarmanns i Sparisjóðinn Pundið til fjög- urra ára og tveggja endur- skoöenda til eins árs. 12. Kosning fimm varamanna i stjórn Borgarbókasafns Reykjavíkur til loka kjörtima borgarstjórnar. 13. Reikningur Reykjavikurborg- ar fyrir áriö 1977; siðari um- ræöa. Frá æfingu hjá leikhópnum KRAKU Leiklistarnámskeið á vegum Gallerís Suðurgata 7 Galleri Suðurgata 7 ætlar aö gangast fyrir leiklistarnámskeiöi 31. júli til 7. ágúst með Arna Pétri Guöjónssyni. Megináhersla verð- ur lögö á: 1. Leikarann og verk- færi hans: likama, rödd, tilfinn- ingar, hugsun. 2. Leikarann og umhverfiö: unniö viö mismun- andi aðstæöur inni og úti. 3. Leik- arann og áhorfendur: unniö með og fyrir áhorfendur. Ætlunin er að nota helgina til götusýninga, en annars verður unnið daglega frá 19.00-23.00. Árni Pétur hefur unnið meö norræna leikhópnum Kraku i Kaupmannahöfn viö ýmsar sýningar, götuleikhús og fleira. Þeir sem hafa áhuga á námskeið- inu, sem er vissulega ánægjuleg tilbreyting frá dauflegu menningarlifi i borginni þessa dagana, geta hringt i sima 10852 (Arni Öskarsson) fyrir 28. júli. þs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.