Þjóðviljinn - 20.12.1978, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.12.1978, Blaðsíða 20
DJOÐVIUINN Mi&vikudagur 20. desember 1978 A&alsimi Þjó&viljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 —12 og 5 — 7 á laugardögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i bla&amenn og a&ra starfsmenn bla&s- ins i þessum Simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbrei&sia 81482 og Bla&aprent 81348. Skipholti 19, R. 1 BUÐIIM simi 29800, (5 HnurP~~^^ , Versliö í sérverslun með litasjónvörp og hljómtæki Allir minni togarar í höfn í dag gengur i gildi þorskveiðibann báta- flotans og gildir það til áramóta. Þessa daga er bátum óheimiit að stunda þorskveiðar, en heimilt að stunda aðrar veiðar að þvi tilskildu að þorskafii fari ekki yf- ir 15% af afla hverrar veiðiferðar. Skuttogur- um var hinsvegar gert að stöðva þorskveiðar i samtals 21 dag á tima- bilinu frá 15. nóvember til áramóta, og aldrei skemur en 7 daga i senn. Skuttogararnir hafa þvl hætt veiöum á lengra tlmabili og stö&vanir þeirra hafa dreifst á ýmsa vegu. Þeir skuttogarar sem hafa fullnægt þessum skilyrðum, mega stunda veiöar fram aö ára- mótum, en þó er skuttogurum undir 500 tonnum aö stærö gert að stö&vaa.m.k.þrjá daga yfir jólin, samkvæmt samningum. Margir togarar eu búnir aö taka þessa 21 dags stöövun út, flestir minni togaranna hafa tekið hálfan mánuð út og stööva þá I viku um jólin. Hins vegar veröa margir stærri togaranna aö veiö- um um jólin. Sjávarútvegsráðuneytiö hefur ekki tekið saman nýlega, hve margir togarar hafa tekiö banniö út, en I byrjun desember var helmingur þeirra búinn aö þvl, svo llklegt er aö meirihluti togar- anna hafi nú hætt veiðum 121 dag. En hjá smærri togurunum er þetta misjafnt. Þeir sem eru þeg- ar búnir aö taka banniö út veröa I höfn 3 daga um jólin, en aðrir, t.d. ýmsir Austfjaröatogarar, hafa langt samfellt stopp I desember- mánu&i og fram yfir jól. Guöjón Jónsson hjá verkalýös- félögunum á Akureyri sagöi Þjó&- viljanum aö allir Akureyrar- togararnir veröi úti um jólin nema Sólbakur, en hann er af minni geröinni og ber þvl að vera I höfn um jólin. ,,Þaö er auövitaö ekki gott aö menn sem eru mikið fjarri heimilum sínum skuli ekki geta fengið aö vera meö slnum fjölskyldum á þessari stærstu hátfö ársins”, sagði Guöjón. Hann sagöist gera ráð fyrir þvi, aö flestir þeirra vildu vera heima hjá sér um jólin. Otgeröarfélag Akureyringa gerir út 5 togara, og veröa þvl 4 þeirra aö veiöum um jólin. —eös Minni togarar ver&a i höfn um jólin en margir stærri skuttogaranna haida út á vei&ar rétt fyrir hátl&ar. Gjaldfallnar skuldir bátaflotans i Vestmannaeyjum | Rúmur miljarður króna Nefndir þær sem út- vegsbændur í Vest- mannaeyjum skipuðu til að kanna f járhagsvand- ann og leiðir til úrbóta hafa nú skilað áliti. Þar kemur m.a. fram að nú í desember eru gjaldfalln- ar skuldir bátaflotans í Eyjum alls tæpar 1067 miljónir króna. Ennfremur kemur fram að um 20% af brúttóafla- verðmæti fer í vaxta- kostnað og s.l. haust var meðaltap á bát 14,3% eða 9,1% hærra en lands- meðaltal. Gjaldfallnar skuldir skiptast þannig aö til netaverkstæöa, verksmiöja, raftækjaverk- stæöa, dráttarbrauta, ollu- félaga, bifreiðastö&va og versl- ana er skulduö 451 miljón króna. Skuldir til bæjarsjóös eru rúmar 29 milj. kr., til hafnar- sjóös tæpar 10 milj. kr., til Báta- ábyrgöarfél. Ve. tæpar 133 milj. kr., til byggöasjóös tæpar 174 milj. kr., og til Fiskveiöasjóös 270 milj. kr. Ástæöurnar fyrir þessari slæmu þróun eru taldar þverr- andi þorskafli þrátt fyrir meiri sókn, aukinn vi&haldskostna&ur og kostnaöur viö ollu miöað viö fiskverö og lægri styrkir til sjávarútvegsins. Otvegsmenn leggja til aö felldir veröi ni&ur tekjustofnar af ollu og hún niöurgreidd aö hluta, vextir veröi stórlækkaöir, rekstrarlán veröi hækkuö I sam- ræmiviö fiskverö og kaupgjald, lánafyrirgreiöslur veröi auknar og geröar hagstæöari, reglum um aflatryggingasjóö veröi ! breytt I samræmi viö nýjar aö- stæöur (mánaðaruppgjör á kaupi o.fl.), rikiö auki hlutdeild slna I greiðslu iögjalda, reglum