Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 12. ágiist 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir SAGANAF Klumpa-Dumpa Einu sinni var strákur sem alltaf vildi fá að heyra nýja sögu á hverju kvöldi, annars neitaði hann að fara að sofa. Hann var búinn að heyra allar sögur sem til voru. Hann kunni söguna af Búkollu utan að og sög- una af Gípu og Þúfukerl- ingunni og Gilitrutt og Brúsaskegg og Þyrnirós og Oskubusku og Rauð- hettu og Hans og Grétu og Dverginum í sykur- húsinu og meira að segja líka söguna af Glókolli. Kannski eru til f leiri sög- ur, en mamma hans kunni þær ekki. Þú spyrð líklega, hvers vegna pabbi hans hafi ekki stundum sagt honum sög- ur. Hann hafði nú aldeilis annaðað gera. Hann var alltaf úti á sjó að veiða fisk. Þegar hann var bú- inn að veiða allasíldina, þorskinn, ýsuna og loðn- una, þá fór hann bara að veiða kolmunna. Svo ekki gat hann sagt stráknum sögur. Eitt kvöld þegar strák- urinn vildi alls ekki fara að sofa nema mamma hans segði honum nýja sögu, þá mundi hún eftir því, að einhvern tíma hafði hún heyrt um skrít- inn karl sem hét Klumpa- Dumpi og sat á vegg. Hann var reyndar ekki venjulegur karl, heldur egg sem einhver krákan haf ði verpt þarna á vegg- inn. Karlinn var óttaleg- ur auli og þegar hann sá lífvörð kóngsins fara framhjá hoppaði hann upp og klappaði saman lófunum; það hefði hann ekki átt að gera, því hann missti jafnvægið og valt út af veggnum og möl- brotnaði. Kóngsmennirn- ir heldu leiðar sinnar, því ekki gátu þeir límt karl- inn saman. Þetta fannst stráknum góð saga. Hana hló svo mikið að því hvað Klumpa-Dumpi var vit- laus, að hann valt sjálfur útaf og sofnaði. Næsta kvöld bjó mamma hans til visu um þetta. Hún er svona: Klumpa-Dumpi kúrði á vegg karlinn sá var brot- hætt egg. Feikna fall þá mátti þola fór hann svo í þúsund mola. Enginn gat hann grætt úr þessu greyið varð að einni klessu. Kvöldið þar á eftir sátu strákurinn og mamma hans dálitla stund og klipptu út myndir af Klumpa-Dumpa, og það var svo gaman að strák- urinn fór glaður að sofa. Og svo þarnæsta kvoid vildi hann aftur heyra söguna um þennan vit- lausa karl. Þannig gekk þetta lengi, en þá allt í einu langaði strákinn til að hlusta á gömlu sögurn- ar sem hann var áður svo leiður á. Eftir þetta voru aldrei söguvandræði á því heimili. Þessa my RETTLAUSN Alls bárust sex réttar ráðningar. öll svörin voru f rá stelpum. Sá sem á að fá bréfið heitir: Hr. Öskar Rósmundsson öldugötu 12 220 Hafnarfirði. Þessar stelpur fá kort frá Kompunni í þessari viku: Ásdís Ingimarsdóttir, 11 ára, Egiisstöðum 4, Egils- stöðum. Guðrún B. Jónsdóttir, lOára, Lagarfelli 22, Egilsstöð- um. Steinunn B. Þorgeirsdóttir, 11 ára, Þjónustumiðstöð- inni, Skaftafelli, öræfum. Guðrún Hreiðarsdottir, Ytri-Tungu, Tjörnesi Kristrún Halla Helgadóttir, 10 ára, Brúarlandi 14, 108 Reykjavík. PENNAVINIR Ég er 10 ára. Ég óska eftir pennavini á aldrinum 10-11 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Kristrún Halla Helgadóttir Brúarlandi 14 108 Reykjavik. Ég heiti Guðrún Bjarney Jónsdóttir Lagarfelli 22 700 Egilsstöðum og óska að komast í bréfasamband við stelpur eða stráka á mínum aldri. Helstu áhugamál mín eru skriftir, dýr og popplög. Mynd fylgi helst fyrsta bréf- inu. Guðrún er 10 ára. É-Ég? Hræddur? Hv-hvaöan fékkstu þá hugmynd?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.