Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 24
UOBVIUINN
Sunnudagur 12. ágúst 1979.
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
^ 81333
Kvöldsimi
er 81348
wa#n*
Eftir barning undangeng-
inna ára var Bernhöftstorfan
friðuð I siðustu viku. Ragnar
Arnalds tók af skarið eftir að
þrir menntamálaráðherrar
höfðu á undan honum látið
málið velkjast fyrir veðri og
vindum. 1 tilefni af þessum
timamótum höfðum við tal
af Guðrúnu Jónsdóttur, arki-
tekt, formanni Torfusamtak-
anna, sem hafa staðið I fylk-
ingarbrjósti i friðunarstrið-
inu.
Guðrún kvaðst mjög
ánægð með málalyktir, og
þegar við spurðum hvort
Torfusamtökin yrðu nú lögð
niður, þar sem höfuðmarki
þeirra væri náð, svaraði
hún:
,,Um það á algerlega eftir
að ræða. Eg vil lika benda á,
að samtökin hafa látið ýmis
önnur varðveislumál til sin
taka, svosem i Grjótaþorpi
og á Hallærisplaninu. Ég
gerilika ráð fyrir að liðsinnis
okkar verði leitað við að
koma húsunum á Torfunni i
brúklegt horf, og ekki mun
standa á okkur. Þannig að
mér sýnist að i nánustu
framtið hafi Torfusamtökin
nóg að gera.”
— Kæmi tii greina að
Torfusamtökin færu fram á
að fá umsjón með húsunum I
framtiðinni?
„Þvi ekki það? Svipaðar
hugmyndir voru ræddar á
sinum tima. Að baki lá það
að við ráðstöfuðum þeim til
einhverra aðila sem gerðu
húsin upp á sinn kostnað til
endurgjalds. Þessi hugmynd
er ekki útúr dæminu i dag.”
— Hvaða hugmyndir hafa
komið upp um hugsanlega
nýtingu á húsunum?
„Þær eru nú margar.
Flestum er þeim sammerkt
að listræn starfsemi af ýmsu
tæi fengi þar griðastað. Með-
an Kornhlaðan stóð, höfðu
leikarar áhuga á að koma á
fót litlu leiksviði I tilrauna-
skyni. Sumir hafa stungið
uppá litlum matsölustað i
húsinu við Bankastræti, og
aðrir telja upplagt að hafa
þar litið galleri, myndlistar-
verkstæði, eða annaö I þeim
dúr. Einhverja lifandi starf-
semi sem gæti tengst bæjar-
lifinu.
— Teluröu að samtökin
hafi átt mikinn þátt I að snúa
almenningsálitinu á sveif
með friðunarsinnum?
„Tvimælalaust. Bæði hef-
ur sú umræða sem hefur
skapast kringum samtökin
ýtt við mörgum og svo má
nefna að þegar við tókum
okkur til og máluðum húsin,
þá skiptu margir um skoðun.
Fólk komst að raun um að
húsin á Torfunni voru ekki
litlausar grámyglur uppi
brekku, heldur fallegar
byggingar, sem bæri aö
varðveita til minja um hina
gömlu byggð. Og það má
segja, að i dag geta menn
ekki keypt jarðýtur til að
ryðja burt gömlum húsum
einsog áður. Það er altént
nokkur ávinningur.”
-ÖS
Sem kunnugt er
heyktist stjórnarnefnd
rikisspitalanna á þvi
fyrir fáeinum dögum að
spara i sjúkrahúsrekstri
með þvi að klipa af
kaupi lægst launaða
starfsfólksins á spítöl-
unum, meðan læknar
raka saman miljóna-
fúlgum á mánuði, marg-
ir hverjir. Bjarney Guð-
mundsdóttir ræstinga-
kona telst vist ekki til
þeirra, sem hæst
hreykja sér i virðingar-
stiga heilbrigðiskerfis-
ins. Hún hefur skúrað í
10 ár á Landakotsspitala
og er trúnaðarmaður
star fs manna f él agsins
Sóknar. Bjarney er i
sumarleyfi þessa dag-
ana og við sóttum hana
heim í Fannarfell i
Breiðholtinu, þar sem
hún býr i „lönguvitleys-
unni”, eins og blokkin sú
arna er stundum kölluð.
