Þjóðviljinn - 22.03.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.03.1979, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Frá um í borgarstjórn: Birgir tsleifur Gunnarsson Sigurjón Pétursson Kristján Benedilctsson Björgvin Guömundsson Orkan er sameign landsmanna sagði Sigurjón Pétursson Allmiklar umræöur uröu á borgarstjórnarfundi 15. þ.m. um nefhdarálit „skipulagsnefndar um raforkumál”, sem iönaöar- ráöherra skipaöi sl. haust til aö vinna aö tillögum um stofnun landsfyrirtækis sem sæi um alla meiriháttar vinnslu og dreifingu raforku I landinu, sbr. stjórnar- sáttmála rikisstjórnarinnar. Fyrir fundinum lá tiilaga frá fulitrúum meirihlutans þess efnis aö oröiö skyldi viö tiimælum iön- aöarráöherra og skipuö 5 manna viöræöunefnd vegna fyrirhugaör- ar stækkunar Landsvirkjunar og framtiöar hennar, og skyldu allir flokkar i borgarstjórn eiga full- trúa I nefndinni. Frá þvi tilmæli iönaöarráöu- neytisins bárust þ. 2. þ.m. hafa borgarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins lagst eindregiö gegn slikri nefndarskipan og á borgar- stjórnarfundinum lá fyrir tillaga frá þeim um aö hafnaö skyldi til- mælum iönaöarráöherra þar sem tillögur „skipulagsnefndar um raforkumál” væru meö öllu 0- aögengilegar fyrir Reykjavik. A borgarráösfundi 13. mars lögöu borgarráösmenn meirihlut- ans fram svofellda tillögu: „Borgarráö samþykkir aö skipa viöræöunefnd til aö fjalla um framtiö Landsvirkjunar og endurskoöun á sameiningar- samningi rikis og Reykjavikur- borgar.” Svohljóöandi bókun fylgdi tillögunni: „Vegna umræöna, sem oröiö hafa i borgarráöi um viöræöur viö iönaöarráöuneytiö um fram- tiö Landsvirkjunar, viljum viö borgarráösmenn meirihlutans taka fram eftirfarandi: Tillaga okkar um viöræöur viö iönaöarráöuneytiö felur ekki i sér neina afstööu til tillagna þeirra, er fyrir liggja um sameiningu Landsvirkjunar, Laxárvirkjunar og byggöalina, heldur gerum viö ráö fyrir aö gengiö sé til viö- ræöna, án nokkurra skuldbind- inga af hálfu Reykjavikurborgar um samþykki viö framangreind- ar tillögur, til þess aö fjalla um framtiö og endurskoöun á sam- eignarsamningi rikis og Reykja- vikurborgar, án nokkurra skuld- bindinga um aö borgin fallist á tillögur skipulagsnefndar um raf- orkumál um sameiningu Lands- virkjunar, Laxárvirkjunar og byggöalina.” Sjálfsagt og eölilegt að ræöa viö rikið Ofangreind tillaga var samþykkt á borgarstjórnarfund- inum, en tillögum Sjálfstæöis- flokksins visaöfrámeöbókunþar sem m.a. segir aö ósk ráöherra um viöræöur viö Reykjavíkur- borg sé sjálfsögö og eölileg þar sem fyrirhuguö stækkun Lands- virkjunar sé ekki möguleg nema aö fengnu samþykki borgar- Fásinna að hafna viðræðum innar. tb(Mcuninni er einnig tekiö fram aögengiösé til viöræönanna án nokkurra skuldbindinga um samþykki viö tillögur raforku- nefndarinnar um sameiningu Landsvirkjunar, Laxárvirkjunar og byggöalinanna. Viö þessari afgreiöslu brugöust Sjálfstæöisfulltrúarnir ókvæöa og lýstu þvi yfir aö þeir myndu ekki taka þátt f viöræöun- um og ekki tilnefna fúUtrúa frá sér i nefndina, eins og greint heftir veriö frá i ÞjóövUjanum. Veröur nú gerö grein fyrir um- ræöum um þessi mál i borgar- stjórn s.l. fimmtudag: Birgir tsl. Gunnarsson flutti