Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1979. „Ég sá hann synti svo vel” mynd, sem þau böröust fyrir. Þá var þessi visa kveðin i Kópavogi: „Menn höfðu þann sið aö heiðra skálka og dóna, svo hlytu ei mein eða slys. Nú úthluta skálkarnir heiðri til meinlausra hjóna. Þeim hlýtur að finnast það gys”. Ojá, svo er nú þaö. En ég get ekki skilist svo við þetta mál að þess sé ekki gelið, að þau Finn- bogi og Hulda unnu mikið og ó- eigingjarnt starf fyrir Kópavog á þeim timum, sem erfitt var um allar framkvæmdir — og hlutu litil laun fyrir. Hrollvekjandi minnisvarði — Nú talaði Finnbogi Rútur um „sjálfsagða hluti” en stefna hans og ykkar, hinna óháðu, beið iægri hlut, að lokum. Telurðu að þaö hafi leitt til þess að þið hafið farið á mis við þessa „sjálfsögðu hluti”? — Það er min skoðun, já. Og hvað veldur þvi þá, að „sjálf- sagöir hlutir” fást ekki gerðir hér i Kópavogi, jafnvel ekki þeir, sem frumstæöir mega teljast? Hvaö veldur þvi, að bæjarhlutar, sem hafa verið fullbyggðir i 10 — 15 ár ogelsta byggðin 30 ára, skuli enn verða að búa við sömu moldroks- lausu fyrirtæki, sem veitti viö- unandi þjónustu, i hallarekstur upp á 100-200 milj. á ári og allir eru að gefast upp á að nota vegna meingallaðs skipulags. Vagnarn- ir skyldu aka um miðbæinn, þar bar fólkinu að skipta um vagna og biða. Bæjarstjórnin hefur ákveöið að ibúar Kópavogs skuli þjóna undir miðbæjarhugmyndir hennar, fyrir þeim skuli þeir beygja sig, — og borga. Og á meðan þessi hrollvekjandi minnisvaröi um smekkleysi og siðleysi teygir sig hærra og hærra i himinblámann bíðum við Kópavogsbúar, án á- rangurs, eftir „sjálfsögðum hlut- um”. „Hver er maðurinn?" Vera má að einhverjum þyki nú mál til þess komið að ég segi ein- hver frekari deili á þessum viðmælanda minum, landnáms- manni i Kópavogi og gömlum baráttufélaga Finnboga Rúts. Gunnar Eggertsson er fæddur að Leirárgörðum I Borgarfirði árið 1907 og ólst þar upp. For- eldrar hans voru Eggert Gísla- son, bóndi i Ytri-Leirárgörðum og Benónia Jónsdóttir, kona hans. Var móðir Gunnars systir Böð- vars á Kirkjubóli, föður Guðmundar skálds og þeirra var eins og Jónas gæti allstaðar komiö mönnum aö þó að hann væri bara Framsóknarmaöur i höfuðborg, þar sem ihaldið réði öllu. Ég tala við Jónas og spyr hann hvort hann geti ekki komiö mér i iðnnám.en á þvi haföi ég á- huga. Jónas var þá ráðherra, bú- inn að stofna Landssmiöjuna og hafði mörg járn i eldinum. Ég fæ svo skeyti frá Jónasi um að koma upp i Reykholt, en þá var hann raunar búinn að segja mér, aö hvergi væri hægt að koma mér að. I Reykholti var Jónas með friðu föruneyti skálda og lista- manna aö vigja Reykholtsskóla. Þegar fundum okkar bar þar saman segir hann: „Heyrðu Gunnar, nú er vinur okkar, Jóhannes á Borg, búinn að tapa vingeitingaleyfinu vegna ó- leyfilegrar áfengissölu og ég þarf að setja eftirlitsmann þar. Ég er að hugsa um að bjóða þér þetta. Ég er áöur búinn að reyna tvo en þeir gáfust báðir upp svo ég veit ekki hvernig þér list á þetta. En þú hugsar nú máliö i kvöld og nótt og svo hittumst við aftur”, — og þar meö var hann horfinn til viðtals við aðra menn, en ég stóð eftir heldur þungt hugsandi um minn hag. Niðurstaðan varð svo sú, að um morguninn fór ég suður með fylgdarliði Jónasar og kom ekki aftuY til Borgarfjarðar sem Gunnar Eggertsson: „öll fyrirmæli og reglur um samskipti manna eru samin og sett af sérfræðingum. Þau eru yfirleitt gerð svo flókin að hinn venjulegi maður, sem ver meiri hlutanum af vökustundum sfnum i brauðstrit, hefur enga möguleika á að skilja þetta né tileinka sér að neinu gagni. Þar af leiðir að hann gefursig á vald sérfræðingum og er fyrr en varir kominn undir stjórn tækniþursa og tölvuþræla.”