Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. ágúst 1979. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis ('tgefandi: útgáfufélag l>jó6viljans Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Itilstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Harfiardóttir l msjónarmaóur Sunnudagsblaðs: Ingólfur Margeirsson Rekstrarstjóri: tlfar Þormóðsson Auglvsingastjori: Rúnar Skarphéðinsson Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friðriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Gúðmundsson. iþróttafrétta maður: Ingólfur Hannesson I.jósmyndir: Einar Karlsson. Leifur Rögnvaldsson. Ctlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. tlandrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. safnvörður: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrfður Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ölafsson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiðsla: Gúðmundur Steinsson, Kristfn Pétursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir Húsmóðir: Jóna Sigurðardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gúömundsson. Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Slðumúla 6. Reykjavik, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf. Af opinberu bruðli • Það er Ijóstorðið að auknar vaxtabyrðar verða lagðar á landsmenn þann 1. september, og munu að sjálfsögðu bitna þyngst á þeim sem minnst hafa bökin til burðar. Nú er einnig verið að íhuga að leggja auknar álögur á al- menning í formi viðbótarskatta til að mæta vanda ríkis- sjóðs, en sá vandi er óneitanlega verulegur. Þeir sem á- kafast verja auknar vaxtaálögur og ganga vasklegast fram í því að kref jast aukinna skatta-f lokka slíkt undir pólitískan manndóm— eru hinir sömu og mega ekki til þess hugsa að laun hins sama almennings séu vísitölu- tryggð, svo að verðbólguholskef lur hvolfist ekki bóta- laust yfir. •Nú þegar f jallað er um hugsanlega viðbótarf járöf lun handa ríkissjóði, verður að hafa tvö grundvallar rekstraratriði í huga. Annars vegar er þess að gæta, að það getur valdið verulegri röskun á rekstri og hag- kvæmni ef f jársvelti hamlar eðlilegri starfsemi ríkis- stofnana. Hins vegar er það einnig hættulegt ef stjórn- endur ríkisstofnana og fyrirtækja fara að geta gengið út f rá því sem vísu, að þeir fái meira fé, með aukaf járveit- ingum, ef þeirfara fram úr f járlögum. Þá erekki lengur neitt aðhald að finna í f járlögunum. • Almenningur á kröf u á því að skattar séu greiddir eftir efnum og ástæðum, og að þeir skattar sem úr vösum al- mennings f ara skili sér til ríkissjóðs. A þessu er veruleg- ur brestur, sumir sleppa við skattlagningu þrátt fyrir góð ef ni, og hluti þess skatts sem af almenningi er tekinn kemur aldrei inn í ríkissjóð. Þar er söluskatturinn stærsti liðurinn. Almenningur á einnig kröfu á að með það fé sem í ríkissjóð kemur sé farið af ráðdeild, sam- viskusemi og útsjónarsemi. • Þá kröf u verður að gera til f jármálaráðherra, að áður en hann seilist í vasa almennings til aukinna skatta taki hann innheimtu álagðra skatta og skattsvik fastari tök- um og herði eftirlit með rekstri ríkisstofnana. í því sam- bandi má rif ja upp að skattanefnd ríkisstjórnarf lokk- anna setti í vetur f ram tillögur um verulega hert eftirlit með skattaskilum, einkum hjá atvinnurekendum. Þær tillögur hefur f jármálaráðherra mestanpart haft að engu. Þjóðviljinn leyfirséraðteljaaðverulegan hluta af því fé sem vantar í ríkissjóð sé að finna í vösum skatt- svikara, og þangað ber að sækja féð af f ullum þunga. • A útgjaidahlið ríkiskassans má einnig hala inn veru- legar upphæðir með sparnaði og betri rekstri ríkisstofn- ana. Eitt af helstu vandamálum opinbers rekstrar og umsvifa hérlendis, svo sem annarsstaðar á Vesturlönd- um, er að margir af stjórnendum slfkra stofnana eru andvígir opinberum umsvifum og líta því ekki á slak- legan rekstur stofnanna sinna sem áfellisdóm yfir sér, heldur aðeins sem dæmi um það hve opinber rekstur sé óhagkvæmur. Það þarf því, m.a. af þessari ástæðu, að hafa hartog virkt eftirlit með meðferð opinbers f jár hjá ríkisstof nunum. Enginn vaf i leikur á að hægt er