Þjóðviljinn - 20.12.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.12.1978, Blaðsíða 4
,4 StÐA — ÞJÓÐVILJjNN <Miftvlkudagur 20. desember 1978 DJOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóðsson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- urðardóttir, Guðjón Friðriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. lþrótta- fréttamaður: Ingólfur Hannesson Þingfréttamaður: Sigurður G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson. Sævar Guðbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaðaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar, óskar Albertsson. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar Skarphéðinsson, Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jón Asgeir Sigurðsson. Afgreiösla: Guðmundur Steinsson. Kristln Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóðir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guðmundsson. Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Sfðumúla 6. Reykjavlk, slmi 81333 Prentun: Blaðaprent h.f. Kína og Bandaríkin 1 % þróunar- aðstoð Sameinuöu þjóöirnar settu • iönþróuöu aöildrarlkjum sinum I þaö mark fyrir áratug eöa svo I aö þau skyldu keppa aö þvi aö J verja aö minnsta kosti 1% af þjóöarframleislu sinni til aöstoöar viö þróunarlöndin. Vföast hefur gengiö illa aö uppfylla þetta skilyröi, enda þótt aö i eitt prósent markinu felist mikilvæg viömiöun sem er pólitiskt erfitt aö sniöganga fyrir þá pólitikusa og þau þjóöarþing sem vilja láta taka sig alvarlega á alþjóöavett- vangi. Hitt er svo annaö mál, sem ekki veröur rætt hér aö sinni, aö þróunaraöstoö er alla- jafna mjög umdeild, vopna- braskiö kemur þar mikiö viö sögu og oft kemur „aöstoöin” ekki i þá staöi niöur þar sem hennar er þörf heldur lendir i höndum spilltrar ráöastéttar i viötökurikjunum. Oss miðar afturábak En hvernig skyldi íslendingum hafa gengiö viö aö uppfylla 1% markiö af sinum allsnægtum? Um þaö má i sem stystu máli segja aö þar hefur mönnum ekki miöaö áfram heldur afturábak. I nýútkomnu fréttabréfi Aöstoöar islands viö þróunar- löndin er þessi þróun rakin nokkuö ýtarlega. Þaö er heldur raunaleg lesning svona I jóla- mánuöinum, en engin ástæöa er þar fyrir aö stinga höföinu i sandinn. Enn er tækifæri til þess aö rétta aöeins úr kútnum viö þriöju umræöu fjárlaga svo aö Benedikt utanrikisráöherra þurfi ekki aö bera skömm þings og stjórnar á alþjóöavettvangi vegna þessa máls allt næsta ár. Hrekkur aðstoðin? „Þaö hlýtur aö koma aö þvi einn góöan veöurdag aö Aöstoö tslands viö þróunarlöndin hrökkvi upp af vegna fjár- sveltis. Það fer þvi aö veröa fullkomin ástæöa til aö spyrja hvers vegna i ósköpunum hæst- virt Alþingi var aö samþykkja lög um þessa stofnun fyrir rúmum 7 árum. En þaö er lik- legast tilgangslaust aö koma meö svona spurningu; þaö fæst vist enginn til aö svara henni. Ennþá einu sinni er aö hefjast umræöa um fjarlögin á Alþingi og ljóst er aö erfiöleikarnir eru miklir og illa gengur aö stemma af bókhaldiö núna eins og svo oft áöur. A siðustu fjárlögum fékk Aöstoö Islands viö þróunar- löndin 40 milljónir króna og var þaö allveruleg hækkun frá árinu áöur. Samt sem áöur var aug- ljóst aö i slikri veröbólgu sem hér er yröi minna úr þessu fjár- magni en æskilegt væri. Annað var þó ánægjulegra og þaö var aö svo virtist sem stjórnvöld viöurkenndu