Þjóðviljinn - 20.07.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. júlí 1978 'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Megineinkenni margumtalaörar endurnýjunar
Alþýöuflokksins viröist mér vera það sem mætti
kalla amerikanisma i sjórnmálastarfsemi og
hugmyndafræði flokksins.
Loftur Guttormsson,
sagnfræöingur:
í hyerju felst endur-
nýjun Alþýduflokksins?
Eftir sögufrægan kosninga-
ósigur framsóknarihaldsins i
landinu eru stjórnarmyndunar-
tilraunir á dagskrá. Gefum
sigurvegurunum, AlþyBuflokki
og AB, hinum svokölluBu
verkalýBsflokkum, tækifæri til
aB standa viB stóru orBin, segir
Ólafur Jóhannesson i hefnigirni
manns sem hefur tapaB orust-
unni. EBlilegt er aB verkalýBs-
flokkarnir láti reyna til fulls á
samstöBumöguleika, kveöa for-
ingjar sigurvegaranna af opin-
berri ábyrgöartilfinningu. Hæg-
an nú, segir aftur málsvari
Allra stétta, Geir Hallgrims-
son, i hirtingartón viö fjölmiöla
rikisins, SjálfstæBisflokkurinn
telst ekki siöur verkalýösflokk-
ur en hinir tveir fyrmefndu —
og lætur þar meö skina i viö-
reisnarstjórn eBa nýsköpunar-
stjórn i versta falli. Já, hver á
aö mynda stjórn meö hverjum
og á hver ju á stjórnarsamstaBa
aö byggjast, þaö er spurning
dagsins. Frá sjónarmiöi sósial-
ista er þaö m.ö.o. spurning um
hvaöa flokkar eru liklegir til
þess aö gæta hagsmuna al-
mennings i landinu, til þess aö
stjórna I þágu verkalýösins i
vlöum skilningi þess orös.
Óvissan sem leikur um mögu-
leika á myndun meirihluta-
stjórnar eftir úrslit nýafstaö-
inna kosninga undirstrikar aö
viö þessari spurningu er ekki
auöfundiö svar. „Málgagn
sósialisma” hefur nú aö undan-
förnu talaö um Alþýöuflokkinn
sem verkalýösflokk án þess aö
hafa fyrirvara þar á. Ég vil
leyfa mér aö setja spurningar-
merki viö þá staöhæfingu meö
þvi aö leiöa hugann aö pólitisku
eöli og stefnu hins „endur-
nýjaöa” Alþýöuflokks og draga
nokkrar ályktanir i þvi efni út
frá þeirri ásjónu sem flokkurinn
sýndi i undangenginni kosn-
ingabaráttu.
Megineinkenni margumtal-
aörar endurnýjunar Alþýöu-
flokksins viröist mér vera þaö
sem mætti kalla amerikanisma
i stjórnmálastarfsemi og hug-
myndafræöi flokksins eöa meö
öörum oröum aukin áhersla á
massaeöli stjórnmálanna. Ef
viö athugum fyrst þaö sem snýr
aö sjálfri stjórnmálastarf-
seminni kemur m.a. eftírfar-
andi i ljós.
Alþýöufokkurinn státar mjög
af þvi aö hafa opnaö sig fyrir
áhrifum óbreyttra kjósenda og
hefur einkum til marks um þaö
hin opnu prófkjör flokksins
(hann var reyndar ekki fyrstur
flokka til þess aö taka þau upp,
svo sem Sjálfstæöismennminna
á). Þaö leiöir af sjálfu sér, ef
slik aöferö er notuö til þess aö
ráöa til lykta vali á frambjóö-
endum, aö málflutningur þeirra
hlýtur aö draga dám af henni.
Til þess aö styrkja stööu sina
hljóta þeir aö boöa stefnu sem
likleg er til þess aö skirskota til
mjög mismunandi þjóöfélags-
hópa og hagsmuna og þá um leiö
til ólikra stjórnmálaviöhorfa.
