Þjóðviljinn - 15.07.1979, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 15.07.1979, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júli 1979. skrifa á svell „mhg ræðir við Þorvald Jónsson, fyrrverandi bónda og verkamann, en „nú les ég bara lon og don" Út af Hrólfi sterka og Högna prestafööur — Þú vilt vita hvað ég sé orðinn aldraður, já. Ja, það á nú að heita að ég hangi i þvi að vera fæddur 1884 og má raunar ekki tæpara standa að ég teljist af þeim ár- gangi þvi ég skaust inn i veröld- ina á gamlaársdag. Faðir minn hét Jön og var Þorvaldsson, Kristjánssonar, Ólafssonar, Gislasonar hreppstjöra á Ing- veldarstöðum á Reykjaströnd. Móðir pabba hét Helga Jóns- dóttir, dóttir Steinár-Jóns eða Barna-Jóns eins og hann var lika nefndur þvi hann átti slikan f jölda barna, enda fjórgiftur og dugði þó ekki til, þvi að ömmu mina átti hann utan hjónabands með Ingi- björgu Hrólfsdóttur, Þorsteins- sonar. Hrólfur var bróðir Jóns sterka á Hryggjum og voru þeir út af Hrólfi sterka. Ingibjörg Hrólfsdóttir giftist Hannesi Guðmundssyni á Hömrum I Lýtingsstaðahreppi og börn þeirra voru Guðmundur á Hömrum og Jórunn i Valadal, kona Péturs bónda þar. Móður- amma min var Vigdis Guðm- undsdóttir frá Haga i Grims- nesi, komin út af sr. Högna prestaföður. Jóhann afi minn var albróðir Halldórs Stef- ánssonar, sem bjó á Viðimýri en hann var faðir Asgeirs á Fossi á Skaga, sem margir eldri Skag- firöingar kannast við. Ja, hvernig list þér á þessa þulu, lagsmaður? Heldurðu aö nokkur maður botni i þessu? Heldurðu að þeir séu mikið fyrir ættfræði, sem lesa Þjóðviljann? En það verður þá að hafa það. Úr þvi að þú vilt fá þetta viötal þá verð ég eitthvað að reyna að Forsíðu myndin Valgeröur Bergsdóttir Valgerður Bergsdóttir hefur stundað nám i Mynd- lista- og handiðaskólanum, Myndlistarskólanum I Rvik og Kunst- og hdndverker- skolen i Oslo. Hún hefur kennt við Myndlistarskólann i Reykjavik og tekið þátt i fjöldamörgum samsýn- ingum, m.a.: i Unuhúsi, Norræna húsinu og Kjarvalsstöðum, i Oslo, Buenos Aires, Frakklandi, Finnlandi og Bergen. Siðustu sýningar heiinar voru á islenskri grafik i Norræna húsinu 1977, Nordisk grafik Union i Helsinki 1977, Inter- grafik i Berlin 1977 og Islensk grafik I Trondheim 1978. Þá hefur Valgerður fengist við búningagerð og teiknaði búninga i sýningu Alþýðu- leikhússins á „Blóma- rósum” nú i vor. segja þér. Sjálfur hef ég gaman af ættfræöi og finnst hún slst lakara umtalsefni en margt ann- að. r Utidyrahurðin var skurðarborð Þegar ég fæddist bjuggu for- eldrar minir i Stapa i Tungusveit, smákoti, má vist segja. En það er hlýlegt og fallegt þarna sunnan undir Stapanum, með vatnið við túnfótinn. Móður minnar naut ég aöeins skamma hríð þvi hún dó þegar ég var tveggja ára. Faðir minn hélt samt áfram búskap i Stapa, með einhverjum kerling- um til að byrja með. En þar kom að þvi að hann kvæntist á ný. Var siöari kona hans Guðrún Jó- hannsdóttir, fædd á Skagaströnd- inni, en faðir hennar mun um eitthvert