Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 5
*ieíkhús Sunnudagur 26. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Stj órnendur leikhússtofnana og hæfni þeirra til listrœnnar forystu I umræðum um leiklist vill athygli manna oft fyrst og fremst beinast að þætti hinna skapandi listamanna í þróuninni, en síður að því hvaða áhrif stjórnendur leiklistarstof nana með stjórn sinni eða stjórnleysi hafa á gang mála. Er þetta þeim mun undarlegra þar sem leiklist er einmitt sú grein lista, þar sem margar listgreinar mætast og því hætta á margvís- legum hagsmunaárekstr- um milli hinna ýmsu list- greina og hinna ólíku ein- staklinga. Ennfremur má það öllum Ijóst vera, að leiklistarstofnanir eru stórfyrirtæki með fjölda starfsmanna, sem reka þarf af hagsýni og fram- sýni og allt stritið verður þó til harla lítils gagns, náist ekki samband við þá sem njóta eiga afurðanna þ.e. áhorfendur. Aö frátöldum nýlegum og næsta broslegum tilraunum siödegis- blaöanna til aö auglýsa nokkrar þessar stööur sem feita bita og kitla þar meö ef til vill hégóma- girnd einhverra, viröist þá fyrst munaö eftir stjórnendum þessara stofnana, þegar eitthvað þykir athugavert um rekstur þeirra. Er þetta svo sem ekki ný bóla, þar sem yfirleitt virðast menn penna- glaöari, þegar óánægja er annars vegar, en þyki mönnum ástandiö hins vegar gott, er litil von um að vekja á sér athygli meö slíkum skrifum, þaö er I mesta lagi aö menn yppi öxlum yfir slikri jákvæöni og brosi. Sköpunarmáttur og ofnýting Fáir listamenn verða jafnmikiö fyrir gagnrýni og leikarar. A hverri einustu leiksýningu leggja þeir verk sin undir dóm áhorf- enda og skynja viðtökur þeirra, þar þarf engan milliliö. Islenskt atvinnuleikhús er ungt að árum og leikarastéttin hefur veriö mjög fámenn allt fram á þennan dag. Þess vegna hafa islenskir leik- arar vanist þvi aö vera ætiö til taks og þvi stundum tekiö að sér fleiri verkefni en æskilegt má teljast. Að skapa nýja persónu.i hverju leikritinu á fætur ööru, gerist ekki meö hjálp töfra- bragöa. Leikarar eiga enga töfra- sprota, sem þeir geta veifað og sagt hókus pókus nú er ég... Þeir þurfa jafnt og aðrir listamenn á innblæstri og örvun aö halda og ekki má heldur ofbjóöa sköpunar- mætti þeirra meö ofnýtingu. „Sömu andlitin" Þar sem leikáýning er orðin mikið fjárhagslegt fyrirtæki og mikið i húfi að hún heppnist, bæði fyrir leikhúsiö og kannski ekki siður fyrir hina nýju og æ áhrifa- meiri stétt i leikhúsinu, — leik- stjórana, er þvi miöur alltof al- gengt aö leikarar séu iátnir skila þvi sem menn vita að þeir hafa gert enn erfiðara við að skapa nýjar persónur og afleiðingin verður þreyta hjá áhorfendum við að sjá alltaf sömu andlitin, en það er setning sem heyrist nú orðið mjög oft, einkum hjá fasta- gestum leikhúsanna. Misheppnaðar leiksýningar og heppnaðar Leikarar og leikstjórar geta ekki látið setningar sem þessa sem vind um eyru þjóta og gera þaö ekki, en hvað er til ráða? Það verður að gefa þeim leyfi til aö mistakast, dreifa ábyrgöinni, þannig að sem flestum gefist möguleiki á að vera i buröarhlut- verkum, minnka vinnuálgiö á leikurum og ekki hvaö sist gefa þeim miklu meiri möguleika á endurmenntun i ýmsu formi. Þetta gerir aftur þá kröfu til okk- ar áhorfénda, aö viö gerum okkur ljósa grein fyrir þvi aö leikSýning sem er vel heppnuö er ekki neitt sem er sjálfsagt, heldur nokkuð sem er ánægjulegt