Þótt hin opinbera stefna ftokks-
ins eins og hún er skráö i stefnu-
skrá hans kunni i ýmsum grein-
um aö vera vinstrisinnuö (þ.e.
boöa félagslegar og pólitiskar
ráðstafanir sem eru til þess
fallnar að efla hag og réttindi
launamanna og verkalýös) er
mjög hætt við aö hún veröi i
munni frambjóöenda ftokksins
aö loðmullulegri blöndu sem á
litt skylt viö ákveöna vinstri-
stefnu, hvaö þá heldur klassiska
jafnaöarstefnu. Meö þessu mótí
ber stjórnmálastarfsemin i vax-
andi mæli svipmótþeirra reglna
sem gilda á markaöstorgi efna-
hagslifsins: efleiöa á sem flesta
af óliku sauöarhúsi til þess aö
taka þátt i prófkjöri flokksins
fara kröfur fjöldaframleiösl-
unnar að móta orö og æöi fram-
bjóöenda á þann veg aö
hámarkseftirspurn veröi náö.
Aö minum dómi hafa þessar
aöstæður sett mark sitt á starfs-
háttu flokksins undanfarna
mánuði. Til þess að efla
vinsældir flokksins hafa tals-
menn hans tamiö sér vinnu-
brögð og oröalag auglýsinga-
stjóra hjá stórfyrirtækij klifaö
hefur veriö á aö þeir sem skip-
uöuefstu sætiá framboöslistum
væru nýir af nálinni, ungir aö
árum, menn meö nýjar hug-
myndir, i einu orði sagt: ný
árgerð af vörunni þingmanns-
efni. Aöeins þaö sem er nýtt
telst fyllilega gjaldgengt og
samkeppnisfært á markaönum
(hvaöa kenndir skyldi þetta
annars hafa vakiö hjá gamla
fólkinu sem Alþýöuflokkurinn
telur sig bera svo mjög fyrir
brjósti og býöur upp á siödegis-
kaffi og pönnukökur á Hótel
Sögu fyrir hverjar kosningar? ),
og þeir sem teknir eru aö grána
fyrir alvöru eiga litlar vinnings-
likur. Þegar svona er i pottinn
búiö hafa þeir frambjóðendur
ekki alllitiö forskot fram yfir
aöra sem hafa komist i þá
öfundsverðustöðu — frá sjónar-
miöi auglýsingamennskunnar
— aö vera tiöir gestir á
sjónvarpsskerminum, annaö-
hvort sem blaöamenn eöa fast-
ráönir fréttamenn. Eöa hvaö
var þaö ööru fremur sem skilaöi
Eiö Guönasyni, Arna Gunnars-
syni og Vilmundi Gylfasyni i
efeta sæti framboöslitanna ef
ekki áhrifamáttur auglýsinga-
mennskunnar, meö fullri virö-
ingu fyrir persónulegum
verðleikum þeirra aö ööru
leyti? A.m.k. sýnist langtifrá
öruggt aöþeirheföunáöþessum
árangri ef vali frambjóöenda
heföi verið hagaö á heföbundn-
ari hátt. Þaö hefur verið segin
saga aö pólitiskur frami manna
á vegum „verkalýösflokka”
hefur ráöist fyrst og fremst af
framvaröarstööu þeirra i
verkalýöshreyf ingu og/eða
atfylgi þeirra viö málstaö og
baráttu ftokksins — og er þar
með ekki verið aö Utíloka áhrif
flokksklikuveldis i þessu efni.
Hvaö ber vott um amerikan-
isma Alþýöuflokksins þegar
málflutningur forystumanna
hans er tekinn til athugunar og
sú hugmyndafræði sem aö baki
liggur? Ég á hér ekki viö þá
staðreynd aö Alþýöuftokkurinn
er enginn eftirbátur Sjálfstæöis-
flokksins i þvi að vilja halda
ameriskum her i landinu um
ófyrirsjáanlega framtið, heldur
hitt að hann viröist ekki lengur
byggja þjóöfélagsgagnrýni sina
á stéttarlegum grundvelli.
