Þjóðviljinn - 20.12.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikndagur 20. desember 1978
SAYomu
Sayonara er japanska orðið yfir „vertu sæl".
James A. Michener hefur með hinni hugþekku
ástarsögu sinni gert þ?ð að tákni þeirrar ástar
sem nær út yfir gröf og dauða.
Sayonara er vafalaust ein hugþekkasta ástar-
saga sem skrifuð hef ur verið á síðari árum. Hún
lýsir ástum bandarisks hermanns og japanskrar
stúlku. Sögusviðið er vafið austurlenzkum ævin-
týraljóma og töfrum japanskrar menningar. Því
að enginn þekkir konur til hlítar sem ekki hefur
kynnzt ástartöfrum japanskra kvenna. Jap-
anska konan er tryggur förunautur, blíður
félagi, gjöful og þiggjándi í ástum, yndislegasta
kona jarðríkis. -
Metsölubók um allan heim. iVr. J.O‘lU
HAGPRENT
... -m'—
Það mi fika peningar
Vöttur SU-37
Jón Jónsson SH-187
Hvajnes GK-121
Sóley AR-50
Hrafn Sveinbjarnarson IlGK-10
Gunnar SU-139
HrafnSveinbjarnarson GK-255
Sæborg RE-20
Geirfugl GK-6G
Frár VE-78
Vfkurberg GK-1
Vonin KE-2
Garðar II SH-164
Guðbjörg ST-17
Verðandi RE-9
Kambaröst SU-200
Arntýr VE-115
Saxhamar SH-50
Þórður Sigurðsson KE-16
Þór TFIA
Höfrungur III AR-250
Stigandi VE-77
Óskar Magnússon AK-177
Fiskibátar, litlir og stórir, togarar, varðskip, flutningaskip,
loðnubátar. Allar hafa þessar fleytur eitt sameiginlegt: MWM-
MANNHEIM ljósamótora af geröinni D-226, þriggja, fjögurra og
sex strokka. Góður félagsskapur. Gerð D-226 er fáanleg meö eft-
irfarandi HÖ/SN: 33/1500, 39/1800, 43/2000, 44/1500, 52/1800,
57/2000, 66/1500, 78/1800, 86/2000, 100/1500, 112/1800, 119/200.
Allt vestur-þýsk „A” hestöfl. Semsagt stór fjölskylda.
Við 1500 snúninga er stimpilhraöi aðeins 6 metrar á sekúndu og
vinnuþrýstingur 6,1 BAR. Brennsluolfunotkun, 161 — 165 grömm
á hestaflsklukkustund, er allt að 1/5 hiuta minna en i mörgum
eyðslufrekum mótorum. Þaðeru lika peningar. Þetta eru nefni-
lega afburða góðir mótorar.
Bjóðum lika stærrl rafstöðvar og skipavélar, upp I 8000 hestöfl,
oft með stuttum fyrirvara. Og stundum merkilega hagstætt
verð.
Ærún HF-60
Bjarni Asmundar ÞH-320
Kristbjörg VE-70
Steinunn RE-32
Bjarni Ólafsson AK-70
Alaborg AR-25
Sigrún GK-380
Grótta AK-101
Fróði SH-15
Siguröur Sveinsson SH-36
Hrafn Sveinb jarnarson IIIGK-11
Dalarafn VE-508
Þinganes SF-25
Eidhamar GK-37
Snætindur AR-88
Gunnar Bjarnason SH-25
Kári VE-95
Guðfinna Steinsdóttir AR-10
Krossanes SU-5
Sigurbára VE-248
Hólmatindur SU-220
Visir IS-171.
REYKJAVHC
Jólasýning á Borgarspítalanum
slifflf'- \y' \ ■ 11" i
■ \ : ;í \ 1. !
j.
•
Opnuð hefur veriö sýning fimm myndlistarmanna
úr FtM á Borgarspltala og sýna þeir samaniagt 24
málverk I anddyri og göngum spitalans. Sýningin er
á vegum starfsmannaráös Borgarspitala, sem stað-
ið hefur fyrir sllkri tilbreytingu um hver jól undan-
farin ár.