framsögu fyrir tillögum borgar- fulltrúa Sjálfstæöisflokksins. Birgir átaldi nefndarskipan ráö- herra; nefndinni heföi veriö of þröngur stakkur skorinn og óeöli- legt aö borgaryfirvöldum heföi ekki veriö gefinn kostur á aö til- nefna mann i hana. (Nefndina skipuöu formenn stjórna Lands- virkjunar, Laxárvirkjunar. Raf- magnsveitna rikisins og byggöa- linanna, auk nokkurra annarra tæknimanna, en þeirra á meöal var borgarstjóri Reykjavikur, Egill Skúli Ingibergsson.) Gleypum ekki hvaö sem er Birgir sagöi ljóst af bréfi ráö- herra þar sem tUnefningar i viö- ræöunefnd er óskaö, aö fyrirhug- uöum viöræöum yröi einnig þröngur stakkur skorinn, þar sem beöiö væri um aö borgin gengi til samningaviöræöna á grundvelli tUlagna nefndarinnar. Hann taldi bréf ráöherralýsa miklum hroka, ráöherra teldi greinilega ekki aö hann þyrfti aö umgangast Reykjavikurborg sem jafningja I þessu máli, heldur gæti hann ráöskast meö Landsvirkjun eftir eigin geöþótta, — framreitt eitt- hvað á disk og rétt aö mönnum. „Viö Sjálfstæöismenn höfum til aö bera meira stolt en svo aö viö getum gleypt þaö sem aö okkur er rétt”, sagöi Birgir. Birgir rakti framkvæmdir I raf- orkumálum Reykvikinga frá þvi Elliöaárvirkjun var reist og sagöi Landsvirkjun gott og vel rekiö fyrirtæki, sem margir öfunduöust út I. Taldi Birgir þarft i þessu sambandi aö bera saman rekstur Landsvirkjunar og „sukkfyrir- tækisins” Rafmagnsveitu rikis- ins. Margir heföu viljaö seilast i þennan feita bita sem Lands- virkjun væri, og tillögur nefndar- innarmiöuöu aöþvi aö gera fyrir- tækiöaö „mjólkurkú” fyrir virkj- anir úti um land. Birgir taldi aö meö þvi aö aö- eins eitt landsfyrirtæki mætti virkja og reka virkjanir sem væru stærri en 5 mw, væri veriö aö taka allt vald af sveitarfélög- um ogalþingi og afhenda þaö ráö- herra. Helstu afleiöingu tillagna nefndarinnar taldi Birgir vera aö raforkuverö myndi hækka enn meir i Reykjavik, en skv. nefndarálitinu myndi full yfir- taka á skuldabyröum byggöalin- anna hækka heildsöluverö frá fyrirtækinuum 16,7 —22,3%, sem þýöir um 10% hækkun á smásölu- veröi. SagöistBirgir ekki hafa trú á aö rikiö yfirtæki skulda- byröarnar, þó I nefndarálitinu væri nefnd fleiri en ein leiö til þess. Verri samningsaöstaða Þá taldi hann hættulegt aö hlutur Reykjavikur færi niöur fyrir 50% eignaraöildar. Samningsaöstaöa borgarinnar yröi slæm ogerfitt yröiaö standa gegn innlimun Kröfluvirkjunar I fyrir- tækiö, þegar þar aö kæmi. „Ahrif Reykjavikur á stjórn fyrirtækis- ins mun einnig minnka I sam- bandi viö fjárfestingar og verð- íagningu”,sagöi Birgir. „Þaö mun veröa erfitt aö standa gegn óhag- stæöum virkjunum eins og Bessa- staöaárvirkjun, og fyrirtækiö veröur opnara fyrir þrýstingi eftir aö Reykjavik er oröin minnihlutaaðili.” „Ég spái þvi,” sagöi Birgir, „aö þetta nýja fyrirtæki veröi eins og Rafmagnsveitur rikisins, meö öllum þeim vafasömu á- kvöröunum sem þar hafa veriö teknar.” Varöandi aöild Laxárvirkjunar aö Landsvirkjun sagöist Birgir lsleifur telja aö forsendur fyrir einhliöa inngöngu Laxárvirkj- unar væru brostnar, og þyrffi lög- fræðilega athugun á þvi máli. Sjálfstœðismenn bera ábyrgö á lögunum frá 1965 Næstur talaöi Björgvin Guömundsson og flutti hann frávisunartillögu