Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Viö þessa ömurlegu upp- talningu bætist svo húsnæöis- skortur eöa húsnæöi, sem á ’Vesturlöndunum teldist ekki til mannabústaöa. t mörgum stærstu borgum þróunarland- anna búa miljónir manna I fá- tæktarhverfum i ömurlegu upp- talningu bætist svo húsnæöis- skortur eöa húsnæöi, sem á Vesturlöndum teldist ekki til mannabústaöa. 1 mörgum stærstu borgum þróunarland- anna búa miljónir manna i fá- tæktarhverfum i ömurlegum hreysum eöa jafnvel á götunum. Þaö eru þvi ömurleg lifsskilyröi sem ótölulegur fjöldi barna veröur aö lifa viö, ef á annaö borö þeim tekst aö lifa af. Fulltrúar SÞ telja, aö til þess aö hægt veröi aö mæta þörfinni fyrir viöunandi húsnæöi á árunum 1970 — 80 veröi aö byggja 263 miljónir ibúa eöa um 75.000 á dag. Menntun? Maöurinn er i rauninni helsta auölind hvers samfélags, ef svo má aö oröi komast. Þess vegna er nauösynlegt aö fjárfesta I mann- inum. Ein besta fjárfestingin er aö mennta hann, þ.e. aö kenna honum aö lesa og skrifa. Meö þvi veröur hann færari um aö þroska sig og þar meö hæfari til aö mæta þeim erfiöleikum sem hann verður fyrir á lifsleiöinni. Eins og nú er háttaö mun um helmingur i- búa þróunarlandanna yfir 15 ára aldri vera ólæs og óskrifandi eöa um 760 miljónir manna. Ef tekiö er eftir heimsálfum kemur f Ijós aö ólæsir og óskrifandi ern i Evrópu um 3%, i Afriku um 70%, Asfu 50% og Suöur-Amerfku 25%. Ólæsi og fátækt fylgjast aö. Jafn- vel i þróunarlöndunum þar sem ástandiö er þolanlegt hvaö snertir Framhald á 21. slöu. Flug, hótel og morgunverdur innifaliö i veröi. Reyndir íslenskir fararstjórar gefa holl ráö og benda farþegum á markveröa og sérstæöa staöi innan Dublin-borgar sem utan. Samvinnuferóir-Landsýn Austurstræti 12 - símar 27077 og 28899 (Greinin sem birtist hér aö framan er úr Rétti, 2. hefti 1979, sem nýlega er kominn úr.) Miljónir barna í þró- unarlöndunum deyja ár- lega úr hungri og vannær- ingu án þess að mikið sé að gert eða bumbur barðar. Aðrar miljónir deyja úr allskyns sjúkdómum# sem herja vægðarlaust þar sem ástandið er verst. Ennþá fleiri börn eru dæmd til að lifa í eymd og volæði vegna sköddunar# bæði andlegrar og líkamlegrar, sem þau urðu fyrir í barnæsku. Þegar Sameinuöu þjóöirnar á- kváöu aö tileinka börnum heims- ins áriö 1979 var þaö ekki sist vegna þessara ömurlegu staö- reynda. Alþjóöaár barnsins er haldið á 20 ára afmæli yfir- lýsingarinnar um réttindi barns- ins Þann 20. nóv. 1959 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóö- anna meö öllum greiddum at- kvæöum þessa yfirlýsingu meö tilvisun til Mannréttindayfir- lýsingar SÞ frá 1948. Yfirlýsingin um réttindi barnsins er sett sam- an úr formála og tiu stuttum greinum, sem aö hluta er endur- tekning á greinum úr Mann- réttindayfirlýsingunni um al- menn mannréttindi og aö hluta er sérstaklega bent á sérþarfir barna s.s. umönnun og öryggi. Það sem vekur mesta athygli er aö meirihluti greinanna fjallar um rétt barnsins til félagslegs öryggis m.a. á þeim svæöum, sem nefnd voru hér i upphafi. Og aö þessi réttur veröi aöeins tryggöur i raun i samfélagi, þar sem hin félagslega- og efnahags- lega þróun hefur náö ákveönu marki. Þegar Allsherjarþingiö ákvaö áriö 1976 aö þetta ár skyldi veröa Alþjóöaár barnsins, var sérstak- lega bent á samhengiö viö hin al- Stríðið um betri framtíð þessara barna er að tapast mennu vandamál þróunarland- anna. Þetta ár á þó ekki eingöngu aö snúast um börnin i þróunar- löndunum. Kjör barnanna i riku löndunum erulika til umræöu. En Alþjóöaár barnsins mistekst hrapallega ef fátæku börnin 1 fá- tæku löndunum gleymast. Börnin sem aldrei fá tækifæri aö ná þvi minnsta, sem hver einasta mann- eskja á kröfu á, þ.e. mat, heil- brigöi, mannsæmandi húsnæöi, og undirstööumenntun. Hverjar eru svo þessar ógnvekjandi staö- reyndir um börnin i þróunarlönd- unum? Fjölgandi heimur. Mannfjöldinn i heiminum náöi 4000 miljóna markinu áriö 1976. Hann hefur vaxiö stööugt siöustu árin eöa u.