Þjóðviljinn - 22.03.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.03.1979, Blaðsíða 1
/ Fimmtudagur 22. mars 1979—68. tbl. — 44. árg. Platgos! Tilkynnt var I gærmorgun frá Höfnum, aö eldgos væri hafiö út af Reykjanesi. Lög- reglan i Keflavik kom fregn- inni áleiöis til Almanna- varnarikisins og var flugvél Landhelgisgæslunnar beNn aö athuga máliö. Vélin flaug fram ogaftur um svæöiö, þar sem etdgos átti aö hafa sést, en menn uröu einskis sHks varir. Blaöamaöur og ljös- myndari Þjóövíljans voru i flugvélinni, sem var aö leggja af staö i iskönnunarflug. Guömundur Kjærnested skipherra sagöiþaöekki óliklegt, aö hér heföi veriö um dökkan skýjabólstur aö ræöa, sem sólin heföi skiniö i gegnum. -eös Samkomulag BSRB og nkJsstjómar í dag? Vilji af beggja hálfu Enn helst norðanáttin og haf is er víða landf astur við Norðurland og hefur lokað nokkrum höfnum. Þessi mynd var tekin í mynni Eyjafjarðar í gærdag, en ísinn hefur m.a. lokað höfninni í Dalvík. Blaða- maður og Ijósmyndari Þjóðviljans fóru með flug- vél Landhelgisgæslunnar í ískönnunarf lug langleiðina kringum landið í gær. — (Mynd: eik) Sjá mynd- ir og frétt- ir á síðum 2, 8 og 16 Mikil fundarhöld voru milli BSRB og samráösnefndar rikis- stjórnarinnar annars vegar og innan BSRB i gær. 1 morgun var svo fyrirhugaöur fundur ráöherra og BSRB-manna og sagöi Haraldur Steinþórsson fram- kvæmdastjóri BSRB f samtali viö Þjóöviljann i gær aö þar yröi gerö tilraun til aö láta enda ná saman enda væri vilji til samkomulags af beggja hálfu. I fyrradag voru samþykkt drög aö gagntilboöi BSRB til rikis- stjórnarinnar og felur þaö i sér aö rikisstjórnin beiti sér fyrir breytingum á lögum um kjara- samninga gegn niöurfellingu 3% grunnkaupshækkunar um næstu mánaöamót. Helstu kröfur BSRB i þessum drögum eru: aö lengd samnings- timans veröi framvegis samningsatriöi, aö hvert aöildar- félag fari meö samningsgerö um skipan i launaflokka og rööun starfsheita, en þeir samningar hafi 2ja ára gildistima. Þessum sérkjarasamningum fylgi verk^ fallsréttur, en einnig sé félögum heimilt aö skjóta málum sinum i geröardóm, aö nefndarmönnum i kjaradeilunefnd veröi fækkaö úr 9 i 5 og ákvæöi komi inn i lögin um aö BSRB stjórni sjálft verkfalli sinu og aö lokum gerir BSRB kröfu til þess aö lögin taki til kjarasamninga allra, sem eru I BSRB, starfsmanna sameignar- stofnana rikis og sveitarfélaga, sjálfseignarstofnana og félaga- samtaka sem reka starfsemi sina i almenningsþágu eöa reknar eru meö beinum fjárframlögum úr rikissjóöi, styrktarsjóöum eöa meö daggjöldum frá Trygginga- stofnun rikisins eöa sjúkra- samlögum. t gærmorgun hélt undirnefnd BSRB fund meö ráöherrum sam- ráösnefndarinnar um þetta og siödegis I gær barst óformlegt til- boö frá rikisstjórninni. 