Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1979.
Niöurstööur könnunar á út-
varpshlustun hafa valdiö allmiklu
fjaðrafoki og beint athygli manna
aö kynningum á Utvarpsefni. Hef-
ur tónlistardeild útvarpsins veriB
sökuð um að flæma fólk frá þvi aö
hlusta á sigilda tónlist með litt að-
laðandi kynningum; auk þess hafi
tónlistin verið uppfyllingarefni
fremur en sjálfstæðir, unnir dag-
skrárþættir.
Þessar umræður hafa m.a. leitt
menn út i þær ógöngur, að mæla
með þvi, að i stað sigildrar tón-
listar af ýmsu tagi veröi aukiö við
afþreyingartónlist og ýmiss
konar léttmeti. An þess að ætl-
unin sé að draga tónlistina i
dilka sem góða og vonda skal
á það minnt að listsköpun á
stöðugt i vök að verjast gegn
afþreyingariðnaði ýmisskon-
ar, einkum á sviði tónlistar,
kvikmynda, bókmennta og sjón-
listar. bessi afþreyingariðnaður
vinnur eins og krabbamein að þvi
að sljóvga, sýkja og deyfa alla
mannlega reisn, tilfinningar og
réttlætiskennd, og elur á kaupæði
til að fylla upp i tómið. Hvers
vegna skyldi f ólk svo berjast gegn
vinnuþrælkun og yfirvinnu þegar
fristundirnar bjóða ekki upp á
neitt annað og betra?
Það má svo lengi stæla um hvaö
sé afþreying og hvað sé listsköp-
un og oft erfitt að draga linu á
milli, en stöðugar umræður og
vakandi áhugi á menningarmál-
um ætti þó að vekja meðvitund
fólks um þann mun sem er á
þessu tvennu. Ekki dettur mér i
hug að halda þvi fram að öll popp
tónlist sé einskær afþreying, en
allir sem fást við listsköpun af
einhverju tagi vita, hversu erfitt
er að skapa listinni sess i þjóöfé-
laginu og jafnframt hversu lifs-
nauðsynlegt það er aö skapa
kröftugt andsvar við þeirri
ómerkilegu afþreyingu sem stöð-
ugt er haldiö aö fólki, ýmist 1
nafni skemmtunar eða jafnvel
Pétur
Einarsson lögfræðingur er I mjög
þægilegri aðstöðu i kerfinu. Hann
er nefnilega fulltrúi hjá Flug-
málastjóra og jafnframt einn eig-
enda flugskólans „Flugtaks”.
Nú bar svo viö að kjaradeila
kom upp i Flugtaki og gekk ekki
saman. Flugkennararnir fóru i
verkfall og lá starfsemi flugskól-
ans niðri um tima af þeim sökum.
Að lokum hættu flugkennararnir
störfum hjá Flugtaki og stofnuöu
sinn eiginskóla, „Flugklúbbinn.”
Þá geröi Pétur krók á móti
bragði. Hann fór i skrifstofu slna
hjá flugmálastjóra og kom það-
an aðvörmu sporimeð uppkast að
reglugerð, sem hann sagði að ætti
að taka gildi gagnvart þeim sem
flugkennslu stunduöu Plagg þetta
var sem sniðið að þörfum þeirra
þriggja fyrirtækja, sem lengst
hafa staöið fyrir flugkennslu.
Ýmis skilyrði voru þárna sett
fyrir þvi aö kenna flug, slfkum
aðilum gerð að sækja um leyfi
o.s.frv. Og þótt flugskólarnir þrir
sem fyrir eru fullnægi ekki skil-
yröum „reglugeröarinnar”, þá
gerir þaö ekkert til. Þeir þurfa
nefnilega ekki að sækja um neitt
leyfi, aöeins hinir sem ætla sér i
samkeppni við þá.
öllum sem réttindi hafa, hefur
hingaö til verið frjálst að stunda
flugkennslu, eða þar til Pétur
Einarsson lendir i vandræðum
vegna þess að hann vildi ekki
semja við sína menn. En er það
ekki sniðugt og skemmtilega
„islenskt” fyrirbæri aö vera báð-
um megin borösins, starfa hjá
flugmálastjórn og hafa lfka hags-
muna að gæta i flugrekstri...?
Benedikt og
kratagulliö
Nú liggur það ljóst fyrir að til-
lögur Benedikts Gröndals hafa
orðið undir i landhelgisnefndinni.
