Þjóðviljinn - 20.07.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. jútí 1978
8-liða úrslit
Bikarkeppninnar í gærkvöldi:
Rangstöðumark fleytti
Þrótti í undanúrslitin
Halldór Arason skoraði
sigurmark Þróttar
rétt fyrir leikslok
greinilega rangstæður
Þróttur og KR léku í
gærkvöldi í 8-liða úrslitum
Bikarkeppni KSi, og lauk
leiknum með sigri Þróttar
3:2 eftir að KR-ingar höfðu
tvisvar háð forustu.
Staða í leikhléi var 1:1.
baö voru KR-ingar sem náðu
forustu á 36. minútu og var Sig-
urður Indriðason þar að verki
með góðu skoti.
En Adam var ekki lengi i Para-
dis og nokkrum minútum siðar
jöfnuðu Þróttarar með marki Jó-
hanns Hreiðarssonar.
Og þannig var staðan i leikhléi
og höfðu KR-ingar átt meira i
hálfieiknum þegar Valur Bene-
diktsson flautaði til hálfleiks.
t siðari hálfleik hresstust Þrótt-
arar nokkuð en samt voru það
KR-ingar sem aftur náðu forustu
með marki Sverris Herberts-
sonar eftir að hann hafði einleikið
upp allann völlinn og skotið siðan
lausu skoti sem markvörður
bróttar Rúnar Sverrisson átti
auðveldlega að geta variö en
hann hreyfði hvorki legg né liö.
2:1.
Það var fyrst eftir markið hans
Sverris sem Þróttarar gerðu sér
grein fyrir þvi, að nú var komið
i óeíni. Leikmenn fóru nú að berj-
ast meira en þeir höfðu áður gert
og uppskeran var mark úr vita-
spyrnu eftir að Magnús Guð-
mundsson markvörður KR haföi
fellt Agúst Hauksson innan vita-
teigs. Það var siðan Páll ólafsson
sem skoraði úr vitaspyrnunni af
öryggi. 2:2.
Staðan var þvi enn jöfn og
Þróttararnir meira með boltann.
Var allt útlit fyrir að framlengja
þyrfti leikinn þegar Halldór Ara-
son skoraði sigurmark KR þrem-
ur minútum fyrir leikslok með
skalla. Var Halldór greinilega
rangstæöur, er hann fékk knött-
inn, en linuvörðurinn Ragnar
Magnússon sá ekkert athugavert.
Leiknum lauk þvi með heldur ó-
sanngjörnum sigri Þróttar, þvi
KR-ingar spiluöu betur ef eitt-
hvaö var.
En leikurinn var heldur slakur i
heildina og fór að mestu fram á
miðjunni. Mikið um mistök og
rangar sendingar.
Jóhanni Hreiðarssyni besta
manni Þróttar i leiknum var sýnt
gult spjald fyrir kjaftbrúk. Sverr-
ir Herbertsson var bestur KR-
inga.
Leikinn dæmdi Valur Bene-
diktsson.
SK.
Taka Valsmeim
bikaríim líka?
Unnu ÍBV 2:0
í Eyjum í gærkvöldi
Valsmenn tryggöu sér
þátttökurétt i 4-liöa úrslit-
um bikarkeppni KSi með
því aö sigra ÍBV í Eyjum í
gærkvöldi 2:0. Enn einn
Valssigurinn í höfn og 7.
leikurinn í röð sem hinn
frábæri markvörður Vals,
Sigurður Haraldsson, held-
ur markinu hreinu. I fyrra
áttu Valsmenn mjög góða
möguleika á sigri bæði í
bikar og deild, en náðu að-
eins að vinna sigur í bik-
arnum. Nú eiga þeir enn
möguleika á tvöföldum
sigri, hreinlega frábæra
möguleika á sigri í deild-
inni, og ef að líkum lætur
verður ekkert gefið eftir í
þeim herbúðum í bikarn-
um.
Leikurinn i gærkvöldi fór fram I
blfðskaparveðri, sólskini og logni.
Eyjamenn mættu friskir til leiks,
greinilega staðráðnir að hefna ó-
faranna fyrir viku siðan/)g fyrst i
stað var leikurinn mjög jafn þar
sem bæðiliðin áttugóðaspretti. Er
siga tók á fyrri hálfleikinn fóru
Valsmenn að gerast aðgangs-
harðir mjög við mark Eyja-
manna og á 20. minútu skora þeir
sitt fyrsta mark: bar var að
verki markakóngurinn Ingi Björn
Albertsson sem skallaði boltann
fallega i netið eftir sendingu frá
hægri. 6 mlnútum siöar bæta
Valsmenn svo öðru markinu við.
Jón Einarsson átti mikinn heiður
af þvi marki. Hann tætti vörn IBV
skemmtilega i sig, sendi fyrir
fætur Guðmundar Þorbjörns-
sonar sem sneri á varnarmann
IBV og skoraði örugglega. Eftir
markið drógu Valsmenn sig
nokkuð aftur og náðu þá Eyja-
menn nokkrum skemmtilegum
upphlaupum; þannig átti Orn
Óskarsson mjög fast skot úr
aukaspyrnu sem Sigurður Har-
aldsson varði naumlega.
Framhald á 14. siðu
Þessir tveir háðu mikla keppni I gærkvöldi. Myndin er úr leik Þróttar og KR I gærkvöldi og það eru þeir
Cllfar Hróarsson til vinstri og Sverrir Herbertsson sem á henni sjást.
Pétur með þrennu á Vopnafirði
Einherji frá Vopnafirði tapaði i
gærkvöldi fyrir IA i 8-liða úrslit-
unum i Bikarnum 1:6 eftir að
staðan i leikhléi hafði verið 1:0
fyrir IA.
Mörk 1A skoruðu þeir Pétur
Pétursson þrjú, Matthias Hall-
grimsson tvö og Jón Alfreðsson
eitt.
Mark Einherja skoraði
Kristján Daviðsson.
Leikurinn var nokkuð vel leik-
inn og veittu heimamenn Islands-
meisturunum mikla keppni i fyrri
hálfleik,en i þeim siðari tók IA öll
völd.
Leikinn dæmdi Rafn Hjaltalin.
PE/SK.
Loks sigur Blika gegn Fram
Breiðablik kom á óvart I gær- Annað mark Blika var sjálfs- Fram er þvi úr keppninni.
kvöldi er liðið sigraði Fram i Bik- mark,en hitt skoraði Hinrik Þór-
arkeppninni 2:0. hallsson. gj^
Víkingur IBK í kvöld
1 kvöld fer einn leikur fram 1 ur. Leikurinn hefst klukkan 20.00 Njarðvikum, en það var ekki á-
úrvalsdeildinni i knattspyrnu og verður annaðhvort leikið á kveðið 1 gær.
og leika þá IBK og Viking- grasvellinum i Keflavik eða i SK.
Jafntefli á Isafirði
IBI og Reynir frá Sand-
gerði léku í gærkvöldi í
íslandsmótinu i knatt-
spyrnu og lauk leiknum
með jafntefli 1:1. Staðan í
leikhléi var 0:0.
Það voru Isfirðingar sem skor-
uðu fyrst og var Haraldur Leifs-
son þar að verki. Reynismenn
jöfnuðu siðan leikinn stuttu siðar
og það var Jón ólafsson sem það
gerði. Bestan leik Isfirðinga átti
Haraldur Stefánsson og er það
undarlegt að þessi ungi og efni-
legi knattspyrnumaður skuli ekki
hafa verið valinn i unglingalands-
liðið.
Leikinn dæmdi Guðmundur
Haraldsson og gerði það illa.
SK.