og gæti gerst aftur, en samt ekki endilega næst þegar viö förum i leikhús. Þarna gætu leiklistargagnrýnendur verið okkur áhorfendum til mik- illar aðstoöar með þvi að skil- greina aö hverju er stefnt meö viökomandi sýningu og lýsa sinu mati á þvi hvernig til hefur tekist með einstaka þætti. Það,hve leiksýning er orðin mikið fyrirtæki, hlýtur lika að hafa áhrif á islenska leikrita- höfunda og gæti orðið til þess aö þeir hugsi mikiö um aö framleiöa verk fyrir þann markaö, sem fyrir hendi er, og það gæti svo aftur leitt til stöönunar þegar fram i sækti. Hvað er fólkið? Lesandanum mun nú ef til vill þykja aö nú sé ég komin langt frá upphaflegu efni, en þvi er þetta allt tiundaö hér, að ég vildi gera tilraun til að skilgreina hve erfitt og hve mikilvægt starf stjórnenda leiklistarstofnana er, og hef ég þó eytt litlu rými til aö reifa hlutverk þeirra gagnvart áhorfendum og áheyrendum sinum. Ekki er það þó vegna þess aö ég áliti það léttvægt, siöur en svo. Engin leiklistarstofnun fær þrifist hafi hún ekki áhorfendur / áheyrendur og hver uppfærsla hlýtur að miöast að þvi aö miöla þeim einhverju. Þegar rætt er um verkefnavalheyriststundum sagt að þetta sé þaö sem FOLKIÐ vilji og fylgir þá gjarnan meö aö þaö sé allt annað en viökomandi vilji sjálfur. En hvaö er FÓLKIÐ, er þaö ekki bara þú og ég? Ekki veit ég nákvæmlega hvað ég vil sjá þegar ég fer i leikhús, ég er bara forvitin, tilbúin að meðtaka þaö sem sýnt er og full löngunar til að reyna eitthvaö nýtt. I hverri leiklistarstofnun er fjöldi listamanna, sem leggur sig fram.og góöur stjórnandi reynir aö sjá til þess aö útkoman verði sem best. Þetta þýðir ekki að nein leiklistarstofnun geti varpaö frá sér allri ábyrgö og sagt aö ófull- nægjandi árangur sé stjórnand- anum einum aö kenna, hann getur ekki kallað fram það sem ekki er fyrir hendi. Fordæmi Sveins Einarssonar Ekki veröur svo rætt um stjórn- endur Islenskra leiklistarstofn- ana að nefna ekki þann mann sem haft hefur einhver mestu áhrif á stjórn tveggja þeirra i tæpa tvo áratugi og auk þess sem skólastjóri Leiklistarskóla Leik- félags Reykjávíkur hetur menntað stóran hluta þeirra leik- ara, sem I æ rikari mæli bera nú hita og þunga dagsins, en það er Sveinn Einarsson ' núverandi Hann er einn þeirra forstööu- manna leiklistarstofnana sem hefur næman skilning á þeim atriðum er úrslitum ráða um list- ræna þróun stofnunar. Hann hefur margsinnis sýnt i verki, bæöi I verkefnavali og vali á leik- urum, leikstjórum og leikrita- höfundum,og i reynd sýnt, að ekkert næst sé aldrei tekin nein ábætta. Ekki veröur sagt aö leik- húsin undir hans stjórn hafi ætiö siglt I lygnum sjó. Fordæmi Sveins Einarssonar sýnir okkur, hve mikilsvert þaö er, að stjórnendur leiklistarstofn- ana megni aö veita þeim listræna forystu og skorti ekki kjark til að framfylgja skoðunum sinum þrátt fyrir hugsanlega stundar- hagsmuni einhverra málsaöila. ÞANYR MAZDA 81a STATION ÁRGERD1973... ... var bensíneyðsla 6,9 1 per 100 km. Nú 6 árum og 200 þús km. síðar er eyðsla 7,4 1 per 100 km. og vél aldrei tekin upp. Þetta er ekkert einsdæmi. Allir Mazda bílar nýir og gamlir eyða mjög litlu bensíni. En það er ekki nóg að bílar eyði litlu bensíni, Mazda bílar hafa lágmarks bilanatíðni allra bíla á Islandi. BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23, sími 81299.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.