Þjóðviljinn - 22.03.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.03.1979, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. mars 1979. fi l vo* Umsjón: Magnús H. Gíslason Arnór Þorkelsson skrifar: Landnemar og litlir karlar Hér áftur fyrr báru tslendingar fram bænaskrár um meira frelsi. Nú er beftiö um aukib helsi. Ég er fæddur f þvi ágæta landi Noregi og alinn þar upp 1 Asatrú og ýmsum góöum siðum og fri- hyggju. Ég vandist við að vinna þau störf, sem þurfti að vinna, og vegna reynslu minnar af þeim lærði eg að þekkja og meta iandið. Auk þeirrar feguröar, sem ég naut umfram búpeninginn, sem var á beit, og e.t.v. hefur notið hennar að einhverju leyti, þá lærði ég snemma að skynja það, hve landið er bóndanum mikils viröi. Smám saman varð landið hluti af sjálfum mér, svo nátengdur, að ég og Noregur varð sama hugtakiö f huga mér. Ég elskaði hann fyrir hans dásamlegu firöi og dali, fjöll og gjöfulu náttúru. Faðir minn hafði alltaf veriö friðheldinn við aðra menn, enda þótt hann hefði mannaforráð og væri sinn eigin herra. En þá veröa þær breyt- ingar i landinu, að Haraldur hár- fagri hrifsar tií sfn völd i Noregi og gerir alla smákonunga sér undirgefna og landræka. Faðir minn var fljótur að velja þann kostinn aö vera áfram hús- bóndi á heimili slnu, þótt hann þyrfti aö flytja það til lslands. Mitt val var ekki auðvelt enda þótt ég skildi aðstæðurnar. Og það var ekki fyrr en ég hafði tekið landnám á Islandi, aö þeirri hugsun skaut upp hjá mer, að nú yröi ég að færa yfir á Island alla þá ást, sem ég hafði borið til Noregs áður. Dofrafjöll urðu að Vatnajökli, Helgrindur að Snæfellsnessfjall- garði og ýmis önnur einkenni hér voru svipuð og i Noregi. Við höfð- um hrakist frá Noregi og áttum þangaö ekki afturkvæmt. bess- vegna varð Island okkur svo hjartfólgiö. Mér er það i fersku minni þegar hún Britta litla systir min, 10 ára, kom hlaupandi heim og hrópaði upp yfir alla: Ég er búin að finna Steinahlfðina okkar frá Noregi. Það er einn steinninn alveg eins og stóri steinninn i hliðinni okkar heima. Hún er upp með Efstahússlæknum og ég ætla að láta hana heita Steinholt. Það var ein kýr og tarfkálfur, ásamt nokkrum kindum og geit- um, sem viö gátum komist með á farkosti okkar.en heppnin og gjaf- mildi nýja landsins björguðu öllu viö. Þaö kom þvf af sjálfu sér, aö við festum tryggð við þetta land, sem hafði orðiö okkar vonafylling og athvarf. En ennþá heldur sagan áfram, gegnum súrt og sætt, langar ald- ir, þrautir og striö og betri tið. En þegar þjóðin hefur þraukaö i 1100 ár þá skeður það, að 14 menn ryöjast fram á sögusviðið og safna undirskriftum að inn- blásinni hugmynd þeirra um að skora Bandarikjamenn að hafa hér sem lengst her. Þeim virðist svo umhugaö um þaö að gera okkur að skotmarki, ef til átaka kæmi milli hervelda. Þessvegna var um að gera að skipa sér meö öðrum aðilanum. Þaö er vitað mál að stórveldapólitikusar og vopnaframleiðendur hafa öflugt samspil með sér og hika hvergi við að setja styrjaldir á svið, þegar þeim býður svo viö að horfa og hagmunir þeirra hvetja til. Fjórtánmenningarnir hafa sýnt að þeir skilja ekki hinn Islenska anda, sem skapaðist við landnám forfeðra okkar. Þeir hafa ekki hugmynd um hvaða reisn fylgir þvi að vera landnemi. Þeir eru aðeins feitir þjónar hnignandi broddborgarastéttar og frama- gosar I frimúrarareglu og öörum hossunartækjum. Menn greinir á um þaö hvað sé smekklegt og hvað skammarlegt en hvoru hug- takinu skyldi þessi verknaöur V- L-inga heyra til? Ég læt lesendur um að dæma þaö. Það vaknar lika sú spurning hvort hér sé um stundar hóptrufl- un að ræða eða langvarandi heimsku. Ég fyrir mitt leyti held áð hér sé um uppeldislega heimsku aö ræða en ekki geöbil- un, en hún, (heimskan), lýsir sér hvaö helst I þvi, að þegar for- eldrar eru jafnan sammála koma heimsk börn. En hvað er til ráða i svona erfiðu máli eins og með þessa menn? „Hvar skal byrja, hvar skal standa?” Þaö var einhverju sinni á stjórnmálafundi að maöur einn og skoðanabróðir V-L-inga kallaöi fram I fyrir Jónasi Jóns- syni og sagði: ,,Þú ættir nú sem minnst að segja, Jónas, þvi það vita nú allir að þú ert geðbilaður”. Jónas svaraði á stundinni: „Já, en geðbilun er læknandi en heimska er ólæknandi”. Það er ekki útilokað að hægt sé aö lögsækja þessa háttvirtu 14- menninga. Maður segir menn- inga i sömu merkingu og þegar maður talar um hröfnunga, en þeir eru mikiö minni en venju- legir hrafnar. Ég býst nú raunar við að þeir verði á undan aö lögsækja mig fyrir það, sem ég er búinn að segja, þótt þeir hafi nú litið annað haft upp úr krafsinu úr fyrri rétt- arhöldum en oröið MANNVITS- BREKKA. Ég vil gefa þessum heiðurs hröfnungum svolitla visu: Nú ganga þeir um með götótta æru, sem gaurarnir náðu aö flekka Auðnu sviptir, Ilhaldsgæru, uppnefndir mannvitsbrekka Vorið 1951 var framiö stjórnar- skrárbrot, sem ólafur forsætis- Framhaid á blaðsiOu 14. MENNINGARDAGAR Herstöðvaandstæðinga KJARVALSSTÖÐUM 16. TIL 25. MARS 1979 VÍSNASÖNGUR í kvöld kl. 20.30 verður vísnasöngur að Kjarvalsstöðum. Fram koma söngsveitin Kjarabót, Bubbi Morthens og Bergþóra Amadóttir. Visnasöngurinn s.l. laugardag vakti mikinn fögnuð. Nú mæta söngvaramir til leiks með al- veg nýtt og fjölbreytt prógramm. SÖGUSÝNING Sýning þessi er sögulegt yfirlit um aðgerðir hers og herstöðvaandstæðinga, allt frá her- námi Breta til dagsins i dag. Ljósmyndir, teikningar, úrklippur ofl. með textaskýringum. M YN DLISTARSÝNINGIN er opin kl. 16-22 alla virka daga og kl. 14-22 um helgar. ísland úr Nato — Herinn burt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.