um aldurssjóð fiskiskipa veröi breytt og fiskverö aldrei ákveö- iö nema til 3 mánaöa I senn. —GFr I ■ B ■ I ■ I ■ I ■ I '■ I ■ I ■ I ■ I Þorskveiðibann báta gengur í gildi í dag 4 af 5 togurum U.A. að veiðum um jólin Lagfærðir vaktasamningar Sóknar: Fá nú sömu álags- prósentu og BSRB flokkum, aö því er Aöalheiöur Bjarnfreösdóttir, formaöur Sóknar, sagöi Þjóöviljanum. Nær nýja álagiö fyrst og fremst til vinnu um nætur, helgar og stór- hátíöir. Sag&i A&alheiöur aö fremur hef&i veriö kosiö aö bæta þennan mismun aö hluta nú og halda á- fram aö leita leiöa til a& jafna launin en aö fara I hart. Þeir sem á móti voru vildu hinsvegar fara I verkfall og fylgja fram aöalkröfu um grunnkaupshækkun. Biöstaöa verkalýösfélaganna almennt og viökvæm verkfallsaös taöa Sóknar af mannúöarástæöum réö úrslitum hjá meirihlutanum. Innl BSRB? Til tals hefur komiö aö Sóknar- félagar eöa hluti þeirra yröi deild I BSRB, en þau mál eru enn á al- geru skoöunarstigi. BSRB hefur takmarkaöan verkfallsrétt aö lögum, en það hefur Sókn I reynd lika af fyrrnefndum ástæöum, einkum aö þvl er varöar elliheim- ili og fleiri stofnanir, þar sem aö- hlynning er beinlfnis undir starfi Sóknarkvennanna komin. A tilhögun námskeiöa veröa geröar breytingar meö tilliti til starfsfólks dagvistunarstofnana meö þaö fyrir augum aö auka hæfni þeirra og bæta kjörin. Framaö þessu hafa veriö haldin þrjú námskeiö fyrir Sóknar- félaga, sameiginlega fyrir starfs- fólk á barnaheimilum og heil- brigöisstofnunum, en ætlunin er nú aö sérhæfa námskeiðin. —vh Tillögur stjórnar Starfs- mannafélagsins Sóknar um lagfæringar á samn- ingum um vaktaálag og um tilhögun námskeiða var samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta at- kvæða á fjölmennum fundi félagsins I fyrrakvöld. Um 250 manns komu á fundinn og voru tillögur stjórnarinnar samþykktar meö 197 atkvæöum gegn 48 I skriflegri atkvæöa- greiöslu. Mikil óánægja hefur lengi veriö meöal Sóknarfélaga vegna mis- réttis I vaktaálagi á sjúkrahús- um, sem hefur veriö mun lægra hjá þeim en hinum sem vinna eftir samningum BSRB. Meö þessum leiöréttingum nú fá Sóknarfélagar sömu prósentutölu álags og opinberir starfsmenn, en eru áfram lægri þarsem pró- sentan reiknast af lægri launa- Loðnuveiðibaim Algjört lo&nuvei&ibann er nú I gildi og ailur lo&nuvei&i- flotinn I höfn. BanniO gekk i gildi 15. desember sl. og nær til 9. janúar. Allir sjómenn á lo&nuskipum ver&a þvl I landi um jólin og áramótin. —eös Vaktasamningar Sóknarkvenna hafa nú veri& lagfær&ir. Myndin er tekin á Borgarspitalanum i gær. Ljósm. Leifur. Álafoss enn fastur Ekki haföi enn tekist i gær- kvöld aö losa ms. Álafoss af sandrifinu I Hornafjar&arósi þar sem hann stranda&i aO- faranótt laugardagsins. Björgunarskipiö Goöinn hefur gert Itrekaöar tilraunir til aö ná skipinu út á flóði, en allt komiö fyrir ekki. Veröur haldiö áfram aö reyna aö losa skipiö I dag. Þetta er I annaö sinn á stuttum tlma sem skip tekur niöri I Hornafjaröarhöfn. Múlafoss festist þar I slðustu viku, en lóniö hefur grynnk- aö mjög mikiö undanfarnar vikur. Frumvarp um verðjöfnunargjald á raforku: Meirihluti idnaöar- nefndar andvígur hækkun Eins og fram kom i blaöinu I gær var frumvarp rikisstjórnar- innar um framlengingu og hækk- un ver&jöfnunargjalds á raforku tekiö til fyrstu umræ&u I ne&ri deild fyrir helgi. Þar ur&u mjög skiptar sko&anir og mótaOist af- staOa þingmanna ekki af flokk- um. 1 gær var svo skilaö áliti iönaöarnefndar deildarinnar um máliö en hún hefur haft þaö til af- greiöslu milli umræöna. Nefndin klofnaöi og lagöi meirihlutinn, þingmennirnir Gunnar Thorodd - sen, Jósef H. Þorgeirsson, Eö- varö Sigurösson og Gunnlaugur Stefánsson, aö gjaldiö yröi framlengt óbreytt en ekki hækk- aö. Minnihlutinn, en I honum eru þingmennirnir Kjartan Ólafsson, Arni Gunnarsson og Ingvar Gislason, lagöi til aö frumvarpiö yröi samþykkt óbreytt. Þó skrif- aöi Arni Gunnarsson undir minni- hluta álitiö meö fyrirvara. (Nánar segir frá fyrstu umræöu um þetta frumvarp á bls. 6). sgt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.