Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1979. Ji;, S < if ■: ■ * Frá Caracas. Eymdin i hllöunum, auöævin I miðborginni. hverja setningu áður en hann bar hana fram. Ráðstefnudagarnir þrir voru jafnframt siðustu valdadagar Somoza-ættarinnar i Nicaragua. Allir vissu að sigurinn væri unn- inn, og að þaö var aöeins tima- spursmál hvenær harðstjórinn yfirgæfi skothelda byrgið sitt i Managua þaöan sem hann hafði stjórnað grimmdarlegum morð- árásum á sina eigin þjóö mánuö- um saman, og héldi á vit vina sinna I Miami. Þessvegna var eðlilegt að mest væri um það rætt á ráðstefnunni hver yröi þróun mála i Nicaragua eftir að loka- sigurinn heföi unnist. Luis Martinez var ómyrkur i máli þegar hann ræddi um stuðn- ing Bandarikjastjórnar við Somoza-fjölskylduna allt frá árinu 1934, þegar Anastasio Somoza eldri lét myrða frelsis- hetjuna Augusto Cesar Sandino oghóf þannigsinn blóðuga valda- feril, fyrir tilstilli og meö fullri velþóknun Bandarikjamanna. Næstu tvo áratugina þar á undan haföi bandriski herinn ráðið lögun og lofum i þessu litla og fátæka landi. Hér i blaðinu hefur oft verið sagt frá Somozastjórninni og ill- verkum hennar, og þótt lesturinn hafi veriö hrollvekjandi var þar þó áreiðanlega fremurvansagt en ofsagt. Þessi haröstjórn átti sér fáa lika, og eru menn þó ymsu vanir i Suður-Ameriku. Bandarísk viðbrögð Að Somoza fóllnum hlýtur aö vakna sd spurning, hvernig Hver verður framtíð Nicaragua? — Hafiði heyrt það? Somoza er flúinn! Hávær ánægjukliður barst um veitingasalinn á Hótel Riviera i Lima, höfuðborg Perú, árla morguns þriðjudaginn 17. júli s.l. — Okkur tókst það! — hrópaði einhver gárung- inn i hópnum. Við vorum á heimleiö frá ráð- stefnu Heimsfriöarráösins um Nicaragua, sem haldin haföi verið I Caracas i Venezuela dag- ana 13.-15. júli. Hópurinn saman- stóö af allra þjóða kvikindum, enda höföu fulltrúar u.þ.b. 70 landa setiö ráöstefnuna, og stór hluti þess hóps varð samferöa til Moskvu, en merkilegt nokk var Perú fyrsti áfanginn á þeirri leið. Ráðstefnan hét Alþjóðleg sam- stöðuráðstefna með þjóð Nica- ragua og sem fyrr segir var það Heimsfriöarráðiö sem stóö að henni. Ég sat ráöstefnuna sem fulltrúi Islensku Friðarnefndar- innar, sem er aðili að Heimsfrið- arráðinu. Nytsöm kjaftaþing Margir hafa þá hugmynd, að ráðstefnur af þessu tagi séu einskis nýt kjaftaþing, þar sem fólk situr og hlustar á ræður og lokaálýktunin er samin áöur en ráöstefnan hefst. Þar séu engar umræður, ekkert nema slagorö og fagurgali. Þannig litur þetta vissulega út, við fyrstu sýn. En þegar betur er að gáð sést að margvislegt gagn má hafa af þessum kjaftaþingum. 1 fyrsta lagi takast þar oft per- sónuleg sambönd milli fólks sem annars myndi aldrei hittast, sem- bönd milli stjórnmálahreyfinga I hinum ýmsu löndum, og yfirleitt fer þarna fram meðvituö og gagnleg Utvikkun sjóndeildar- hringa. 1 öðru lagi má segja, að á ráð- stefnum einsog þessari safnist saman umtalsvert magn upplýs- inga og fróöleiks um það efni sem tekið er fyrir hverju sinni, i þessu ölfelli Nicaragua. Hræðileg borg Við komum til Caracas fimmtudagskvöldið 12. júli. Flug- völlurinn er I nokkurri fjarlægð frá borginni og var fariö meö rútubll þaöan um afar löng jarð- göng, sem grafin hafa veriö undir eitt af fjöllunum sem umkringja borgina á alla vegu. Viö sáum lft- ið i myrkrinu, og vorum flutt rak- leiðis á hótel I miöborginni, enda löngu kominn háttatimi fyrir þreytt ferðafólk. Hótelið var greinilega reist fyrir ameriska auðkýfinga og tilheyrði Hilton-auðhringnum. Morguninn eftir gafst færi á að átta sig á þessari borg sem við höfðum hafnað I. Caracas er i einu oröi sagt hræðileg. Hún er einsog pottur i laginu. A botnin- um er gamla miöborgin, verslun- arhverfin og auðmannahverfin, en i' hlfðunum allt i kring eru öm- urleg fátækrahverfi sem teygja sig upp á efstu tinda. Þessar nátt- úrulegu aöstæöur gera þaö aö verkum aö eymdin er allsstaðar og allt i kring, og iburöurinn i miðborginni verður ennþá viö- bjóðslegri fyrir bragðið. Hilton-hóteliö er hluö af bygg- ingasamstæöu sem nefnist Parque Central og er enn i smlð- um að einhverju leyti. Fjórir skýjakljúfar teygja sig upp úr mengaðri hitasvækjunni og eru tengdir saman aö neöan með tveimur kjallarahæöum, þar sem Luis Martinez, fulltrúi Sandin- ista, I