Þjóðviljinn - 15.07.1979, Qupperneq 19
Sunnudagur 15. júll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
UM HELGINA
Regnboginn:
Michael Cimino leiðbeinir Robert De Niro viö töku kvikmyndarinnar
The Deer Hunter.
Hjartarbaninn
(The Deer Hunter)
Bandarisk frá 1978 — Leikstjóri: Michael Cimino.
Helstu hiutverk: Robert De Niro, Christopher
Walken og John Savage.
Hin viöfræga og umdeilda Óskarsverölaunamynd
i ár er komin til landsins og þaö er vissulega alltaf
ánægjulegt, þegar jafnvinsælar kvikmyndir berast
hingaö norður á hjara veraldar svo skjótt.
Hjartabaninn hefur veriö umdeild vegna meö-
feröar sinnar á striöinu i Vietnam og sá þáttur
hennar er vissulega gagnrýnisveröur, þvi látiö er aö
þvi liggja, að Bandarikjamenn hafi litlan sem eng-
an þátt átt i þeim hrottaskap og þeirri spillingu,
sem þar viðgekkst á þeim tima — heldur hafi þeir
aöeins verið leiksoppar örlaganna.
En Vfetnamstriðiö er samt ekki þungamiöja þess-
arar myndar. Hér er fyrst og fremst fjallaö um
samskipti ungra verkamanna i stáliöjuveri, sem
sendir eru til Vietnam, og hver áhrif striðiö hefur á
þá.
Þetta er afar vel gerö mynd aö mörgu leyti, og
leikur þeirra De Niros, Walkens og Savages er frá-
bær.
Kvikmynd þessi naut mikilla vinsælda, þegar
hún var sýnd hér fyrr á árum, og þaö er ekki ólik-
legt aö hún eigi enn eftir ,,aö slá I gegn” — allavega
geta þeir, sem komnir eru um miöjan aldur fariö aö
rifja upp gamlar minningar. Þaö krefst hins vegar
þolinmæöiaðsitjayfirrúmlega 3ja klst. sýningu, en
þeim, sem hafa gaman af stórbrotinni sögu, ásamt
hæfilegum skammti af melódramatik, ætti þó varla
að leiöast. Og ekki spillir, aö átrúnaöargoöið gamla,
James heitinn Dean, var sérstæöur og skemmtileg-
ur leikari.
Laugarásbió:
Nunzio
Mönnum er oft sagt það til hróss, aö þeir séu ungir
i anda. Þaö getur hins vegar haft ýmis vandkvæöi I
för meö sér, þegar þrftugir menn þroskast ekkert
andlega frá þvi þeir voru pollar. Söguhetjan i
myndinni lifir I heimi hasarblaöanna og dreymir
um að vera Superman. Atvikin haga þvi þó þannig,
að hann fær ósk sina uppfyllta....
Hér er höföaö til viökvæmni áhorfandans. svo aö
mjög tilfinningasömu fólki er ráölagt aö hafa vasa-
klút við höndina, þegar stigandin i myndinni byrj-
ar fyrir alvöru.
Haskolabío
(mánudagsmynd):
Elvis! Elvis!
Leikstjóri: Kay Pollack
Sænsk frá 1977
EIvis heitir hann I höfuðiö á rokkkónginum sál-
uga, Elvis Presley, vegna þess að móöir hans heíur
löngum veriö einlægur aödáandi þessa umtalaöa
söngvara. Elvis sá, sem myndin fjallar um, er að
hefja skólagöngu sina og er þvi á þeim aldri, þegar
börn fara að gera sér betur grein fyrir nánasta um-
hverfi og ýmsar spurningar vakna i þvi sambandí.
Hér eru tekin fyrir vandamál, sem i eðli sinu eru
ósköp hversdagsleg, en meðferð þeirra og túlkun er
slik, að útkoman veröur eftirminnileg kvikmynd,
sem hrifur áhorfendur, ekki sist þá, sem þekkja
vandamálin af eigin raun.
Leikur Lele Dorazio i hlutverki Elvis er hreint
ótrúlega sannfærandi og jafnvel það sama má segja
um Lenu-Piu Bernhardsson, sem fer meö hlutverk
móöurinnar.
Austurbæjarbió:
Risinn
Leikstjóri: George Stevens
Bandarisk frá 1955
Háskólabió:
Hættuleg hugarorka
Hér er sagt frá rithöfundi, sem býr yfir þeim yfir-
náttúrulega krafti aö geta látið slys gerast með þvi
að beita eigin hugarorku. Og þaö er sama hversu
reynt er að ryðja þessum magnaöa rithöfundi úr
vegi, alltaf starfar heili hans af jafn miklum þrótti.
