Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 26. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Coppola leikstýrir atriöi i „Apocalypse now”. Hann sá um það með sinu fólki. Þetta var fallegur fiskur og vönduð vara. Svo var hann flutt- ur út til Spánar og við fengum fyrir hann brennivin. Hér var engin bryggja svo skipin, sem tóku fiskinn, urðu að vera úti á legu. Þá vorum við stúlkurnar látnar fara um borð og stúfa i lestinni.Ég var oft við það þvi ég var ekki sjóveik. Þetta var nú svona og svona verk þvi loftlaust var 1 lestinni og þvi eðlilegt að stúlkurnar yrðu sjóveikar. Fyrst var stúfað út undir siðurnar og svo allt i kring þar til aðeins var eftir smá op, sem lokað var seinast. Fyrir þetta fengum við 16 aura á timann. Það var nokkuð langt að ganga af Klapparstignum og vesturi Alliance,svo þegar Duus kom upp þurrkhúsi þá fór ég til hans. Eigi má sköpum renna Svo kom að þvi að eg gifti mig og fór að hugsa um búskap og börn, eins og gengur. Maðurinn minn fyrri hét Bjarni Dagsson og var úr Garðinum.Við byrjuð- um búskap okkar þar, en flutt- um svo til Reykjavikur. Bjarni var sjómaður. Um þetta leyti var verið að byrja hér á hafnar- gerðinni. Jónbjörn Gislason var þar verkstjóri. Maðurinn minn var búinn að ráða sig hjá hon- um, ætlaði að láta sjóinn eiga sig þennan veturinn. Ég átti elskulegan bróður, Einar, 26 ára gamlan. Hann var búinn að kaupa bát, og maðurinn minn hafði róið hjá honum. Þótti Ein- ari bróður það miður, að Bjarni skyldi ekki vera hjá honum áfram. Hann ræður svo menn á bátinn og þar á meðal Þorlák á Þórustöðum á Ströndinni. Róið var frá Sandgerði. Þetta var ár- ið 1921. En nú kom babb i bátinn. Þor- lákur veiktist og gat ekki róið. Þetta fréttir maðurinn minn og ákveður þá að hætta hjá Jón- birni en róa með bróður minum yfir vertiðina. Svo rennur upp öskudagurinn 7. febrúar. Sæmi- legtveður varum morguninn en er á leið rauk upp með ofsaveð- ur og er skemmst af þvi að segja, að þarna fórust þeir allir. Þá fóru nú erfiðir timar i hönd. Þá voru engar tryggingar komnar, engar bætur fyrir börn eða neitt svoleiðis. Maður varð bara áð duga eða drepast. Ég fór að selja fæði, stunda sauma- skap og vaka yfir sjúklingum. Þetta gekk þolanlega. Ég var svo heppin að vinna hjá góðu fólki. Við komumst a.m.k. af án þess að svelta og þurftum ekki að þiggja af sveit, börnin gátu boriðhöfuðið hátt þessvegna, en þá var litið niður á þá, sem neyddust til þess að þiggja af sveit. Hörð barátta og óvægin Svo, 1924, giftist ég seinni manninum minum, Gunnari Jó- hannssyni, siðar alþingismanni. Næstu 4 árin áttum við heima hér i Reykjavik en fluttumst svo til Siglufjarðar 1928. Hingað til hef ég ekki þurft að spyrja neins. Steinþóra hefur talað en ég keppst við að hripa niður. ,,En hvernig læt ég, þú verður að fara að fá kaffi.” Ég legg til að það biði þar til við höfum lokið spjalli okkar og segi: — Nú stóð Gunnar alla stund framarlega i verkalýðsbarátt- unni. Manst þú ekki eftir ein- hverjum átökum frá þessum ár- um? — Jú hvort ég man. Hún var hörð og óvægin baráttan þá stundum. Það vannst ekkert á nema beitt væri kjafti og klóm. Það er nú t.d. þegar verkfallið varð út af togurunum. Þá var gripið til þess ráðs að reyna að koma I veg fyrir að þeir fengju vatn. en vatnið var leitt i slöng- um út i skipin. Ætli þetta hafi ekki verið 1926. Þá var það sem Hendrik Ottósson tók sig til ásamt nokkrum öðrum, fór út i smábátog þeim tókst að skera á slöngurnar svo allt vatnið bull- aði i sjóinn. Mig minnir að fyrsta kröfu- gangan hafi verið farin 1923. Ég tók þátt i henni. Hún var nú ekki fjölmenn, þar voru bara þeir allra harðskeyttustu. Eg man eftir að Gunnar var með rauðan borða um handlegginn. Þetta voru taldir fávitar og aumingj- ar, sem ættu bara að fara á Klepp, en það var nú ekki hægt að koma þvl við. Þótt gangan væri fámenn horfðu margir á hana og hentu mold og grjóti i göngumenn. Ég fræddist fyrst um pólitfk eftir að