Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 8
8S1ÐA — ÞJQÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1979. Sagt frá ferð úr skála Ferðafélags íslands í Hrafntinnuskeri, um Kaldaklofsfjöll, Grashaga, í Hvanngil Ég leit út fyrir tjaldskörina. Himinninn var blár og gosstrók- arnir stóðu beint upp i loftiö. Ég notaði áttavitann fyrir klukku, hún var sjö. Ekkert lifsmark viö skálann. Fyrsta verkiö var nú aö þvo sér og bursta tennur uppúr hvera- læknum, siöan aö setja upp vatn og smyrja brauö meö sméri og kæfu. Eftir morgunverö var farangri komiö fyrir i bakpokan- um og tjaldið fellt og bundiö undir pokann. feguröar sökum. Þarna eru bæöi gufuop og vatnshverir stórir, sem bulla og sjóöa. Sunnanundir hverasvæöinu byrjar allmikiö gil. Mjög góö leiö niöur i Grashagann er einmitt vestan þess, um hæstu mela. Þarna á brúninni ofan Grashagans sest ég niður og viröi fyrir mér fjöll og leiti á Fjalla- baksvegi syöri. Hér er ægi*fagurt landsvæöi meö Suöurjöklana til allra átta. Aö baki mér er Kalda- klofsjökull og Torfajökull, en i vestri Tindafjallajökull eins og disadjásn. 1 suöri gnæfir skjöldur GENGIÐ EINN OG SÉR Ljósártungur. Hekla I baksýn UTILIF Jóhannes Eiríksson skrifar UM KALDAKLOFSFJÖLL Þegar ég haföi kvatt fólkiö sem nú var flest komiö á stjá og þegiö kaffihjá Guörúnu sem er öölingur og snikt eldstokk hjá Böövari, gekk ég af staö austur meö Reykjafjöllum. Ég gekk meö brekkurótunum uns komið var aö efstu töglum Ljósártungnagils sem hér er ekki sjálfu sér likt, út- vaöið I svörtum vikri og dökku gosbergi. Svolitiö neöar er þetta gil þegar oröiö mjög djúpt og svo litfagurt aö af ber. Ég missi litla hæö, enda er giliö grunnt. Nú tekur viö dalur efst I Jökultung- um, nafnlaus en snotur meö blás- andi hveraop i hliöum á hægri hönd. Ofan i dalbotninn aö austan teygir Kaldaklofsjökullinn sig. Þar eru ishellar. Héöan er stutt aöganga á Háskeröing (1278 m). Veöriö hefur letjandi áhrif á mig og meöan ég ræö viö mig ; hvortég eigi aö leggja i Háskerö- ing tek ég upp primusinn og byr ja aö hita súpu og brytja óöalspyisu oianl. Siðan laga ég kókó og smyr brauö. Þegar þessu boröhaldi er lokiðþarna i leynidalnum minum hefur þrekiö og nennan vaxið svo ég axla þungan pokann og arka með hann upp i miöjar hliöar fjallsins. Þaö sem eftir er skokka ég léttur, en er stundum aö gá til baka hvort ekki sjáist til Feröa- félagsfólksins. Ég er svo kominn upp undir brún þegar hópurinn birtist viö jökulsporöinn. Þau hafa fariö svolitiö ofar i Kalda- klofsfjöllunum en ég og sneitt hjá Ljósárgilinu, leiö sem er kannski eilitiö styttri ef gengiö er á Há- skeröing, en mun lengri ef fariö er i Hvanngil. Ég gengaustur fjalliö og nýtút- sýnisins yfir Torfajökulinn og austuryfir sand. I bakaleiö mæti ég Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur sem er langfyrst upp og blæs varla úr nö6. Mikiö djöfull er stelpan friskleg. Og nú tinast þau að hvert af ööru. A svona degi gleymast hinir mörgu rigningar- dagar. Svona dagur ris I minning- unni eins og Háskeröingur yfir hin lægri fjöll. Ég haföi hugsaö mér aö leita aö góöri leiö af Kaldaklofsjökli i Hvanngil, austan Ófæruhöfða, en aö ráöi Magnúsar fararstjóra þeirra Feröafélagsmanna féll ég frá þvi, hann telur leiöina of bratta fyrir klyfjaö göngufólk. Þetta ætla ég þó aö athuga betur i haust. Ég sný nú niður i Jökultungurn- ar og fer hægt um hverasvæðiö af Feröafélagshópurinn tekur hvild á Háskeröingi. Eyjafjallajökuls, en hvel Mýr- dalsjökuls breiöir úr sér til aust- urs og ber þar mest á hrikalegri Entugjánni sem spýr fram einni kuldalegustu jökulelfu landsins, Syöri-Emstruá. Innan marka þessa landsvæöis eru mörg fjöll og margbreytileg, sum sérlega friö eins og Stóra-Súla (908), Ein- hyrningur (641) ogHattfell»önnur grófari og á hversdagsklæöum eins og Mófelliö t.d. Niöur I Grashagann er brött hliö og hægt aö velja sér gras- teyginga eöa skriður. Ég kýs skriöuna þvi aö hún gefur fljótari ferð. Hér er all-viöáttumikiö gras- lendi og oft blómlegt, en nú er allt bitiö ofan i svörö. Ég legg frá mér pokann viö einn lækjanna, leggst endilangur og teyga af hjalandi ladtnum sem er á hraöferö i Markarfljót, þar sem hann verb- ur ekki hreinn litill fjallalækur, sem speglar augu þess sem fram- hjá fer, heldur tekur hann lit af hinu stóra fljóti og skapferli þess sem er ógnþrungiö og þunglynt eins og mannþyrping i stórborg. Þegar hér er komiö er stutt i á- fangastaö, Hvanngil, aöeins stuttur spölur um mýrardrög og grundir suöurmeö Vegahliðinni og fyrir Ófæru. Sú leiö sem eftir er til Þórsmerkur er svo aðgengi- leg að varla þyrfti einu sinni aö stika hana, nema kannski hlutann milli Emstruánna. Hins vegar er nauösynlegt aö leiðin úr Hrafn- tinnuskeri i Hvanngil sem enn er ómerkt veröi stikuð strax i haust, þvi aö litið má bera útaf á þeirri leiö svo illa geti fariö. Varöandi gönguskála sem feröafélagiö hyggst setja upp i haust á þessu svæöi sýnist mér Alftavatn heppilegasti staöurinn. Hinsvegar vona ég aö gengiö veröi betur frá undirstöðum þeirra húsa sem eftir er aö setja upp, heldur en gert hefur veriö á Emstrum og i Hrafntinnuskeri. Þaöveröurnú ekki framhald á þessum feröahugleiöingum min- um; bæöi eraöégförum Emstrur og Almenninga einn og hitti varla sálu á leiðinni, enda og eru þessi landsvæöi mörgum all-kunn og eru orðin aögengileg bæöi bila- og göngufólki. Sjálfum þótti mér skemmti- legra að fara um þessi svæði áöur en brýrnar voru settar yfir Emstru-árnar og engin sæluhús voru nema i Hvanngili, en fýrir almenning hefur hér ojmast bráö- skemmtileg gönguleiö og vona ég aö feröafólk sýni Feröafélaginu þakklæti i verki meö góöri um- gengni I þessum skálum þess og öörum. je

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.