Þetta er spennandi mynd og þolanleg skemmtun
sem slik, auk þess koma fram i henni margir ágætir
leikarar.
Tónabió:
Njósnarinn sem elskaði mig
Leikstjóri: Lewis Gilbert.
Þetta er skrautleg James Bond mynd meö hinni
nýju 007 hetju, Roger Moore, sem tók viö af Sean
Connery, eftir aö sá siöarnefndi var farinn aö eldast
ogfitna. Gifurleg tækniumgjörö um þunna frásögn,
en ekki skal þvi neitaö aö ákveöinn húmor er i
myndinni, sem hæöist aö sjálfri dellunni. Þetta er
tilvalin mynd fyrir fólk, sem nennir aö sitja á þriöja
tima undir eldglæringum, sprengingum og alls kyns
tæknifuröum. Fyrir þá sem hafa áhuga á kvik-
myndatöku er byrjunaratriöiö kannski meö þvi
besta sem gert hefur veríö I þeirri grein.
■■■■■■■........■■■■■■■■■■■■■■..........
—------—--—----------- ------
f rósa
Rannsóknarblaða-
mennska í
umferðarmálum
Afbrotahneigö kindanna fer
vaxandi — ekiö á 9 lömb á Ölafs-
fjaröarvegi.
Dagblaöiö.
Hvað er maðurinn
að fara?
Þá má geta þess aö einn vel-
unnari Helgarpóstsins gaukaöi
þvi aö okkur aö húla-hopp-mittis-
hreyfingin væri mjög holl og góö
æfing fyrir fulloröna, þvi hreyf-
ingu ekki ólika þessari iðkaði fólk
oft viö aðrar aöstæöur, gerandi
hlut sem ekki má nefna. Viö kom-
um þvi hérmeö á framfæri.
Helgarpósturinn.
Þaö er ekki lltið sem þú leggur á þig til aö koma I veg fyrir aö ég geti
fengiö mér blund.
Mögru árin á enda
I haust ætti meira af gulli og
glimmeri aö koma hingaö og fólk
fer þá aö klæða sig mjög skraut-
lega.
Morgunblaöiö
Vinnukonur óskast
Efnin i fötunum hafa lika
breyst, gerfiefnin eru fyrir bi en
100% bómull, silki eöa ullarblönd-
ur hafa tekið við. Þá hefst nýtt
æviskeið strokjárnsins og erfitt
veröur fyrir piparsveina bæjarins
aö fylgjast náiö meö tiskunni.
Morgunblaöiö.
Fjórar flugur
i einu höggi
Þjófurinn spældi egg, drakk gin
meö, setti hitann á og stakk af
með vinskáp.
Morgunblaðið.
Rannsóknarblaða-
mennska i
sjórallti
Er jakki leigubilstjórans aö
baki velgengninni?
Dagblaðið.
vlsna-
mál %
Umsjón:
Adolf J.
Petersen
Þá á tungan engan yl
Þaö heyrist nú sjaldnar en
áöur að menn kveöi eöa syngi
lausavisur eða ljóö, sem ort
eru I daglegri önn, eöa láti
visu lýsa viöhorfum sinum til
þeirra málefna, sem dag
hvern koma fram i margs-
konar formi, enda finnst
manni aö islensk tunga veröi
fátækari aö oröaforöa I dag-
legu tali. Menn vanda ekki
málfar sitt sem skyldi, mörgu
er klúöraö i sömu siendur-
teknu setningunum, og eiga
fjölmiölar mikla sök á þvi.
Söngur góöra radda veröur
jafnvelafkáralegur, af textinn
fylgir ekki hrynjandi málsins.
Sigurjón Kristjánsson á
Krummahólum hefur kveðiö:
Þaö er leitt, er fjörug fljóö
fagrar raddir láta klingja,
aö Islensk tunga á ekkert ljóö
er þeim þykir fært aö syngja.
Ef menn finna ekki efni i
visu svo engin visa er gerö, þá'
er islensk tunga oröin fátæk.
Siguröur Snorrason á Gils-
bakka i Hvitársiöu segir svo:
Þá á tungan engan yl,
enga fagra sögu,
þegar ekkert efni er til
i ferskeytta bögu.
Vel gerö visa er oft
gleöigjafi margra er kunna aö
meta hana aö veröleikum.
Páll Jóhannesson á Stöö i
Stöövarfirði kvaö:
Ferskeytlan er mætust mér,
málsins listakjarni.
Alltaf skal ég unna þér
eins og móöir barni.