1 gær- Framhald á blaösiðu 14. Glundroðinn i olíuinnkaupa- málunum Työ kerfi ígangi hjá Flug- leiðum Tvö kerfi eru í gangi varðandi eldsneytiskaup Flugleiða. Annað er fyrir Flugfélagsvélarnar en hitt fyrir Loftleiðavélarnar. Er þvi um mismunandi verð á oliu að ræða eftir þvi hvorar vélarnar eru fylltar. Ollufélagiö Skeljungur sér um aö selja steinoliu beint á Flug- félagsvélarnar en Flugleiöir kaupa hins vegar i stórum förmum oliu til aö fylla Loftleiöa- vélarnar. Þrátt fyrir tal um hagstætt verö á innkaupum Flugleiöa hjá Grand Bahama Petroleum Company, sem nú hefur rift samningum viö félagiö, mun þó veröiö frá Skelj- ungi yfirleitt hafa veriö lægra til Flugfélagsvélanna. Þjóöviljinn haföi samband viö Indriöa Páls- son forstjóra Skeljungs i gær og sagöist hann ekkert vita um hvort mismun á veröi væri aö ræöa. Hann sagöist ekki heldur vilja segja um verö á steinoliu hjá Skeljungi núna, kvaö þaö ekki hægt á þessum breytingatlmum á oliuveröi. Indriöi sagöist eiga von á farmi i lok april en ekki væri ljóst hvað hann kostaði. Þaö er þvi spurning núna, þegar Flugleiöir eru á köldum klaka vegna oliukaupa á Loft- leiöavélarnar, hvort hægri höndin getur ekki leitað til vinstri hand- arinnar og fengiö oliu frá Skelj- ungi sem væri kannski eitthvað ódýrari en sú sem kemur nú með oliuskipinu Panama. Einnig vakna upp spurningar hvort ekki væri hægt aö einfalda eitthvaö hiö margbrotna oliuinn- kaupakerfi Islendinga og spara nokkrar miljónir — eöa jafnvel miljaröa — meö þvi. —GFr Sjá yfirlýsingu frá Flugleiðum á 5. síðu REYKJAVÍKURBORG Kærir fasteignamat þijú hundruð húseigna Alltaö 4ra miljarða munur á fasteigna- og brunabótamati Reykjavíkurborg hefur kært fasteignamat tæplega 300 húseigna til hækkunar þar sem óeðlilegur munur er á fasteignamati og brunabótamati þessara húsa. Nemur munurinn samtals 86 miljörðum króna og mest yfir fjórum miljörðum á einni eign. Þegar Þjóöviljinn bar þessa frétt undir Björn Friöfinnsson, fjármálastjóra Reykjavikur- borgarr I gær, sagöi hann aö borgaryfirvöld væru óánægö meö fasteignamatiö I heild og hefðu borgarstjóri og aörir embættis- menn átt um þaö viöræöur viö Fasteignamat ríkisins og fjár- málaráöuneytiö undanfarnar vikur. Viö teljum fasteignamat húsa i mörgum tilfellum allt of lágt, en það á aö vera gangverö miöaö viö staögreiöslu en brunabótamatiö endurbyggingarverö miöaö viö staögreiöslu. Þaö er ekki okkar skoöun aö þetta eigi aö vera jafnt, sagöi Björn, heldur tókum viö prufu þar sem munaöi meira en 60 miljónum á brunabótamati og fasteignamati á tæplega 300 hús- eignum og reyndist munurinn samtals nema 86 miljörðum Holtagarðar, hús Sambands Isl. samvinnufélaga við Holtaveg. Fast- eignamatið er 360 miljónir 272 þúsund krónur, en brunabótamatið er 3 miljaröar 442 miljónir 487 þúsund krónur. Munurinn um 3 miljarðar króna. Ljósm. Leifur króna , og mesti munur á einni eign vera tæpir 4 miljaröar. Viö höfum einnig óskaö eftir þvi aö lóöamat i gamla miöbænum, þar sem metiö var til hækkunar 1970 svokölluö miöbæjaráhrif, veröi endurskoöaö þar sem allar aöstæöur hafa gjörbreyst og lóöa- mat ibúöarhúsalóöa er þar viöa Framhald á blaðsiðu 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.