skeið hafa verið bóndi á Brúsastöðum i Vatnsdal. Berklar voru á þessum árum og lengi siðan skæöur sjúkdómur, sem lagði marga að velli og flesta hverja fyrir aldur fram. Fjöl- skylda min fór ekki varhluta af þeim vágesti. Pabbi fékk berkla I annan fótinn. Kom svo, að fótur- inn varð allur holgrafinn upp á mitt læri og var föður minum ekki hugað lif. Séra Jón Magnússon var þá prestur á Mælifelli. Hann vissi hvernig ástatt var hjá okkur i Stapa og leist ekki á blikuna. En hér var ekki gott viö gerðar. Læknar voru þá ekki jafn nær- tækir og nú er orðið. Að visu bjó Arni læknir þá i Glæsibæ i Staðar- hreppi en hér mun verra hafa verið i efni en svo, að hann fengi við ráðið. Guðmundur Hannesson frá Eiðsstöðum i Blöndudal var þá i læknanámi en átti þó nokkuö i land með að ljúka stöðum og það orð lék á, að hann mundi vera mikið læknisefni. Um þetta vissi séra Jón á Mælifelli. Hann dreif sig nú vestur I Eiðsstaði og fékk Guðmund til þess aö koma norður i Stapa. Guðmundur skoð- aði fótinn og kvað þegar upp þann úrskurð að ekki væri nema um eitt að gera: taka hann af. Árni læknir I Glæsibæ var feng- inn til aöstoðar. Er Guðmundur hafði lokið skoðuninni labbaði hann niður að vatni og sótti þang- að hreinan og fallegan mosa, lik- lega hefur það staðið i sambandi við sótthreinsun. Siðan var pabbi lagður á útidyrahurðina og var hún notuð sem skurðarborð. Árni sá um svæfinguna en Guömundur tók fótinn af. Sagt var, aö Guðmundur hefði ekki getað sofið fyrst eftir að hann kom vestur. Var þaö ekki aö furða þvi hann átti hér mikið i húfi. Hann haföi ekki enn öðlast læknisréttindi og hafði þvi ekkert leyfi til að gera svona aögerö. Með þessari tilraun til þess að bjarga lifi pabba lagði hann læknisframtið sina að veði. Ef pabbi hefði dáið þurfti Guömund- ur vist ekki að gera þvi skóna að hann fengi aö halda áfram læknisnámi. Og þá hefði islensk læknastétt og þjóðin öll orðið af miklum snillingi. En aðgerð Guðmundar heppnaðist og pabbi varö heill heilsu þótt ekki hefði hann nú lengur nema annan fót- inn við að styðjast. Þetta gerðist snemma að vor- inu en seinni hluta sumars var pabbi farinn að ganga að slætti. Og það bar ekki á öðru en að hann ynni öll verk viö búskapinn að öðru leyti en þvi að binda hey, láta upp bagga og rista torf. Pabbi bjó i Stapa þar til hann missti seinni konuna. Hann ólst upp hjá vandaiausum. Stundaði búskap á tveimur smábýlum norður f Skagafirði í 20 ár. Fluttist þá til Sauðárkróks. Vann við vitabyggingar víðsvegar um land. Hvarf til Reykjavíkur rúmlega sextugur. Hefur síðan, í rúmlega30 ár, búið við Miklubraut^ og lif ir þar „eins og blómi í eggi". Heitir Þorvaldur og er Jónsson. /fóstur að Brúnastöðum Þegar ég var sjö og hálfs árs fór ég i einskonar fóstur til Jóhanns á Brúnastöðum i Tungusveit. Hann bauð pabba að taka mig án allrar meðgjafar. Ég gat valið um tvo staði: að fara til Jóhanns eða I Litladalskot til Páls Ólafssonar, ágætismanns. Ég valdi Brúna- staði og þar var ég heppinn þvi Páll