að spara verulega í rekstri hins opinbera. I þeim efnum hefur menntamálaráðherra haft forystu með ákveðnum að- gerðum til hagræðingar. Að sjálfsögðu eru þær aðgerðir umdeildar, enda eru menntamálin, ásamt heilbrigðis- málunum, meðal viðkvæmustu málaflokka hjá hinu op- inbera. • Við fáum á hverjum degi fréttir af dæmum um ógæfu- lega f jármálastjórn í opinberum rekstri— sum að vfsu heldur skrumskæld—dæmi sem grafa undan trausti al- mennings á hinu opinbera. Þjóðviljinn hefur t.d. að undanförnu f jallð um það makalausa fyrirbæri að fó- getar og sýslumenn fá prósentur af því fé sem þeir inn- heimta. Þessar aukaþóknanir eru oft margfalt hærri en föstu launin, sem eru þó ekkert slor1. Þannig er há- körlum í embættiskerfinu veitt stórfelld umbun fyrir að gera skyldu sína. Af sjúkrahúsunum fáum við einnig daglegar frásagnir af bruðli. Af þeim toga virðist það mál spunnið, að ráðherra hefur skipað tvo lækna í 3/4 hluta úr starfi hvorn, eða eina og hálfa stöðu alls, til að leysa einn mann af. Og frá Hafrannsóknastofnun fáum við að vita að greiddar hafa verið nær 60 miljónir í laun til skipverja á Haf þóri, þótt skipið haf i ekki komið á sjó í rúmt ár. Svona má lengi telja. • Almenningur á heimtingu á að betur sé farið með það fé sem hann í sveita síns andlits skilar ríkissjóði. Annað mál er svo það að þótt úrbætur verði hið snarasta í ríkis- rekstrinum, leysir það vart þann vanda sem ríkissjóður er nú í. eng. # úr aimanakínu Þjóðviljinn hefur undanfarið fjallað ýtariega um olfumengun af vöidum Natóherjanna á Keflavikurflugvelli. Gn á und- anförnum árum hefur komið f ljós, að mörg þúsund tonn af olfu hafa farið niðuri jarðveginn á Vellinum og umhverfis hann, fyrst og fremst fyrir glæpsam- Iega kæruleysisfega meðferð hersins á oliu og oliuúrgangi. Þannig er þekkt enn i dag, að úrgangsoliu er I a.m.k. sumum flugskýlum a Vellinum veitt rak- leiðis út i jarðgrunninn. Einn- ig er vitað til þess, að baneitr- uðu blýefni úr botnfalli oliu- tanka hefur verið dreift i miklu magni á jörðina af hernum, ,,til þess að eyða þvi” einsog það er kallað. Þessi mikla olia er þeim mun skaðvænlegri, þareð grunn- vatnskerfi Suðurnesjamanna er gifurlega viðkvæmt og þvi getur oliumengun af völdum hersins valdið ómældum skaða. Þegar hefur komið fram ollumengun I borholum og reynst nauðsynlegt að hætta notkun þeirra. Þetta hefur gerst m.a. við hraðfrysti- húsið i Keflavik, og það er einn- ig á vitoröi heilbrigðisyfirvalda, að herinn hefur spillt svo eigin heilbrigðisreglugerð megi grafa upp gamla oliutanka, hvort sem þeir eru á Keflavikurflugvelli eöa ekki, svo fremi sem hætta sé á að þeir leki. Bréfinu lýkur á þessum orðum: „Hér er svo alvarlegt mál á ferðinni, að ekkert má láta ógert til að komast að hinu sanna i málinu og gera viðeigandi ráðstafanir án tafar.” Af þeim ráðstöfunum fréttist aldrei. Þann 26. mars 1973 ritar heilbrigðisráðuneytið bréf til varnarmáladeildar af sama til- efni og heilbrigðiseftírlitið. Nákvæmlega mánuði siðar verður loks vart við eitthvert lifsmark með Varnarmáladeild. Þá greinir deildin heilbrigðis- Hvar er inum komst i hámæli og bréfa- skriftir urðu tiðar af Suðurnesj- um til deildarinnar haföi varnarmáladeild loksins farið fram á að Heilbrigðiseftirlit rikisins gerði könnun á málinu. Nirðurstöður hennar bárust 19. febrúar 1975. Könnunin leiddi i ljós, að á amk. 26 stöðum var talsverð yfirborðsmengun af oliu. Meðal þessara 26 atriða voru götóttir oliutankar, tjörupollar og -læk- ir, oliupyttir, og jafnframt upplýsti könnunin að mikið magn af úrgangsoliu (tam. steinoliu sem vélar voru þvegn- ar uppúr) i flugskýlum var ein- faldlega sent með affallsrás út I jarðveginn! Varnarmáladeild? neysluvatni að hann hefur þurft að færa sumar borholur sinar út fyrir Vallargirðinguna. Afleið- ingum þessarar miklu oliu- mengunar hersins er best lýst með orðum Matthiasar Bjarna- sonar á Alþingi árið 1975, þegar hann sagði að það væri skoðun heilbrigðisyfirvalda, að „i raun rikir hættuástand á svæðinu”. Þúsundir tonna i jöröu Segja má, að Suðurnesja- menn sjálfir hafi ekki fariö að huga að þeim voða sem steðjar að i formi oliumengunar frá