— Þaö er svo stutt siöan syst-
urnar hættu, sagði Bjarney. —
Þær fóru i hvað sem var. Það var
ekki ósjaldan að maður sá prfor-
innuna vera að sópa frá dyrum.
Þá var færra starfslið á spital-
anum og öðruvisi vinnutilhögun.
Tiu ár i skúringum
— Hvað ertubúin að vinna lengi
á Landakoti?
— Ég er búin að vinna þar I tiu
ár. Ég byrjaði á þvi aö skúra
stigaogsetustofuri anddyrinu.Ég
vann 5 tima á dag og aldrei á
laugardögum og sunnudögum.
Þær unnu þá sjálfar systurnar ef
með þurfti. Þegar vantaði konur,
hlupusysturnar iskarðið. Nú þarf
að kalla út konur eða bæta á þær
sem fyrir eru i forföllum. Siðan
fór ég aö vinna átta stunda vinnu-
dag, frá kl. 8-4, og var I þvi i niu
ár.
— Hvernig er vinnutlmi og
vinnutilhögun hjá þér núna?
— Skúringakonur vinna nú á
deildunum 5 tima á dag, frá kl.
hálfátta til hálfeitt. A þessum
tima eiga þær að klára tiu stofúr,
heila hæö. En þær mega ekki fara
inn I stofurnar fyrr en búið er að
búa þar um og það fer oft eftir þvl
hve mikið er af hjúkrunarfólki,
hvernig gengur að komast aö.
Þetta er keöja, sem ekki má
rofna. Sem trúnaðarmaður fæ ég
oft að heyra klögumál vegna þess
að skúringakonumar komast ekki
að á réttum tlma og þá þurfa þær
kannski aö vinna fimm tíma verk
á tveim timum. Þetta veldur oft
leiðindum og stressi, sem er
slæmt á vinnustaö.
Ég get aldrei skilið þaö fyrir-
komulag, að þegar vantar stúlkur
á deild, þá er kallað á einhverja
sem er i frii og henni borgað tvö-
falt kaup. Þetta er ekki sparn-
aður, betra væri að hafa konu á
venjulegu kaupi til afleysinga.
Þetta hefur veriö sérstaklega
sæmt i sumarfrium. Við fáum
skólastúlkur I vinnu, en t.d. um
siðustu mánaöamót hlupu fimm
þeirra út af spitalanum, hættu
fyrirvaralaust. Venjulega eru
fimm gangastúlkur á hverjum-
gangi, en alltaf er einhver þeirra i
frii, þannig að sjaldnast vinna
nema fjórar þeirra I einu. Þær
vinna átta stunda vinnudag sex
daga vikunnar. A kvöldin er svo
unnið frá kl. 4-8 i vissum tilfell-
um, t.d. á rannsóknarstofum sem
ekki er hægt aö komast inn I fyrr
en vinnu er lokið þar.
Gangastúlkur skúra
ekki
Ef gangastúlkur eru beðnar um
aö skúra gólf, þá gera þær það
ekki. Þetta er mjög slæmur hugs-
unarháttur. Ég hef ekki litið
þannig á, að það væri eitthvað
merkilegra að þurrka af glugg-
um, boröum eða vöskum heldur
en að skúra gólfiö.
Nei, það eru aörar sem skúra
gólfin. Þaö eru skúringakonur,
góði minn. Ég hef beðið ganga-
stúlkur að taka gólfin ef einhver
okkar hefur verið veik, en það er
eins og eigi að sllta hjartað úr
brjósti þeirra.
— Eru of fáar skúringakonur á
spítalanum?
— Já, þær eru yfirleitt of fáar.