ræðustól á ráöstefnunni. vopnaöir veröir ganga um og stugga burt fátæklingunum, til þess að þeir séu ekki að flækjast fyrir fina fólkinu. Hvergi hef ég komiö i manneskjufjandsam- legra umhverfi. Umferðin i Caracas á sér vart nokkurn lika. Gnýrinn er svo óskaplegurog látlaus allan sólar- hringinn að mér varð ekki svefns auðiö uppi á 14. hæö hótelsins, og var þó herbergið loftkælt og allir gluggar lokaðir. Gangstéttir eru næsta óþekkt fyrirbæri og um- ferðarljós sömuleiðis. Virtust að- eins tvær umferðarreglur vera i gildi fyrir fótgangandi vegfar- endur: bjargi sér hver sem betur getur! og nú er aö hrökkva eöa stökkva! Uppi I hliöunum eru engar götur, aðeins troöningar milli húskofanna. Mér var sagt aö u.þ.b. 70-80% þjóðarinnar lifðu við kjör sem eru fyrir neöan hin svokölluðu hung- urmörk. Samt er Venezuela eitt auðugasta land Suöur-Ameriku, og i hópi mestu oliuframleiöslu- rikja heims. Ráðstefnan Ráðstefnan var sett klukkan tólf áhádegi föstudaginn 13. júli, I stórum fundarsal I kjallara Parque Central. Setningarræð- una flutti Romesh Chandra, for- seti Heimsfriðarráðsins, ræöu- skörungur mikill og diplómat af guðs náð, einsog siðar kom I ljós þegar þraskarlar tóku að sækja 1 pontu. Þá afgreiddi hann af öf- undsverðrifestu og meö hunangs- ljúfu brosi, og ættu sllkur fundar- stjórar aö vera til á hverju heim- ili. Margar af þeim ræðum sem fluttar voru á ráðstefnunni voru harla keimlikar. Mesta athygli vöktu að sjálfsögðu ræöur fulltrú- anna frá Nicaragua, en þeir voru tiu á ráðstefiiunni, fimm Sandin- istar og fimm fulltrúar annarra Somoza-andstæöinga. Málflutn- ingur þessa fólks, bæði úr ræðu- stól og I óformlegum samræðum milli funda, varmjög á eina lund: skörulegur, einbeittur og skýr. Helstur málsvari Sandinista var ungur maöur að nafni Luis Martinez, fulltrúi utanrikismála- nefndar Sandinistahreyfingar- innar (FSLN). Hann talaöi jafnan blaðalaust og hægt, með þungum áherslum, og virtist yfirvega Bandarikjastjórn bregðist við þeim nýju aöstæöum sem þarmeð skapast. Reynslan hefur sýnt, að fátt mun heimsvaldasinnunum i Washington vera fjær skapi en að viðurkenna i verki rétt þessarar striðshrjáðu þjóöar til aö ráða sjálf framtið sinni. Hinsvegar hefur þeim ekki gengiö vel að koma i veg fyrir byltinguna i Nicaragua, og sýnir sú staðreynd einkar ljóslega aö timarnir eru breyttir og að Bandarikjamenn eru ekkilengur færir um að gegna hlutverki alheimslögreglu. Á ráöstefnu utanrikisráðherra Sambands Amerikurikja (OAS) sem haldin var i Washington i júni s.l. og þar sem rætt var um málefni Nicaragua reyndi Cyrus Vance að fá samþykkta ályictun sem var I rauninni ekki annaö en umboð fyrir stjórn hans til að hefja beina ihlutun I innanrikis- mál Nicaragua. Þessari ályktun var hafnaö, og hlaut hún aöeins stuðning tveggja fulltrúa á ráö- stefnunni: fulltrda Somoza og annars álika harðstjóra, Stroess- ners I Paraguay. Hinsvegar sam- þykktu fulltrúar 17 rlkja aöra ályktun, sem borin var fram sameiginlega af utanrikisráð- herrum margra Suður-Ameriku- rikja. í þeirri ályktun var viður- kenndur réttur sigurvegaranna I Nicaragua til að ráða málum sin- um sjálfir, án utanaðkomandi ihlutunar. Sú var tiðin aö OAS var ekki annaö en verkfæri i höndum Bandarikjastjórnar, og gekk und- ir nafninu „nýlendumálaráöu- neyti”. Samtökin gegndu t.d. smánarleguhlutverki I sambandi við einangrun Kúbu frá öðrum löndum álfunnar á sinum tima. Sú breyting sem nú er oröin á þessum samtökum veröur þvi að teljast gleðileg og vekja örlitla von um bjartari framtiö þjóð- frelsishreyfinga i löndum áifunn- ar. Fleira hefur valdið stjórninni i Washington vonbrigðum: t.d. leyfði stjórnin I Costa Rica ekki aö bandariskir sjóliöar fengju aö athafna sig I þessu nágrannariki Nicaragua, og rak þá til föður- húsanna. Þaö er þvi deginum ljósara, að kaninn veröur að hafa sig allan við ef honum á að takast að koma I veg fyrir að Nicaragua verði „önnur Kúba.” Þeir dagar eru liðnir aö Bandarfskir sjóliðar geti gengið á land hvar sem þeim sýn- ist og tekiö að stjórna rlkjum sem hafa einhverja sjálfstæðisviö- leitni i frammi. r\ Frá ráðstefnu Heimsfriðarráðsins í Caracas Greinarhöfundur i sæti slnu á ráðstefnunni. ÁbúðarfuIIi maðurinn til vinstri er fulltrúi Filippseyja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.