aö einhverju leyti aö þaö þyrfti aö auka þróunar- aöstoö smám saman. Þaö skal tekiö skýrt fram aö hingaö til hefur Aöstoö Islands viö þróunarlöndin aldrei fengiö meira fjármagn en svo aö þaö nægöi aöeins fyrir samnings- bundnum framlögum til þróunaraöstoöar. Óbreytt j fjárframlag En viti menn, Adam var ekki • lengi I Paradis, þegar fjárlögin • Allt frá því Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, heimsótti Peking fyrir sex árum hef ur það verið Ijóst að fyrr eða síðar mundi bandarísk stjórn taka upp fullt stjórnmálasamband við stjórn Alþýðulýðveldisins og þar með væri eytt einum lífseigasta arf i kalda stríðsins. Það hefur tekið sex ár að komast að niðurstöðu um það mál sem erf iðast var að leysa: hver yrði framtíð stjórnar á Tævan, sem Bandaríkin höfðu baktryggt allt frá lokum borgarastyrjaldarinnar 1949 og lengi vel látið sem þar sæti hin eina lögmæta stjórn alls Kína. Nú hef ur sú stjórn verið látin lönd og leið í reynd. f yf irlýsingu Carters for- seta um stjórnmálasamband við Peking er að sönnu tal- að um áframhaldandi óopinber menningar- og við- skiptatengsli við þjóð Tævans og svo það, að búist sé við því, að Tævanmálið verði leyst með friðsamlegu móti. En það er og tekið fram af hálf u Bandaríkjastjórnar að Tævan séóaðskiljanlegur hluti Kína og það hlýtur því að- eins að vera spurning um dagsetningar hvenær þeim skilningi verður fylgt eftir. • A Tævan og hér og þar um heiminn mun verða talað um svik af hálfu Bandaríkjastjórnar: hún sé reiðubúin til aðsvíkja jafnvel elstu og traustustu bandamenn sína hvenær sem henni býður við að horfa. Að því er varðar Tævanstjórn sjálfa, þá hefur hún fyrir löngu grafið sér sína pólitísku gröf. Ráðamenn þar hafa aldrei haldið öðru f ram en að Tævan og Kína væru eitt ríki, og í krafti þess skilnings og bandarísks stuðnings héldu þeir sessi Kina hjá Sameinuðu þjóðunum og víðar í meira en tvo áratugi. Þær röksemdir hlutu síðan að snúast gegn þeim á Tævan með breyttum aðstæðum. Engu að síður er lík- legt,aðýmsir bandamennBandaríkjanna dragi sína lær- dóma af því hvernig nú er komið skjólstæðingum sex bandarískra forseta á Tævan. Hlutskipti þeirra er m.a. áminning til forystumanna Egyptalands og ísraels um að Bandaríkjamenn taka sína af stöðu í samræmi við eig- in hagsmuni en ekki í samræmi við pólitískar heitstreng- ingar af ýmsu tagi. Orð eru ódýr. Og það var ekki að á- stæðulausu, að Carter forseti minntist í tilkynningu sinni um upptöku stjórnmálasambands sérstaklega á þá glæstu möguleika sem opnast með „blómlegum verslun- arviðskiþtum við næstum því miljarð íbúa Alþýðuveldis- ins Kina". Keppinautar Bandaríkjanna í alþjóðlegum viðskiptum, Japanir, Frakkar, Vestur-Þjóðverjar voru allir búnir að koma sér upp nokkru f orskoti á kínversk- um markaði, og þá ekki sístá kinverskum vopnamarkaði sumir hverjir. Bandaríkin máttu ekki við því lengur að láta pólitísk vandamál tef ja fyrir sér á þeim vettvangi. Og í viðskiptum eru allir kettir gráir, jafnvel þótt þeir hafi heitið blóðrauðir drekar hins alþjóðlega kommún- isma í gær. • Hinn nýi áfangi í sambúð Bandaríkjanna og Kína á sér einnig hlið sem snýr að Sovétríkjunum. Þau hafa að sönnu alltaf verið hlynnt fullri viðurkenningu á Alþýðu- veldinu kínversika og hafa öll formleg tengsli við það í lag.i, enda þótt grunnt sé á því góða á milli