dó tveim árum seinna og er þá óvist hvað um mig hefði orðið. — Ólstu svo alveg upp á Brúna- stöðum? — Já, ég var þar fram yfir tvi- tugt eða i 14 ár. Og það fór að mörgu leyti vel um mig þar; hefði naumast haft það betra annars- staðar. Þetta var gamaldags heimili og allt i föstum skorðum. Jóhann var sterkrlkur maður. Sagt var að þeir Jón á Svaðastöð- um væru þá einu bændurnir i Skagafirði sem ættu peninga. Nýi timinn hafði þá ekki haldið innreið sina i sveitina. Lestrar- félagið hélt þó ball einu sinni á vetriog svo kom ungmennafélag- ið með sina starfsemi. Litið var þvi um skemmtanir,en ég vandist allri likamlegri vinnu og það var ekki slegið slöku við vinnuna á Brúnastööum frekar en annars- staðar i þá daga. Hálfs mánaðar skólaganga Já, ég hef sjálfsagt átt gott mið- aö við önnur tökubörn þvi ævi þeirra vildi nú vera æöi misjöfn. Nema hvað litið fór fyrir bóklega lærdómnum, en það þótti nú ekki tiltökumál I þá daga. Þá voru engir farskólar komnir eða þvi- umlikt. En Elin á Brúnastöðum, kona Jóhanns, var bókhneigö og ágætlega greind. Hún kenndi mér dálitið að lesa. En Magnús bóndi i Gilhaga var um margt á undan sinni samtið. Hann tók farkennara á hverjum vetri til að kenna börnum sinum, — eini maðurinn i hreppnum sem það gerði, — og fengu þá gjarnan fleiri að njóta góös af. í Gilhaga dvaldi ég I hálfan mánuð fyrir ferminguna og það varð nú öll min skólaganga um ævina. Ég byrjaði á þvi að draga til stafs með þvi að krota á bréf- snepla, sem ég komst yfii; en litið fór mér fram i þeirri list fyrr en Brynjólfur afabróðir þinn gaf mér forskriftarbók. Brynjólfur var listaskrifari. Fjórir menn i Lýtingsstaðahreppi sköruðu þá langt fram úr á þvi sviði, en það voru þeir Brynjólfur, Arni bróðir hans á Reykjum, Jóhann i Litla- dal og Pétur I Teigakoti. Þegar ég hafði fengið bókina góöu frá Brynjólfi varð ég mér úti um broddstaf og skrifaði með honum á svell. Og þrátt fyrir fremur frumstæö skilyrði til skriftaræf- inga, varð ég all-sæmilega skrif- andi, þótt lftið fari fyrir þvi nú- orðið. Skagfirsku bankarnir — Hvert lá svo leiöin þegar þú fórst frá Brúnastöðum? — Þá fór ég i Skfðastaði til Gisla Björnssonar, sem gifti sig um vorið og keypti jörðina. Til hans réöist ég i tvö ár,en var þar þó aldrei nema á hálft annað. Stóð þannig á þvi, að Ólafur nokkur Reykdal var ráðinn að Brúna- stööum en hann mun hafa veriö búinn að fá eitthvert peningalán hjá Jóhanni. Þeir Jón á Svaöa- stöðum voru nefnilega nokkurs- konar bankar i Skagafirði. Og þó að nú sé mikið um það talað og sjálfsagt meö fullum sannindum, hvað bönkum fjölgi ört, þá hefur það ekki orðið I Skagafirði. Þar eru nú tveir bankar eins og áður þótt þeir heiti ekki Jóhann á Brúnastöðum og Jón á Svaðastöð- um heldur Búnaðarbanki og Sam- vinnubanki. Þegar til kom vildi Ólafur ekki fara i Brúnastaði og Jóhann gaf það eftir ef hann gæti útvegað mig i sinn staö. Varð það úr. Lítið fyrir fiskinn Sannast að segja varö ég þess- um skiptum hálf feginn. Að visu haföi