Þettaer reyndarekki ný bóla né
heldur einstakt fyrir islenska
sósialdemókrata. Langvarandi
sambúö meö Sjálfstæöisftokkn-
um i stjórnarráöi á viöreisnar-
timabilinu er Isenn orsök og af-
leiðing þessarar hugmynda-
fræöilegu þróunar. Menn mega
minnast þess aö fyrrverandi
formaöur flokksins tók oftsinnis
undir þaö miöftokkasjónarmiö
(sem Framsókn hefur haldiö á
loftiaöundanförnu) aö hugtökin
hægri og vinstri i stjórnmálum
væru orðin merkingarlaus og
úrelt. Þannig hlaut reyndar sá
að tala sem sá viöreisnartima-
biliö i hillingum þegar tilraun
var gerö til þess eftír 1971 aö
framfylgja vinstri stjórnar-
stefnu i landinu.
Númá spyrja: Fyrst Alþýöu-
flokkurinn aöhyllist ekki lengur
þann skilning aö þjóðfélagiö
greinist i stéttir sem hafa ýmist
ólikra eöa andstæöra hagsmuna
aö gæta, á hvaða grundvelli
hvilir þá yfirlýst jafnaöar-
mennska hans? Menn hafa veitt
þvi athygli aö þegar félagslegar
tryggingar eru undanskildar
hefur flokkurinn afneitaö þeim
jöfnunartækjum sem stefnan
batt löngum traust sitt viö, s.s.
stighækkandi tekjuskatti. Og
jafnaöarsannfæringin er ekki
meiri en svo aö flokkurinn vill
láta „hina ósýnilegu hönd”
markaöarins fara sinu fram
afskiptalitíð. Raunar er það
áberandi að sú alþýöa sem
flokkurinn vill þjóna birtist i
málflutningi hans fyrst og
fremst sem þiggjendur eöa þol .
endur: skattþegar, launþegar,
neytendur (þiggjendur vöru og
þjónustu). Manni veröur aö
spurn: hvaö er orðiö i vitund
leiðtoganna af þeirri starfsömu
alþýöu sem talin var af læri-
feörum jafnaðarstefnunnar
hinn virki gerandi sögunnar —
og þá um leið þess þjóöfélags-
lega auðs sem togast er á um.
Hefur hún lfka oröiö
sölumennskunni aö bráö?
Þaöer etv. eölileg afleiöing af
framansögöu aö rikiskerfiö,
stofnanir þess og stjórnendur,
sætir fyrst og fremst gagnrýni
af hálfu Alþýðuflokksmanna.
Þeim veröur tiörætt um nauð-
syn allsherjar hreingerningar á
rikisapparatinu — og geta fleiri
verið þeim sammála i þvi efni.
En þessigagnrýni tekur yfirleitt
aðeins til yfirborösfyrirbæra,
persónulegra mistaka eöa
áviröinga einstakra stjórnmála-
eða embættismanna, án þess aö
þau séu sett 1 samhengi við
þjóðfélagskerfið i heild, hið
annarlega afbrigöi rikis-
kapitalisma sem viö búum viö.
Þaövantar þvi mikiö á aö þessi
gagnrýni, eins og einkum „ung-
tyrkir” flokksins bera hana á
borö, geti kallast vinstri kritik.
Hún er fremur 1 ætt viö lýö-
skrums-móralisma, glistrúpska
vandlætingu á spillingu
„kerfisins”, enda tilvalið
hneykslunarefni fyrir siödegis-
blöö. Frá henni og yfir i kjörorö
Friöriks Sóphussonar: báknið
burt! er skemmra en viröast
kann viö fyrstu sýn.
