Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1979. DfOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjó&viljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir l msjónarmaftur SunnudagsblaÖs: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar SkarphéÖinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guómundsson. lþróttafréttamaóur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaóur: Siguróur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvörður: Eyjólfur Árnason Auglýsingar: Sigrfbur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Ásgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristfn Pét- ursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gúömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6. Reykjavlk, sfml g 13 J3. Prentun: Blaöaprent hf. Lögbundin skattsvik • Þaö er alkunna að allveruleg brögö eru að því, að há- tekjumenn ýmsir láta áætla á sig opinber gjöld, kæra síðan álagninguna og fá skatta sína lækkaða. Oft eru þetta menn úr hópi þeirra sem allra hæst gjöld hafa þeg- ar skattskýrsla kemur út, máttarstólpar þjóðfélagsins, mennirnir sem fá af sér myndir í blöðum og viðtal um það hve skattpíndir þeir séu. • Þjóðviljinn hefur að undanförnu reynt að fá upp- lýsingar um það hverjir þessir menn eru, en gengið erf iðlega. Því svo undarleg eru lögin að þótt skattskýrsl- an sé opinbert plagg og sumsstaðar gefin út í bókar- formi, þá er skattskýrslan með breytingum leynileg. Þannig upplýsti skattstjórinn í Reykjavík að hann hefði ekki heimild til að upplýsa hvaða aðilar það væru sem hefðu fengiðskatta sína lækkaða með kæru. ,,Þetta eru lög. Einungis Alþingi getur breytt þeim", sagði skatt- stjórinn. Það f innst því opin leið fyrir þá f jármálamenn sem vilja sleppa við opinbera gagnrýni vegna augljóss ó- samræmis milli íburðar og lúxusneyslu annarsvegar og lítilla skatta hinsvegar. Það er bara að láta áætla á sig skatta, nota síðan þær upplýsingar sem áætlunin gefur manni til að kæra og fá skattana lækkaða niður í núll komma ekki neitt. • Þjóðviljinn hefur einnig á það bent að í skjóli skatta- laga nýtur leynifélag betri borgara, Frimúrarareglan, skattfrelsis frá eignaskatti. Reglan borgar því engan eignaskatt af þeirri miljarðahöll sem stendur í miðborg Reykjavíkur. Þessa skattfrelsis nýtur reglan þótt lög hennar og reglur séu algjör leyndarskjöl, og með mark- mið og starfsaðferðir sé farið sem mannsmorð. • Allmikið hefur verið fjallað um lögleg og ólögleg skattsvik í blaðinu að undanförnu. Dæmin um leynd þá er hvílir yfir lækkun skatta og eignaskattsfrelsi Frí- múrarareglunnar segja okkur dálítið um það hve f jöl- breytt hin löglegu skattsvik eru. Því í báðum þessum til- fellum er um fyllilega lögleg undanbrögð frá skatt- skyldu að ræða. Þar verður Alþingi að setja undir lekann með breyttri löggjöf. Reyndar hefur þegar verið sett undir þann leka sem veitir Frímúrurum skattleysi. Þeir verða á næsta ári að greiða eignaskatt nema þeir geti sannað að þeir séu líknarfélag. En myrkraverk skatt- lækkunarkónganna standa óhreyfð. • Skattanefnd þeirri sem rikisstjórnin skipaði á síðast- liðnum vetri var m.a. ætlað að gera tillögur um breytta skattalöggjöf til frambúðar. Því það er yfirlýst stefna tveggja stærstu ríkisstjórnarf lokkanna að þeir séu and- vígir gildistöku skattalaga Matthfcasar A Mathiesens. Eitt þeirra atriða sem skattanef nd bæri að vinna að er aðf jarlægja leynd þá sem hvílir yfir lækkun skatta með kæru, þannig að hin