ég undan engu öðru að kvarta á Brúnastöðum en þvi, aö mér likaði fæðið ekki allskostar. Þar var sifellt borðaður fiskur og hafragrautur og féll mér hvor- ugt. Þá kunni ég ólikt betur við kjötið og bankabyggsgrautinn á Brúna- stöðum. Það var minn matur. A Skiðastöðum fékk ég svo mikið ofnæmi fyrir fiski að ég gat ekki borðað hann fram eftir öllum aldri. / öðrum sóknum Þegar hér var komið sögu yfir- gaf ég Lýtingsstaðahreppinn. Þá bjó Halldór Jóhannsson á Vöglum i Blönduhlið. Til hans fór ég nú, vinnumaður að hálfu, harða vor- ið, sem svo hefur verið nefnt, — og með fullum rétti, — vorið 1906. Aldrei hef ég lifað verra vor. Þá komu augalausar blindhriðar um páska, á sumardaginn fyrsta og um krossmessu. Margir voru orðnir heylausir, bæði fyrir fé og kýr. og höfðu rekið féð fram á Norðurárdal. Þar var snjólaust þvi þangaö náði norðangarðurinn ekki. Snjórinn náði ekki nema i hólana framan við Silfrastaði. Þetta fór sæmilega hjá þeim, sem gátu staðið yfir fénu. Verr fór fyrir hinum, sem ekki höfðu ráð á þvi og misstu svo féð niður um alla sveit. Einstaka menn voru aflögufær- ir með hey, eins og Pétur i Stokk- hólma, og hjálpuðu þeir eftir getu. Siðar um vorið réðum við okkur fjórir Skagfirðingar i jarðabóta- vinnu vestur i Svinavatnshrepp. Auk min voru það Gunnlaugur nokkur, ég man nú ekki hvers son en hann átti heima I Glaumbæjar- torfunni, Agnar Baldvinsson, sem seinna bjó i Litladal i Blönduhlið og svo á Sauðárkróki og Bergur á Skörðugili. Blanda var ófær svo við urðum aö ganga niður á Blönduós til þess að komast til þeirra Svlnhreppinga. Þarna fór- um við milli bæja og unnum við ofanafristu og önnur jarðabóta- störf. Um sumarið var ég heima á Vöglum og heyjaði fyrir nokkrum kindum og hrossum, sem ég átti en fékk heyskap á Miklabæ. Vorið 1907 fórum við Gunnlaug- ur aftur vestur I Svinavatnshrepp i sömu erindum og áður. Varð úr, að ég færi ekkert heim um haust- ið. Halldór á Vöglum tók að sér að hirða fyrir mig skepnurnar en ég gerðist beitarhúsamaður hjá Guðmundi i Holti i Svinadal, vet- urinn 1907 — 1908. Guðmundur I Holti var faðir Magnúsar ráð- herra og Sigurbjargar á Veðra- móti, konu Siguröar A. Björns- sonar, sem þar bjó lengi. Ærnar sem ég hirti á beitarhúsunum, voru 90 að tölu og heyhestarnir, sem þeim voru ætlaðir yfir vetur- inn, jafnmargir. En veturinn var ágætur. Um vorið átti ég helminginn eftir af heyinu en ærnar voru sflspikaðar. Ég var I rauninni ráðinn þarna bara upp á fæði en Guðmundur fékk mér 30 kr. I peningum, er ég fór um vor- ið. Þetta var bráðskemmtilegt heimili og ég undi mér þar vel. Búskapurinn byrjar — Hvenær hófstu svo sjálfstæð- an búskap? — Það var vorið 1908. Þá flutt- um við Jóhann heitinn Hjálms- son, tengdafaðir minn, I Hjalta- staöakot — sem nú nefnist Grænamýri, — og hófum þar bú- skap. Jóhann var nú raunar litið heima heldur viö smiðar hér og þar. Um voriö keyptum við tvær kýr og 60 ær og byrjuðum að Framhald á 21. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.