Þeir myndlistarmenn sem þarna eiga verk eru
Veturliði Gunnarsson, Einar Hákonarson, Gunn-
laugur Glslason, Kjartan Guðjónsson og Kristján
Daviðsson. Sýningin stendur fram yfir áramót.
— ljósm. Leifur.
UMBÆTUR í RÉTTIN DAMÁLUM LAUNÞEGA
Fjölmörg frumvörp um umbætur í
félags- og réttindamálum launþega eru
nú að koma fram á Alþingi þessa dag-
ana. Eru þau í samræmi við fyrirheit
ríkisstjórnarinnar samfara efnahags-
ráðstöfunum 1. des. s.l. Guðmundur J.
Guðmundsson formaður Verkamanna-
sambandsins sagði í samtali við Þjóð-
viljann í gær að einkenni allra þessara
frumvarpa væru þau, að þeir sem
minnst réttindi og minnstar tryggingar
höfðu fyrir fengju nú auknar réttarbæt-
ur. Stjórnarfrumvörpin eru að mestu
leyti byggð á tillögum frá Alþýðusam-
bandi íslands og Verkamannasamband-
ÍnU. —GFi
Gífurleg réttarbót
— segir
Gudmundur J.
Guðmundsson
um nýtt stjórnar-
frumvarp um
orlofsmál
Þetta nýja frumvarp gjörbreyt-
ir allri aðstöðu þeirra sem taka
orlof, sagði Guðmundur J.
Guðmundsson formaður Verka-
mannasambandsins um nýtt
stjórnarfrumvarp um orlofsmál.
Guðmundur J. Guðmundsson
Skv. þvi er Póstglróþjónustunni
heimill aðgangur að bókum og
bókhaidi atvinnurekenda til að
sannreyna launagreiðslur og enn-
fremur verður launþegum tryggð
greiðsla orlofsfjár á gjalddaga L
mal þótt atvinnurekandi hafi
ekki skilað fénu til Póstglróþjón-
ustunnar. Ennfremur er ætlunin
að stórhækka vexti á orlofsfé en
það er nú aðeins 5%.
Guðmundur sagði að mikil van-
skil væru á orlofsfé og ætti Póst-
glróþjónustan erfitt með að sann-
reyna launagreiðslur ef atvinnu-
rekandi haldi þvi fram að við-
komandi launþegi hafi e.t.v. ekki
verið i vinnu eöa á svokölluðum
orlofslaunum. Nú ætti þetta að
breytast með tilkomu nýrra laga.
Ennfremur væri trygg greiösla
orlofsfjár á gjalddaga og hækkaö-
ir vextir gifurleg réttarbót.
—GFr
Lögin verða nú
fyrst virk
— segir Benedikt Davíðsson um
nýtt stjórnarfrumvarp þar sem
forgangsréttur vinnulauna við
gjaldþrota- og dánarbússkipti
lengist í 18 mánuði
Benedikt Davlðsson
Núverandi lög eru meingölluð
og koma að mjög takmörkuðum
notum vegna hins stutta
fyrningafrests og er þvi veruleg
bót aö þeirri lagfæringu sem nú á
að gera, sagði Benedikt Davlðs-
son, formaöur Sambands
byggingamanna I samtali við
Þjóöviljann I gær um nýtt
stjórnarfrumvarp, eitt af mörg-
um til aö koma fram fyrirheitum
rikisstjórnarinnar um umbætur I
félagsmálum launþegasamtak-
anna i samræmi við efnahagsað-
gerðirnar I byrjun mánaðarins.
1 þessu frumvarpi er forgangs-
réttur vinnulauna með rlkisá-
byrgð i dánar- og gjaldþrotabú
lengdur ús 6 mánuðum I 18 mán-
uöi. Auk þess nær skv.fru'mvarp
inu rlkisábyrgðin nú einnig til
bóta sem launþegi á rétt til vegna
örorku af völdum vinnuslyss og til
bóta sem maki eða börn eiga til-
kall til vegna dauðsfalls af völd-
um slyss.
Benedikt sagði að þessi
breyting væri mikil nauðsyn og
ætti nú forgangsrétturinn að nýt-
ast viö allflest gjaldþrot og yrðu
þvi lögin einhvers virði sem þau
voru i sáralitlum mæli áður.
—GFr