hernum, fyrr en seint á siðasta áratug. Þá óskaði fulltrúiNjarö- vikurhrepps eftir athugun á málinu, eftir að hafa upplýst, að hann vissi til að mikið magn af oliu hefði glatast i jörðu, og jafnframt að miklu af baneitr- uðu blýefni hefði veriö dreift eða grafiö I jörðu á Vellinum. Arið 1972 skilaði svo nefnd á vegum Njarðvikurhrepps ýtar- legu áliti, þarsem kemur ma. fram að mörg þúsund tonn af oliu og hættulegum efnum hafi farið i jörðu. Að þessu loknu fara Suðurnesjabúar að knýja á dyr þess aðila, sem ber ábyrgð á hernum og umráöasvæði hans, Varnarmáladeildar utanrikis- ráðuneytisins. Afskipti hennar af málinu eru hins vegar ein sorgarsaga, þar sem saman þættast áhugaleysi, vanþekking á skaðvæni oliumengunar, ásamt furðulegri linku við herliðið sem virðist komast upp með flesta hluti sem það vill I þessu máli gagnvart Varnar- máladeild. Svefninn langi Skýrslan frá Njarðvikurhrepp var send Varnarmáladeild. 18. sept. 1972. Hinn 18. jan. 1973 ritar bæjar- stjórinn I Keflavik bréf til deildarinnar viðvikjandi mál- inu. Það er hins vegar sent til lögreglustjórans á Keflavikur- velli „til umsagnar.” Hinn 20. mars 1973 ritar heilbrigðiseftirlitið bréf til Varnarmáladeildar um vatns- bólin á Suðurnesjum, þar sem þvi er bent á, að samkvæmt ráðuneytinu frá þvi, að hún hafi fyrirskipað könnun i málinu. Sú könnun var þó ekki falin óvil- höllum sérfræðingum, eða Ibúum Suðurnesja sem áttu hér mestra hagsmuna að gæta. Nei, rannsóknin var falin sökudólg- inum sjálfum — varnarliðinu var falið að kanna, hvort eitt- hvað væri hæft I aö það mengaði grunnvatn Suðurnesjabúa! Skáru fé við nögl Siðari hluta 1974 og fyrri hluta 1975 voru i gangi vissar athuganir á grunnvatninu, og mikið talað um að gera þurfi rækilega úttekt á mengunarhættunni og grunnvatnsforðanum. Það veröur ekki sagt aö Varnarmáladeild riði feitu hrossi frá þeim athugunum. Þrátt fyrir endurtekin loforð um að hún myndi aöstoða við út- tektina með þvi að leggja fram fé, þá stóð deildin svo illa við þessi loforð að ráðuneytisstjór- inn I heilbrigðisráðuneytinu kvartaði yfir þvi við Baldur Johnsen, forstööumann heilbrigðiseftirlitsins, að þvi miöur gengi erfiðlega að fá pen- inga til rannsóknanna „frá þeim I utanrikisráðuneytinu”, þó það væri allra manna dómur, að þeir ættu aö kosta þær. Af sama tilefni sá hrepps- nefnd Njarðvikurhrepps sig knúna til aö gera samþykkt 3. mars 1975, þarsem lýst var megnri óánægju með þann drátt sem þá hefði oröiö á rannsókn- um á mengunarhættu vatns- bóla, og krefst þess að „rlkis- valdið sjái til þess að fjármagn skorti ekki”. Mengun á 26 stöðum Eftir aö oliumengunin á Vell- Enginn fylgdi málinu eftir Einu viöbrögðin sem vitað er um við þessari merkilegu könn- un voru þau að Varnarliðinu sjálfu var falið að fylgja málinu eftir: Engin islensk stofnun fékk það verkefni að sjá um að her- inn hreinsaði sorann. 1 dag er ekki heldur vitað til þess, aö varnarmáladeild hafi á einn eða annan hátt fylgt eftir þessar könnun, þegar hún kom fram. Einsog vænta mátti lyktaði „aögerðum” hersins þannig, að hann gróf upp örfáa tanka og sendi siðan Heilbrigðiseftirlit- inu skýrslu með þeim vinsam- legu ábendingum að nú væri allt Ifinu standi hjá Vallarmönnum. Það þarf tæpast aö að taka fram, að skýrslan var ó- fullnægjandi að dómi eftirlits- ins. Hver ber ábyrgðina? Afskiptaleysi Varnarmála- deildar hefur vissulega dregið nokkurn slóða. I fyrra vall til að mynda oliuskólp upp úr jörðu hjá flugskýli nr 885, eftir að svo mikilli oliu hafði verið veitt út i jarðveginn að hann var mett- aður og tók ekki lengur við. Skýrslan frá 1975 hafði einmitt vakiö athygli á þvi að herinn notaði þessa gersamlega óhæfu aðferð til að losna við oliuna. Eru fleiri slik dæmi — mætti spyrja. Hefði ekki mátt koma i veg fyrir þetta og aöra olíu- mengun, ef Varnarmáladeild hefði fylgt málinu eftir? Vitað er að sumiroliupyttirn- ir.sem skýrslan frá 1975 greindi frá eru enn við lýöi. Herinnvirðistþvigeta gert það sem hann vill i þessum málum án afskipta Varnarmáladeildar. Er nema von þó spurt sé: „Hvar er varnarmáladeild?” Össur Skarphéðinsson skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.