Fjölmiölun í
léttum dúr
listar. Margir vilja kenna skól-
akerfinu um menningaruppeldi
og nefna fádæma vanþroskaðan
myndlistarsmekk þjóðarinnar
sem dæmi um mistök I sjón-
menntaruppeldi hennar. Hér er á
engan hátt verið að gera lltið úr
mismunandi smekk manna, aö-
eins að benda á að val manna á
húsmunum jafnt sem listaverk-
um skiptir máli bæði fyrir f járhag
og andlega liðan fólks, og þvi
nauðsynlegt að tiska og gróða-
sjónarmið stjórni ekki valinu.
Þótt áreiðanlega sé rétt, að
menningarlegt upeldi þjóðar-
innar sé aö miklu leyti á ábyrgð
skólakerfisins, eru fleiri, sem
bera þessa ábyrgð og þar á meðal
rikisf jölmiölarnir, útvarp
o)sjónvarp. Ég hygg aö sjónvarp
sé mesti afþreyingarmiðillinn,
þótt vissulega sé hann ekki menn-
ingarsnauður meööllu. En betur
má ef duga skal.
Og þá komum við aftur aö þvi
sem ég byrjaði á, þeirri „fram-
reiðslu” sem dagskrárliðir fá frá
hendi útvarps og sjónvarps. Er
þar einhver viðleitni til að halda
góðu efni að fólki? Fer yfirleitt
fram einhver umræöa um hvað sé
gott eða æskilegt sjónvarpsefni
eða á einfaldlega að bera á borð
fjölbreytt, blandað efni — eitt-
hvað fyrir alla? Ef á annaö borð
er verið að gera einhverjar kröf-
ur um þekkingu, reynslu og
menntun þess fólks er vinnur að
gerð, vali efnis og stefnumörkun i
útvarpi og sjónvarpi, þá hlýtur
það að vera til þess að það velji
efni samkvæmt bestu vitund, þ.e.
hafi einhverja skoðun á efninu og
þá jafnframt einhverskonar
stefnu og viðmiöun. Við gerum
þær kröfur til þeirra sem mat-
reiða fæðu ofan i okkur að þeir
kunni skil á innihaldi hennar og á-
hrifum fyrir likamann. Svipaðar
kröfur hljótum við aö gera til
þeirra sem matreiða andlegt fóð-
ur. Það skiptir siðan miklu máli
hvernig efnið er kynnt i þessum
fjölmiðlum. Tökum kynningar á
kvikmyndum og leikritum i sjón-
varpi sem dæmi. Hvers vegna
segir yfirlett aðeins frá at-
buröarás (eða hluta hennar) I
kynningum á myndum í sjón-
varpi? Kvikmyndir og leikrit eru
ekki atburðarás nema að hluta,
og kynningar sem beina athygl-
inni að atbyröarásinni fremur
liklegar til að sljógva vitund og
gagnrýniáhorfenda. Þótt þetta sé
sennilega gert til að gæta ein-
hvers konar hlutleysis og til að
láta fólk fá áhuga á myndinni, er
hvort tveggja mjög tvirætt. Þetta
er ekki hlutleysi, og einnig er
spurningin hvort eigi sérstaklega
að beina athygli manna að þess-
um dagskrárliðum umfram aðra.
1 framhaldi af þessu má lika
velta þvi fyrir sér, hvað hafi vak-
aö fyrir þeim sem lét geta þess
áður en sænska myndin „I friði og
virðuleika”, var sýnd að hún væri
i „fcemur léttum dúr”. Var þetta
sagt til aö laða að áhorfeidur?
Vill fólk yfirleitt frekar sá það
sem er ,,i léttum dúr” og finnst
fólki alvarlegt efni yfirleittleiöin-
legt? Þvimá svobætavið að þessi
mynd var ákaflega sorgleg um
margt, en alls ekki leiðinleg. En
ég gæti seint tekiö undir að hún
værii „fremur léttum dúr” — eöa
kannski skil ég ekki hugtakið.
— Þ.S.
MYIMDARTEXTI ÓSKAST
Hér vantar góðan texta handa þessum hárprúða herramanni. Merkið
hann „Myndartexti óskast” Sunnudagsblað Þjóöviljans, Siðumúla 6,
Reykjavik.
Margir hafa undrað sig á hversu
djarftækur Benedikt var I tillög-
um sinum þar sem hann ætlaði
beinlinis að gefa Norðmönnum
vænan bita úr landhelginni okkar.