þ.b. 2%, þó er fjölgunin misjöfn eftir heimshlutum. A ár- unum 1960 — 75 jókst mannfjöld- inn I heiminum um þriöjung eöa úr 3000 I 4000 miljónir. Um 5/6 þessara fjölgunar uröu I þró- unarlöndunum eöa um 835 mil- jónir en á Vesturlöndum fjölgaöi aöeins um 155 miljónir á sama tima. Frá sjónarhóli mannfjölda- fræöinnar eru þróunarlönd þau svæöi, þar sem: fæöingartalan er hærri en 30 af 1000; mannfjöldinn vex um 2—3% á ári: þriðjungur i- búanna er undir 15 ára aldri og þriöjungur vinnuaflsins eöa meira byggir lifsafkomu sina á landbúnaöi (akuryrkju). Sam- kvæmt þessu búa 70% af Ibúum heimsins i þróunarlöndum. Og ef viö förum nánar út i f jölgunina þá munu u.þ.b. 128 miljónir barna hafa fæöst áriö 1975. Þetta þýöir 4 börn á sekúndu, 242 á minútu og yfir 349.000 á dag. (Ibúafjöldi á tslandi áriö 1978 var rúmlega 210.000). Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþjóöabarnaárs Sam- einuöu þjóöanna fjölgar börnum undir 15 ára i þróunarlöndunum úr 1108 miljónum áriö 1970 i 1391 miljón áriö 1980. A Vesturiöndum veröur fjölgunin aöeins úr 312 miljónum áriö 1970 i 331 miljón áriö 1980.Rétt er aö taka þaö meö I reikninginn aö mest verður fjölgunin i fátækustu þróunar- löndunum, sem jafnframt eru flest hver þau fjölmennustu. Þaö skal tekiö fram aö fæöingum hefur lika fækkaö siöustu árin i mörgum þróunarlandanna. Barnadauöi er jafnframt mikill I þessum löndum, t.d. er dauöi barna undir 5 ára aldri allt aö 70% i sumum rikjum Afriku og Asiu. Aftur á móti er barnadauöi á Vesturlöndum aöeins 4 — 5% að meöaltali. Hungur og vannæring Eitt mesta vandamál heimsins i dag er minnkandi matvæla- framieiösla i fjölda þróunar- landa. 1 desember s.l. upplýsti forseti Sjóösins um landbúnaöar- þróun, A1 Sudeary, aö örfá þró- unarlönd heföu nú siöustu árin náö aukningu yfir 2% á ári i mat- vælaframleiöslu, og i sumum til- fellum heföi framleiöslan hrein- lega minnkaö. I 58 þróunarlönd- um meö næstum helming af ibú- um þriöja heimsins varö aukningin i matvælaframleiösl- unni minni en fólksfjölgunin. I tölum frá Sameinuöu þjóöunum segir aö árlega liöi 350 miljónir fyrir þessi vandamál á einn eöa annan hátt. Verstu óvinir barnanna i þróunarlöndunum eru hungur og vannæring. Og segja skýrslur Alþjóöaheilbrigöis- málastofnunarinnar sina sögu. Samkvæmt þeim veröa 100 þús- und börn blind árlega vegna A- vitaminskorts samfara annars- konar vannæringu. Um 10 mil- jónir barna þjást vegna alvarlegs skorts á eggjahviturikri og orku- rikri fæöu. Og um 80 miljónir írlaixi írlandsferð er sérstök og ööruvísi ferö, sem seint gleymist. veröa fyrir baröinu á allskyns sjúkdómum öörum, sem rekja má til lélegrar fæöu eöa fæöu- skorts. Það hefur veriö áætlað aö yfir 200 miljónir barna 5 ára og yngri, um heimingur barna i þró- unarlöndunum, séu vannærö. 1 sumum rikjum Suöur-Amerfku deyja meira en helmingur barna undir 5 ára aldri af völdum sjúk- dóma, sem rekja má til næringar- skorts. Ófriskar konur og börn á brjósti þurfa meira af eggja- hviturikri fæöu heldur en hægt er aö veita þeim I mörgum þró- unarlöndunum. Aöalastæöan eru lágar tekjur fjölskyldunnar. Þar viö bætist að margar konur 1 þessum löndum veröa aö vinna erfiöisvinnu á meögöngutíman- um. Vannæring móöurinnar veldur þvi oft andvanafæðingu eöa fósturláti. Ef barniö fæöist lifandi getur þaö haft varanleg á- hrif á heilsu þess og þroska. ömurlegar aðstæður Hreint vatn, viöunandi hrein- lætisaöstaða og nægur matur eru nauösynlega forsendur til þess aö maðurinn geti veriö heilbrigöur og hraustur. Um 1000 miljónir manna i þróunarlöndunum hafa ekki möguleika á aö ná I hreint vatn nema endrum og eins. Og um 1000 miljónir veröa aö vera án almenniiegrar salernisaö- stööu. Þaö er m.a. þess vegna sem fólk á þessum svæðum deyr úr sjúkdómum, sem fólk á Vesturlöndum deyr ekki úr viö venjulegar aöstæöur, s.s. innflú- ensu, berklum, lungnabólgu, mislingum og malariu. Sam- kvæmt skýrslum frá Alþjóðaheil- brigöismálastofnuninni frá þvf I april i vor eru þessir sjúkdómar helstu dauöavaldar barna I þró- unarlöndunum fyrir utan sjúk- dóma af völdum næringarskorts. Átta daga ferö frá 25. ágúst til 1. sept. Beint leiguflug til Dublin. Möguleiki á þriggja daga ferö um hin rómuöu irsku sveitahéruð og hin friösælu sveitaþorp meö dæmi- geröu irsku krárnar á ööru hverju götuhorni. Björn Þorsteinsson kennari: BÖRN ÞRIÐJA HEIMSINS ÁBARNAÁRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.