Þegar alls þessa er gætt er
ástæöa fyrir sósialista til þess
aö spyrja af fullri alvöru: er
hinn „endurnýjaöi” Alþýöu-
flokkur liklegur til þessaö verða
ihinninýju rikisstjórnanno 1978
trúverðugri „verkalýösflokkur”
en hinn „gamli” reyndist vera á
sjöunda áratugnum?
11. júli 1978
Loftur Guttormsson
A Rauöhettumótunum hafa margir skreytt tjöld sin á frumlegan
hátt. Hér er mynd af einu siiku, frá Rauöhettu ’77.
Skátar halda
Rauöhettumót ’78
„Sirkusmálefnum”
kastað á glæ
— Landnemar halda afmælismót
Iiestaleigan hefur notiö mikilla
vinsælda á Rauöhettumótunum
undanfarin ár.
Um verslunarmannahelgina
næstkomandi mun Skátasam-
band Reykjavikur gangast fyrir
/þr iðju Rauöhettuhátíoinni, og
verður hún við Úlfljótsvatn aö
vanda. Verður þar mikið um fjör,
og munu ma. hljómsveitirnar
Brunaliöiö, Mannakorn, Tivoli og
Basil fursti ásamt diskótekinu
Disu annast viöhald dansmennt-
ar. Ennfremur veröa fjölmörg
skemmtiatriöi, ss. Þursaflokkur-
inn, Megas, Baldur Brjánsson,
Fjörefni, Rut Reginalds,
Jazzvakning og þýsk ræflarokk-
hljómsveit, „Big Balls and the
Great White Idiot”, sem mun
halda hljómleika.
tslandsmótiö á svifdrekum
verður haldiö i annaö sinn viö
þetta tækifæri, en það var fyrst
haldiöá Rauöhettumótinu i fyrra.
Ennfremur veröur starfrækt
bátaleiga, hestaleiga, tivoli,
þúfubióiö sem fyrr að ógleymdri
maraþonkossakeppninni. t fyrsta
skipti á tslandi verðurhaldið svo-
nefnd göngurallý á Rauöhettu ’78,
en þaö mun vera strangt leynd-
armál hvernig það fer fram.
Ýmis þjónusta veröur veitt
mótsgestum, svo sem slysagæsla,
upplýsingaþjónusta og fleira. Um
300sjálfboöaliöar vinna við Rauö-
hettu i ár, og veröur væntanleg-
um hagnaði variö til uppbygging-
ar skátastarfs og félagslegrar að-
stööu þeirra.
Framkvæmdastjóri Rauðhettu
mótsins er Tryggvi Jónsson.
—jsj
„Ekki hafa allir skátar misst
sjónar á markmit skátastarfsins
og þeim hugstjónum sem á bak
við það búa, og helgað sig „sirk-
us-málefnum” eða öörum lodd-
araskap”j segir I fréttatil-
kynningu frá Skátafélaginu
Landnemum. Um næstu helgi,
dagana 2L-23. júli, mun skáta
félagið Landnemar i Reykjavik
halda tuttugasta mót sitt, af-
mælismót, að Olfljótsvatni.
Verður vel til mótsins vandaö,
og öllum skátum á skátaaldri
þangað boðið, en auk þess veröa
fjölskyldubúðir, þar sem foreldr-
ar og eldri skátar geta dvalist.
Fararstjórar verða frá hverju
skátafélagi, og eru þeir skátar,
sem hafa ekki þegar tilkynnt
þátttöku sina, beönir aö snúa sér
til þeirra hið snarasta.
Nýnæmi er, að á mótinu veröur
verslun, þar sem ávextir og fleira
þess háttar verður á boöstólnum.
Þetta er þvi ekki „sjoppa” eins og
á venjulegum skátamótum, og
þykir kominn timi til aö breyta
áragamalli hefð og snúast gegn
hvimleiðu „kókþambinu”
Eldri Landnemar eru sérstak-
lega boðnir velkomnir á varöeld á
laugardagskveldiö, en þá fer af-
mælishófið fram. —jsj.