raunverulega skattskrá verði opin- bert plagg, en ekki aðeins þaðóf ullgerða plagg sem nú er gefið út á miðju sumri. Því það er óþolandi ástand að skattskráin skuli vera plagg af því tagi að ráðuneytis- stjóri Fjármálaráðuneytisins telji hana þjóna takmörk- uðum tilgangi. • Því miður hefur skattanefnd ekki fundað frá því um áramót og þrátt fyrir yfirlýstan vilja tveggja nefndar- manna af þremur um að þeir vilji halda starf inu áf ram, þá hefur formaður nefndarinnar og trúnaðarmaður Fjármálaráðherra ekki séðástæðutil að kalla hana sam- an. • Reyndar er formaður nefndarinnar, Jón Helgason í Seglbúðum, sjálfsagt upptekinn í heyskap. En ef hann hefur ekki tíma til að standa í skattaþrasi um hábjarg- ræðistímann ber honum að fá í sinn stað einhvern sem má vera að. Því það er staðreynd að ef ekkert verður að- hafst i skattamálum á næstunni þá taka skattalög íhalds- ins gildi um næstu áramót. Og það væri heldur nöturlegt ef minnsti stjórnarflokkurinn gæti kúgað tvo hinna stærri til að starfa við skattalög sem þeir eru mjög and- vígir og börðust af hörku gegn á Alþingi. # úr aimanakínu Þær sérkennilegu reglur gilda um bæjarfógeta, sýslumenn og abra innheimtumenn rikisins, aö þeir fá auk fastra launa pró- sentur af nær hverju viöviki, sem þeir inna af höndum I þjón- ustu almennings. Hafa þó mennirnir allsæmileg laun fyrir, eöa rúmlega hálfa miljón á mánuöi. Aukatekjurnar eru viöast hvar stærstur hluti tekna fógeta og sýslumanna. I Reykjavik voru tekjur yfir- borgarfógetans á siöasta ári um 24 miljónir. Þar af voru aöeins rúmar 4 miljónir föst embættis- laun, en 20 milj. aukatekjur, eöa fimm sinnum hærri upphæö. Aukatekjur embættisins sjálfs eru svo mun meiri i heild. Matthias A. Mathiesen fyrr- verandi f jármálaráöherra lét semja nýja reglugerö um „laun innheimtumanna rikissjóös fyrir innheimtu” og var hiin útgefin 16. ágúst 1976. Lét þá ráöherr- ann básúna mjög, aö reglur fógeta. Samt var látiö undan þrýstingi frá þeim og ákvæöiö um hámarkstekjur afnumiö. Hvers vegna? I skipunarbréfi Jóns Skafta- sonar i embætti yfirborgarfó- geta tekur dómsmálaráöherra svo til oröa, aö i ráöi sé aö breyta gjaldskrá fyrir uppboös- haldara i samræmi og tengslum viö hliöstæöa breytingu, er gerö hefur veriö á reglum um laun innheimtumanna rlkissjóös fyrir innheimtu. Muni breyting þessi hafa i för meö sér lækkun á heildartekjum yfirborgar- F ógetaembætti er feitur biti þessar væru settar fyrst og fremsti þeim tilgangi aö auka sparnaö i rikisrekstri. Aö visufá sýslumenn og bæjarfógetar samkvæmt reglugeröinni sér- stök innheimtulaun fýrir allar rikissjóöstekjur sem innheimt- ar eru, aö undanskildum aö- flutningsgjöldum, bensingjöld- um og innflutningsgjöldum af bifreiöum og bifhjólum. En i 6. grein reglugeröarinnar var kveöiösvo á, aö farisamanlagö- ar aukatekjur fyrir innheimtu á uppboöskröfum, vegna starfa i umboöi Tryggingastofnunar rikisins, starfa i þágu sýslusam- laga og starfa viö umsjón meö sýslu- og sýsluvegasjóöum, fram úr 50% af árslaunum skv. efsta þrepi launaflokks sýslu- manna og bæjarfógeta, skuli heildarlaun fyrir innheimtu þaö ár skeröast um upphæö er þvi svarar. Þetta ákvæöi reglugeröarinar er siöan afnumiö þegjandi og hljóöalaust tveimur árum siöar, 14. ágúst I fyrra. Þaö ger- ir sami fjármálaráöherra, en nú umboðslaus, þvi hálfum mánuöi siöar tók núverandi rikisstjórn viö völdum. Þor- steinn Geirsson skrifstofustjóri ifjármálaráöuneytinu sagöi um þessa breytingu aöspuröur af Þjóöviljanum, aö hún