Tækifærin koma oft til hag-
yrðinganna I mörgum mynd-
um, bæöi sem hugsýn og
veruleiki. Er maöur nokkur
varö sjötugur kvaö Antonia P.
Jónsdóttir á Bakka i Hróars-
tungu:
1 fjallaskaut hann flýöi i laut,
þvi frelsis naut hann varla.
A hans braut var þraut viö
þraut,
þar til hlaut aö falla.
Ef til vill er eitthvaö sam-
merkt meö krumma og sum-
um mönnum. Pétur G. Krist-
jánsson orti um krumma, en
kannski hefur hann haft abra
lifveru I huga:
Iöni krumma, ást og trú,
eru dyggðir, sem viö heiörum,
alla daga björg I bú
ber hann heim, úr öörum
hreiörum.
Oft er heimurinn yndis-
snauöur, svo menn veröa
daprir. Jón Guömundsson frá
Hólmakoti hefur fengiö aö
kenna á þvi, svo hann kvað:
Finnst mér lániö furöu valt.
föl er engin meyja,
bæöi lund og bóliö kalt.
best er þvi aö deyja.
En þrátt fyrir kalt bdlið, þá
hefur Jón haft ylinn frá fer-
skeytlunni, og kvaö:
Meðan tslands tungu tjá,
tala menn og skrifa,
frjáls og lipur Fróni á
ferhendan mun lifa.
Skáldin fróöu skemmti lýö,
skrifi ljóö og sögur,,
islensk þjóö um alla tiö
elski góöar bögur.
Erlingur Friöjónsson fyrr-
um kaupfélagsstjóri á Akur-
eyri hefur kunnaö aö meta
morgunstundirnar og þá
kveöiö:
Nóttin heldur heimleiö þar,
himins feldur blánar,
logar eldur ársólar
yst I veldi ránar.
I lifi minu er brotiö blaö
bráöum verö ég fegip,
þó er verst, ef amar aö
eitthvaö hinumegin.
Halldór bróöir Erlings hefur
oröiö fyrir samskonar áhrif-
um á morgunstund og kveöiö
þá:
Um voriö og náttúruna kvaö
Antonia:
Voriö þiöir vötnin blá,
varpar prýöi á fjöllin há,
brosa i hliðum blómin smá,
birtist lýöum von og þrá.
En viðhorfin eru fleiri og
önnur, sem séö veröa frá ann-
arra sjónarhól. Arnheiður
Guðjónsdóttir á Múlastööum i
Jökuldal hefur þetta aö segja:
Arsól gljár viö unnar sviö
ofiö báruskrúöa.
Ræöir smára rjóöan viö
rósin táraprúöa.
Þriöji bróðirinn var Guð-
mundur á Sandi. Hann var
unnandi islenskrar náttúru.
Hann kvaö:
Inn til dala, út viö fjörö
er til góös aö taka:
yfir besta ilmi úr jörö.
ár og síö aö vaka.
Gróöi eins er annars tap.
oft fer margt aö veöi,
fyrir kráar-kunningsskap.
keypta og selda gleöi.
Daprast hugur, hryggist geö,
harmsins örvar stinga,
þegar léttúö leikur meö
lifsins einstæöinga.
Allmikil breyting hefur orö-
iö á tilhögun og vinnubrögö-
um viö landbúnaöarstörf eft-
ir aö vélarnar komu til aö létta
mönnum erfiðib viö vinnuna.
Ólöf G. Sveinbjarnardóttir á
Rauöamel iýsir heyskapnum
þannig:
Þó aldrei taki orf og Ijá,
Þeir ekki á verkum slaka,
þeir eru aö brýna, þeir eru aö
slá,
þeir eru aö hiröa og raka.
Svo hefur Ólöf komiö aö
einhverju bæli Grettis, sem
varð tilefni þessarar visu:
Svo haföi Hjálmar Jónsson i
Bólu sitthvaö aö athuga viö
lifsmáta manna og tilveruna,
og kvaö:
Góöverka var sjónin sjúk,
svartan bar á skugga,
ágirndar þvi flygsufjúk
fennti á sálarglugga.
Svo hefur Hjálmar heyrt
einhverjar undirdrunur og
kveðiö:
t helviti má heyra brest,
höfn þá tekur greiöa
sálarskip af syndum hlest,
segli meö og reiöa.
Engan þarf að undra þó
Hjálmari hafi ekki þótt skipt-
in góö sem hann kvaö um:
I staðinn fyrir milda mær
missta burt af dýnu
spakar lýs og léttar flær
lúra i skauti minu.