Þjóðviljinn - 01.07.1979, Page 14

Þjóðviljinn - 01.07.1979, Page 14
14 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 1. júli 1979 SJÓ Hjónakornin Mússó og Líni — Attu einhverja uppáhalds- fiska? — Já, það eru Cylinder fiskar sem oftast eru kallaðir demsar, þeir eru mitt uppáhald. Þeir eru skynsamir og sérkennilegir. Þeir hrygna á stein, en þegar hrognin fara að klekjast og losna flytja foreldrarnir þau f holu sem karlinn grefur. Þegar þau komast á legg eru seiðin flutt i öruggt skjól. Karlinn sér alveg um upp- eldiö, passar seiðin sin, ef eitt sleppur út úr litla skjðlinu þá er hann þegar kominn og rekur það inn aftur. Skrautfiskarnir lifa i friðsamlegri sambúð f stóra fiskabúrinu i stofunni. FAGUR FISKUR ÚR Fiskarnir skipta þúsundum — Hefurðu nokkra hugmynd um hvað þeir eru margir? — Nei, það er ekki nokkur leið að telja þá, þeir skipta örugglega þúsundum. Þeir fjölga sér ört, en ég hef lika keyþt pör og látið þau hrygna eða gjóta og ég held að tegundirnar séu yfir 30 hérna i búrunum. — Er ekki mikiö verk að hugsa um alla þessa fiska? — Ég læt það bara vera. Það þarf auðvitaö að fæöa þá. Ég gef þeim bæði þurrfóður og rækju- hrogn sem við látum klekjast úr hérna heima. Nú svo eru sumir sem éta ánamaðka og eins veiðum viö dafnýur i mógröfum. Nú svo þarf að sjá til þess að vatnið sé hreint og að hreinsar- arnir séu góðir. — Hvaðan eru fiskarnir upphaflega komnir? — Þetta eru allt fiskar úr suðurhöfum. Þeir koma frá Mexikó og Kyrrahafinu, en þeir eru alveg merkilega ólikir. Það er svo skemmtilegt að fylgjast með hegðun þeirra. Sumir hafa hægt um sig á daginn eins og Bódý fiskurinn, hann er núna á bak við stein en kemur fram á kvöldin og fer þá að leika sér. Hann er i góöu vinfengi við litla ryksugu og þegar hún gefur honum merki fara þau að svamla um i búrinu. Ryksugurnar eru ein tegund, þær hafa fengiö nafn af þvi að þær sjúga og hreinsa óhreinindi af steinunum, og eru þvi til mikilla þrifa. Þaö var til dæmis Amazon- planta i einu kerinu sem var farin að safna á sig slýi og óhrein- indum, en um leið og ryksuga var sett I búrið hreinsaöist plantan og er nú græn og fögur. Heimsókn til Guðrúnar Nikuiásdóttur sem ræktar skrautfiska ífrístundunum Ég hef hérna i einu búrinu uppáhöldin min Mdssó og Lini. Einn daginn þegar ég horfði á karlinn fannst mér hann allt i einu minna mig á Italska leiötog- ann Mússólini og ég skipti nafninu á milli þeirra hjónanna. Þarna búa þau með seiðin sin og ég hef látið litið plastbox ofan I kerið sem uppeldisheimili handa seiöunum. Mdssö er fyrir- myndarforeldri og hann gætti þess aö seiðin færu ekki á flakk þó að engar hættur væru á ferðinni, en nú eru þau farin aö synda um. — Þú ert með alls konar gróður og steina i búrunum, hvaðan kemur það? — Við höfum keypt skrautsand og möl en lika farið út á Alftanes til að ná I sand. Svo hef ég týnt steina til að setja I búrin. Það er orðið eins með steinana og fiskana. steinasöfnun er orðin árátta. Líf þeirra heillar mig — Hvernig er að fara frá þeim, þarf ekki að koma þeim i fóstur? — Það má ekki vera lengur i burtu en 3-4 sólarhringa án þess að þeir fái fóður og fyrst á eftir verður að fara mjög varlega við að gefa þeim. Ef við þurfum að vera lengur i burtu verður að fá einhvern til aö hugsa um þá! — Hefurðu lesið þér mikið til um skrautfiska? — Ekki mjög mikið, ég veit hvað þeir heita,hvaðan þeir koma og hvernig á að meðhöndla þá, en ég hef ekki stúderað bækur neitt sérstaklega. — Hvað finnst þér skemmti- legast við fiskana, er það fegurðin eða lifið i búrunum? — Skemmtilegast er að fylgjast með hegðun þeirra. Margir eru geysilega skrautlegir og fallegir, en það er lif þeirra sem heillar mig mest. Sumir eru afar næmir. Til dæmis dems- arnir. Þeir eiga það til að hverfa út i horn og fela sig ef ákveðnar manneskjur koma inn. Það er eins og þeir finni strauma og eitt- hvaö trufli þá. Ef einhver órói er i herberginu t.d. ef krakkar koma til að skoða, veröa fiskarnir hræddir og allt fer á fulla ferði i lifandi gróður I búrinu. Friðsamleg sambúð — Nú er það algengt að fiskar Það er eitt og annað sem fólk fæst við í tómstundum sínum. Sumir ganga á fjöll/ aðrir Ijósmynda eða sinna félagsmálum og enn aðrir planta sér framan við sjónvarpið og gera ekki neitt. Hún Guðrún Nikulás- dóttir ræktar skrautfiska. Guðrún býr í risíbúð í Drápuhlíðinni og þar inni er eitt herbergið undirlagt af fiskabúrum. I stofunni fá svo stærstu fiskarnir að njóta sín, gestum og heimamönnum til augna- yndis. I síðustu viku heim- sóttum við Leifur Ijós- myndari Guðrúnu til að skoða fiskana og til að fræðast um þetta áhuga- mál hennar. — Hvað er langt siðan þú fórst að rækta skrautfiska? — Það eru um það bil þrjú ár siðan. Það gerðist þannig að við eignuðumst litið ker með nokkr- um fiskum. Mér fannst þeir svo ósköp óhrjálegir og tók mig til og útbjó búr með steinum og gróðri þar sem þeir gátu notið sin. Þeir urðu okkur til mikillar ánægju og upp frá þvi vaknaöi áhuginn, þeir fóru að fjölga sér og smám saman varð þetta safn til. Guðrún sýndi okkur ryksuguna Pésa,en vinur hans Bóbý fiskurinn hvildist á bak við stein.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.