Þjóðviljinn - 31.03.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.03.1979, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 31. mars 1979 Brotlinunámskelð Tækniskóli íslands gengst fyrir námskeiði i brotlinureikningum á steinsteyptum plötum dagana 23. april til 9. mai n.k. Námskeiðið er ætlað starfandi verk- fræðingum og tæknifræðingum. Kennt verður 8 tima á viku mánudaga og miðvikudaga kl. 17.15—19 og laugardaga kl. 8,15—12. Leiðbeinándi verður Guðbrandur Steinþórsson verkfræðingur. Þátttaka tilkynnist skrifstofu Tækniskóla Islands Höfðabakka 9 fyrir 11. april n.k. Námskeiðsgögn verða afhent á sama stað. Námskeiðsgjald kr. 15.000.- greiðist við innritun. Fjöldi þátttakanda er takmarkaður. Tækniskóli íslands Höfðabakka 9 simi 84933 Hótel Flókalundur í Vatnsfirði á Barðaströnd er til sölu eða leigu. Tilboðum skal skila til Ferðamálasjóðs, Laugavegi 3 Rvk. fyrir 12. april n.k. Nánari upplýsingar á skrifstofu sjóðsins simi 27488. Ferðamálasjóður. Fyrirlestur og kvikmyndasýning Vladimir K. Vlassov, verslunarfulltrúi Sovétrikjanna, ræðir um efnahagssam- vinnu sósialiskra rikja i 30 ár i Mlít-saln- um, Laugavegi 178, laugardaginn31. mars kl. 3 siðdegis. Kvikmyndasýning að fyrir- lestri loknum. Allir velkomnir. MíR Marxisminn er kynntur i bæklingnum „Auðmagn, kreppa og riki” í viðauka eru skýrð hugtök eins og: Stalinismi, dialektisk efnishyggja, anarkismi, evrópukommúnismi, trotskýismi, maoismi og fleira góðgæti. Fæst hjá bókabúð Máls og menningar og Bóksölu stúdenta. Kynnið ykkur frasana á ódýran hátt — Róttækir stúdentar tslenska óperan — á næstslftustu æfingu I Háskólabiói (Ljósm.: Leifur) I Pagliacci Operusýning í Háskólabíói 18.3.79 R. Leoncavallo: „I Pagliacci" Islenzka öperan Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes ÞAÐ ER DÆMIGERT fyrir sönggeggjaóa þjóft eins og Itaii á ofnanverðri 19. öld að ætla sér að koma raunsæisstefnu að i óraun- sæjasta listformi sem tii er. A sama tfma og Wagner freistar þess að sameina aiia iauka iist- anna i einn vönd aldarfjórðungi áður en Trúöar Leoncavallos fóru fyrst á sviö, hefur hann þó rænu á aö velja fornsöguieg eða mýtisk viðfangsefni, sem trufla ekki eðli óperuformsins viö að kalla á „raunsæja" framsetningu á sama hátt og efni byggt á dókú- mentariskum sakamálum vill gera i óperum eins og I Pagliacci og Wozzeck. Slik viöfangsefni henta leikritinu betur og kvik- myndinni best. Að vlsu hefur alltaf verið deilt um rétt óperunnar til að ösla á milli annarra listgreina, en maöur hefur grun um, að hefði Leoncavallo haft tök á að sjá kvikmyndir Eisensteins, Dreyers og Kurosöwu, heföi hann ekki of- metið „realíska” tjáningarmögu- leika óperunnar. Tónlist er alltof sjálfstæð og abströkt list til að gerast undirtylla annarra lista lengi samfleytt, svo vel fari. Langir og stórbrotnir textar veröa bara til að reyra hana á klafa. Samanber Mozart um hið gagnstæða. Undirritaður fór á fjórðu Pagli- accisýningu Islenzku óperunnar i Háskólabiói með þær bækluöu sérþarfir að vera verulega haml- aður á smekk fyrir, hvað þá þekk- ingu á italskri óperu. Aðeins þrjár sjónvarpsóperur höfðu höfðað til hans i vetur, „Figaró”, „Brottnámið” og „Cosí fan tutte”, allt frábærar uppfærslur með fyrsta flokks söngvurum á verkum mesta öld- ungs meðal óperuhöfunda til þessa. „Makbeö” Verdis náöi aftur á móti að kæfa að mestu löngunina i italskar óperur, hafi hún nokkurn tima verið mikil. Það var þvi með öllu öðru en óþreyju sem manni varð gengið á fund Ruggiero Leoncavallos um- rætt sunnudagskvöld. Viðhorf jnanns og þekking voru allt að þvi eins frumstæð og stráklingsins i „JoeHill”, sem geröi eftirfarandi athugasemd við óperuhús eitt i Nýju Jórvik: „They scream in there and get paid for it!” Það var tvennt frábrugðið venjulegu útliti innanstokks i Há- skólabiói á sinfóniutónleikum, þegar inn kom. Hljómsveitin varð að hirast fyrir framan pall eins og hornkerling, og, i öðru lagi, var á „sviðinu” mikil, en einföld sviðs- skreyting, sem leysti hiö fyrir- fram ómögulega verkefni að gera leiksvið úr hljómsveitarpallinum á snilldarlegan hátt. Sá sem þetta afrekaði var Jón Þórisson, fyrr- um starfsmaður I sjónvarpinu, og sá hann einnig um búninga. Næst kom manni á óvart hvað Sinfóniuhljómsveit Reykjavíkur gat spilað vel. Að visu var hún við þetta tækifæri „styrkt” bæði hér og þar með S.