Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 12. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 — Ætli þaö sé ekki hérna, segir bilstjórinn og bendir á rautt hús niður við Kópavoginn. Jú.Það er auðvitað rétt, bílstjórar verða aö rata, það er nú einu sinni i þeirra verkahring. Þinghólsbraut 65. Ég geng að útidyrunum, sigta vel og vand- lega á dyrabjölluna og er I þann veginn að hleypa af. Þá kemur hann fyrir húshornið og að þvi er mér sýnist nákvæmlega eins útlits og hann var þegar við hitt- umst fyrst fyrir tugum ára. Sitrónflaska eða molakaffi Þá var ég óreglulegur nemandi i Samvinnuskólanum. Sótti ekki um skólavist fyrr en um haustið. — Jú, komdu bara, sagði Jónas. — Það er að visu yfirfullt hjá okkur, en það veröur kannski hægtaðfinna einhvern stól, verra verður það með borð þvi það þarf meira pláss. En viö reynum aö hafa upp á einhverri plötu, sem þú getur haft á hnjánum ef þú vilt skrifa eitthvað. Svo geturðu hlustað á kennsluna. Þú skait fylgjast með hagfræðinni og sænskunni hjá Guðlaugi, gluggaðu eitthvað i ensku og svo máttu gjarnan fylgjast með sam- vinnusögunni og félagsfræðinni hjá mér. Ef þú þreytist á aðstöð- unni þá hættirðu bara i bili og getur svo komið aftur seinna. Fyrsta sunnudaginn minn I höfuðborginni arkaði ég upp I Iþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar við Lindargötuna, þar sem Guðmundur heitinn Hjálmars- son, seinast kaupfélagsstjóri á Skriðulandi i Saurbæ.var til húsa. — Komdu meö á fundinn, sagði Guðmundur. — Hvaða fund? — Fund i Orra, hann byrjar niðri á Hótel Borg eftir nokkrar minútur. Orri reyndist vera málfunda- klúbbur, sem að stóðu eitthvaö á milli 15 og 20 ungir menn. Hélt vikulega fundi og oftast á Hótel Borg hjá Jóhannesi, sem setti upp þá húsaleigu eina, að við sypum úr sitrónflösku eða fengjum okk- ur molakaffi. Jóhannes var gam- all ungmennafélagi og hefur kannski fundið til einhvers skyld- leika við þessa starfsemi. Þarna hitti ég Gunnar Eggertsson fyrst. en hann var starfsmaður hjá Jóhannesi á Borg og jafnframt atkvæðamikill félagsmaður i Orra, flugmælskur og harðskeyttur ræðumaður. Sið- an hefur samband okkar Gunnars aldrei rofnað að fullu þótt oft hafi fleiri ár liðið á milli samfunda. Og núerég kominn hér heim til hans til þess að eiga við hann ofurlitið viötal, ef hún Þórunn gæti notað það i sunnudagsblaðið. Byrjaði að rækta 1942 — byggði 1949 Ég undrast það hversu rúmt er þarna um Gunnar. Lóðin er með ólikindum stór, enda rúmar hún sitt af hverju. Þar er gróöurhús, fullt af matjurtum og angandi lit- skrúðugum skrautblómum. Þar eru miklir kartöfluakrar. Og svo auövitaö túnið sjálft, sem hefur verið slegið að miklu leyti, nema hvaö eftir hefur verið skilinn smárablettur. Smárinn er góö fóöurjurt en Gunnar þarf ekki á heyfóðri að halda. Þvi fær þessi fallegi ilmgjafi, smárinn, að standa þarna óáreittur þar til haustiö hefur lostiö hann sinum ljá. En hann „vex aftur I vor”, ekki „einhversstaðar” heldur á sama blettinum en hefur þá kannski stækkað landnámið þvi hann er drjúgvirkur við að sá sér út. Og Gunnar er sjánlega útvegs- bóndi þvi I snyrtilega hlöðnum, bogmynduðum bási niður við Voginn hvolfa tveir rauöir plastbátar. — Hvernig i ósköpunum fórstu að góma svona stóra lóð? spyr ég Gunnar. — Ég fékk þetta land 1942 og þá sem ræktunarland. öllu Kópa- vogslandi var úthlutaö meö þeim hætti og þótt þér sýnist þessi lóð stór þá var hún með þeim minnstu. Áskilið var að þessi lönd skyldu girt og ræktuö á næstu 10 árum, ella misstu menn rétt sinn til þeirra. Yfirleitt mun það nú hafa fariö svo, að menn uppfylltu ekki þessi skilyrði. Landið var ansi erfitt til ræktunar. Lóðirnar fóru að ganga kaupum og sölum og það endaði þá með þvi, aö hreppurinn tók þær undir bygg- ingar. Ég veit nú ekki nema um tvo, sem þraukuðu við þetta, Karl Guðmundsson lögregluþjón