Þjóðviljinn - 20.12.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.12.1978, Blaðsíða 13
Miövikudagur 20. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Siglaugur Brynleifsson skrifar um bækur Aratugur í Skagaffrði og tveim árum betur Saga frá Skagfiröingum III. bindi 1685 — 1847. Jón Espólin og Einar Bjarnason. Reykjavik — Iöunn 1978. Eftir þvi sem Saga frá Skag- firöingum nálgast lokin, þéttist frásögnin, veröur itarlegri og ýmis efnitind til, sem ekki getur i fyrri köflum. Þetta bindi nær frá 1831 til 1842. Frásögn Espólins' nær til ársins 1835 og þá tekur Einar Bjarnason viö. Mikill mun- ur er á frásagnarháttum þessara höfunda og sést best hversu ágætur höfundur Espólin er þegar hann er borinn saman viö góöan frásagnarmann. Þaö er rétt sem Einar Bjarnason segir i kaflanum „Fráfall Espólins”, sem hefst svo: „Núskali fám oröumgreina fráfall þess manns, er einna mestur hefir fræöimaöur á Is- landiveriöbæöi aö fornuognýju, þar meö trúmaöur mikill og flest- um mönnum frómlyndari og um hvervetna vel farinn...” Stilsmáti Espólins er einstakur og minnis- stæöur og lýsingar hans á at- buröum og einstaklingum sér- stæöar og lýsandi. Hvaö sem segja má um Islands Arbækur þá eru þær heildarmynd af sögu landsmanna frá sjónarmiöi viss tima og margt sem þar er skráö hefur haldiö fullu gildi sinu sem góö sagnfræöi, og skemmtileg sagnfræöi og kemur þar til mál- far höfundar og sérkennilegur stilsmáti. Mat manna og skilningur á liöinni tiö breytist meira og minna meö hverri kyn- slóö en þar veröa ætiö til verk sem halda gildi sinu þótt margt l þeim veröi úrelt sagnfræöi I aug- um siöari tima. Þúkydites, Snorri, Sturla Þóröarson, Poly- bios, Gibbon, Macaulay ofl. ofl. Heimurinn væri fátækari ef ein- hvers þeirra missti. Og islensk sagnfræöi væri talsvert fátækari ef Arbækur Espólfns og Saga frá Skagfiröingum heföu ekki veriö saman settar. Þvi er útgáfa þessa ritsafns hiö þarfasta og gagnsam- legasta verk og þyrfti aö fylgja þvl endurútgáfa Arbókanna og annarra rita hans og einnig þýöingar. „Hákon son Jóns Espólins bjó á Ystu-Grund og skorti hjú sem aöra, þvi þau fengust hvergi, hvaö sem I boöi var, og giftist allt ogfóraöbúa, sem skriöiö gat, og haföi húsmennsku, ef þaö fékk ei jaröir, en þó höföu mörg nýbýli veriö tekin upp þessi misseri og mörg áöur”, segir viö áriö 1831. Þessi tónn er algengur hjá Espó- lin, hann var iheldinn. ömun á prangi og óþörfu erlendu skitti var eitur í beinum þessara manna, þeir löptu sannarlega ekki upp erlendan tíhroöa né öp- uöu annarlega háttu, þvi þeir vissu gildi sitt. Fjöldi manna kemur hér viö sögu, „Frá Frankismönnum” segirfrá för Gaimards. Um Jóns- messu voru þeir i Ölafsvik, þar sem Gaimard var gefin stór skata,, og lét hann þvo hana sem bestogláta svoi heilu liki i lagar- tunnu og hella á brennivlni...”