ríkjanna. En í sameigihlegri yfirlýsingu frá kínverskum og bandarísk- um stjórnvöldum er að finna orðalag, sem vísar tif þess, að Kínverjar að minnsta kosti haf i f ullan hug á að beita hinum nýju tengslum í köldu stríði sínu við Sovétmenn. Þeir hafa alla vega komið inn f yf irlýsinguna fordæm- ingu á viðleitni ríkja til að koma sér upp „forræði" í Asíu. Þetta orðalag er algeng feluformúla yf ir sovétand- úð Kínverja, eins og fyrir skemmstu kom fram í sam- bandi við samstarfssáttmála sem þeir gerðu við Japani. Bæði sá samningur og hin nýju tíðindi f rá Washington og Peking minna rækilega á það, að diplómatískur róður Sovétmanna hefur mjög þyngst á undanförnum mánuð- um. —áb. Það er fjármálaóreiöan og efnahagsóstjórnin sem er meiniö á Is- landvekki fátækt þjóöarinnar. Þvl höfum viö enga afsökun ef dregiö veröur enn úr smánarlega lágu framlagi til þróunaraöstoöar. Þaö veröur vist saga til næsta bæjar aö islenska rlkiö skuli kippa burtu öllum grundveili undan samningi um aöstoö viö uppbyggingu fiskveiöa I Kenya sem þegar er fariö aö vinna eftir. voru lögö fram I haust var gert ráö fyrir óbreyttu fjárframlagi þ.e. 40 milljónum króna þrátt fyrir 50% veröbólgu. Þaö er ekki svo aö sjá aö veröbólgan sé mikil i augunum á þeim sem þessa ákvöröun tóku. Þegar fjárbeiöni Aöstoöar- innar var samin I sumar var auövitaö ekki tekiö miö af þvi aö gengiö yröi fellt meö haustinu. Samkvæmt fjárbeiöninni áttu 10 milljónir aö fara i samnorrænu verkefnin 3 I Kenya og Tanz- aniu. 1 samnorræna verkefniö i Mosambique áttu aö fara 30 milljónir.en samkvæmt siöustu kostnaöaráætlun veröur hlutur tslands (0,72%) 129.600 banda- rikjadalir eöa rúmlega 40 milljónir isl. króna. Svo aö ekki blæs nú byrlega fyrir þessari blessaöri stofnun. Þá er eftir aö nefna þaö aö til uppbyggingar fiskveiöa I Kenya var gert ráö fyrir 10 milljónum á næsta ári. Islendingar hafa nú þegar hafiö þessa aöstoö og er Baldvin Gislason skipstjóri farinn til starfa I Kenya. Þaö veröur vist saga til næsta bæjar aö islenska rikiö skuli kippa burtu öllum grundvelli undan samningi, sem þaö er nýlega búiö aö gera. Lifir hún nœstu jól? Þá er rétt aö benda á beiöni Cape Verdestjórnar, sem getiö var hér fyrr i þessu fréttabréfi. Þaö er augljóst aö ekki veröa miklir fjármunir til skiptanna á þeim vettvangi ef aö likum lætur. Aö lokum skal þaö nefnt aö stofnunin fór fram á 5 millj. króna I fjárbeiöni sinni til stjórnunar, skrifstofu og upplýsingastarfsemi. Hingaö til hefur veriö litiö á slikar beiönir sem lúxus og bruöl og þvl vart viö þvi aö búast að slikt yröi tekiö i mál núna. Enda er ekki gert ráö fyrir þvi I fjárlögunum aö stofnunin geti sinnt samningsbundnum framlögum hvaö þá rekiö skrifstofu. Þaö veröur spennandi aö fylgjast meö þvi hvort Aöstoö Islands viö þróunarlöndin nær aö lifa næstu jól eöa hvort hún leggur upp laupana fyrir þann tima. Ekki er nú hægt aö segja aö 8 ár sé hár aldur. Endemis áframhald Og svona til gamans aö lokum errétt aö benda á,aö á slðasta ári mun þróunaraöstoö Islendinga hafa numiö nálægt 0,06% af þjóðarframleiöslunni. Ef þessi tala (40 millj.) veröur áfram þegar fjárlög hafa veriö afgreidd má búast viö aö þróunaraöstoö Islendinga hafi minnkaö um 15-20%. Seint munu Islendingar ná 1% markinu meö þessu endemis áframhaldi.” —e.k.h.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.