Þjóðviljinn - 22.03.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.03.1979, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Fimmtudagur 22. mars 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. |H ■ Hi B HB ■ MB ■ Hi ■ I !■■■■! | Eldur laus í | Slndra í gær | Kl. 12.25 t gær var allt ■ slökkvíliðíð í Reykjavík | kallað út vegna elds í vél- - smiðjunni Sindra við I Borgartún. Þar var tals- ■ verður eldur en greiðlega 1 gekk að slökkva hann og 2 lauk því á 45 mínútum. Þóröur Einarsson i Sindra DALVÍK: sagði i samtali við Þjóðviljann I gær að 1/3 hluti þaksins væri ónýtur og raflögn hússins. Enn- fremur hefðu skemmst rafsuðu- vélar, slipivélar o.fl. 1 gær var þegar byrjað að gera húsið i stand og bjóst Þórður við að i næstu viku yrði það komiö i samt lag aö mestu. Ekki er vitað um eldsupp- tök þar sem starfsmenn voru i mat þegar eldurinn kom upp. —GFr Hafís lokar nú höfninni Vír strengdur fyrir hafnarmynnið svo jakar berist ekki inní höfnina „Hér er mjög kuldalegt um að litast og andar heldur köidu á okkurfrá hafisnum, sem nú hefur lokað siglin galeiöinni til og frá höfninni hér á Dalvfk,” sagði Bryn ja Grétarsdóttir er við rædd- um við hana I gær. Sagði Brynja að 600 til 800 m breitt Isbelti, frá Hálshorni aö Karlsá, lokaði algerlega siglinga- leiðinni og í morgun hefðu menn óttast að jaka ræki inni sjálfa höfnina og hefði þvi verið strengdur vir fyrir hafnarmynnið til varnar isrekinu. Dalvikurbátar náðu flestir upp netum sinum sl. mánudag og eru nú lokaðir inni i höfninni. Hafa tveir skipstjórar hug á að reyna að fá hjálp til að komast útúr höfninni og sigla vestur eða suöur fyrir land og stunda fiskveiðar þaðan, meðan ekki er hægt að at- hafna sig fyrir hafis nyrðra. Brynja sagði hafisinn ekki samfeUdan, heldur væri um að ræða isbelti meö auðum sjó i milli. Þá sagði hún að andaði mjög köldu af Isnum i norðanátt- inni, frost heföi verið um 12 stig, en það bjargaði miklu að vindur væri hægur. -S.dór RAUFARHÖFN; ísinn nálgast — Hér eru jakar komnir á fjörur og isspangir eru hér úti fyrir, sagði Guðmundur Lúðviksson á Raufarhöfn er blaðið átti tal við hann í gær. Og norð- anátt er ríkjandi svo búast má við hinu versta. Guömundur sagði aö þeir á Raufarhöfn hefðu strengt vir fyrir höfnina i gær til þess að verja bátana. Bátarnir hafa verið að taka upp þorskanetin en grá- sleppumenn eru eitthvað að þótt afli'sé tregur. — Ef is liggur hér eitthvað þá veröur ástandiö slæmt, sagði Guömundur. Togarinn kemst þá ekki inn, og ekki verður hægt aö landa hér neinum fiski og þar með hefur at- vinnuleysi riðiö hér I hlað. Þetta eru náttúruhamfarir, menn veröa að athuga það og þótt menn séu ekki beint i lifshættu þá gæti ástandiö orðið seigdrepandi. Og svo er hér allt ófært á landi. Vegir lokaðir vegna snjóa og meira að segja götur hér i þorpinu. Hér hefur mikið hriðað undanfarið og hriðar enn þótt minna sé en verið hefur. gl/—mhg Fréttabréf ASÍ um frumvarp forsœtisráðherra Felur í sér kaupskerðingu hefðu á kaupmátt kauptaxta verkamanna á þessu ári. Framhald á blaösiöu 14. Skerðinq í jún í. Maílaun Skerðing: 170.000 kr. 9 .350 kr. 200.000 kr. 11 . 000 kr. 250.000 kr. 13 .750 kr. 300.000 kr 16 .500 kr. „Frumvarp forsætisráðherra felur I sér kjaraskeröingu”. seglr í fréttabréfi ASt sem dreift var til aöildarfélaga, alþingismanna og fjölmiðla i gær. Jóhannes Sig- geirsson, hagfræðingur ASt, sagði I samtali við Þjóöviljann I gær, aö I fréttabréfinu værireynt að sýna á hlutlægan hátt I hverju þær breytingar á vis itölukerfinu, sem frumvarpið gerir ráð fyrii; séu fólgnar og hvaða áhrif þær Slökkvistarfið I fullum gangi i Sindra I gær. Ljósm, Leifur. skyldi vera auðveldast að finna mesta vöruvalið? Við leyfum okkur að mæla með Domus. Á einum stað bjóð- um við geysilegt úrval af alls kyns vörum á alls kyns verði. Þú finnur það sem þig vantar í Domus... og gleymdu ekki kaffi- teríunni ef fæturn- ir eru farnir að lýjast! 'Úrval af fatnaði frá Marks og Spencer 'Leikföng í þúsundatali 'Búsáhöld, gjafavörur, ! raftæki og skrautvörur "Skófatnaður 'Marlock skíði með og án bindinga 'Skíðastafir, skíðajakkar, skíðabuxur og hanskar ’Dachstein skíðaskór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.