og mig. Og nú er þessi lóð auðvitað orðin of stór til þess að maöur hafi bolmagn til að hirða hana nógu vel. Ég byrjaði að ryðja lóðina og rækta og byggði svo þetta hús 1949 en þangað til bjó ég i Reykjavik. Hér var þá litil byggð komin, engir vegir, ekkert vatn og maður var þvt ekki rétt vel settur hér til að byrja með. En samt tók þetta að smábyggjast. Lóðir lágu þá ekki á lausu i Reykjavik. Margir, sem byggðu hér, voru einmitt menn, sem ekki fengu lóðir þar. Auk þess vorum við hér lausir við ýmsar kvaðir, sem fylgdu þvi að byggja i Reykjavik og gerðu efnalitlum erfitt fyrir um byggingar þar. ,/Lýðurinn hér á hálsun- um" Þessi byggð hér var upphaflega hluti af Seltjarnarneshreppi. En þegar „lýöurinn hér á hálsun- um”, eins og við vorum gjarna nefndir, náði meiri hluta i hrepps- nefndinni þá vildu þeir á Nesinu skilnað. Þannig varð Kópavogs- hreppur til. Þá var Finnbogi Rútur hér óumdeilanlegur jarl. Gekk svo um hrið, að samtök, sem nefndu sig „Öháða kjós- endur”, höfðu hér meiri hluta, undir stjórn Finnboga. En hér efldust aö sjálfsögöu aðrir flokkar og undu þeir illa yfirráðum Finnboga og hans manna. Varö ýmislegt til þess aö kynda undir kötlunum eins og vanter aö vera i pólitikinni, en þó skareittúr: „öháöir kjósendur” voru andvigir þvi, að stofna hér sérstakt bæjarfélag. En um þetta mál fékkst aldrei sérstök at- kvæöagreiðsla, þvi and- stæðingarnir vissu, að ef um það yrðu greidd atkvæði þá yrði fellt að gera Kópavog að sérstöku bæjarfélagi. En máliö var rekið af sliku ofurkappi að það fór fyrir Alþingi 1955, vegna tilmæla Sjálf- stæöismanna og Hannesar félags- fræðings og sendiherra. Það skyldi drifið i gegn hvað sem liði vilja meiri hluta Kópavogsbúa. Fyrir kosningarnar 1955 sagði Finnbogi Rútur i blaðinu Kópa- vogi: „A sunnudaginn er tækifæri kjósenda. Felliö kaupstaöarvit- leysuna meö yfirgnæfandi meiri hluta, þá fer Alþingi að ykkar vilja. Heimilið hreppsnefnd að vinna að sameiningu viö Reykja- vik með samkomulagi. Það er leið heilbrigðrar skynsemi”. Þetta var svo hatröm barátta, að kosiö var trekk I trekk stundum jafnvel tvisvar á ári. Þaö var kosiö 1942, 1948, 1950, 1954 tvisvar, 1955 tvisvar og svo 1958. Þaö átti aö knýja fram þessi úrslit hvað sem tautaöi og raul- aöi. Endirinn varö sá, að Alþingi samþykkti að Kópavogur skyldi verða sérstakur kaupstaður hvaö sem hver segöi. Hygg ég það einsdæmi, að Alþingi taki þannig fram fyrir hendur kjós- enda og fyrirskipi með valdboði aö þeir skuli vera sérstakt bæjar- félag. — Hvað telurðu svo að reynslan hafi leitt I ljós um þennan ágrein- ing? — Ég er alveg sannfærður um, að við, sem fylgdum sameining- unni við Reykjavik höfðum rétt fyrir okkur. Seinni tlminn hefur sannað það. Hvaða vit er I þvi að láta mörghundruð ára gömul hreppamörk ráða stefnunni i þessum málum, sem m.a. kost- ar það, aö við þurfum að halda uppi margföldu kerfi, þar sem hver er að puða út af fyrir sig, i stað þess að taka sameiginlega á viöfangsef nunum. „Sjálfsagðir hlutir" En þrátt fyrir allt voru þessi baráttuár skemmtilegur timi og frá þeim er margs aö minnast. Fyrsta byggíngin, sem Kópa- vogur, þáverandi fátækt hrepps- félag, eignaðist, var Kópavogs- skólinn, sem nú stendur aukinn og endurbættur, austan Hafnar- fjarðarvegar. Það má segja, að þessi fyrsti skóli okkar Kópa- vogsbúa hafi verið gjörnýttur. Þaö var ekki aðeins aö þarna starfaði góður skóli heldur var þar eini samkomustaöur hrepps- búa. Hann var löggiltur þingstað- ur, þar sem haldnir voru fjölda- fundir, leiksýningar, messur og margt fleira. Aldrei vissi ég til þess aö viö þessu væri amast af þeim ágætu mönnum, sem þarna áttu húsum að ráða og hlýtur þó oft að hafa reynt á þolinmæöi þeirra og umburðarlyndi til hins ýtrasta. Einhverju sinni sem oftar höfðu „Samtök óháðra kjósenda” boðað til skemmti- og menningarfundar i