. og forargöturnar og fyrir 30 ár- um? Hvað veldur þvi að götu- lýsing er aö lang-mestu leyti bor- in uppi af fertugum fúaröftum, sem Rafmagnsveita Reykjavikur hefur flutt hingað sem aflóga dót úr ýmsum hverfum höfuöstaöar- ins? Hvernig stendur á þvi að skólabyggingar heilla hverfa eru ekki komnar lengra en á teikni- borö arkitektanna? Og hvar eru dagheimili og leikskólar yngstu borgaranna? Þannig mætti halda áfram aö spyrja án enda. Ekkert eitt svar er hér full- nægjandi en eitt mun þó nærtækt og þyngst á metunum. Austur á Digraneshálsi á bæjarstjórn Kópavogs eitt sam- eignarhneyksli, sem hún kallar Miðbæ Kópavogs. 1 þetta fyrir- tæki hafa fariö ótaldir miljona- tugir af skattpeningi Kópavogs- búa á undanförnum árum. Þarna hefur bæjarstjórn Kópavogs látiö byggja þúsundir fermetra af bila- stæðum á súlum og annað eins i neöanjaröarhvelfingum. Þarna hefur bæjarstjórn keypt húsnæöi af byggingabröskurum fyrir tugi miljóna — til aö forða þeim frá gjaldþrotum og hneisu? Af öðr- um er húsnæði tekiö á leigu og innréttað fyrir svimandi upphæð- ir. Þá er keyptur húsræfill af Sjálfstæðisflokknum fyrir einn og hálfan tug miljóna svo aö sá merkilegi flokkur gæti hreiðraö um sig á viröulegri staö. Og ekki má hér ganga alveg framhja raunasögu strætisvagna Kópa- vogs, sem breyst hafa úr halla- Kirkjubólsbræöra. Gunnar er sjálfur skáldmæltur i besta lagi, en þó raunsæismaður meiri en al- mennt gerist um þá menn ýmsa, sem telja sér það til gildis að vera ekki skáld. Gunnar flutti til Reykjavíkur áriö 1931 og var þá búinn aö ljúka námi á Laugarvatni. — Og ég tel þaö mikla gæfu að hafa komist þangað, segir Gunnar, — og kynnst þar m.a. Bjarna skólastjóra, sem ég tel hafa verið mjög merkan skóla- mann. Og þar kynntist ég einnig minni ágætu konu, Þrúði Guðmundsdóttur, sonardóttur Jóns Brennis, sem margir eldri Skagfirðingar munu kannast við. Fyrst eftir aö ég kom til Reykjavikur réðist ég sem eftir- litsmaður á Hótel Borg, og það er út af fyrir sig mikil saga, sem látin veröur liggja milli hluta aö þessu sinni. Húsbóndi minn var Jóhannes Jósefsson, sem mér féll mjög vel við og á margar góðar minningar um. Á Borginni var ég i fjögur ár. Þá gerðist ég um hrið sölumaður hjá smjörlikisgerðinni Svani en varð svo tollþjónn og hef gegnt þvi starfi siðan. Allt í lagi „á meðan ég hef ideurnar og fólkið" — Þú munt hafa haft talsverð kynni af Jónasi frá Hriflu. Hvert er upphafið aö ykkar samskipt- um? — Það var nú þannig, að þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur þá hafði ég ekkert að gera. En það heimamaöur, þótt ég eigi kannski aldrei annarsstaðar heima. Já, mér likaði vel við Jóhannes á Borg og ég held honum hafi ekki falliö sem verst við mig því einu sinni sagði hann við Jónas: „Hvar i helvítinu fannstu þenn- an strák, Jónas, hann stendur sig bara fjandi vel?”