væri til- komin vegna þrýstings frá tekjuhæstu bæjarfógetum og sýslumönnum, sem ákvæöi 6. greinar bitnuöu helst á. Enda munar um minna. Ef 6. greinin væri enn i gildi, heföi yfirborgarfógetinn 1 Reykjavik ekki fengiö 20 miljónir i auka- tekjur á sl. ári, heldur 2 mil- jónir, eöa tiu sinnum lægri upp- hæö. Engin furöa þó aö bless- aöir fógetarnir hafi kvartaö undan óréttlætinu! Þegar blaöamaöur Þjóövilj- ans fór á stúfana aö afla sér upplýsinga um þetta mál, fór kerfiö „I kerfi.” Eftir tvo eöa þrjáhringi i tveim ráöuneytum og hjá rikisbókhaldi, þar sem hver vísaði á annan, átti ég langt símtal viö fjármálaráö- herrann fyrrverandi. Kom I ljós aö honum haföi mjög förlast minni á þessu tæpa ári um or- sakir þess aö 6. grein reglu- geröarinnar var felld úr gildi. Fór svo aö tokum eftir nokkrar tilraunir til útskýringar, aö Matthias baö blaöamann þess lengstra oröa aö hafa ekkert eftir sér um málið. Arni Kol- beinsson, deildarstjóri I tekju- deild fjármálaráöuneytisins, skyldi svara fyrir þetta litilræöi. Árni brást fljótt og vel viö boöum fyrrverandi húsbónda sins og svaraði aö bragöi. Fyrir utan vilja manna til aö hækka laun sin, sagöi hann, þá hefðu fógetar jafnframt oröiö áhuga- lausari um aö sinna skyldustörf- um sinum sem skyldi. Þaö var og. Uppboöin eru langmesta tekjulind fógeta á Reykjavíkursvæöinu og meö skeröingu á þeim tekjum missa þeir vænan spón úr aski sinum. Á hinn bóginn er þaö nánast útúrsnúningur sem Arni Kol- beinsson sagöi I þessu sam- bandi: „Þaö kom I ljós, aö þar sem rikiö átti mest I húfi, virk- uöu þessar reglur ekki sem hvati, eins og til var stofiiaö.” Rlkiö á yfirleitt ekkert i húfi þar sem uppboöin eru. Og inn- heimta fyrir rikissjóö er aðeins litið brot af innheimtu t.d. borgarfógetans I Reykjavlk. Þar er einkum um aö ræöa sjálfkrafa skrifstofuverkefni eins og skráningargjöld, stimpilgjöld, veöbókarvottorö o.fl. Aukatekjur embættisins af þessum afgreiöslustörfum nema lika aöeins nokkur hundr- uö þúsundum króna fyrir allt áriö I fyrra. Rikiö á þvf afar li'tiö undir innheimtu borgarfógeta og annarra tekjuhárra bæjar- Einar Örn fógeta. Mér er spurn: I sam- ræmi viö hvaöa breytingu á reglum um laun innheimtu- manna á aö breyta gjaldskrá fyrir uppboöshaldara? Vissi Steingrfinur ekki þegar hann ritaði skipunarbréf Jóns Skafta- sonar, aö Matthías haföi af- numiö ákvæöiö um hámarks- tekjurnar? Þótt Steingrimur hafi reynst hér seinheppinn sem stundum fyrr , má enn spyrja: Er þetta þá aöeins áróöursbragö til aö lyfta skipun Jóns á æöra siö- feröisstig, eöa fylgir hugur máli? Þaö mun vissulega veröa fylgst meö þvi hvort ráöherrann lætur sitja viö oröin tóm eöa ekki. ^ Svo er önnur hliö á þessu máli, sem mætti skrifa langt mál um. Það er sú siöfræöi rikisvaldsins, aö búa til sllkt bónusbákn fyrir nánast hvert viðvik vellaunaörar embættis- mannastéttar. Er þaö réttur hugsunarháttur, aö rlkiö gangi áundan I þviaö borga mönnum aukalega eftir prósentukerfi fyrir þau embættisverk, sem þeir eru ráönir til aö sinna? Hvers eiga þá lægra launaöar starfsstéttir hjá rlkinu aö gjalda? Fara ekki kennarar bráöum aö fá vænan bónus fyrir að sinna kennslunni, t.d. á-. kveönar prósentur af hverri kennslustund? Hvers vegna fá lögreglumenn ekki prósentur fyrir hvern drukkinn ökiunann sem þeir taka? Mundi þaö ekki verka sem hvati og auka afköst- in? Já, því ekki aö láta eitt launakerfi yfir alla rikisstarfs- menn ganga? —eös skrifar eng.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.