Kópavogsskóla. Það bar til ný- lundu, aö Halldór Laxness hafði lofað að mæta á fundinum og lesa úr verkum sinum. Fjölmenni og eftirvænting var þvi i meira lagi. Finnbogi R. Valdimarsson setti samkomuna með ræðu og lagði út af nafni á ritgerðasafni Halldórs, sem þá var komið út fyrir nokkr- um árum og hann haföi nefnt: „Sjálfsagðir hlutir”. Finnbogi lýsti þvi i ræöu sinni, hvað það væri afstætt, sem menn teldu sjálfsagða hluti. Hinn fátæki landnemi gerði ekki fjölbreyttar kröfur, aðeins um nokkur megin- atriöi, svo hann gæti bjargast af og lagt grunninn að betri framtiö. Það, sem við heföum veriö og værum að gera hér i Kópavogi, væru aðeins sjálfsagðir hlutir hins kröfulitla landnema og þar taldi hann fyrst vegi, skóla og vatnsveitu. Og þegar slikir hlutir væru fengnir yrðu nýir hlutir sjálfsagðir og færi það eftir efna- hag og menningu, hvað hæst bæri á hverjum tima. Að ræöu Finnboga lokinni las svo Halldór Laxness niðurlags- kaflann á Gerplu, og var honum þakkað með innilegu lófaklappi, enda var það vist sú eina umbun, sem skáldið hlaut I ómakslaun. Eins og hjól í vél, sem aðrir stjórna Þó aö timinn, siöan þetta gerð- ist, sé ekki langur, hafa orðið miklar breytingar á hugsunar- hætti og athöfnum manna. Ný kynslóð er að mestu tekin viö stjórn og stefnumörkun og það lætur aö likum aö við, hinir eldri, séum ekki I öllu samsinnismenn þeirra, sem ferðinni ráöa. Það, sem hér hefur auðvitað gerst,er þaö, að of fáir ætla sér og þurfa aö standa undir of miklum og kostnaðarsömum fram- kvæmdum. Sumir halda þvi fram, að einstaklingurinn njóti sin betur þar sem hann getur neytt áhrifa sinna I fámenni en þar, sem fleiri koma saman. Má það aö vissu leyti til sanns vegar færa. En við skulum gæta þess og horfast i augu við þaö, að lýðræð- iö fer alltaf minnkandi. Þáttur hins almenna manns i allri stefnumótun og ákvarðanatekt verður sifellt minni og minni. öll fyrirmæli og reglur um samskipti manna eru samin og sett af sér- fræöingum. Þau eru yfirleitt gerð svo flókin að hinn venjulegi mað- ur, sem ver meiri hlutanum af vökustundum sinum i brauðstrit, hefur enga möguleika á að skilja þetta né tileinka sér að neinu gagni. Þar af leiðir að hann gefur sig á vald sérfræðingunum og er fyrr en varir kominn undir stjórn tækniþursa og tölvuþræla. Maö- urinn er oröinn eins og hjól I vél, sem aörir setja af stað og stjórna. Þegar veriö eraötala um lýðræði þá er gjarna bent á að menn fái að kjósa svo og svo oft. Þaö er út af fyrir sig ekkert lýð- ræði. Lýðræðið er i þvi fólgið, aö maöurinn sé virkur i uppbygg- ingu og stjórn sins samfélags og hafi þekkingu og aðstöðu til þess að taka igrundaöa afstöðu. Ég sagði áðan ég teldi aö reynslan hefði sýnt aö við, sem vorum andvigir þvi aö stofna hér sérstakt bæjarfélag, hefðum haft rétt fyrir okkur. Meginhluti tekna og þá um leið útgjalda bæjarfélagsins fer i yfirbygg- ingu, kannski að einhverju leyti nauðsynlega og óhjákvæmilega, úr þvi þessi stefna var tekin, en eftir verður litiö til þess að gera bæjarfélagið að raunverulegum bæ, raunverulegu mannlegu sam- félagi. Hvað þarf eitt bæjarfélag að vera stórt til þess að geta bor- ið þá yfirbyggingu, sem talin er nauðsynleg? Yfirbyggingin hefur alltaf forgangsrétt, hitt situr á hakanum, þau mannlegu sam- skipti, þeir mannnlegu þættir, sem þarf að rækja til þess aö menn hafi þaö á tilfinningunni og verði þess varir, að þeir séu meö eölilegum hætti sérstakt samfélag. Og svona til þess að setja verö- uga kórónu á þetta allt saman voru þau Finnbogi og Hulda gerð að heiðursborgurum Kópavogs- kaupstaöar, eftir að búið var að koma fyrir kattarnef þeirri hug- 0 — mhg rœðir við Gunnar Eggertsson tollþjón um mannlífið í Kópavogskaupstað, en þar nam Gunnar land árið 1942, Jóhannes á Borginni, Jónas frá Hriflu ofi. ofi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.