í. kröftum, t.d. að tveim þriðju i fiðlum, en meginaf- gangurinn er þó eftir sem áður áhugafólk, sem lifir af öðru en spilamennsku. Eftir furðugóðan og vel skrifað- an forleik Leoncavallos, sem undirbýr melódramað á sviðinu með ýmist glitrandi eða drunga- legum tilþrifum, kviknuöu ljós- geislar á torgi I itölsku þorpi laust fyrir alda mót. Um atburðarás- ina get ég litið sagt og býst við, að svo sé um fleiri óperugesti. 1 stuttu máli sagt tel ég liklegast, að allt nema grófasta beinagrind- in hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá öllum öðrum en þeim itölum, sem kunna að hafa verið i salnum, þrátt fyrir upplesið ágrip Péturs Einarssonar leikara og úrdrátt i leikskrá. Það er stór- kostlegur galli að flytja ekki verkið með islenskum texta, og sá mesti, sem undirritaður gat fett fingur út i með tilliti til aðstæðna 1.0. og forsendna hans sjálfs. Það getur verið áhugavert að hugleiða listrænan tilgang með mismunandi lengdverka. 1 Trúð- um Leoncavallos forðaði stutt- leiki verksins (ca. 1 1/2 klst) raunsæistilburði atburðarásar- innar frá þvi aö veröa mjög leiði- gjarn . Þvinæst bjargaöi hann að nokkru leyti áheyrendum yfir textagjána með aðstoð meiri fjöl- breytni i hljóðfærabreitingu en maöur satt að segja átti von á. Sungin á islensku gæti óperan að öllum likindum komið fyrir sem mjög samþjappað verk. Hinn 33ja manna kór Islenzku óperunnar var ljómandi góður og söng bæði fallega og hraustlega. Samfylgd hljómsveitar við kór og einsöngvara má sömuleiðis segja aö hafi verið góð. Verkið virtist hafa veriö æft vel og vendilega. Skýtur stundum skökku við, þegar maður fréttir af 2-3 æfing- um Sinfóniuhljómsveitar Islands á miklu stærri og erfiðari tón- verkum, enda árangurinn eftir þvi. Mér þóttu nokkur vonbrigði i þvi að verða að sætta mig við þá staðreynd, aö Ólöf Harðardóttir átti ekki að syngja Neddu á þess- ari sýningu. En þótt Elin Sigur- vinsdóttir hafi ekki raddgæði Ólafar, stóö hún sig með prýði. Af öörum einsöngvurum báru af Magnús Jónsson tenór og Halldór Vilhelmsson bassi, hinn fyrr- nefndi fyrir pottþéttan og hljóm- mikinn söng, en siðarnefndur ekki sist fyrir sveigjanlega túlk- un, bæði I rödd, fasi og hreyfing- um; hæfileikar, sem ekki hefur borið eins mikið á hjá Halldóri áður, enda sjálfsagt fá tækifæri til að sýna þá. Um „Canio” og „Tonio” þessara heiðursmanna, eins og leikhúsgagnrýnanda er kækur að taka til orða, ætla ég ekki að fjalla, það geta aðrir gert betur, sem inni eru I leiklist og uppfærsluhefðum verksins ell- egar hafa aögang að leyndum dómum italskrar tungu. AÐ ENDINGU vill undirritaður óska hinni Islenzku óperu alls farnaðar I framtiðinni eftir þetta vonglæðandi þrekvirki og að hún láti ekki deigan siga. Það er mjög bagalegt að geta ekki komið þessu listformi sómasamlega i hús á Islandi enn þann dag I dag. Þaö er einnig leitt til þess að vita, að við hönnun hins nýja borgar- Jeikhúss skuli verða höfð i frammi svo órúlega lltil fyrirhyggja, að ekki sé gert ráð fyrir hljómsveit i húsinu. Nema fyrirhyggjan sé á þann veg, að leikhústhenn vilji meina tónlist- inni aögang að sinu einkaheimili. Sýnist þvi næsta framtið bera i skauti sér, að tæplega verði færö- ar upp óperur með öllu stærri hljómsveit en i „1 Pagliacci” (um 50 manns), en minna má að visu gagn gera. Það sem öllu skiptir er að fá söngfólki okkar fleiri og reglulegri tækifæri til að koma fram. Vonandi verða þær tvær til þrjár óperur, sem heyrst hefur að séu I smlöum hér á landi, til að stuðla aö f jölgun þessara tækifæri og að gera óperuna að lifandi menningareign tslendinga. RÖP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.