. Jónas svaraði: „Hö, ja, ég skal segja þér, Jóhannes, ég sá hann synti svo vel’. Fundum okkar Jónasar bar all- oft saman og fór jafnan vel á með okkur þótt viö værum ekki alltaf alveg sammála. Yrði of langt mál að fara að rekja hér þau samtöl að ráði. Eittsinn var það að við hittumst þegar Jónas var að undirbúa stofnun Vökumannahreyfingar- innar. Jónas taiaði og talaði og var búinn að króa mig af uppi i horni. Við vorum nú ekki sam- mála um Vökumannahreyfing- una og Jónas segir: „Þú ert alltof rauður, Gunnar”. „Ég held ég gæti nú verið i Framsóknarflokknum ef hann væri ennþá eins og hann var á meöan þið Tryggvi stjórnuöuð honum”. „Vertu blessaður, Gunnar,” og þar með var Jónas rokinn. Einhverju sinni bar svo viö að ég var á gangi á Hverfisgötu með Jónasi og öðrum manni til. Jónas var á leiö í Sambandshúsið. Þetta var skömmu eftir Alþingis- Framhald á 21. siðú. Boal ræðir við áhorfendur á leiklistarhátlð á ttallu Augusto Boal — þessu nafni bregður æ oftar fyrir i leiklistar- timaritum, bækur hans eru gefn- ar út á mörgum tungumálum og hann hefur starfaö um alla Suður- Ameriku.Portúgal, ítaliu, Þýska- landi, Frakklandi, Belgiu, Finn- landi, Sviþjóð og viðar. Hver er hann þessi maður og hvað hefur hann fram að færa? Ég átti þess kost nú i sumar að taka þátt i námskeiði I Kungelv i Sviþjóð, þar sem hann og aðstoð- armaður hans Margie Nelson kenndu. Augusto Boal er brasiliumaður, efnaverkfræðingur að mennt. Hann lauk doktorsprófi 1952 og fór þá til framhaldsnáms i USA og við háskólann í Columbia fór hann að nema leiklist. Við heim- komuna til Brasilíu fór hann að vinna með Arenaleikhúsinu I Sao Paulo og þar vann hann þangað til hann var tekinn fastur 1971. Hann sat I fangelsi og var pyntað- ur, en vegna þrýstings utan frá var hann látinn laus eftir nokkra mánuði og varsendur ásamt konu sinni, sem er argentinsk, i útlegð til Argentinu. Þar var hann svo þar til i júni 1976 er hann fór til Portúgal og þaöan svo til Frakk- lands þar sem hann býr nú. Meðan hann var i Suður -Am- eriku starfaði hann I næstum öll- um löndum þar: Pérú, þar sem hann ásamt leikflokki tók þátt I herferðinni gegn ólæsi, Chile (þar til herforingjarnir tóku völdin), Venesúela, Colombla, Mexikó, Equador og alls staðar hefur hann haidið námskeið. Boal segir svo frá þróun mála i Brasiliu: „Fram til 1964 gátum við leikið fyrir fólkiö á götunum, á iþróttaleikvöngum, I leikhúsum, hvar sem var og þá nutum við stuðnings stjðrnarinnar en viö valdaránið 1964 var þrengt að okkur. Við máttum enn leika I leikhúsum en ekki lengur á stræt- um úti eöa fyrir verkalýðsfélögin; eftir 1968 var okkur algjörlega meinað að leika fyrir almenning. í Brasiliu er enn til leikhús fólksins, en það er allt neðanjarö- arstarfsemi. Til að komast i sam- band viö það verðuröu að eiga góðan vin sem svo þekkir ein- hvern sem getur sett þig i sam- band við þann þriðja. Bandarlkja- maður var að segja mér frá neð- anjarðarblöðunum þeirra og ég baö hann um að koma mér I sam- band við þau. Þú finnur þau i simaskránni sagði hann þá. Þetta ósýnileg leiksýning. Þátttakendur vilja mótmæla bilaveldinu og setjast að tedrykkju úti á miðri götu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.