ég kynntist Gunnari. Siðan hef ég alltaf verið pólitisk. Gunnar var nú ekki rétt vel þokkaður hjá sumum atvinnu- rekendum, eða kannski öllum. Hann fór að rekast i þvi aö reist væri skýli við höfnina svo verkamenn þyrftu ekki að standa úti i öllum veðrum á meðan þeir drykkju kaffið. Þetta þótti fáheyrð heimtu- frekja. Hvað höfðu þessir menn að gera með húsaskjól þótt þeir sypu kaffisopa? Og að þvi kom, að Gunnar var meira og meira útilokaður frá vinnu vegna skoöana sinna. Það átti sinn þátt i þvi að við fluttum til Siglu- fjarðar. Þegar ég gekk í Spörtu Gunnar var nú kominn i ein- hvern félagsskap með Héðni Valdimarssyni.og eitt sinn spyr hann mig hvort ég vilji ekki ganga i félagið. Þá átti að halda einvern þýðingarmikinn fund. Ég var til með þetta og við Gunnar fórum á fund- inn. Þar var mikið fjölmenni ég þekkti engan nema Gunnar. Ég fann að mikil spenna lá I loftinu þótt ég vissi ekkert hvað þarna var aö gerast. Svo eru bornar upp inntökubeiðnir og þeirra á meðal min. Þá stendur upp Sig- urður Jónasson og segist heimta að sjá þetta fólk, sem sé að ganga i félagið. Þetta geti verið börn, ef það sé þá bara einu sinni til. Guð minn góður, og ég margra barna móðir. Mér leist nú ekki á ef ég ætti að fara að halda þarna á mér einhverja sýningu, ég var ekki beint þann- ig til fara. Maður reyndi nú stundum að fela á sér fæturna á götu svo að skótauið sæist ekki. Og það er ekki að spyrja að þvi, allt logar þarna i rifrildi og skömmum og hnefi á móti hnefa. Þetta var hreinasta upp- lifelsi fyrir mig þótt ég væri orð- in 28 ára. Svo stendur Héðinn upp og allir rifast og engiiin skilur hvað annar segir, allir reyna bara að hafa sem hæst. Það gerði mér ekkert til þvl ég skildi hvorki upp né niður i þess- um andskotans látum. Allt I einu stingur Héðinn bók- unum undir höndina, stikar út og Gunnar og margir aðrir á eftir. Farið er I eitthvert annað hús og þar er stjórnmálafélagið Sparta stofnað. Það yrði Ijót ævisaga Já, það var stundum heitt i kolunum á þessum árum og hart barist. íhaldið var hér þá alls ráðandi. Margir höfðu ekki til hnifs og skeiðar. Og það var ekkert gaman fyrir fátækling- ana að leita til fátækrafulltrú- anna. Þó var þar einn afbragðs- maður, Borgþór Jósefsson, gift- ur Stefaniu leikkonu, frænku minni. Ég skal segja þér að ég hefi verið beðin að skrifa ævisögu mina. En það vil ég ekki. Ég spjalla bara svona i lausu lofti við þig. Saga min, ef til rótar væri rakin og öllu þvi lýst, sem éghefkynnstá lifsleiðinni, væri um sumt ljót. Fólk, sem læsi hana, mundi bara segja: Aum- ingja gamla konarvhún er geng- in barndóm. Hún er orðin elli- ær, hún veit ekkert hvað hún segir. Og það er svo sem ekki von að fólk nú trúi öllu þvi, sem átti sér stað hér fyrrum. Já, þannig yrði nú min saga. Við tölum ekki um hana. Þegar við Gunnar minn fluttum til Siglu- fjarðar 1928 var það fyrst og fremst til þess að flýja eymdina hér. En það er önnur saga. Já, það er önnur saga. Og um hana spjöllum við Steinþóra kannski næst þegar ég lit inn til hennar. — mhg Kvikmynd Francis Ford Coppola „Apocalypse now”, sem vann gullpálmann i Cannes I ár, þótt hún hafi'verið ófullgerö, hef- ur nú verið sýnd gagnrýnendum I Hollywood i endanlegri klippingu. Þegar tjaldið féll, voru það aðeins örfáar hræður sem klöpp- uðu fyrir myndinni sem fjallar um Víetnam-strlðið. Allir sátu sem dáleiddir i salnum. — Kvikmyndin er tveggja og hálfs tima löng martröð, ritaöi einn gagnrýnendanna næsta dag. — Myndin er eins og ferð i gegn um helviti, þar sem aðeins geðveiki striðsins rikir, skrifaði annar gagnrýnandi. Kvikmyndin er nú tilbúin til frumsýningar i Los Angeles, New York og Toronto. Það er ósenni- legt, að hún muni ná inn þeim 160 miljónum dollara, sem gerð hennar hefur kostað. Coppola hefur lagt fjögurra ára vinnu i verkið og 90 miljónir dollara, en hann varð auðugur maður á kvik- myndum sinum um Guðföðurinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.