Skýringin er augljós. Norskir
kratar eiga i vök að verjast meðal
almennings i Noregi þessa dag-
ana. Bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningar eru á næsta leyti, og
þvi fannst þeim tilvalið að Bene-
dikt gerði þeim smágreiða sem
gerði þá vinsæla fyrir kosning-
arnar. Og það er ávallt erfitt aö
neita flokksbræðrum sinum sér-
staklega þegar menn hafa þegið
af þeim stórar fjárupphæðir i
mörg ár til að halda flokssappa-
ratinu hérna heima á Fróni á
floti.
■Tilraunaútgáfa
skólarannsóknar
deildar
Skólarannsóknardeild heitir ein
af mörgum deildum mennta-
málaráðuneytisins. Nú hafa þær
fregnir borist aö fjárveitinga-
valdinu finnist nóg um útgáfu-
starf deildarinnar, og hefur veriö
óskað eftir skýrslu frá mennta-
málaráðuneyti vegna þessa máls.
Sagt er að allt geymsluhúsnæöi
Rikisútgáfu námsbóka sé löngu
Það
gleður
mig...
að torfan skyldi loksins
hafa verið friðuð
þrotið vegna þess að allt sé yfir-
fullt að tilraunaútgáfum frá
skólarannsóknardeildinni. Marg-
ar þessara bóka eru aðeins
kenndar eitt ár, siðan kemur út
endurskoðuð útgáfa og svo
framv. og svo fram...
Sögð er sú saga að á einu heim-
ili i höfuðborginni hafi sonurinn
sem stundaði nám i grunnskóla
sifellt verið að koma með heim úr
skólanum nýjar og nýjar útgáfur
af tilraunakennslubókum i stærð-
fræöi.
Foreldrarnir áttu ávallt jafn
erfitt og sonurinn að botna
nokkurn skapaðan hlut i þessari
nútima stærðfræði.
Einn daginn kom siðan piltur-
inn heim úr skólanum og rétti föö-
ur sinum sigri hrósandi nýtt ein-
tak af kennslubók i reikningi um
leið og hann sagöi:
„Nú erum við sko búin að fá al-
mennilega reikningsbók”. Þegar
að var gáö reyndist þetta vera
kennslubók i reikningi eftir Elias
Bjarnason sem kom út á fimmta
áratugnum.
Flugfreyjan og
hundurinn
Við sögöum eina hunda- og
flugmálasögu hér i siðasta sunnu-
dagsblaði. Hér kemur önnur slik:
Skömmu eftir að DC-10 þota
Flugleiöa var laus úr prisundinni
i Bandarikjunum I sumar, flaug
hún til Luxemborgar. A leiðinni
þurfti ein flugfreyjan I eldhúsið
einhverra erinda. Sér hún þá
hundkvikindi nokkurt þar i mat-
arbúrinu og gerir hvutti sig
heimakominn. Haföi hann sloppið
úr búri i farangursgeymslunni,
þar sem hópur hunda var geymd-
ur, en innangengt er úr farang-
ursrýminu i eldhúsið. Flugfreyja
lét velaðdýrinu og gaf þvi að éta,
rak sföan seppa eftir drykklanga
stund aftur f búrið til hinna.
Þegar flugvélin lendir á flug-
vellinum i Luxemborg er þar
mikill viðbúnaður, traustlegir
flutningabflar og löggur á hverju
strái. Fyrrnefnd flugfreyja fer nú
aö spyrjast fyrir um hverju þetta
sæti og fær þau svör, að allt þetta
lið sé komiö til aö sækja grimma
úlfa frá Kanada, sem eigi að fara
i dýragarð i þvi landi Lúxemborg.
Þarf ekki aö sökum að spyrja,
það leiö þegar i stað yfir hina
hugprúðu stúlku, sem gælt hafði
viö úlfinn á leiðinni og rekið til
baka i búr sitt.
Skötuhjúin fengu m.a. þessa
texta:
1. „Góða láttu ekki svona apa-
lega, ég er á föstu.”
M.m.
2. „Gefðu mér einn koss — þú:i
veist að ég er á pillunni.”
Baddi.
3. „Simmi minn, trúðu mér, al-
ræðissinnar verða alltaf orðlausir
þegar ég bendi á að frjálshyggjan
er upprunaiegust og manninum
eðlilegust.”
Hólmsteinn.