Það er reynt að hafa þær sem
fæstar. Gangastúlkur mættu lika
sums staðar vera fleiri. Deild-
irnar eru mjög misjafnar aö
þessu leyti. Sumar eru mjög
erfiðar, t.d. langlegudeildir, en
aðrar eru léttari.
Lýjandi starf og van-
metið
— Hefur þessi vinna ekki slæm
áhrif á heilsuna til lengdar?
— Éghef alltaf verið hraust, en
ungar stúlkur kvarta mikið um
bakverki og biöja guð að hjálpa
sér, þetta sé svo erfitt. „Bjarney,
guð hjálpi mér, þetta get ég
ekki,” sagði ein 17 ára stúlka við
mig. „Jú, þú getur þetta i einn
mánuð, úr þvlað ég hef gert þetta
itiu ár,” svaraði ég. En þetta er
lýjandi starf og kannski van-
metið. Samt sem áður er þetta
Þetta er
lýjandi starf
og vanmetið,
segir Bjarney
Guðmunds-
dóttir, sem
hefur skúrað
á Landakots-
spítala
í tíu ár
starf einn hlekkur I þjónustu
sjúkrahúsa og það er aldrei hægt
að komast hjá þvl að vinna það.
Og nú eru geröar meiri kröfur en
áður til hreinlætis.
— Hvernig er vinnuaðstaðan?
— Við höfum ekki skápa eöa
neitt slikt á Landakoti. Þrjár
stúlkur eru saman með einn skáp
og geta ekki læst honum.
167.712 kr. á mánuði
— En launakjörin?
— Ef við höfum unnið I fimm ár,
þá erum við á hæsta Sóknartaxta
fyrir þá 30 stunda vinnuviku, sem
við vinnum nú. Það gera nú
167.712krónur á mánuöi. Þær sem
vinna I „rúllandi” átta tima vinnu
fá 2l6.193kr. eftir fimm ára starf,
ef þær hafa ekki fariö á námskeið
hjá Sókn. Auk þess fá þær álag
um helgar.
— Hvað finnst þér um þau
sparnaðaráform sem uppi voru,
að draga úr vinnu Sóknarkvenna
og lækka kaup þeirra?
— Ég verð að segja það, að mér
finnst þessar 25 minútur ekki of
mikið fyrir þær sem vinna um
helgar og á hátlöum. Þessar 25
minútur á morgnana komust inn i
samninga fyrir óreglulega
matartimaog jafngilda 18þúsund
krónum á mánuði. Þetta þýddi
þvi tekjurýrnun sem þvi nemur,
ef af hefði orðið. Þessi „sparnað-
ur” hefði þannig bitnað fyrst og
fremst á Sóknarkonum, en að ein-
hverju leyti á sjúkraliðum. Að
vfeuhefur staðið til að lengja næt-
urvaktir sjúkraliða, þannig aö
hæpið er að um mikla skerðingu
hefði orðið að ræöa hjá þeim. Við
erum ekki með neinar næturvakt-
ir, nema eitthvað á Kleppi og
Kópavogshæli.
Þetta er brot á samn-
ingum
— Ég held að þeir fái þessu
aldrei framgengt svona. Þetta er
brotá samningum. Viðerum ekki
meðlausa samninga og öll skerð-
ing á kaupi er brot á samningum.
Þetta var að visu fært I þann
búning, að um væri að ræða upp-
sögn á yfirvinnu. Það er ýmislegt
sem stangast á i okkar vinnu,
kaffitimar og fleira, og ef taka
ætti af þessar 25 minútur, kæmi
það ákaflega illa út á morgnana.
Ekki hægt að spara þrif-
in
— Mætti ekki spara á ýmsum
öörum sviðum i rekstri sjúkra-
húsa en með þvl að lækka laun
Sóknarkvenna?
— Ég þoriekkiaðsegja um það,
en ég er hrædd um að það mætti
eflaust. Ég held að það sé ekki
hægt að spara þrif á sjúkrahús-
um, nútimakröfur eru orðnar það
Framhald á 21. siöu.
STARF OG KJÖR STARF OG KJÖR STARF OG KJÖR