meirihlutans. Hann upplýsti aö borgarstjóri hefði haft samráö viö sig um for- mann borgarráös I þessum efnum og gefið sér reglulegar skýrslur um störf nefndarinnar. B jörgvin itrekaöi aögengiö yröi til viöræöna viö rikið meö ó- bundnar hendur og þaö væri furöuleg afstaöa hjá borgarfúll- trúum Sjálfstæöisflokksins aö vilja neita viöræöum viö meiöeig- endur i Landsvirkjun. Björgvin minnti á aö ekki er unnt fyrir borgina aö standa gegn inngöngu Laxárvirkjunar i Landsvirkjun þar sem lög kveöa svo á, aö á- kveöi stjórn og eigendur Laxár- virkjunar aö sameinast Lands- virkjun, þurfi ekki samþykki eignaraöilanna. „Þessi lög voru sett 1965,” sagöi Björgvin, ,,og kveöa svo á um aö rikiö eigi helming Landsvirkjunar þrátt fyrir inngöngu Laxárvirkjunar. Þetta þýöir einfaldlega aö fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins i iönaöar- ráöuneyti og borgarstjórn 1965 sem báru ábyrgö á þessum lög- um, geröu frá upphafi ráö fyrir þvi aö hlutur Reykjavikurborgar færiniöur fyrir 50%, þó Birgir Is- leifur lýsi þvi nú hér hversu óhag- stætt þaö kunni aö vera.” Björgvin sagöi rétt aö Laxár- virkjun væri gott fyrirtæki og inn- ganga þess i Landsvirkjun myndi ekki hækka raf orkuverö I Reykja- vik. Þvi taldi hann enga ástæöu til aöstanda gegn slikri sameiningu. Hins vegar sagöist hann ekki enn hafa tekiö afstööu til byggöalin- anna. Þær væru enn i mikilli skuld og yröu hinu nýja fyrirtæki byröi nema til kæmu rikisframlög eöa aörar leiöir svo sem lækkun veröjöfnunar'gjaldsins I staöinn. Gunnar Thor skipaði svipaöa nefnd i fyrra Næstur talaöi borgarstjóri Egill Skúli Ingibergsson. Rakti hann aödraganda nefndarinnar, og minnti á aö .þetta væri ekki I fyrsta skipti sem iönaöarráð- herra heföi skipaöembættismann Reykjavikurborgar I slika nefnd. Fyrir tæpu ári siöan skipaöi Gunnar Thoroddsen, þáverandi iðnaöarráöherra, nefnd til aö endurskoöa lög um orkumál og tilnefndi þá Aðalsteinn Guöjohn- senrafmagnsstjóra Reykjavíkur- borgar I hana. Sú nefnd heföi skilaö af sér I október 1978, og heföi nýja nefndin notaö tillögur hennar sem grundvöll aö sinum i nokkrum atriöum. Borgarstjóri sagöi aö skýrt afmörkuö verkefni heföu auö- veldaö nefndinni aö vinna þaö verk sem beöiö var um. Hafist heföi veriö handa viö aö flokka þau fyrirtæki sem fyrir væru I landinu, eignir þeirra og skuldir ogþvi heföi ekki fariö hjá þvi aö Kröfluvirkjun heföi komist á blaö, þar sem hún væri staö- reynd þó menn vildu helst leiöa hana h já sér. Kröfluvirkjun heföi sérstööu og niöurstaöa nefndar- innar heföi veriö sú aö ekki ætti aö hafa hana inni i sameiningunni eins og málum væri nú háttaö. Borgarstjóri sagöi aö skýrslan væri tölulegur grundvöllur,' unninn af tæknimönnum, til þess ætlaöur aö auðvelda stjórnmála- mönnum stefnumörkunina. Siöan rakti borgarstjóri eftii skýrslunnar og benti m.a. á aö hvergi væri dregin dul á þaö I skýrslunni aö Bessastaöaárvirkj- un væri mun lakari virkjunar- kostur en aörir. Hann taldi aö meö einkarétti á byggingu og rekstri stærri raforkuvera væri tryggt aö fyrirtækiö sjálft yröi á- kvaröandi um næstu virkjun út frá hagkvæmissjónarmiöi fremur en aö ákvaröanir yrðu teknar út frá staðbundnum hagsmuna- ' sjónarmiöum eins og veriö heföi um of