Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.08.1979, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1979. Jakob S. Jónsson segir frá sænsku riti um skólamál 10-9-8-7-6... Um einkunnir og námsmat Eins og flestum mun kunnugt, sem meö skólamálum fylgjast, hefur átt sér staö hér á landi mikií umræða í blöðum og á öðrum opinberum vettvangi um skóla og skólamál siðastliðin ár. Breyting- ar á grunnskóla og framhalds- skóla hafa vakið deilur og sitt sýnist hverjum. Ekki sist hafa menn haft tilneigingu til að setja nýtt einkunnakerfi undir smá- sjána og finna þvi flest til foráttu eða dýrðar. Það er þvi ekki laust við að megi ætla, að töluveröur fengur sé að þvi að komast i bók á borövið þá sem Mats Nilssonhef- ur skrifað: Bakom betygen, eöa „handan einkunna”, þar sem hann reifar nokkuð þessi mál, fyrst og fremst út frá aðstæöum i Sviþjóð, en þó má segja að athug- anir hans nái töluvert út fyrir mörk landa og þjóöa. bví veröur hér aðeins fjallað um bók hans og það sem i henni er að finna. Undirtitill bókarinnar er Um- ræða og staöreyndir um mat skól- ans, og gefur hann nokkra vis- bendingu um innihald og efnis- meðferð bókarinnar. Hún er ekki þung aflestrar, enda er það eitt af markmiðum höfundar aö hún sé aðgengileg og auðlesin. Það er enda nóg af bókum um hliðstæð efni sem ná aldrei út á almennan markað vegna þess hve mál, still og efni er illa aögengilegt leikum. Upphaf bókarinnar er helgað sögu einkunnanna I Sviþjóð. Þar fjallar Mats Nilsson um tvær mýtur fornar, annars vegar mýt- una um algildi einkunna„ sem felur i sér, að einkunnin sé ein- göngu undir frammistöðu nem- andans komin. Hins vegar er mýtan um einkunnina sem úr- valsskilvindu, þe. að nemendum er skipaö i fyrst og fremst tvo hópa samkvæmt einkunn: þá sem fara i langskólanám og þá sem fara út á vinnumarkaðinn. Nú er að sjálfsögöu ekki hægt að gera niðurstöðum bókarinnar skil á viðunandi hátt I stuttri blaðagrein; þó skal það nefnt, aö höfundur bendir á, að vitaskuld hefur margt áhrif á einkunn. Hún getur aldrei veriö algild. Meðvituð eða ómeðvituð afstaöa kennarans getur haft áhrif, aö- stæður nemandans og siöast en ekki sist stéttarlegur uppruni hans, en að þvi verður vikið siðar. Hvað varöar einkunnina sem úr- valsskilvindu, bendir höfundur á, að nauðsynlegt sé að lita um öxl og gera sér grein fyrir hvernig á þvi stóð að einkunnin varð slik skilvinda. Hann segir, að um það hafi veriö að ræða að skilja hism- iö frá kjarnanum og að einkunnin sem slik hafi orðið fyrir valinu vegna þess að það var illskásti kosturinn sem i boöi var til að geta greint á milli þeirra sem áttu að geta farið i langskólanám og þeirra sem áttu ekki aö geta spjaraö sig I sliku máni. Úrvalsskilvindan byggist hins vegar ekki á neinni vissu. Hún var einungis nokkurs konar neyð- arlausn á sinum tima á flóknu vandamáli, og á að mati höfundar alls ekki við I dag, þar sem fjöldi þeirra sem leggur stund á lang- skólanám hefur aukist jafn gifur- lega og raun ber vitni. Vissulega getur amk. sumt af þessu átt við hér á Islandi. Ein spurning af mörgum sem . bókin tekur fyrir og gerir amk. tilraun til að svara er athyglis- verð. Hún grundvallast á þeirri staðreynd, að börn i skóla koma (auðvitað) úr mismunandi um- hverfi og búa við mismunandi að- stæður bæði með tilliti til mennt- unar og efnahags. Þetta hefur vissulega sitt að segja i árangri barnsins i skólanum. Börn mótast af ákveðinni menningu, sem markast af meðal annars landfræðilegum, söguleg- um og efnahagslegum