. Gaimard feröaöist um Skaga- fjörö, heimsótti Benedikt prófast á Hólum og fór siöan til Mælifells og siöan „suöur fjöll til Reykja- vikur”. Einar nefnir Jörund hundadagakonung „falsara” og getur hans i sambandi viö kaupmann nokkurn: „lftt varö hann harmdauöi sumum mönn- um”. Bólu Hjálmar kemur hér til sögunnar: „Hjálmar þessi var hygginn maöur, skuröhagur vel og skáld”. Lýst er þjófaleitinni I Bóluog örlögum spaökjaggans. I kaflanum um andlát Bjarna amt- manns er Bólu-Hjálmars einnig getiðsvo: „Þóvarsá einnmaöur, er kvaö ílla eftir hann, og vissu menn, aö þaö mundi Hjálmar bóndi i Bólugeröi gjört hafa (Amtmannsvfsur um alla amt- menn sem setið höföu á Mööru- völlum), en móti þvi kvaö Niels skáld meö röksemd mestu, en ekki níöyröum. GIsli Konráösson kvaö visur þungskildar ' og meiningarmiklar móti niöinu.” Méöal annarra sem koma til sögunnar eru: Jón Konráösson á Mælifelli, Halldór Jónsson i Glaumbæ, Pétur Pétursson á Vlöivöllum, Jón Samsonarson i Keldudal, Bjarni Thorarensen, Sköröugils Jón og Siguröur trölli. Sérkafli er um andlát Friöriks konungs VI, „haföi hann þá ráöiö Danmörku 31 vetur og veriö m jög mildur, örlátur og góöur konung- ur og haföi ætiö vilja þegnum sin- um sem best og ekkert til sparað aöeflahagrikisslns... Varö hann mörgum manni mjög harm- dauður”. Umsjón meö þessari útgáfu höföu: Kristmundur Bjarnason, Hannes Pétursson og ögmundur Helgason. Kristmundur Bjarna- son hefur samiö skýringar og viöauka. ÚTBOÐ Framkvæmdanefnd úm byggingu leigu- og söluibúða, Flateyri, V-lsafjarðarsýslu óskar eftir tilboðum i byggingu 6 ibúða fjölbýlishúss. Samtals 241 ferm. 1663 rúmm. Húsið á að risa við Hjallaveg 9, Flateyri og er boðið út sem ein heild. Skila á húsinu fullfrágengnu eigi siðar en 30. april 1980. Útboðsgögn verða til afhendingar á sveitarstjórnarskrifstofu Flateyrar og hjá tæknideild Húsnæðismálastofnunar rikis- ins frá mánudeginum 18. desember 1978. Gegn kr. 30.000,- skilatryggingu. Tilboðum á að skila til Einars Odds Kristjánssonar, Sólbakka, Flateyri eða tæknideildar Húsnæðismálastofnunar rik- isins eigi siðar en föstudaginn 19. jan. kl. 10.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. f.h. Framkvæmdanefndar um byggingu leigu- og söluibúða Flateyri. Einar Oddur Kristjánsson. i njrnæla III 1 Jiir»in - Pi'iinl?. Jacul>s*-n WjJliim Heirwson.......... Hs{:ri.u OUitoCíi DÝRMÆTA LÍF ÞORGILS GJALLANDI: Úrval af frábærum sendibréfum SOGUR, URVAL sem Jörgen-Frantz Jacobsen rit- Úrval af smásögum Þorgils Gjall- aði vini sínum, skáldinu William anda, ennfremur sagan Upp við Heinesen. Hjálmar Ólafsson fossa. Þórður Helgason cand. menntaskólakennari þýddi. mag. annaðist útgáfuna. ** ’ ISLENSK PLÖNTUN ÖFN EFTIR STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM Stórfróölegt rit um heiti íslenskra plantna frá landnámsöld til okkar daga. ►iitNTUNÖfN Sieindór Steindórsson fn\ Hkklum SÖFOKLES ÞEBULEIKIRNIR ---OlDlPÚS KONUNGUR --OIDlPÚS I KÓLONOS ANTlGONA ÞEBULEIKIRNIR ODÍPÚS KONUNGUR - ODÍPÚS í KÓLONOS - ANTÍGÓNA Einhver frægustu verk SÓFÓ- KLESAR í frábærri lausamálsþýð- ingu dr. Jóns Gíslasonar. f ALÞIN GISM ANN AT AL 1845-1975 TEKIÐ HAFA SAMAN LÁRUS H. BLÖNDAL, ÓLAFUR HJARTAR OG HALLDÓR KRISTJÁNSSON Stórglæsilegt og fróðlegt upp- sláttarrit sem ekki má vanta í neitt heimilisbókasafn. SAGA REYKJAVÍKUR- SKÓLAII EFTIR HEIMI ÞORLEIFSSON MENNTASKÓLAKENNARA Ekki einungis fræðandi heldur líka skemmtileg. Annað bindið tekur jafnvel fram hinu fyrra, sem kom út 1975. tMmh ÞorMMo* SAGA REYKJAVÍKUR SKÓLA ALFRÆÐI MENNINGAR- SJÓÐS NÝTT BINDI í ALFRÆÐI MENNINGARSJÓÐS LÆKNISFRÆÐI EFTIR GUÐSTEIN ÞENGILSSON LÆKNI J BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstig 7 - Reykjavík - Sími: 13652

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.