hingaö til. Aö lokum sagöi borgarstjóri aö ibúar á suö-vestur horninu væru betur settir i raforkumálum nú en aörir landsmenn, en þaö gæti snúist viö og myndi gera þaö inn- an tíðar. Þaö væri þvi ekki siöur mikilvægt aö gæta hagsmuna Reykvikinga i framtiöinni. Orkan er sameign Sigurjón Pétursson sagöi aö hann teldi tvimælalaust rétt að stofna eitt landsfyrfrtæki sem sæi um alla orkumiölun og orkuöflun i landinu. Til þess lægju mörgrök. Lita bæri á orkusvæði landsins sem sameign landsmanna allra, hvar sem þau væru, og virkjanir yröi aö framkvæma meö hags- muni heildarinnar i huga i staö þess aö hver virkjaöi sinn bæjar- læk eins og stefnan heföi veriö. Hreppasjónarmiö mættu ekki vera ráöandi i öflun og dreifingu raforkunnar. Skortur á heildarstjórnun og samvinnu hefur leitt til þess aö Islendingar búa nú viö dýrari raf- orku en skyldi,” sagöi Sigurjón, ,,og óvirkjaöa valkosti sem eru hagkvæmari en þeir sem ráöist hefur veriö i. Þar er um aö kenna þvi sjónarmiði aö reisa þurfi virkjun i' hverri sveit tÚ aö tryggja öryggi i orkumálum, þó flutningur raforku frá stærri orkuverum sé mun öruggari.” Landsmenn allir greiða óhagkvœmar virkjanir Sigurjón sagöi ennfremur aö ó- hagkvæmni i orkuöflun væri ekk- ert einkamálákveöins landshluta þvi byröunum væri jafnaö út meö veröjöfnunargjaldi og sköttum á alla landsmenn. Þaö væri þvi rangt aö halda aö óhagkvæm orkustefha sparaöi einhverjum hluta þjóöarinnar útgjöld. Sigurjón tók undir þau orð Bfrgis tsleifs aö Landsvirkjun heföi staöiö sig betur en ýmis önnur fyrirtæki. Astæöan væri sú aö fyrirtækiö væri svo öfl- ugt aö þaö gæti stundaö virkjun- ar- og hagkvæmnisrannsóknir, sem sýndu besta valkostinn áöur en i framkvæmdir yröi ráöist. Sigurjón taldi fráleitt aö hafna viöræðum um stækkun Lands- virkjunar eins og tillaga Sjálfstæöisflokksins miöaöi aö, þvi gæta þyrfti þess aö slik stækkun yröi ekki til óhagræðis fyrir Reykjvikinga og þá sem njótaraforku frá Rafmagnsveitu Reykjavikur. Nauösynlegt væri aöhalda rétti Reykjavikurborgar aö fullu fram i sambandi við yfir- töku á eignum og einnig mætti benda á nauösyn þess aö eigendur Landsvirkjunar njóti arös af fyrirtækinu. Smámunasemi ihalds Kristján Benediktsson sagöi aö i þessum málum þyrfti aö fara meö gát og gæta hagsmuna borgarinnar, og fásinna væri aö hafna viðræöum viö ráöuneytiö út af einhverri smámunasemi og viökvæmni vegna oiðalags i' bréfi iðnaðarráðherra. Hann Itrekaði aö gengiö yröi til viöræönanna meö óbundnar hendur og sagöi þaö óvist aö hagsmunum Reykja- vikur væri ekki betur borgiö meö einhverjum breytingum I orku- málum frá þvi sem nú væri. Þá minnti Kristján á aö byröum vegna orkuframkvæmda væri skipt á alla landsmenn, hvort sem þeim likaöi betur eða verr meö sköttum. Reykjavikurborg heföi t.d. ekki veriö spurö aö þvi hvort reisa ætti Orkubú Vestfjaröa, en Reykvikingar heföu fengiö aö borga brúsann eins og aör ir þegar aö skuldaskilum heföi komiö. Þaö væri þvi e.t.v. hagstæöara aö vera meö i ráöum þegar virkjunarkostir væru valdir heldur en aö láta þaö ráöast á alþingi. Einnig töiuöu Adda Bára Sig- fúsdóttir, Daviö Oddsson, ólafur B. Thors, Elin Pálmadóttir og Þór Vigfússon. _AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.