skilyrðum. Foreldrarnir eru boðberar þess- arar menningar eða gildismats menningarinnar. Spurningin er ekki:Erþessi menning „góð” eöa „slæm”, heldur: Hvernig sam- rýmis gildismatið,sem barnið elst upp i og tileinkar sér, gildismati stofnana samfélagsins, til dæmis skólans? Höfundur telur, aö með þvi að nálgast máliö á þennan hátt megi forðast persónulega sektarkennd hjá þeim sem málið snertir þegar athugað er sam- bandið milli annars vegar heimil- is og hins vegar árangurs i skóla. Og þaö má vera að eitthvað sé til i þvi. Nilson bendir á, að tungumál barnsins, orðaforði og orðnotkun, sé einn mikilvægasti hlutinn af uppeldinu. Hann rekur ennfrem- ur rannsóknir Basil Bernstein, málfélagsfræðings, sem sýna fram á að málkerfi barna úr verkalýðsstétt sé takmarkaðra, en málkerfi barna úr hærri félags- lögum sé mun þróaðra. (Málkerfi er hér þýðing á sænska hugtakinu sprðklig kod. jsj.) Þessi málfarslegi munur, á börnum eftir þvi úr hvaða stétt þau séu komin, telur Bernstein aö geti haft úrslitaáhrif á hvort þeim takist að samsama sig skólanum, kröfum hans og þankagangi, en skólinn notar einmitt hið þróaða málkerfi I öllu starfi sinu. Þetta má þó ekki skiljast sem svo að hið þróaða málkerfi sé „betra” og hið litt þróaða „verra”. Hér er um að ræða orðaforða, orðnotkun og gildismat tveggja ólikra stétta, og það væri bæði villandi og rangt að ætla sér að bera það saman meö jafnafstæðum og litiðsegj- andi hugtökum og þeim sem hér voru sett innan gæsalappa. En þarna getur hugsanlega verið komin skýring á þvi, hvers vegna einu barni liður vel i skólanum meðan annað barn unir sér þar ekki. Þetta hefur augljóslega áhrif á mat skólans á nemand- ann, segir Mats Nilsson og rekur nokkur dæmi máli sinu til stuön- ings. Hér skiptir vitaskuld einnig máli hvernig barnið hefur verið búið undir skóiagönguna, og þar komumviðaðhinum beina þætti uppeldisins sem barnið hefur hiotið innan veggja heimilisins. Nilsson rekur i bók sinni margs konar atriði og þætti sem kunna að hafa áhrif þar á, til dæmis kröfur foreldra til barna sinna. Þar kemur hann inn á samkeppn- ina og árangursæsinginn, sem þvi miður vill oft hafa sterk áhrif á vinnukapp barna. Eins dauði er annars brauð. Bókin fjallar um mikið efni á vlðtækan hátt og ógjörningur er að rekja efni hennar, málsmeð- ferð og niöurstöður á sanngjarn- an hátt i blaðagrein. En áreiðan- lega má hafa af bókinni einhver not i skólaumræöu hér á landi i dag, þóhún taki fyrstog fremst til sænskra aðstæðna, eins og áður sagði. En i stuttu máli eru niður- stöður bókarinnar á þessa leið: Einkunnir þjóna engum vitræn- um tilgangi. Sem úrvalsskilvinda til æöri mennta eru þær einskis virði, og sem mælitæki á framtíð- arframmistööu i atvinnullfi eru þær einskis nýtar og merkingar- lausar. Einkunnir á tvimælalaust að leggja niður, þvl áhrif þeirra á nemendur i skóla og samfélagið i heild eru eingöngu neikvæðs eðl- is. Jakob S. Jónsson tók saman ÞÍER íÞJONA ÞU8UNDUM! Gód reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra og áhrifamátt. Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum. WMmW666a smaauglýsingar Bakom betygen Debatt och fakta om skolans bedömning tema nova Mats Nilsson i.-V- Höfundurinn, Mats Nilsson, er sálfræðingur og blaðamaöur i Lundi I Sviþjóö og hefur áður gefiö út skáidsöguna SKOLAS. Bókin „Bakom betygen” er gefin út hjá bókaforlaginu Rabén & Sjögren I Stokkhólmi og er I bókarööinni TEMA NOVA. 5 — 4 — 3 — 2 — 1 — 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.